Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1977 31 ENN ÓUÓS STAÐA í Ekki hefur enn fengizt úr því skorið hvaða þriðju deildarlið hreppa það hnoss að leika í 2. deild að ári, en um helgina fóru fram þrír leikir f úrslitakeppni deildarinnar. Má raunar segja að eftir þá leiki sé Eskifjarðarliðið Austri komið með annan fótinn í 2. deild, þar sem Leiknir úr Reykjavík þarf að vinna Grind- vfkinga með fimm marka mun til þess að fá betri stöðu í úrslita- keppninni en Austfjarðaliðið, og er mjög hæpið að það takist. Á Akranesi léku á laugardaginn liðin tvö sem urðu jöfn að stigum í Akureyrarriðlinum á dögunum: KS og Fylkir. Virtust þar ætla að fást hrein úrslit þar sem Fylkir hafði náð 2—0 forystu þegar kom- ið var fram í seinni hálfleik. Mörk þessi skoruðu þeir' Guðmundur Bjarnason og Baldur Rafnsson. En Siglfirðingar gáfust ekki upp — heldur fremur hertu mjög bar- áttuna og tókst að jafna, rétt eins og í leiknum á Akureyri. Gunnar Blöndal og Friðfinnur Hauksson skoruðu mörk þeirra. Þarf því þriðja leikinn á milli þessara liða til þess að knýja fram úrslit. Á Egilsstöðum fóru fram tveir leikir í hinum svokallaða Kópa- vogsriðli, en þar höfðu öll þátt- tökuliðin orðið jöfn að stigum. Léku Leiknir og Austri ó föstu- dagskvöldið og lyktaði þeim leik TENNIS í nokkrum dagblöðum höfuð- borgarinnar í s.l. viku er getið um stofnun tennisdeildar innan íþróttafélags Kópavogs og opnun 2ja tennisvalla i Kópavogi. Það eru gleðifréttir fyrir tennis- unnendur. Hins vegar er gefið í skyn f fréttum þessum að það sé verið að stofna til nýrrar keppnis- íþróttar hérlendis, sem er vitan- lega ekki rétt, heldur mætti segja að verið sé að endurvekja keppn- isíþrótt. Keppni i tennis á vegum Í.S.Í. hófst hér 1927 og var fyrsti Islandsmeistari í einliðaleik karla Calo Jensen, sem eins og nafnið ber með sér var danskur. Keppt var um verðlaunabikar, sem lyf- sali David heitinn Scheving Thorsteinsson gaf. Einliðakeppni kvenna á vegum l.S.Í. fór fyrst fram 1929 og varð fyrsti Íslands- meistari kvenna Klara Helgadótt- ir. islandsmeistaramót hafa sem sé verið háð í Reykjavik allt frá árinu 1927 til ársins 1941, flest árin var keppt í tvenndarkeppni, tvíliðakeppni karla og kvenna, og einliðaleik karla og kvenna. Auk þess fór fram innanfélagsmót bæði hjá Tennisdeild Í.R. og K.R. Allar æfingar og keppnir öll þessi ár fóru fram á 4 malbikuðum tennisvöllum, sem Í.R. og K.R. áttu í suðurenda gamla íþrótta- vallarins. Tennis- og badminton- félag Reykjavikur (T.B.R) byggði (1941) 2 tennisvelli einnig í suð- urenda íþróttavallarins, en bygg- ing þeirra var misheppnuð og komust þeir aldrei í fulla notkun. Í.S.Í. gaf út árið 1944 leikreglur fyrir tennis og badminton (tekn- ar saman af Lárusi heitnum Péturssyni frá Hofi i Reykjávik). Benedikt heitinn Waage, áratuga forseti Í.S.I., sýndi tennisíþrótt- inni ætið áhuga og afhenti t.d oftast nær sjálfur verðlaunagrip- ina að loknum keppnum. Tennis lognaðist út af hér í Reykjavík á stríðsárunum og lágu til þess margar orsakir sem ekki er ástæða nú til að fara úti, en fyrir ókunnuga má geta þess að ekki er hægt að leika tennis i rigningu né á blautum völlum. Friðrik Sigurbjörnsson Kristínn beztur baqarstióranna UM SÍÐUSTU helgi fóru fram tvö golfmót á vegum Golf- klúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Var þar um að ræða úrslit í firmakeppni klúbbsins og hin árlega sveitarstjórnakeppni. Firmakeppni GK hefur staðið yfir í sumar, og var þar keppt með útsláttarfyrirkomuulagi. 