Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1977 Fleiri orlofshús reist á Dlugastöðum A IlluKastöðum 1 Suour- Þingeyjarsýslu hefir um árabil verið rekið orlofsheimili á vegum verkalýðsfélaga. Aiþýðusamband Norðurlands á jörðina Illugastaði, en orlofshúsin, sem nú eru 19 að Dagný selur, ytra á mánudaginn SKUTTTOGARINN Dagný mun selja afla sinn í Þýzkalandi á mánudaginn fyrst íslenzkra veiði- skipa á þessu hausti, samkvæmt upplýsingum Jónasar Haraldsson- ar skrifstofustjóra LÍU. Reyðar- fjarðarbátarnir Gunnar og Snæ- fugi eru að undirbúa söluferðir og einnig togarinn Rán frá Ilafn- arfirði. tölu, eru í eigu ýmissa verkalýðs- félaga. Húsin hafa jafnan verið full- nýtt yfir sumartímann og notkun þeirra haust og vor hefur farið vaxandi. Alþýðusamband Norðurlands hefur nú ákveðið að gangast fyrir byggingu fleiri húsa, sem reist verða í námunda við hin sem fyrir eru. Utboð varðandi byggingu þeirra hefir þegar farið frant og muni framkvæmdir hefjast nú í haust og stefnt er að því að nokk- ur húsanna verði tilbúin til af- hendingar sem fyrst á næsta sumri. Nýju húsin eru smíðuð eft- ir sömu teikningu og þau sem fyrir eru, en reynslan af þeini er mjög góð. Hafa baðskápar —i Vinsælu Hafa baðskáparnir eru komnir aftur: Fáanlegir úr teak, aski og hvítiakkaðir. Pantanir óskast sóttar. UTSOLUSTAÐIR: Málningarþjónustan íbúðin h/f Jón Fr Einarsson Bústoð h/f Brimnes Akranesi Akureyri Bolungarvík Keflavík Vestmannaeyjum Vald Poulsen h/f SUÐURLANDSBRAUT 10 sími 38520—31 142 Hópurinn sem vinnur að kvikmyndinni á tslandi. Frá vinstri: Dr. Klaus Peter Dencker, Elin Benediktsson, Per Olof Sundman, Sigmar Hauksson, Armin Gehl, Norberl Holland og Bert Stoewesand. Per Olof á Is- landi sem „skáld nordursins” PER OLOF Sundman skáld frá Svfþjióð er nú staddur hér á landi vegna kvikmyndar sem þýzka Saar-sjónvarpið er að gera um hann, en hópur tæknimanna vinn- ur að gerð myndarinnar. í samtali við Per Olof Sundman í gær- kveldi sagði hann, að þýzka sjón- varpið væri að vinna þrjá þætti um sarnsk skáld. Fyrsti þátturinn, sem er tilbúinn til sýninga, fjall- ar um Lars Gustavson og á að fjalla um skáldið, andlit skálds- ins. Annar þátturinn fjallar um Per Olof Enquist og á að kynna skáidið í sænsku þjóðfélagi og þriðji þátturinn fjallar um Per Olof Sundman sem skáldið í norðrinu, skáldið sem er f bein- um tengslum við hina stórbrotnu og mögnuðu náttúru noröursins. Per Olof sagði að þátturinn sem hann tæki þátt í væri byggður upp í kringum ferð til íslands. Hann fer með Loftleiðavél til ís- lands og á leiðinni er tekið viðtal við hann um bakgrunn skáldsins í heimahöfum og skotið er inn myndum þar að lútandi bæði frá Svíþjóð og Noregi. Þá er viðtal við skáldið um bækur hans og síðan eru teknar myndir á ferð Per Olofs um landið, til Egilsstaða, Aðalbóls, Möðrudals á Fjöllum, Mývatns, Herðubreiðar, Öskju og á jarðeldasvæðum við Kröflu og Leirhnjúk. Reiknað er með að þátturinn taki eina klukkustund í sýningu, en þessir þættir verða sýndir á öllum Norðurlöndum auk Þýzkalands og mögulega við- ar. Fóstureyðingum fjölgar og urðu 357 á sl. ári Ófrjósemisaðgerðum fjölgar að sama skapi FÓSTUREYÐINGAK nafa aukizt mjög hér á landi síðustu árin og urðu alls J57 á síðasta ári eða um 8% miöað við fæðingar það ár. Illutfail þetta er þó engu að síöur mjög lágt miðað við það sem ger- ist í nágrannalöndum okkar. Ofrjósemisaðgerðum hefur að sama skapi fjölgað mjög. Arin 1950 til 1968 var fjöldi fóstureyðinga á bilinu frá 29 til 76 eða frá 0.6% til 1.7% ef miðað er við fjölda fæðinga. Á árinu 1969 varð töluverð aukning og urðu fóstureyðingar þá sem samsvarar 2.3% miðað við fæðingar það ár. Kemur þetta fram í fréttabréfi um heilbrigðismál, sem Krabba- meinsfélag íslands gefur út, en þar segir ennfremur, að síðan hafi orðið jöfn aukning fóstureyð- inga, þannig að árinu 1973 hafi þær verið orðnar 194 eða 4.2% og á árinu 1974 233 eða 5.2%. A þessum árum var búið við óbreytta löggjöf á þessu sviði, en árið 1975 var löggjöfinni breytt og voru þá framkvæmdar 308 fóstur- eyðingar, þar af 110 samkvæmt gömlu löggjöfinni. Var hlutfall fóstureyðinga þetta ár um 7% af fæðingum. Árið 1976 eða i fyrra uröu fóstureyðingar samtals 357 eða jjm 8% miðað við fæðingar. Sambærilégar tölur frá nágranna- löndunum eru þó mun hærri og má nefna að í Grænlandi er hiut- fall fóstureyðinga ntiðað við fæð- ingar 40.7%, i Danmörku 38.7%, í Finnlandi 32.2%, í Svíþjóð 31.4% og í Noregi 26.9%. Aukningin hér á landi er þó umtalsverð síðustu árin, og t.d. er aukningin milli áranna 1974 og 1975 um 39% og aukningin milli 1975 og 1976 er um 15%. Hvað varðar fyrstu sex mánuði yfir- standandi árs hefur t.d. á kvenna- deild Landspitalans orðið um 46% aukning fóstureyðinga mið- að við sama tima i fyrra eða 186 fóstureyðingar í stað 127 á þessu ári. Með iögunum frá 1975 sem áður er vitnað til voru einnig ófrjósemisaðgerðir svo að segja gefnar frjálsar fyrir fólk 25 ára og eldra, en áður höfðu gilt mjög strangar reglur um slíkar aðgerð- ir. Á árinu 1975 voru framkvæmd- ar 192 ófrjósemisaðgerðir, þar af 82 samkvæmt gömlu lögunum frá 1938 en í þeim þurfti heimild sérstakrar nefndar til þessara að- gerða. A árinu 1976 voru hins vegar framkvæmdar 416 slíkar aðgerðir og er um meira en tvö- földun að ræða. Nær eingöngu konur fara fram á aðgerð af þessu tagi, og á sl. ári var aðeins fram- kvæmd ein slik aðgerð á karl- manni. I 56 tilvikum fóru saman fóstureyðing og ófrjósemisaðgerð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.