Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1977 17 Callaghan líkir sér við Móses London, 13. sept. Reuters JAMES Callaghan, forsætis- ráðherra Breta, sem líkti sjálf- um sér nýlega við spámanninn Móses, sagði í dag þjóð sinni að guð hefði fært henni tækifæri aldarinnar upp í hendurnar. Þegar hann kom í heimsókn á olíuborpall i Norðursjó úti fyr- ir Skotlandsströnd sagði Callaghan: ,,Við höfum tæki- færi nú. Guð hefur gefið okkur tækifæri sem við höfum ekki átt í heila öld." Átti Callaghan þar við oliufundina í Norður- sjó, en búizt er við því að Bret- ar verði sjálfum sér nógir með olíu laust eftir 1980. I umtalaðri ræðu í Washing- ton í fyrri viku skýrði Peter Jay, sendiherra Breta í Banda- ríkjunum og tengdasonur Callaghans, frá því að, Callaghan hefði sagt sér frá þvi, að honum fyndist sem hann væri eins konar Móses. Peter Jay sagði þetta á fundi i blaðamannaklúbbi i Washington og bætti því við, að hann hefði verið á göngu með Callaghan rétt eftir að hann hefði tekið við embætti forsætisráðherra Bretlands. Hefði Callaghan þá sagt að hann liti á hlutverk sitt ámóta og hefði verið hlutverk Móses á sínum tima: að leiða þjóð sina frá Egyptalandi, yfir eyði- mörkina og til fyrirheitna landsins, jafnvel þótt honum hefði aldrei auðnazt að berja landið augum." Formenn borgaraflokkanna þriggja i Ósló í morgun. Talið frá vinstri, Gunnar Staalsett, form. Miðflokksins, sem beið mikinn ósigur og sjálfur féll út af þingi, Erling Norvik, formaður Hægriflokksins, sem vann mikinn sigur, og Lars Korvald, form. Kristilega þjóðarflokksins, en hann bætti við sig tveimur þingsæt- um miðað við síðstu kosningar. Schleyersmálið: Skilaboð ganga á milli aðila Bonn 13. sept. Reuter. MANNRÆNINGJAR Schleyers, formanns v- þýzka vinnuveitendasam- bandsins, sendu í dag tveimur erlendum blöðum útskriftir á því sem þeir sögðu vera rödd fanga þeirra. Þessi bönd bárust Kinshasa 13. sept. Reuter. NGUZA, fyrrververandi utanríkisráðherra Zaire, var i dag dæmdur til lífláts fyrir landráð. Nguza, sem einnig er varaforseti Zaire, og er 39 ára gamall, er gef- ið að sök að hafa ekki skýrt Mobúto forseta landsins frá vitneskju sem hann er sagður hafa búið yfir varð- andi innrás í hérað það í Zaire, sem áður hét Kat- anga, í marx sl., en frá því var skýrt á sínum tíma. Nguza neitaði sakargiftum. Hann kvaðst myndu áfrýja til skrifstofu svissnesks og ítalsks blað og virtust með- fylgjandi bréf vera sams konar og áður höfðu verið send til lögreglunnar. Boðin voru dagsett 12. september og póstuð í Mannheim. til hæstaréttar landsins og hann getur einnig sótt um náðun til forsetans. Ákærandinn í málinu sagði að ráðherranum hefði verið skýrt frá vænt- anlegri innrás í Shaba, þeg- ar hann var í Brússel í jan- úar á sl. ári eða tveimur mánuðum áður en Kat- angamennirnir réðust inn frá Angóla. Þeir voru hraktir úr landinu eftir 80 daga bardaga við herlið Zaire sem naut stuðnings 1500 marokkanskra her- manna. Niðurstöður skoðanakannana í Vestur-Þýzkalandi sem birtar voru í dag benda til að almenning- ur hneigist til þess að í sumum tilvikum sé réttlætanlegt að inn- leiða dauðarefsingu á ný. 1 skoð- anakönnunum sem gerðar voru um vanda þann sem vestur-þýzka stjórnin á við að glíma vegna ránsins á Schleyer, kemur fram að fólk hefur samúð með ríkis- stjórninni vegna þeirrar alvar- legu stöðu sem hún er í; að segja af eða á um hvort Schleyer lifir eða deyr. Þó virðist meirihlutinn andvígur því að láta undan kröf- um mannræningjanna. í dag skýrði svissneski lögfræð- ingurinn