Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1977 t Móðir okkar og tengdamóðir GUOBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR Lyngbergi, Garðabæ andaðist þann 1 2 september i Landakotsspitala Böm og tengdaborn t Bálför bróður okkar GUÐMUNDAR INGÓLFSSONAR verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15 september kl 13 30 Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vildu minnast hans er bent á liknarstofnanir Sigrún Ingólfsdóttir Ingibjörg Ingólfsdóttir. t Útför mannsins mins EIRÍKS BJARNASONAR, Sporðagrunni 1, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 1 6 september kl 13.30 Elsa Figved Móðir okkar og tengdamóðir, KATRÍN GUÐNADÓTTIR. Hringbraut 45, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15 september kl 3 Margrét Kristinsdóttir Magnús Danfelsson Sjöfn B. Kristinsdóttir GrétarG. Nikulásson t Útför SVEINBJARGAR SVEINSDÓTTUR verður gerð frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 1 5 september kl 3 00 e h Friðrik Ingimundarson börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa LÚTHERS EINARS HAGALÍNSSONAR Ragnhildur Pétursdóttir, Lfsa Berndsen, Gunnbjörn Berndsen, Lárus Einarsson, Lára Kristinsdóttir, Pétur Einarsson, Elsa Hákonardóttir og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu mmnar, fósturdóttur, systur og fóstursystur okkar, KLÖRU MARGRÉTAR GUÐMUNDSSON, Bræðraborgarstíg 3. Ólafur Þ. Guðmundsson Guðmundur Hjörleifsson og systkini. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og v/inarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður afa og langafa ÁRNA ARNASONAR Sogabletti 1 3 Halldóra Ámadóttir Ingólfur Árnason Ingibjörg Árnadóttir Hörður Hafliðason Helgi Árnason Þorbjörg Kjartansdóttir Guðrún Árnadóttir Femal Harald Femal Þuriður Árnadóttir Júlíus Danielsson Sigurður Á. Jónsson Víbekke Aðalbjörg Arnheiður Ámadóttir Theódor Óskarsson barnabörn og barnabarnabörn. LOKAÐ Vegna útfarar Guðmundar Ingólfssonar sem lést af slysförum 5. þ.m verða skrifstofur vorar og afgreiðslur lokaðar kl. 1 2— 1 6 fimmtudaginn 1 5. þ. m. Grænmetisverslun Landbúnaðarins. Guðlaugsdóttur, Sigrún, gift Erik Söderin, Gunnlaugur, ókvæntur, Magnús, kvæntur Margréti Sig- þórsdóttur, Asgeir, kvæntur Sig- rúnu Víglundsdóttur, Kristinn, kvæntur Ólöfu Huldu Sigfúsdótt- ur, og Ásthildur, gift Þórði R. Jónssyni. Alls munu afkomendur Sigríð- ar og Eyjólfs nú vera 50. Þau hjónin voru ætíð áhugasöm um að efla fjölskylduböndin og hvöttu börn sín mjög til þess að standa saman. Oftast var mannmargt á heimili Sigríðar og Eyjólfs, en alltar var nóg rými til þess að hýsa þá, sem þurftu á gistingu að halda. Alltaf var athvarf fyrir vini barnanna þrátt fyrir nauman húsakost og ætíð veitt hressing þó af litlu væri að taka. Margir Ármenningar munu minnast góðra stunda á heimilinu á Lindargötunni, þegar verið var að búast til skiðaferða í Jóseps- dal, eða hittast eftir leikfimi- og handboltaæfingar. Sigriður stuðlaði mjög að íþróttaiðkun barna sinna og barnabarna og sýndi ótrúlegan áhuga á því að fylgjast með ferða- lögum og útivist þeirra. Eiginleikum Sigríðar verður bezt lýst með orðum barnsins, sem kom til þess að spyrja eftir henni nokkrum dögum eftir and- lát hennar og útskýrt var fyrir því hvernig komið væri og það svar- aði: „Það getur ekki verið að hún sé dáin, af þvi að hún var svo góð.