Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 203. tbl. 64. árg. MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Nordli mun fara fram á traustyfirlýsingu Tveir þingmenn Venstre ráða næstu ríkisstjórn Odvar Nordli, forsætisráðherra Norðmanna, og Reiulf Steen, form. þingflokks Verkamanna flokksins. Myndin var tekn er þeir töldu sig fagna sigri rikis- tjómar sinnar og áframhaldandi setu hennar. Skömmu siðar kom þó i Ijós að Kristilegi þjóðarflokk urinn vann sæti sem Verka mannaflokkurinn hafði reiknað sér og þar með var meirihluta staða stjórnarinnar að engu orð- in. Bhutto sleppt tryggingu hann yrði Iálinn laus yi'án tryKíí- Osló 13. st-pl. Einkaskeyti til Mbl. frá AP. NOKKUR tími kann að líða unz Ijóst verður hverjir voru kosnir til valda í Noregi næstu fjögur árin. Norðmenn gengu til náða í gærkvöldi í þeirri trú að Verka- mannaflokkurinn hefði sigrað og yrði áfram við völd, en þegar leið á þriðjudaginn kom í ljós að borgaralegir flokkar í landinu höfðu náð valdastöðu — og þó var ekki hægt að fá úr því skorið endanlega. Við talningu nokkur hundruð utankjörstaðaatkvæða á IVlæri og Komsdalfylki kom í ljós að Kristilegi þjóðarflokkurinn fékk þingmann kjörinn sem útlit hafði verið fyrir að Verkamanna- flokkurinn hefði tryggt sér. Þar með höfðu Verkamannafiokkur- inn og SV misst meirihlutaað- stöðu sfna. Afhroð það sem SV beið í kosn- ingunum varð og meira en leit út fyrir sl. nótt og má segja að flokk- urinn hafi þurrkazt út á þingi, hefur nú aðeins einn þingmann. Odvar Nordli, forsætisráðherra, gerði það þó lýðum ljóst að hann liti á það sem eðlilega skyldu sína að gegna embætti forsætisráð- herra unz þing hefur komið sam- an og borgaraflokkarnir þrir sem stefndu í stjórnarsamstarf hafa komið sér endanlega saman. Sið- ast en ekki sízt verður að bíða formlegrar yfirlýsingar Venstre um stuðning við borgaraflokka- stjörn, en slíkur stuðningur á hvorn veginn sem væri ræður úr- slitum um stjórn. Helztu stjórnmálaleiðtogar Washington, 13. september. Reuter. RANNSOKNARNEFND banda- rísku öldungadeildarinnar til- kynnti í dag að hún tæki sér tvo daga til að spyrja Bert Lance, fjárlaga- og hagsýslustjóra Bandaríkjanna, um fjármál hans. Byrjar þetta á fimmtudag með því að Lance les upp 2 klukku- stunda ræðu, sem hann hefur samið sér til varnar, en síðan sit- ur hann fyrir svörum hjá nefndarmönnum fimmtudag og ullan föstudag. Talið er víst, að Lance muni segja af sér er vitnaleiðslunum lýkur og Robert Byrne, leiðtogi demókrata i öldungadeildinni, sagði í dag að óhjákvæmilegt væri að Lance léti af störfum. Carter forseti frestaði sem kunnugt er í gær að halda blaðamannafund um mál Lance, sem átti að vera á morgun, miðvikudag, og hefur enn ekki verið ákveðið hvenær fundurinn verður. Sætir forset- inn nú mjög vaxandi þrýstingi að láta þennan gamla vin sinn víkja úr embætti. .Jody Powell, blaðafulltrúi Cart- Noregs virtust og sammála Nordli í því að sjálfsagt væri að hann segði ekki af sér að sinni og beðið Framhald á bls. 18 Ashraf Palhevi sýnt bana- tilræði KVÖLDBLÖÐ í Iran gáfu út sérstakar útgáfur til að skýra frá árás byssumanna á Ashraf Palhcvi prinsessu, tvíburasyst- ur keisarans, í Suður- Frakklandi snemma í morgun. Engin opinber tilkynning var gefin út frá hirðinni um at- Framhald á bls. 23 Ashraf Palhevi prinsessa, tví- burasystir Iranskeisara. ers, sagði í dag að hann, Hamilton Jordan og Robert Lipschutz, lög- Framhald á bls. 23 gegn Lahore. 