Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1977 16 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 1500.00 i lausasölu 80. hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. kr. á mánuði innanlands. 00 kr. eintakið. Rök borgarstjóra Robert Lowell látinn New York 13. sept. Reuter. BANDARlSKA skáldið Robert Lowell andaðist í gærkvöldi. Hann var sextíu ára gamall. Lowell var að koma frá írlandi eftir heimsókn þar hjá eigin- konu sinni. Hann var á leið með leigubfl frá Kennedyflugvelli og inn í borgina er hann andað- ist snögglega og bílstjórinn sagði að hann hafði haldið í fyrstu að Lowell hefði hlundað. Robert Lowell hafði fengið margvíslega viðurkenningu á skáldferli sinum, m.a. Pulitzer- verðlaunin og Ljóðaverðlaun Guinnes. Utgáfa á nýrri ljóða- bók eftir hann, ,,Day by Day“, hafði nýlega verið tilkynnt. Lowell var félagi í Banda- rísku listaakademíunni. Meðal verka hans má nefna ,,Land of Unlikeness", ,,Lord of Weary’s castle“ sem hann fékk Pulitzer- verðlaun fyrir og „The Mills of Kavanaughs". Robert Lowell Meðal þekktustu ljóðasafna hans eru „Near the Ocean ’, „The Voyage“ og „Notebook". Lowell var borinn og barn- fæddur í Boston. Andúð hans á ofbeldi og striði kemur glögg- lega fram í verkum hans og vakti stundum umtal og deilur um þennan hægláta mann, sem ekki var mikið fyrir það gefinn að láta á sér bera. Hann var eftirsóttur upplesari, ferðaðist iðulega um og hélt fyrirlestra. Hann var um margt bölsýnis- maður og sú afstaða kemur fram í ljóði hans „Near the Ocean“ sem kom út upp úr 1960. Hann var mjög mötfallinn að- ild Bandaríkjamanna að Víet- nam-striðinu. En þó að afstaða hans til styrjalda væri jafnan óbreytt varð hiö sama ekki uppi á teningnum hvað trúmála- skoðanir hans snerti. Hann tók ungur kaþólska trú, þvert ofan í vilja fjölskyldu sinnar, gekk síðar af kaþólskunni og hafði þá margt við kenningar hennar að athuga. Stokowski lézt í gær London 13. sopl. Reutcr. AP. LEOPOLD Stokowski, hinn heimsfrægi hljómsveitarstjóri, lézt i dag 95 ára að aldri. Stokowski stjórnaði flestum helztu hljómsveitum heims í áratugi. Hann hafði fyrir ári undirritað samning við CBS- sjónvarpsstöðina, sem átti að renna út, þegar Stokowski yrði 100 ára. Stokowski var af pólsku og írsku foreldri, fæddur i London 18. april 1882. Hann gat sér mikinn orðstír sem hljóm- sveitarstjóri klassískra stór- verka, en hann fékkst við margt fleira og m.a. varð fræg samvinna hans og Walt Disneys við gerð kvikmyndarinnar Fantasíu á styrjaldarárunum. Stokowski hélt ágætri heilsu Stokowski lengst af og stjórnaði hljóm- sveitum eftir að hann var kom- inn á tíræðisaldur. Einn tón- listarfrömuður orðaði það svo, að enn ætti Stokowski þann hæfileika að geta vakið undrun og blandin viðbrögð meðal áheyrenda sinna. I apríl sl. vann hann að upptöku á ítölsku sinfóníunni eftir Mendelssohn og í maí og fram eftir júnímán- uði starfaði hann við upptöku á C-sínfóniu Bizet og voru báðar upptökurnar með Fílharmoniu- hljómsveit Bretlands. Stokowski var nýkominn úr sumarleyfi í Frakklandi og var tekinn að búa sig undir haust- verkefni sem hann hafði samið um. Hann lézt á heimili sínu í Suður-Englandi og fékk hægt andlát. Áfengissýjö mesta martröð Ástralíu — segir formaður alþýðusambandsins þar í landi Igrein þeirri, sem Birgir Isl. Gunnarsson, borgarstjóri ritaði í tilefni af þeim umræðum, sem fram hafa farið um atvinnumála- skýrslu Reykjavfkurborgar, fjall- aði hann sérstaklega um þann áróður andstæðinga Sjálfstæðis- flokksins, að borgarstjórn Reykjavfkur hefði Iftið sinnt at- vinnumálum borgarbúa og sagði um þær staðhæfingar: „Auk ým- iss konar óbeinnar fyrirgreiðslu til atvinnurekstursins hefur borg- arstjórn greitt 1 beinhörðum pen- ingum til eflingar atvinnulffs