“ Hún sýndi öllum sömu vin- áttu og blíðu, hvort sem það voru börnin í götunni eða þeir, sem stóðu henni nær. Mér er óhætt að fullyrða, að allir, sem kynntust Sigriði, taka Guðrúnar Eiríksdóttur. Þau hjón fluttust að Melshúsum á Seltjarnarnesi, þegar Jóhanna var þriggja ára gömul, og þar ólst hún upp með foreldrum sínum og systkinum. Bræður hennar tveir, Hlöðver og Jóhann, eru dánir, en á lífi eru af syskinum hennar Guðríður Kristín, sem búsett er í Bandarikjunum, og Magnús Gunnar, lögregluvarðstjóri í Reykjavík. Jóhanna giftist 29. desember 1967 Birni Egilssyni, bifreiðastjóra í Reykjavík. Eignaðist hún með honum son, Egil Jón, sem nú er átta ára gamall, en áður hafði hún átt tvö börn, Guðriði, fædd 1947, og Magnús, fæddur 1950. Björn Egilsson er mikill ágætismaður og reyndist Jóhönnu og börnum hennar einstaklega vel. Sambúð þeirra varð allt of skammvinn, en um hana ríkir ljómi, sem yljar, þó að dauðinn aðskilji. Við Jóhanna Rósa áttum heimili saman i Melshúsum um langt skeið og urðum nánar vin- konur með tengdunum. Get ég ekki ímyndað mér betra sambýli. Húsakynni voru lítil, en þess gætti aldrei. Jóhanna var alltaf boðin og búin til hjálpar og kom Sigríður Magnúsdótt- ir — Minningarorð I dag verður jarðsett frá Foss- vogskapellu Sigríður Magnúsdótt- ir húsfreyja að Lindargötu 22 a hér í bæ. Hún var fædd 9. janúar 1896 á Hrauni í Ölfusi, en lézt á Borgar- spitalanum aðfararnótt 5. sept. sl. eftir stutta sjúkdömslegu. Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson, bóndi að Hrauni í Ölfusi og Guðrún Halldórsdóttir, ættuð úr Hreppum. Sigríður ólst upp við venjulegar aðstæður á mannmörgu heimili, þar sem ætið hefur verið tvíbýli á Hrauni. Þarna þurfti að sinna margvíslegum bústörfum, jörðin var stór og lá að sjö og búskapur- inn skiptist því í margar greinar. Faðir hennar, Magnús á Hrauni, eins og hann var oftast nefndur, stundaði ávallt sjósókn af mikilli elju með bústörfunum og var for- maður í Þorlákshöfn í nokkur ár. Einnig var hann bagur smiður, og vitnaði Sigríður oft í föður sinn, þegar hún heyrði getið um góða smíðisgripi. Möðir hennar stundaði m.a. vinnumennsku hjá séra Matthíasi Jochumssyni í Odda á Rangárvöll- um , og mun hún hafa miðlað börnum sínum af þeim menning- aranda, sem þar ríkti. Skólaganga Sigríðar var tak- mörkuð, eins og þá tíðkaðist, eða hálfur mánuður í senn á veturna og fór kennslan fram á Hrauni. Áhugi Sigríðar á handíðum vaknaði snemma. Þorgerður, föð- ursystir hennar, bauð henni oft til dvalar til sín á Eyrarbakka, og lærði Sigríður þá hjá henni ýmsa handavinnu og þ.