13. sepl. Reuter. ZULFIKAR Ali Bhutto, fyrrver- andi forsætiráðherra Pakistans, var látinn laus úr fangelsi gegn tryggingu í dag, og kom það mörg- um á óvart, þar sem tilkynnt hafði verið að þær sakir sem á hann eru bornar væru svo alvarlegs eðlis að óhugsandi væri að hann fengi að fara frjáls ferða sinna. Bhutto sem var steypt af stóli í herforingjabyltingu í júlímánuði sagði að hann óttaðist að hann yrði handtekinn aftur. Hann hafði árangurslaust heðið um að réttarhöldum í máli hans yrði frestað þar til kosningarnar þann 18. október væru um garð gengn- ar en því var neitað. Bhutto kvaðst nú mundu nota hverja stund tii að sinna kosningaundir- búningi af kappi og hann vonað- ist til að geta beitt sér að krafti, flokki sínum til framdráttar. Sagt hefur verið frá sakargift- um á hendur Bhutto, en þær eru meðal annars meðsekt að drápi á pólitískum andstæðingi, mann- ráni og fleira. Lögregla og her höfðu mikinn viðbúnað við dómshúsið þar sem krafa lögfræðings Bhuttos um að ingu var tekin fyrir. Þar var og formlega farið fram á frestun i niálinu. Dömarinn sagði að ekki hefði teki/.t að færa frant endan- legar sannanir fyrir því að Bhutto væri flæktur i manndráps- og mannránsmálið og því væri niður- staðan að Bhutto yrði um sinn látinn laus. Ekki vai' tekið fram hversu lengi hann fengi að fara frjáls ferða sinna, en þrir sam- starfsmenn hans sem sátu líka í fangelsi voru látnir lausir fram til 24. september. Framhald á bls. 23 í brennidepli norsku kosninganna: Uppljóstranir vinstri manna gegn NATO urðu þeim að falli Osló. 13. september, einkaskeyti til Mbl. frá AP. UPPLJÖSTRANIR vinslri sósíalista I Noregi um ýmis þingtrúnaðarmál í samhandi við Atlantshafsbandalagið urðu þeim að falli í kosningunum í gær og sunnudag og stefna IVIið- flokksins I umhverfismálum og ha>gari þróun olfuvinnslunnar í Norðursjó á kostnað hættra Iffskjara ollu hinu mikla fylgis- tapi hans. Þessi tvö atriði eru meginskýring kosningaúrslit- anna og virðast allir stjórn- málaleiðtogar og stjórnmála- skýrendur fylgjandi henni. Að auki hefur það átt sinn þátt að Norðmenn eru nú að kjósa í fyrsta skipti til þings eftir að stjórnmálaástandið f landinu þróaðist aftur í eðlilegt horf í kjölfar umrótsins, sem varð í þjóðmálum þar í landi í kjölfar atkvæðagreiðslunnar um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu 1972, sem orsakaði ýmiss konar flokkaklofning og stofnun smá- flokka. Er dæmi um það að 14 flokkar huðu fram í kosningun- um nú, en aðeins fí náðu að koma manni á þing, þar af tveir með þrjá menn samanlagt, vinstri sósíalistar einn og frjálslyndi flokkurinn Venstre með 2. Langmesta kosningaáfallið er óumdeilanlega það mikla af- hroð, sem vinstri sósialistar urðu að þola og eiga þeir nú aðeins 1 mann á þingi, dag- skrárstjóra við norska útvarpið, sem hlaut kosningu í (Isló. Þingmenn þessa flokks með þá Reidar L:rsen, fyrrum for- mann norska kommúnista- flokksins, og Berge Furre, Framhald á hls. 23 Óhjákvæmilegt ad Lance fari — segir leidtogi demókrata

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.