Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1977 29 nr'&rr™ 1 "y VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100 KL 10 — 11 FRÁ MANUDEGI vilja fá einhver svör, sennilega væri það frá svonefndri leikvalla- nefnd: „Eins og fleiri ömmur sé ég um barn, sem er á gæzluvelli svona yfirleitt á daginn og á þeim velli tiðkast það að leyfa börnunum að fara heim til sin sjálf, ef þau koma með bréf um það frá for- eldrum eða forráðamönnum. En almennu reglurnar segja að ekki megi senda börnin heim ein, þau verði að sækja. Mig langar að spyrja í þvi sambandi hver beri ábyrgð á börnunum ef eitthvað skyldi koma fyrir þau á heimleið- inni, eru það foreldrar eða gæzlu- konur? Þessi undantekning mun fremur fátið held ég og a.m.k. ætti heizt að draga úr þessum undantekningum og halda sig við almennu regluna, hún er örugg- ust. 0 Sælgæti á leikvöllum Og úr þvi ég er að ræða leikvallamál, mætti alveg minnast á sælgæti. Sum börn virðast koma með tyggigúmmí og er barnið, sem ég gæti oft, að biðja um slikt nesti. Ég hef ekki viljað verða við þvi, vegna þess að þá eru börnin e.t.v. að „verzla" með þetta, gefa út úr sér og svo missa þau þetta i sandinn o.þ.h. Þvi held ég að það ætti að taka fyrir sælgæti á leik- völlunum, þó að það sé kannski erfitt, en vel mætti a.m.k. fara fram á að börnin hefðu það ekki með sér svona yfirleitt. Að öðru leyti vil ég segja, að ég er mjög ánægð með gæzluvöllinn minn, þar eru góðar konur og vinna sín störf vel, en þessi atriði vildi ég fá að drepa aðeins á til umhugsunar og ef einhver vill svara ef ástæða er til.“ % Sjónvarpið og Presley Nú vikur sögunni frá leik- völlunum, en það er amman sem heldur áfram: „Það sem ég hef verið nokk- uð veik að undanförnu og ekki komizt minna ferða úti vildi ég gjarnan fá að nefna eitt í sam- bandi við sjónvarpið. Það er, að það fái til sýningar Presley- kvikmyndina, sem hefur verið sýnd i einu kvikmyndahúsa borg- arinnar, því án efa hafa ekki ailir komizt þangað sem vildu hafa séð hana og væri ekki úr vegi að sjónvarpið athugaði þennan möguleika. Amma.“ Sex-landa keppni: Guðmundur eini stórmeistarinn frá frótfamanni lVIbl. Freysteini Jóhanns- syni GUÐMUNDUR Sigurjónsson er eini stórmeistarinn sem tekur þátt í 6-landakeppninni hér í Glúcksburg í V-Þýzkalandi, og Ingi R. Jóhannsson er einn sjö alþjóðlegra meistara sem hér keppa. V-Þjóðverjar hafa tvo alþjóð- lega meistara í sinu liði, þá Dueball og Gerusel. I liði Noregs eru þeir Leif Ögard og Terje Wibe og á fyrstu borðum Svíanna eru Ornstein og Kaiszaure. Engir titilhafar eru i skáksveitum Finna og Dana. Síðasta umferð í sumar- spilamennskunni var spiluð sl. fimmtudag. Spilað var í tveim 16 para riðlum. Urslit urðu þessi: 5. Hilmar Olafsson — Ingólfur Böðvarson 228 Meðalskor 220 BRIDGEFÉLAG KÖPAVOGS Vetrarstarf félagsins hófst sl. fimmtudag með 1 kvölds tvimenningskeppni 16 para Þessir hringdu . . . 0 Otað út í verkfall? Kona: — Mig langar aðeins til að vekja athygli á því í örfáum orð- um að í sambandi við baráttu um jafnrétti kynjanna, sem mikið hefur verið talað um á allra sið- ustu tímum, finnst mér afar órétt- látt, ef til verkfalls kæmi i núver- andi kjaradeilu, sem ríkisstarfs- menn standa i, að þá skuli næst- um eingöngu öllu kvenfólki sem vinnur i stjórnarráðinu eins og ég vera otað út i verkfall án vilja flestra þeirra. En aðeins yrði um fáeina karlmenn að ræða og mætti ætla að þessu væri stjórnað eitthvað. Varla þarf að taka fram að kvenfólkið er yfirleitt i lægstu launaflokkunum. 