Morgunblaðið - 15.09.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.09.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1977 3 Hugi, fréttabréf BSRB: Hvert vísitölustig kostar ríkið 130 milljónir króna í FRÉTTABRÉFI Bandalags starfsmanna rfkis og bæja, Huga, er fjallað um samningamál bandalagsins við rfkisvaldið og þar svarað nokkrum fullyrðing- um sem samningamenn rfkisins hafa látið hafa eftir sér f f jölmiðl- um. Er þar m.a. gerð athugasemd við þau ummæli Höskuldar Jóns- sonar, formanns samninganefnd- ar rfkisins, að hvert vfsitölustig kosti ríkið 230 milljónir króna í auknum launagreiðslum. I Huga segir: „Fullyrt hefur verið að hvert vísitölustig kosti ríkið um 230 milljónir króna. Þessi staðhæfing er röng. Ríkið fær aftur í tekjusköttum yfir 30% af þessari viðbót og með sölu- skatti, tolli og öðrum álögum a.m.k. 15%. Þannig borgar ríkið sennilega í reynd 130 milljónir fyrir hvert vísitölustig. Og sveit- arstjórnirnar fá einnig hluta hækkananna í sinn hlut. Starfs- menn sjálfir bera úr býtum innan við helming umsaminnar hækk- unar.“ Því næst minnist Hugi á um- mæli Höskuldar Jónssonar, að samninganefnd ríkisins sé full- trúi skattgreiðenda sem þurfi að borga brúsann. Þeirra skylda sé að sýna fyliztu aðgæzlu um hækk- anir. Um þetta segir Hugi: „En það er ekkert einsdæmi að kaup- hækkanir nýgerðra kjara- samninga séu greiddar af almenn- ingi en ekki vinnuveitendum. Op- inberir starfsmenn greiða eins og aðrir kauphækkanir bænda með búvöruverði, auknum niður- greiðslum eða hækkuðum út- flutningsbótum úr rikissjóði. Hlutdeild opinberra starfsmanna er veruleg i greiðslum kauphækk- ana á sviði þjónustustarfa, bygg- ingastarfsemi og framleiðslu fyrir innlendan iðnað o.s.frv., neytand- inn borga allar kauphækkanir." Þá er í fréttabréfinu Huga fjall- að um greiðslur ríkisins vegna verðtryggingar lífeyris. Segir þar að á árinu 1976 hafi launagreiðsl- ur ríkisins verið um 18 milljarðar króna. Á sama ári greiddi rikið 700 milljónir króna í verðtrygg- ingu á eftirlaun allra fyrrverandi ríkisstarfsmanna og ekkna, þ.e. um 4% af heildarlaunaútgjöldum til rikisstarfsmanna. „Það er allt og sumt,“ segir I Huga og enn- fremur er sagt að á fjárlögum Framhald á bls. 31 Hvalbátarnir með 20 hvali HVALVEIÐARNAR hafa gengið mjög vel að undanförnu og í gær- kvöldi voru hvalbátarnir fjórir á leið til lands með yfir 20 hvali samtals og er gert ráð fyrir að bátarnir verði allir inni fyrir há- degi i dag. Samkvæmt því sem Morgunblaðinu var tjáð hafa al- drei áður borizt jafnmargir hvalir á land í Hvalfirði á einum degi. Hvalirnir, sem bátarnir koma með I dag, eru allir sandreyðar og er búið að veiða allar þær sand- reyðar sem tslendingum var heimilað að veiða I sumar, alls 132. Það sem af er þessari hvalvertíð hafa veiðzt 328 hvalir, en alla vertiðina í fyrra veiddust 389 hvalir, en þá hófst hvalvertíð mun fyrr en nú og ennfremur var veðr- átta þá betri framan af sumri. Morgunblaðinu var tjáð á skrif- stofu Hvals h.f. í Hvalfirði í gær, að nú væru komnar á land 119 langreyðar, 78 búrhvalir og 110 sandreyðar, auk þess sem bátarn- ir hefðu verið búnir að fá meira en 2 sandreyðar siðari hluta dags i gær. Þar sem nú er búið að veiða upp í sandreyðarkvótann munu hval- bátarnir leggja áherzlu á búr- hvalaveiðar á næstu dögum, en hann fæst helzt á svæðinu vestur af Vestfjörðum. Langreyður mun nú að mestu horfin af miðunum, en sá hvalur er mest vestur af landinu fyrri hluta sumars. Þormóður goði Júpiter og Þormóður goði seldir í nótaskip NÚ MUN vera búið eða i þann veginn verið að ganga frá samn- ingum um sölu á tveimur elztu sfðutogurum landsmanna, Júpiters og Þormóðs goða, og verður báðum skipunum vænt- anlega breytt f nótaskip. Bæjarútgerð Reykjavikur auglýsti Þormóð goða til sölu fyrir skömmu og bárust fjögur tilboð í skipið. Á útgerðarráðs- fundi i gær var samþykkt að fela framkvæmdastjórum fyrir- tækisins að gera drög að samn- ingi við Ólaf Óskarsson útgerð- armann, og að sögn Ragnars Júliussonar, formanns útgerð- arráðs, þarf borgarráð síðan að staðfesta samninginn. Ekki vildi Ragnar segja hve hátt tilboð Ölafs var i togarann, en samkvæmt þvi sem Morgun- blaðið hefur fregnað mun það vera um 100 millj. kr. Þá hefur Morgunblaðinu ver- ið tjáð að fyrir nokkru hafi tek- izt samningar um sölu á togar- anum Júpiter en Hrólfur Gunn- arsson skipstjóri og fleiri munu hafa keypt þann togara. Júpiter og Þormóður goði eru rösklega 700 lestir að stærð, og er talið að eftir breytingu taki þeir um 1100 lestir af loðnu eða kolmunna. Júpiter HMV Sjónvarpstæki HIS MASTER’S VOICE sjónvarpstæki eru heimsþekkt gæðavara með áratugs reynslu á íslenskum markaði. Ótboi9un W FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 ©

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.