Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.09.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1977 23 undir orð barnsins og láta minn- inguna um þessa góðu konu aldrei deyja, og þakka henni góða sam- fylgd á lífleiðinni. Sérstakar þakkir skulu færðar frá ná- grannakonu og syni hennar, sem búsettur er í fjarlægu landi, fyrir vináttu og vinsemd um margra ára skeið. Með Sigríði Magnúsdóttur er horfin ein persónan af aldamóta- kynslóðinni, sem með dugnaði og elju leiddi okkur, sem miðaldra erum, inn í þetta velmegunar- þjóðfélag. Við mættum una vel, ef okkar kynslóð skilaði svona vel af sér hlutverkinu og hin svokallaða aldamótakynslóð gerði. Blessuð sé minning Sigríðar Magnúsdóttur. Margrét Sigþórsdóttir. — Lance Framhald af bls. 1 fræðingur Carters, hefðu i janúar lesið FBI-skýrsÍu um Lance, þar sem komið hefði fram yfirdráttur Lance og konu hans á bankareikn- ingi þeirra, sem mikill styr hefur staðið um undanfarið, en Powell sagði að þremenningarnir hefðu ekki talið málið það alvarlegs eðl- is að ástæða væri til að skýra forsetanum frá því. — Ashraf Framhald af bls. 1 burð þennan. Útvarpið, sem er ríkisrekið, skýrði stuttlega frá árásinni f kvöld og var það fyrsta frétt kvöldsins. Þar var vitnað í fréttastofur og sagt að árásarmennirnir muni hafa baft í hyggju að ræna prinsess- unni. Byssumennirnir drápu konu sem var f fylgd með prinsessunni, en haft er fyrir satt að Ashraf prinsessa hafi sjálf sloppið ómeidd. Keisaranum, bróður hennar, hefur tvívegis verið sýnt bana- tilræði í þau 36 ár sem hann hefur ríkt í íran. Ymsir telja að íranskir andófsmenn er- lendis hafi staðið að árásinni. Sömuleiðis hafa ýmsir skæru- liðahópar starfað í íran og harkalegar aðgerðir verið gegn mörgum þeirra. Er það talið hafa magnað upp mikla gremju einkum af hálfu vinstrimanna og marxista og leninista gegn keisarafjöl- skyldunni. — Uppljóstranir Framhald af bls. 1 flokksformann, í fararbroddi settu hvað mestan svip á kosn- ingabaráttuna með því að ljóstra upp við fjölmiðla ýms- um trúnaðarmálum varðandi samskipti Noregs og Atlants- hafsbandalagsins, sem var liður i langri baráttu til að reyna að grafa úndan stuðning norsku þjóðarinnar við NATO. Þetta athæfi vakti mikla andúð i Nor- egi, þar sem mikill meirihluti landsmanna styður NATO og vill sterk og vinsamleg sam- skipti við Bandaríkin og vestur- lönd eins og berlega kemur i ljós i þeim dómi, sem kjósendur kváðu upp yfir vinstri sósialist- um. Gunnar Staalset, formaður Miðflokksins, sem féll í kosn- ingunum, sagði er úrslit voru kunn: „Við höfum verið tveim- ur árum of snemma á ferðinni með grænu stefnuna okkar um umhverfismál, að spara nátt- úruauðæfi okkar og aukið sam- starf við þróunarlöndin. Það er ljóst að við verðum að halda áfram að endurskoða baráttu- aðferðir okkar“. Miðflokkurinn hafði það á stefnuskrá sinni að Norðmenn legðu meiri áherzlu á umhverfismál sín og færu sér hægar við vinnslu Norðursjáv- arolíunnar og tilraunaboranir fyrir norðan 62. breiddargráðu og hann reyndi að gera Ekofisk- óhappið fyrr á þessu ári að miklu kosningamáli. Greinilegt var að norskir kjósendur vildu ekki að nýtingu auðæfanna yrði slegið á frest og þar með bætt- um