106 fyrirtæki tóku þátt í keppn- inni og i baráttu 14 fyrirtækja sem kepptu til úrslita sigraói Útvegsbanki islands. Keppandi fyrir Útvegsbankann var Ólaf- ur Marteinsson, GK. í sveitarstjórnakeppninni eiga þátttökurétt sveitarstjórar og bæjarstjórar þeirra sveitar- félaga sem aðild eiga að Golf- klúbbnum Keili, og kepptu þarna fulltrúar frá Bessastaða- hreppi, Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi. Leiknar voru 12 holur og lauk keppninni með sigri Kristins Ó. Guðmundsson- ar, bæjarstjóra Hafarfjarðar, en honum til aðstoðar var Knút- ur Björnsson, formaður GK. Þrjú mót njá Keili UM NÆSTU helgi, 17,—18. september, fara fram þrjú opin mót hjá Golfklúbbnum Keili. Er þar um að ræða Dunlop Op- en-drengjakeppni (yngri en 16 ára) og verða þar leiknar 36 holur með og án forgjafar. Hefst keppni kl. 9 á laugardag og verður síðan fram haldið kl. 13.00 á sunnudag. Toyota-opin öldungakeppni, þar sem leiknar verða 36 holur, með og án forgjafar. Keppni hefst kl. 13.00 á laugardag og verður fram haldið kl. 9.00 á sunnudag. Loks verður J.G. opin kvennakeppni. Þar verða leikn- ar 18 holur með og án forgjafar og hefst keppnin kl. 13.30 á sunnudag. Keppni þessi er kennd við Jens Guðjónsson, gullsmið, r°m gefur verðlaunin. Tugþrautarmenn til Bretlands UM næstu helgi munu lslending- ar heyja tugþrautarlandskeppni við B-lið Breta og B-lið Frakka og fer sú keppni frani f Bretlandi. Islenzka tugþrautarlandsliðið hefur nú verið valið og skipa það þeir Elías Sveinsson, KR, Þráinn Hafsteinsson, HSK, Jón S. Þórðar- son, ÍR, og Hafsteinn Jóhannes- son, UBK. Af þessum iþrótta- mönnum hefur Elías náð beztum árangri í ár, 7430 stigum, en Þrá- inn hefur náð næst beztum árangri, 6525 stigum. Fararstjóri lslendinganna og þjálfari verður Olafur Unnsteins- son, og sagði hann í viðtali við Morgunblaðið í gær, að hann teidi nokkra möguleika á því fyrir Ís- lendinga að sigra í þessari keppni. 3. DEILD með jafntefli 0—0. Var þetta mik- ill taugaspennuleikur og heldur þófkenndur. Austri sótti þó held- ur meira, en vörn Leiknis stóð fyrir sinu með Ólaf Ragnarsson, markvörð sem bezta niann. A sunnudaginn léku svo Austri og Grindavík og lauk þeim leik með sigri Austra 4—0. Lék Austri móti snörpum vindi í fyrri hálf- leik, en náði samt góðum tökum á leiknum og skoraði tvö mörk i hálfieiknum. i seinni hálfleik sótti Grindvikingar öllu meira, en gekk mjög illa að skapa sér tæki- færi til þess að skora, og virtist þeir missa móðinn þegar á leikinn leið. Austri hafði hins vegar heppnina með sér og skoraði tvö mörk í hálfleikniim. Gerði Rúnar Sigurjónsson tvö mörk fyrir Austra i leiknum og þeir Leifur Helgason og Hjálmar Yngvason sitt hvort markið. Beztu menn Austra í leiknum, sem og i leiknum gegn Leikni voru þeir Halldór Árnason og Hjálmar Yngvason. Í Grindavík- urliðinu var enginn sem skar sig sérstaklega úr. Liðið barðist all- vel, meðan það hafði von, en mjög dofnaði yfir því þegar á leikinn leið. Stefán Hallgrímsson náði mjög góðum árangri f 200 metra grindahlaupi, og virðist nú loks vera að ná sér á strik, eftir langvarandi meiðsli. GOTT HLAUP STEFÁNS Frjálsíþróttamaðurinn Stefán Hallgrímsson, KR, sem átt hefur við meiðsl að stríða frá því snemma árs 1976 virðist nú vera að komast yfir þau meiðsi og ná sér á strik á ný. Skemmst er að minnast góðs hlaups Stefáns í Bikarkeppni FRÍ á dögunum, en í gær stóð hann sig jafnvel enn betur. Við slæmar aðstæður á Laugardalsvellinum gerði hann í gær harða atlögu að tslandsmet- inu i 200 metra grindahlaupi er hann hljóp í mótvindi og kulda á 24,7 sekúndum. Islandsmetið er 24.4 sekúndur og takist Stefáni að fá mót við góðar aðstæður ætti hann að geta náð þessu meti í ár, en eðlilegt er að til þurfi meira en eitt hlaup til að komast niður á góðan tíma. Fróðlegt verður að vita hvort Stefán Hallgrímsson niuni ein- beita sér að 400 metra grinda- hlaupi f framtíðinni eða hvort hann gefur sig að tugþraut á ný, en það er skoðun undirritaðs að Stefán hafi miklu meiri burði og eiginleika til að bera til að verða maður á heimsmælikvarða í grindahlaupinu. . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.