Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1977 u idh ■> KAFr/NU i\ (() ___________________________________ Hver er niðurstaðan — fæ ég hundrað kallinn eða ekki? est ÓÍsJ-- Skipstjóri góður! Getur þú Kift okkur núna! í þriðja skiðti. — Þetta er ekki 66 — heldur99! Á dönsku vígstöðvunum BRIDGE Umsjón: PáH Bergsson Spilið í dag átti þátt í sigri tveggja ungra Hollendinga í þeim hluta Philip Mossis- Evrópubikarkeppninnar, sem spilaður var í London. Gat topp — en að vísu með hjálp varnarinnar. Norður S. D103 H. K2 T. K9864 L. 1052 Vestur Austur S. ÁG8 S. 642 H. 84 H. DG1.065 T. D1072 T. G53 L. D874 L. G3 Suður S. K975 H. A973 T. Á L. ÁK96 Vestur gaf en ungu mennirnir sátu í norður og suður og sögðu þannig; suður opnaði í fjórðu hendi á tveim tíglum, sem sýndi 18—25 punkta og skiptinguna 4- 4-4-1; tvö hjörtu norðurs voru bið- sögn en suður sagði frá einspili sínu i tígli og lágmarki með þrem laufum. Norður skellti sér þá í fjóra spaða, allir pass og austur spilaði út hjartadrottningu. Norður tók slaginn heima, tók síðan á tígulás, laufás og kóng og hjartaás. Trompaði síðan hjarta á hendinni, tók á tígulkóng og trompaði tigul í blindum og aftur hjarta heima. Þá var staðan orðin þessi: Norður S. D H. — T. 98 L. 2 Vestur Austur S. ÁG8 S. 642 H. — H. G T. — T. — L. D L. — Suður S. K97 H. — T. — L. 9 Norður spilaði nú spaðadrottn- ingu og vonaði það besta. Spilið var unnið og allt snerist um yfir- slaginn. Vestur tók auðvitað á ás- inn og spilaði laufdrottningunni. En þá sofnaði austur á verðinum. Hann lét hjartagosann í stað þess að trompa. Ellefu slagir — kóng- ur og nía suðurs sáu um tvo siðustu slagina. COSPER Já, fyrir mig, — ein föt með tvennum buxum! „Fréttamaður hjá Morgunblað- inu skýrir frá þvi núna (13da sept.), að þegar bandarískir belg- farar lentu í gær, hafi runnið uppúr þeim danska. Þeir voru ekki fyr stignir á land en þeir fóru að sletta sgu (,,sko“) og rétt á eftir saa sandelig („svo sannar- lega“) og þvíumlíkt.Á öðrum stað er lauslega sagt frá ræðu Pinochets nokkurs spænskumæl- andi einræðisherra í Chile, þar sem karl bregður helduren ekki fyrir sig baunskunni og ræður andstæðíngum sinum til að halda sér á mottunni, („holde sig paa motten"). Eg flýti mér að bæta þvi við að tilviljun ræður að dönskuslettur eru sóttar í Mgbl. núna, en að mínu viti er einginn munur á dagblöðum Reykjavíkur i þessum púnkti; ekkert blað virð- ist vera skrifað á þolanlegri ís- lensku núna nema vikuritið Dag- ur á Akureyri sem ég er vanur að lesa upp til agna. Dönskuslettu- menn blaðanna virðast, þó undar- legt sé, i heiminn bornir eftir að ísland varð sjálfstætt, því framm- undir þann tíma var dönskusletta sjaldgæf i íslensku blaði. Að minstakosti verður að gera sér- staka leit til að finna slikt. Nú- tíma dönskuslettur virðast stafa af því að þeint sem skrifa eru ekki ljós skilin milli dönsku og ís- lensku, möo, menn vita ekki hvar danska hefst; það er meira að segja mjög líklegt að þeir kunni ekki meiri dönsku en sem slettun- um nemur, (aðallega vikublaða- dönsku). Sumir málvöndunarmenn halda því fram að sínu leyti að rituð íslenska sé að verða holgrafin af ensku. Víst er svo að einstaka sirpium bregður fyrir hjá íslend- íngum málfari i ræðu og riti sem gæti gefið i skyn að höfundar væru af þriðju eða fjórðu kynslóð landnema i Manitoba og Saskatchewan; þó held ég enskan verði okkur íslendíngum seint að fótakefli. Maður verður helst að vera fæddur enskur til að botna i því margbrotna máli svo gagn sé að (kanski sletta þeir menn helst ensku sem minst botna í henni). íslenskir blaðamenn sem láta bandariska belgfara og spánska hnif- og byssumenn sletta dönsku, ættu að leita sér að atvinnu við blöð i Danmörku. Halldór