lifskjörum þeim til handa. Verkamannaflokkurinn og Hægriflokkurinn hrifsuðu til sín öll sætin, sem fyrrnefndir flokkar töpuðu, og eru stjórn- málafréttaritarar sammála um að hin þunga áherzia, sem Verkamannaflokkurinn lagði á atvinnumálin hafi átt stærstan þáttinn í hans sigri, en Hægri- flokkurinn með hinum harða áróðri, sem hann rak gegn því sem hann kallaði óhófleg rikis- afskipti og áframhaldandi út- þensla almannatryggingakerf- isins. Enginn treystir sér í dag til að spá um hver þróun verður i norskum stjórnmálum i fram- tíðinni, en fjölmargir stjórn- málafréttaritarar eru þeirrar skoðunar að hér hafi verið stig- ið umtalsvert skref í átt til tveggjaflokka kerfis í landinu. — Gefur góða mynd Framhald af bls. 13 hlutverk er svo gerólikt öllum öðrum hlutverkum sem ég hef leikið. Þá hefur verið mjög mik- ið frjálsræði í öllum samskipt- um við Allan, hann matar okk- ur ekki á öllu sem á að koma fram heldur eru hlutirnir ræddir og bezta lausnin fundin i sameiningu. Þá er það alveg ómetanlegt að fá tækifæri til að starfa með svo reyndum og hæfum manni sem Allan er. Það ætti að vinna að því að fá fleiri slíka snillinga hingað. Að lokum Soffía, er þetta ein- hver lausn á þeim þjóðfélags- vanda sem við er glímt. — Nei, þetta er engin lausn, heldur er þetta nokkuð góð mynd af þjóð- félaginu eins og það birtist á mjög mörgum stöðum. En þetta vekur kannski áhorfendur til einhverrar umhugsunar um þessi vandamál. sagði Soffía að lokum. — Sjónvörp ósótt Framhald af bls. 2 væru mjög ánægóir með þær undirtektir, sem sýningin hlaut. Sýningar sem þessar væru að komast í fastmótað form og sýnendur notfærðu sér orðið mjög vel þá möguleika, sem sýningin byði uppá, enda hefðu viðskipti verið meiri á þessari sýningu en nokkurri hinna fyrri. Þess skal getið að lokum að ósótt eru 8 litsjónvarpstæki, sem voru vinningar á sýning- unni svo og Flóridaferð, sem dregió var um síðasta sýningar- daginn. Ösóttu tækin komu á miða númcr 5066, 27501, 43661, 50644, 54074, 57732, 61187 og 73143 og Flóridáferðin kom miða númer 51417. Númerin eru birt án ábyrgðar. Vinninga skal vitja til Kaupstefnunnar í Reykjavík. — Bhutto Framhald af bls. 1 Bhutto ræddi við' fréttamenn eftir að hann var látinn laus og í Rawalpindi sagði yfirmaður herforingjastjórnarinnar, Zia, að hann myndi ekki leggja til atlögu gegn Bhutto fyrst lögmætur dóm- stóll hefði sleppt honum. En hann sagðist áskilja sér rétt til að taka þá afstöðu í sakamálinu gegn Bhutto sem hann teldi sannasta ef til kæmi. Zia sagði þetta eftir fund með ýmsum stjórnmálaleiðtogum, þar á meðal Nusrat Bhutto, eiginkonu Bhuttos, en hún tók við forystu flokks manns sins eftir að hann var tekinn höndum. Fylgismenn Bhuttos í Lahore segja að hann hafi nokkra von til þess að sleppa við ofsóknir ef hann reyni að halda sér á mott- unni og vekja ekki upp pólitiskan æsing, sem gæti gefið lögreglu átyllu til að handsama hann á ný. — Sellóleikur Framhald af bls. 5. nokkur ár sellóleikari i „Det kgl. Kapel“, en varð síðan prófessor við Det Jydske Musikkonser- vatorium i Arósum. Hann hefur samið nokkur hljómsveitarverk og verk fyrir kammersveitir. Hann var á sínum tíma ritstjóri tímaritsins Musik, er félagi