0 Óþarfa upprifjun Utvarpshlustandi: — Ég var að hlusta á þátt i útvarpi um sjómennsku og var þar verið að ræða við sjómenn um þorskastríðið og rifja það upp. Mér finnst satt að segja óþarfi að vera að rifja þetta nokkuð upp og hvað þá að vera að guma af því að hafa getað barið eitthvað á Eng- lendingum. Nú er þessi deila til lykta leidd, hefði maður haldið, og þvi óþarfi að rifja nokkuð upp af þeirri baráttu aftur. SKÁK Umsfón: Margek Pitursson Á skákmóti i V-Þýzkalandi í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Kellers, sem hafði hvítt og átti leik, og Eck: 23. Bxg6! — Dg7 (Eftir 23. ... hxg6 24. Dh8+ — Kf7 25. Hhfl + verður svartur mát í næsta leik) 24. Bxh7+ — Kh8 25. Dh3 — Bc8 26. Hd3! Svartur gafst upp. Hann á enga vörn við hótuninni 27. Hg3. Sumarkeppni XVI. umferð 8/9 1977. A-riðill Röð stig 1. Gísli Steingrímsson Sigfús Árnason 0260 2. Ester Jakobsdóttir — Ragna Olafsdóttir 241 3. Júlíana Isebarn — Ólafía Jónsdóttir 237 4. Bragi Bragason — Bragi Erlendsson 226 5. Egill Guðjohnsen — Vigfús Pálsson 223 Meðalskor 220 B-RIÐILL. XVI. Umferð. 8/9. Röð Stig 1. Steingrímur Jónasson — Þorfinnur Karlsson 242 2. Jóhannes Gíslason — Skafti Jónsson 241 3. Albert Þorsteinsson — Sigurður Emilsson 237 4. Sævar Þorbjörnsson — Þórarinn Árnason 226 Brldge Besta árangri náðu: 1. Grímur Thorarensen — Guðmundur Pálsson 286, 2. Jón Páll Sigurjónsson — Oddur Hjaltason 273 3. Örn Ingason — Haukur Ingason 240 4. Guðmundur Arnarson — Sverrir Ármannsson 237 5. Jóhannes Árnason — Kristinn Baldursson 236 Næstkomandi fimmtudag verður aftur spilaður tvímenningur 1 kvölds. Spilað er í Þinghól Hamrahorg 11. Býður sig fram fyrir Al- þýðuflokkinn á Vesturlandi GUÐMUNDUR Vésteinsson, bæj- arfulltrúi Alþýðuflokksins á Akranesi, hefur ákveðið að gefa kost á sér i 1. sæti í væntanlegu prófkjöri Alþýðuflokksins á Vesturlandi vegna næstu al- þingiskosninga. í samtali við hann i gær sagði hann að sér væri ekki kunnugt um að fleiri hefðu tilkynnt þátttöku i prófkjörinu, en hann taldi líklegt að prófkjörið yrði i nóvember. Kjördæmisráð, sem kemur saman 1. okt. n.k., mun kveða upp úr um nánara fyrirkomulag á prófkjörinu. Prófkjör Alþýðuflokks á Suðurlandi; Magnús H. efstur- 581 greiddi atkvæði NIÐURSTÖÐUR í prófkjöri Alþýðuflokusins um val fram- bjóðenda f Suðurlandskjör- dæmi fyrir næstu alþingis- kosningar urðu þær að alls greiddu atkvæði 581. í I. sætið hlaut Magnús H. Magnússon simstöðvarstjóri i Vestmannaeyjum 453 atkvæði, í I. og 2. sætið hlaut Ágúst Einarsson 298 atuvæði. 1 3. sæti varð Erling Ævar Jónas- son með 415 atkvæði í 1„ 2. og 3. sætið og í sömu sæti hlaut Hreinn Erlendsson 257 at- kvæði og Guðlaugur Tryggvi Karlsson 106 atkvæði. i Eyjum greiddu 269 at- kvæði, 13 á Hellu, 15 á Hvols- velli, 61 í Þorlákshöfn, 15 í Hveragerði, 66 á Selfossi, 45 á Stokkseyri og 97 á Eyrar- bakka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.