hundruð milljóna króna á undan- förnum árum. Sem dæmi má nefna, að á þessu ári gerir fjár- hagsáætlun borgarinnar ráð fyrir því, að lagt sé til framkvæmda- sjóðs borgarinnar 13o milljónir króna. Aðallega rennur þetta fé til Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Því miður fer of mikill hluti þess til að greiða reksturshalla fyrir- tækisins, en að öðru leyti fer það f jármagn til uppbyggingar. Bæjarútgerð Reykjavfkur hefur og verið í mikilli endurnýjun á undanförnum árum. Fyrirtækið á nú glæsilegan flota nýrra togara og er unnið að þvi að bæta aðstöð- una í landi. Auðvitað má alltaf um það dcila, hvort rétt hefði verið að verja þessu fé á annan hátt til eflingar atvinnulffs f borginni. En ég hef verið eindreg- ið þeirrar skoðunar, að þar sem Reykjavíkurborg á og rekur út- gerðarfyrirtæki eins og BOR, beri að reka það með fullum sóma og reisn. Enginn vafi er á þvf, að bein þátttaka borgarinnar í at- vinnurekstri kostar mikið fé. Það kann að vera, að nauðsyniegt sé fyrir borgina að taka þátt í stofn- un stórfyrirtækja eins og t.d. nýrri skipaviðgerðastöð. Um það vil ég ekki fullyrða á þessu stigi. Hitt er þó Ijóst, að það fjármagn, sem borgin hugsanlega kann að leggja til slfks fyrirtækis, verður ekki notað til annars. Það þýðir þvf a.m.k. í bili minnkandi fjár- framlög til ýmissa annarra verk- efna, t.d. uppbyggingar á marg- vfslegri þjónustu eins og skólum, barnaheimilum, menningarstofn- unum og öðru þess háttar. Því miður gleymist þessi þáttur of oft f umræðum manna í milli." Birgir Isl. Gunnarsson fjallar einnig um þá gagnrýni, sem hald- ið hefur verið uppi á hendur borgarstjórnarmeirihluta sjálf- stæðismanna, að hann hafi ekki sinnt því þótt fyrirtæki flyttu í nágrannasveitarfélög höfuðborg- arinnar. Hann bendir á f grein sinni, að Reykjavík hafi ekki stefnt að þvf að hafa á boðstólum nægilegt magn lóða til að allur atvinnurekstur á höfuðborgar- svæðinu gæti rúmazt innan marka Reykjavfkur og að ná- grannasveitarfélögin hafi unnið að því að efla atvinnurekstur hjá sér sem væri skiljanlegt. Borgar- stjóri lýsir því yfir í grein þess- ari, að hann telji ekki æskilegt, að sú þróun haldi áfram sem um tfma var áberandi, að nágranna- sveitarfélögin yrðu svefnbæir út frá Reykjavík og hann teldi eðli- legt, að jafnvægi ríkti í atvinnu- starfsemi á höfuðborgarsvæðinu, þar.nig að litið yrði á það sem eina heild i atvinnumálum og að ekki yrði um óeðlilega samkeppni að ræða á milli sveitarfélaga um fyrirtækin. Hann kveðst því ekki sjá ofsjónum yfir því, þó að eitt og eitt fyrirtæki flytji yfir borg- armörkin. Loks víkur borgarstjóri að hlut einkaframtaks og samvinnurekst- urs f Reykjavfk og bendir á, að einstaklingar og félagasamtök þeirra eru burðarás atvinnulífs- ins í Reykjavík og f öðrum sveitarfélögum á höfuðborgar- svæðinu. Opinber rekstur sé sára- Iftill, ef undan er skilinn rekstur bæjarútgerða í Reykjavík og Hafnarfirði. Borgarstjóri segir í grein sinni, að einstaklingsfram- takið hafi verið grundvöllur at- vinnulffs f Reykjavfk og verði vonandi um ókomna framtfð. 1 Reykjavík eigi hundruð einstaklinga fyrirtæki, bæði stór og smá. Hann víkur sérstaklega að ásökunum á hendur Reykja- vfkurborgar um að hún hafi ekki veitt samvinnurekstrinum viðun- andi starfsskilyrði og hafi lóða- mál KRON sérstaklega verið nefnd í því sambandi, og segir að KRON hafi fengið margar lóðir í Reykjavík og hafi fengið skrif- legt vilyrði fyrir lóð í nýja mið- bænum. sem félagið hafi hins vegar engan áhuga sýnt. Hins veg- ar hafi meirihluti borgarstjórnar ekki viljað fallast á, að KRON fengi að setja upp stórmarkað í vöruskemmu, sem Samband fslenzkra samvinnufélaga fékk úthlutað á hafnarsvæðinu og átti að vera þjónustufyrirtæki f tengslum við höfnina. Lýsir borg- arstjóri þvf yfir, að slfkt hefði verið brot á öllu skipulagi og furðulegt, að fram á það skyldi hafa verið farið. Borgarstjóri seg- ir í grein sinni m.a.: „Ég er þeirr- ar skoðunar, að einkafyrirtæki og samvinnufyrirtæki eigi að starfa hlið við hlið f Reykjavík f eðli- legri og heilbrigðri samkeppni. En þvf miður hefur alloft borið á þvf á ýmsum stöðum, þar sem framsóknarmenn hafa haft tögl og hagldir, að reynt hefur verið að skapa samvinnufyrirtækjum á staðnum einokunaraðstöðu í ýms- um greinum. Þetta þekkja íbúar út um allt land.