i tón- listarráði ríkisins og einn • for- vígismanna að hinni nýju mót- andi tónlistarlöggjöf í Danmörku. — Fjölsóttur fundur Framhald af bls. 13. ekki verður um villzt þörfina fyr- ir slika sameiningu. Eitt sterkt kennarasamband hlýtur að verða sterkara afl sem stéttarfélag og sem leiðandi afl í skólamálum en sú sundrung er nú ríkir. — Nýja valda- baráttan í Kína Framhald af bls. 10 um völdum, líkt og hann hafði áður átt þátt í útskúfun Tengs þegar uppþotin urðu í Peking á síðasta ári. Fyrirsjáanleg togstreita er líka milli Hua og Wang Tung- hsing, sem varð hinn sterki vöðvi við að brjóta niður upp- reisnarseggina fjóra. Vegna þáttar hans i því og hefðarstöðu hans nú má líkja honum við Alexander Shelepin, sem stjórnaði leyniþjónustunni til hjálpar Brezhnev í baráttu hans gegn Khruschev — en varð síðar helzti andófsmaður Brezhnevs. Þar sem Hua og Wang eru yngstir æðstu ráða- mannanna hlýtur baráttan um völdin til langframa að verða á milli þeirra. Ef á undan slíkri valdabar- áttu verður einvígi milli Hua og Teng Hsiao-ping, þá eru öll Iik- indi til þess að Wang fylgi Teng að málum aðeins til að veikja hættulegasta andstæðing sinn. Þannig hefur öll valdabarátta og stjórnmálaerjur samtvinnazt hjá leiðtogum kommúnista og engin ástæða er til að ætla að kerfið hafi skyndilega breytzt við dauða Mao. En Teng Hsiao-ping, sem hef- ur áður sýnt sig fúsan til að leita samkomulags við Moskvu, getur vel verið valdur að nokkr- um sáttatóni i tilboði Hua til Ráðstjórnarríkjanna um að taka upp eðlileg samskipti við Kína. Ef úr þvi verður getur þrýstingurinn á flokkinn i Pek- ing í þá átt að byggja fljótlega upp hernaðarmáttinn hæglega orðið að engu vegna þeirra sem vilja efnahagslegar framfarir. Baráttan um hernaðarstyrk- leika er náskyld umræðunum um hvernig stjórnvöld í Peking ættu að haga sér við Rússa, — og jafnframt við Bandarikja- menn. — Það sem Vance lærði Framhald af bls. 10 anlegur, óábýggilegur og öðr- um háður. Lýðveldi Kina á Taiwan, sem býst við formlegum viðskipta- tengslum milli Peking og Wash- ington hvenær sem er, mundi áreiðanlega taka undir orð Len- ins er hann sagði: „Öáreiðan- leg, óábyggileg og öðrum háð.“ Kinverjar höguðu svo til að koma Vance til Peking varð einmitt i miðjum sýningargöng- um fjöldans um strætið við lok Flokksþingsins. En endalaus fólksstraumur- inn, sem ráfaði annarshusar um stræti Peking og bar yfir höfð- um sér andlitsmyndir af Mao og Hua, sýndist minna á tvær grundvallarreglur um Kina sem Bandarikjamenn minntust í þessari ferð: Aðalstyrkur Kína er geysilegur en þjálfaður mannfjöldi, sem er nær billjón (1,000 milljónir) að tölu, eða um fjórðungur alls mannkyns. En helztu vandræði Kína eru þau að þar eru um billjón opnir munnar, sem fjölgar með ógn- arhraða, og þeir búa i landi þar sem allir hinir búa líka. Slikur samsetningur myndar nú stærstu timasprengju ver- aldar. KraítniikUr strákar 7 75 borða ss gæðafæðu Við óskum Valsmönnum til hamingju með bikarinn um leið og við væntum góðs gengis í leik Valsmanna gegn Glentoran á Laugardalsvellinum á morgun, fimmtudag kl. 6. Þökkum samstarfið á liðnu sumri Sláturfélag Suðurlands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.