Payot frá þvi, að hann hefði fengið skilaboð og komið öðrum boðum á milli aðila, þar sem gerð var grein fyrir nákvæm- um kröfum og upplýsingum þar að lútandi. Ekki kom þó fram hvort hann hefði heyrt frá ræn- ingjum Schleyers siðan i gær- kvöldi þegar frestur ræningjanna rann út á miðnætti. Talið er sennilegt að þeir hafi ákveðið að lengja frestinn og sé þvi trúlegt að Schleyer sé enn á lifi. Ræningj- unum sé mikið í mun að reyna að þvinga stjórnina til að verða við kröfum sínum og muni því sýna nokkurt langlundargeð unz ljóst verður til hvaða ráða verður grip- ið. Fyrrv. ráðherra Zaire dæmdur til lífláts Fangelsi í A-Þýzkalandi fullt af pólitískum föngum Segir próf. Nitsche A-ÞÝZKI prófessorinn Hell- muth Nitsche, sem nýlega var rekinn úr landi eftir að hafa sctið 5 mánuði í fangelsi sakað- ur um njósnastarfsemi og undirróður, sagði f viðtali við fréttamann Times í Berlín um helgina, að ástæðan fyrir því að honum hefði verið sleppt í stað þess að vera dreginn fyrir rétt hefði verið mannréttindaher- ferð Carters Bandarfkjaforseta. Nitsche sagði að allar ásakan- ir á hendur sér væru hreinn uppspuni og sú aöferð, sem stjórnvöld í A-Þýzkalandi not- uðu til þess að varpa skugga á gagnrýnendur sina. Hann sagói það álit sitt eftir 5 mánaða fangelsisdvöl að fangelsi í A- þýzkalandi væru full af pöli- tízkum föngum og að baráttan gegn stjórnvöldum yrði að halda áfram þar til allir slíkir fangar væru frjálsir ferða sinna. Prófessorinn lýsti fyrir fréttamanninum hvernig 20 ára starf hans hefði hægt og sig- andi verið eyðilagt og tekjur hans skornar niður um meira en helming. Verst af öllu hefði þó verið að sitja undir ásökun- um og geta ekki svarað fyrir sig. VEÐUR víða um heim Amsterdam 17 bjart Aþena 28 bjart Berlín 16 bjart Kaupmannahöfn 16 skýjað Chicago 18 rigning Genf 24 bjart Helsingfors 7 rigning Honolulu 32 bjart Lissabon 31 bjart London 20 bjart Los Angeles 26 skýjað Madrid 34 bjart Mallorka 28 bjart Moskva 16 rigning New York 24 skýjað Ósló 12 bjart Parls 26 bjart Parls 26 bjart Róm 27 bjart Stokkhólmur 12 bjart Vancouver 18 skýjað ■■■ , ERLENT, L. ■ Á Turchin fær að flytja frá Sovét Moskva, 13. sept. Reuter. EINN frægasti andófsmaður f Sovétríkjunum, dr. Valentin Turchin, tilkynnti í morgun að hann hefði fengið formlegt leyfi yfirvalda til að flytjast búferlum til Bandaríkjanna og mun hann fara um tsrael. Turchin er tölvusérfræðingur og stofnaði Moskvudeild Amnesty International. Hann sagðist ætla að taka tilboði um kennslu i stærðfræði við Columbiaháskól- ann í Bandaríkjunum. Turchin var sagt upp störfum við Tölvu- stofnun Moskuborgar árið 1974, eftir að hann hafði gengið fram fyrir skjöldu og haldið uppi vörn- um fyrir Andrei Sakharov. Hann hefur ekki fengið vinnu síðan. I júlí skrifaði hann Leonid Brezhnev forseta einkabréf, þar sem hann bar fram ósk um að fá að flytja um tíma til Bandaríkj- anna. Fyrir nokkru var honum síðan stefnt á Aðalvegabréfaskrif- stofuna i Moskvu og tilkynnt að hann gæti fengið að flytjast úr landi, ef hann færi fyrir fullt og allt. Hann yrði að fara um Israel, enda þótt hann ætti þar ekki ætt- ingja og Hann er ekki af Gyðinga- ættum. Þá dr. Turchin boðið. Hann sagði að honum hefði verið sett það skilyrði að vera farinn úr landi innan mánaðar. Kona hans og tveir synir fara með honum. Turchin hefur iðulega átt í úti- stöðum við sovézk stjórnvöld og lögreglu síðustu árin vegna af- stöðu sinnar og hefur þótt sýna hugrekki og skörulegan málflutn- ing.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.