“ Með þessum rökum borgar- stjóra hafa fullyrðingar minni- hluta flokkanna f borgarstjórn verið hraktar, enda skipta þær minnstu máli f þessum umræð- um. Miklu meira máli skiptir að takast megi að efla gagnkvæman skilning fólks í dreifbýli og þétt- býli á brýnustu hagsmunamálum hvers annars. Það fer ekki á milli mála, að fólk f dreifbýli er við- kvæmt fyrir þeim umræðum, sem orðið hafa um atvinnumál á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að það telqr með réttu, að svo mikið sé ógert f hinum dreifðu byggðum til þess að búa fbúum þar eðlileg Iffsskilyrði. Þess vegna er mikilvægasta verkefnið nú fyrir forystumenn Reykja- víkurborgar að efla skilning dreifbýlisfólks á hinum sérstöku viðhorfum á höfuðborgarsvæðinu f þessum efnum. en um leið að stuðla að þvf að íbúar höfuðborg- arsvæðisins hafi ekki sfður rfkan skilning á þörfum dreifbýlisins fyrir bætta aðstöðu, ekki sfzt f samgöngumálum, félagsmálum og heilbrigðismálum. UM 5 af hundraði allra Ástralíubúa eru nú taldir áfengissjúklingar að því er fram kemur í sfðustu opin- beru skýrslum þar í landi og Bob Hawke, forseti alþýðusambands Ástralíu, sagði nýlega að áfengissýki væri að verða ein mesta martröð landsmanna. Þetta kom fram í brezka blaðinu Observer um helg- ina frá fréttamanni þess í Melbourne. í fréttinni segir að áætl- að sé að beint tap fyrir efnahagslífið í landinu vegna áfengissýki sé um 360 milljónir sterligspunda og að drykkjuvandamál kvenna og ungs fólks í landinu fari hraðvaxandi. Hawke sagði nýlega á ráð- stefnu verkalýðsfélaga um áfengisvandamálið aö verkalýðsfélögin gerðu kröfu til þess að starfsmað- urinn við færibandið, sem ætti við áfengissýki að stríða, hlyti sömu meðferð og forstjórinn sem ætti við sama vandamál að stríða, og að meðferð og endur- hæfing yrðu að koma í stað yfirhylmingar og brott- reksturs. í könnun, sem háskólinn í Sydney gerði nýlega hjá 10 þúsund Ástralíumönn- um, kom í ljós að 58% þeirra kvenna, sem spurð- ar voru, viðurkenndu hættulega drykkjusiði en 48% af karlmönnum. Segir STEVE Biko, einhver þekktasti leiótogi svertingja í Suóur- Afríku, sem berjast fyrir mann- réttindum til handa negrum, lézt í fangelsi í dag eftir viku hungur- verkfall, að því er lögregla skýrði frá. Fréttin um andlát hans vakti mikla ólgu og það svo, að James Krúger, dómsmálaráðherra lands- ins, sá sér ekki annað fært en gefa út formlega tilkynningu, þar sem í könnuninni að konur hafi einkum nefnt leiðindi sem orsök fyrir drykkju. Könnunin leiddi einnig í ljós að Ástralíumenn eyða 1 dal fyrir áfengi á móti hverjum þremur, sem þeir eyða til martarkaupa. Þá var einnig skýrt frá því, að 55% fleiri menn og konur létust af völdum áfengis- notkunar nú en var fyrir 10 árum. málið var rakið. Taldi Krúger að Biko hefði fengið hina beztu að- hlynningu, en hann hefði ekki viljað neyta neins. Biko var handtekinn þann 18. ágúst. Hann var þá sagður vera við prýðilega heilsu. Hann er nítjándi svertinginn sem deyr í vörzlu lögreglunnar síðan sett voru ný öryggislög um að halda megi mönnum ótiltekinn tima i fangelsi án málshöfðunar. S-Afríka: Svertingjaforingi dó í fangelsi Jóhannesarborg 13. sepl. Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.