á.m. fatasaum. Síðar kom þessi kunnátta sér vel fyrir hana, þar sem börnin urðu mörg og hún saumaði allan fatnað, sem þau þurftu á meðan þau voru ung. Árið 1918 gekk Sigríður að eigá eftirlifandi eiginmann sinn, Eyj- ólf Guðmundsson, f. 5. apríl 1894, sem lengstum var verkstjóri hjá Reykjavikurborg. Hann fæddist í Móakoti í Hjallahverfi i Ölfusi. Þeim hjónum varð átta barna auðið og eru þau öll hinir nýtustu þjóðfélagsþegnar. Börnin eru þessi: Marta Guðrún, gift Jóni Sigur- þórssyni, sem nú er látinn, Guð- mundur, kvæntur Guðbjörgu Þórður Jónsson rafvirki -Minning Jóhanna Rósa Magnús- dóttir — Minning Fædd 2. mars 1926. Dáin 6. september 1977 í dag verður til moldar borin frá Fossvogskirkju mágkona mín, Jóhanna Rósa Magnúsdóttir, sem andaðist 6. september eftir stutt en erfið veikindi Langar mig að kveðja hana fáeinum orðum og þakka henni kynni okkar. Jóhanna Rósa fæddist í Reykjavik 2. mars 1926 og var dóttir Magnúsar Magnússonar, verkstjóra, og konu hans, Jónu ævinlega fram til góðs hvenær sem þörf var á. Hún var glaðlynd og skilningsrfk og gerði sér allt far um að liðsinna öðrum eins og henni var auðið. Samskipti við manneskju eins og Jóhönnu Rósu verða aldrei fullþökkuð. Þau eru eins og sólskin á líðandi stund og halda áreiðanlega áfram að lýsa og verma, þó að sjálf sé hún horfin. Kveðjur verða löngum fátæk- legar, þegar leiðir skilur óvænt eins og hér hefur orðið. Ég á ekki önnur orð á útfararstund mág- konu minnar en votta henni hjartans þakkir fyrir allt, sem hún var mér og mínum. Mann hennar og börn bið ég guð að hugga i sorg þeirra. Dáin verður hún þeim mikils virði eins og lifandi. Kristín Bárðardóttir. F. 13. september 1925. D. 24. júlí 1977. Þórður var ættaður frá Siglu- firði, sonur hjónanna Jóns Jóns- sonar og Guðrúnar Jónsdóttur, sem bæði eru látin. Þórður kom til Raufarhafnar árið 1945 og vann þar hjá Sildar- verksmiðju Rikisins. Þar hófust kynni okkar Þórðar og vinátta okkar hélzt fram á hans síðasta dag. Þórður var afar hraustur mað- ur, lítt gefinn fyrir að láta á sér bera en þó gat engum dulizt hæfni hans, ekki einungis í hans iðngrein, heldur virtist hann jafn- vígur á hvað sem var, allt lék í höndum hans. Vegna þessa leituðu menn með margvísleg vandasöm verk til Þórðar, sem hann ávallt reyndist fær um að leysa á einn eða annan hátt. 1 góðum félagsskap var Þórður oftast hrókur alls fagnaðar og hans græskulausa gamansemi veitti mörgum ánægjustundir. Þennan hæfileika missti Þörður aldrei á sínum erfiða veikinda- ferli. Síðast hitti ég Þórð 12. maí, en ég kvaddi hann áður en eg hélt utan og þá flugu af vörum hans, þó sárþjáður væri, hnyttin gam- anyrði um liðna atburði, sem við höfðum átt saman. Slík var ró- semi Þórðar. Þórður kvæntist eftirlfiandi konu sinni, Kristinu Friðriksdótt- ur 8. apríl 1950 og bjuggu þau á Raufarhöfn til 1955 en þá fluttu þau til Selfoss. Þar gerðist Þóðrur starfsmaður K.Á. Árið 1967 hóf Þórður störf sem rafvirki við Búr- fellsvirkjun og starfaði þar með- an kraftar entust. Við hjónin viljum þakka fyrir kynnin um leið og við sendum konu hans og dóttur okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi minning um góðan mann lýsa þeim á ókomnum árum. Árni Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.