Laxness." # Hver ber ábyrgðina? „Amma“ nokkur hafði sam- band við Velvakanda og ræddi nokkrar spurningar varðandi leikvelli eða gæziuvelli og kvaðst RÉTTU MER HOND ÞINA 42 andatrúarmanni í klefanum og úti sviðin sléttan. Helmingi lengri vegalengd eftir. Og í huganum sá hann Janet og he.vrði ertandi og faiskan und- irtóninn (orðum hennar. Ilann varð gagntekinn eins konar einmanakennd eyði- merkurinnar. Hvaða erindi átti hann eiginlega til þessa ógeð- fellda lands? Svartir og hvftir voru hvorir tveggja sömu stirð- husarnir. Ég vildi ég væri aftur kominn til Gautahorgar. llann hugsaði um dýrðlegt þoku- kvöld, þegar hann skálmaðí upp hrekkurnar f ' asastaden og fann, að þar kunni hann við sig. Þessi dásamlega Svíþjóð, þar sem tilveran var svo ein- föld og öllu var vel fyrir komið og engin vandamál. Fásinna að vera að fla-kjast hingað. Janet... Hann hefði að minnsta kosti ekki þurft að draga hana á tálar. En hún varð nú að taka á sig sökina að nokkru leyti. Eg lofaði henni aldrei neinu. Og einhver hlaut að vekja hana fyrr eða sfðar. Saml. . . Svei, það tók þvf ekki að hugsa um það lengur. Ég hefði ekki haft efni á þvf að kvænast henni. Þó að ég hefði viljað. Eg verð að verja fyrstu árunum til þess að greiða fvrir sjúkrahús- vistina. Kokdýrt var það. Furðulegt, að þeir skuli dirfast að rýja sjúklingana þannig inn að skinninu. Nú verð ég að dveljasl févana suður í Durhan. Durhan — Ahmcd Mullah! Erik rétti úr sér f bekknum. Hvernig á ég að koma fram við hann f Durhan? Satt að segja get ég ekki umgengizt hann. Langar ekki heldur til þess lengur... „Ahmed, réttu mér höndina, við tökumst i hendur þvf til staðfestingar. að við ætlum að standa saman suður frá.. Hm. En það er þó ekki mér að kenna. að ég var ginntur inn í kringumslæður, sem ég réð ekki við? — X—X—X Myrkrið kom skjótt. Dags- birtan hvarf na'stum því eins og rúllutjald hefði veriðdregið niður. Þægilegur svali fór að berast inn f klefann. Kynhlend- ingur með öskugrátt andlit og óróleg augu kom inn og tók að undirbúa svcfnstaðinn fyrir nóttina. Erik fór f treyjuna og mjakaði sér fram f þrönga ganginn f áttina að matvagn- inum. — Einmana í Afrfku, muldr- aði hann. — Ekki sérlega þægi- leg tilfinning. Það varð að hafa það, hann mundi eflaust hitta skcmmti- legt fólk aftur. Fvrst hafði hann nú hitt Mary. En Janet... X—x—x Leslin gaf upp öndina um nónhilið, er hún ók inn á stöð- ina í Durban. Erik fór niður á pallinn. lagði töskuna frá sér og gekk íram og aftur f mann- grúanum, fullur sjálfstrausts, frjálslegur í fasi og með aðra augahrúnina uppi á enni. Hall lék hið fullkomna ofurmenni í enskum njósnareyfara, mann með eingiyrni, sem fer inn f skuggalegan næturklúbhinn og F ramhaldssaga eftir GUNNAR HELANDER Benedikt Arnkelsson þýddi heldur jafnvægi og stillingu, hvað sem að höndum ber. Nú fyrst mundu hinir miklu at- hurðir fara að gerast. Það var ekki sérlega upplffgandi að minnast tfmans f Jóhannesar- horg. En núna... Einmana f Afrfku. Hugsunin var ekki eins þjakandi og áður. Einmana. frjáls og uppréttur. Hann blfstraði „Star dust“ og gekk að söluturni til þess að kaupa sér sfgaréttur. Hann skipti sfðasta fimm punda seðl- inum f smáseðla, stakk pening- unum f bakvasann og hélt áfram að reika fram og aftur í stöðvarhúsinu, með frakkann lagðan yfir öxlina. Það leið ekki á löngu, þangað til honum fór að þ.vkja nóg um hitann og þrengslin. Negra- kona olnbogaði sig áfram fram hjá honum. Ilún héll á barni, sem virtist varla vera annað en stór. kringlótt, undrandi augu. Barnið lagði kámuga, svarta hönd sfna á eyra Eriks. Hann rcyndi að reiðast ekki, hrosti svolítið þvingað við skefldri móðurinni og ruddist út úr mannþrönginni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.