Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14, SEPTEMBER 1977 25 félk f fréttum Hér er öll fjölskyldan saman komin. Aftari röð frá vinstri, Magda. Julie mamma og Eva. Fremri röð, Zsa Zsa, Vilmos pabbi og Francesca. Þið megið aldrei verða fátækar + Þið skulið ná ykkur í rfkan mann. Þið megið aldrei verða fátækar. Auðvitað eigið þið að gifta ykkur af ást, en þó ekki fyrr en hlutaðeigandi maður hefur dregið demantshring á fingur ykkar. Þannig hljóðaði ráð móður til dætra sinna þriggja, Magda, Zsa Zsa, og Evu. Og dæturnar þrjár, sem nú eru 60, 58, og 54 ára, hafa svo sannarlega fylgt ráðum móður sinnar. Samanlagt eiga móðirin og dæturnar þrjár að baki 22 hjónabönd. „Mamma Gabor“ hefur þrjú á sam- viskunni, Magda 7, Zsa Zsa 7 og Eva 5. Sjálfar segja þær: Við höfum gift okkur svo oft vegna þess, að við höfum mikla þörf fyrir ást. 1 hvert skipti sem við giftum okkur héldum við að við elskuðum manninn. Vinir systranna þriggja segja, að þær séu eyðilagðar af eftirlæti. Komi þær auga á eitthvað sem þær langar til að eignast hvort sem það er bfll eða eiginmaður verða þær að fá það hvað sem það kostar. Einu áhugamál þeirra eru lúksus-ferðalög, næturklúbbar og falleg föt en til þess að hægt sé að veita sér þetta er nauðsynlegt að eiga ríkan eiginmann. Zsa Zsa Gabor á eina dóttur, Francescu. Hún er mjög ólfk móður sinni og finnst líf hennar tómt og tilgangslaust. Hún hefur hvorki áhuga á pcningum. skartgripum eða hjónabandi. Þetta hefur valdið móður hennar miklum vonbrigðum og hún hefur gefist upp við að innprenta dóttur sinni þau vísu orð sem hún sjálf hefur lifað eftir. + APALEGUR MÓTHERJI: Rúmenski tennisleikar- inn Ilie Nastase sem er þekktur fyrir skapofsa sinn og ýmis apakattarlæti á tennisvellinum horfir hér á eftir sjimpansanum Kelley. Myndin var tekin er Nastase var að hita upp fyrir sjónvarpskeppni sem hann tók nýlega þátt í vestan hafs. + Lillian Skauen í Tors- nes í Noregi keypti sér gróft nælongarn í veiðarfærabúðinni. Hún ætlaði að prjóna hengi- rúm. En hvar átti hún að fá nógu grófa prjóna. Hún dó ekki ráðalaus heldur fékk sér tvær ár- ar, fitjaðir upp 74 lykkjur. Það munar mikið um hverja umferð þegar garnið er gróft og prjónarnir sverir og við sjáum ekki betur en Lillian sé aö verða búin með hengirúmið. Alþýðuleikhúsið sýnir á Norðurlöndum ALÞÝÐULEIKHUSIÐ lagði af stað i sex vikna leikför um Norðurlönd 10. september með Skollaleik eftir Böðvar Guð- mundsson. Sýningarnar byrja i Þórshöfn í Færeyjum 12. sept. en þær verða alls 19. Siðan verður farið til Noregs, Bergen og Oslo og þaðan yfir til Finnlands, Hel- singfors og Vasa, en þ.ar hafa íslandsvikur verið skipulagðar þar sem m.a. fer fram kynning á islenzkum skáldum. Næst fer Alþýðuleikhúsið til Svíþjóðar og sýnir í Gautaborg, Lundi, Málmey og Uppsölum, en ferð- inni lýkur i Danmörku með sýn- ingum í Arósum, Öðinsvéum og Kaupmannahöfn. Norræni mennjngarmálasjóð- urinn veitir styrk til fararinn- ar. Aðalfundur Bílgreinasam- bandsins 1977 Aðalfundur Bílgreinasambandsins verður haldinn að Hótel Loftleiðum Kristalsal laugardaginn 1 7. sept. n.k. og hefst kl. 9 til 9.25. Afhending fundargagna. Kl. 9.30 —10.45 sér greinafundir. 1 . Bílamálarar og bílasmiðir 1 Bílamálarar og bílasmiðir frásögn Sigurðar Hanssonar af norrænum fundi í Sviþjóð. Fræðslumál og verð- lagsmál. 2. Bílaverkstæðiseigendur samningamál — aðbúnaður og hollustuhættir. Fræðslumál og verðlagsmál. 3. Bílainnflytjendur bílasýning 1978 o.fl. 4 Gúmmíverkstæðiseigendur álagning og sala á hjólbörðum. Aðbúnaður og hollustuhættir o.fl. ö.Smurstöðvaeigendur varðlagsmál o.fl. Kl. 11—12 almennar umræður. Kl. 12 — 1 2.30 Gunnar S. Björnsson seg- ir frá starfsemi Iðnlánasjóðs. Matarhlé. Kl. 13.30 til 15 verðlagsmál verkstæða Guðjón Tómason framkvæmdastjóri S.M.S. hefur framsögu. Panelumræður. Kl. 15 aðalfuodur B.G.S. venjuleg aðal- fundarstörf. Kl 1 7 aðalfundur véla og tækjakaupa- sjóðs Bílgreinasambandsins. Kl. 19.30 dansleikur í Lækjarhvammi Hótel Sögu. Sambandsaðilar eru hvattir til að fjöl- menna á aðalfundinn og tilkynna þátttöku í síðasta lagi til skrifstofu Sambandsins fyrir kl. 17 hinn 15. sept n.k. í síma 10650. Þeir sambandsaðilar sem eigi geta mætt geta gefið öðrum félagsmönnum umboð eða starfsmönnum sínum á hjálögðu um- boðseyðublaði. Samkvæmt 10 grein laga Sambandsins getur: „Enginn farið með atkvæði fleiri en 2ja aðila auk síns (sinna) eigin". Stjórn Bílgreinasambandsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.