Morgunblaðið - 15.09.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.09.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1977 7 Alþýðubanda- lagið og prófkjörið Það hofur óneitan- lega vakið athygli, að Alþýðubandalag eitt ís- lenzkra stjórnmála- flokka hefur ekki treyst sér til að taka upp það lýðræðislega val á fram- hjóðendum til Alþingis og sveitarstjórna sem í prófkjörinu felst og hinir þrír stjórnmála- flokkarnir hafa nú allir tekið upp í einu eða öðru formi. f forystu- grein Þjóðviljans í gær er sú skýring gefin á ótta þeirra Alþýðu- bandalagsmanna við lýðræðið að þeir gallar, sem fram hafi komið við framkvæmd próf- kjöra, séu þyngri á metunum en kostir prófkjöra. Þó er megin- ástæðan talin sú, að í prófkjörum sé tekizt á um menn en ekki mál- efni og að með þeim hætti sé verið að spilla stjórnmálabaráttunni. Þessar röksemdir stand- ast ekki sem skýring á afstöðu Alþýðuhanda- lagsins til prófkjöra. í fyrsta lagi hefur Alþýðubandalagið aldrei reynt prófkjör og þótt tilteknir gallar hafi komið fram við framkvæmd hinna víð- tæku prófkjöra, sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir og tíundaðir voru i Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins s.l. sunnudag, hefur Alþýðubandalagið ekki kynnzt þeim af eigin raun og er því ekki í aðstöðu til að leggja mat á það, hvort þeir gallar séu svo miklir, að ástæða sé til að útiloka prófkjör af þeim sök- um. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur orðið mikla reynslu í framkvæmd prófkjöra og niðurstaða hans er sú, að þrátt fyr- ir þessa galla séu próf- kjörin svo þýðingarmik- ill þáttur í lýðræðislegu starfi flokksins, að þeim beri að halda áfram. 1 öðru lagi er auðvitað fásinna að halda því fram, að stjórnmálabarátta snú- ist eingöngu um mál- efni og alls ekki um menn og að það sé ein- hver spilling í stjórn- málunum, að þau snúist að einhverju levti um menn. Auðvitað snúast stjórnmálin bæði um menn og málefni og það hafa þau alltaf gert og munu alltaf gera, þann- ig að ekki dugar fyrir Alþýðubandalagsmenn að setja upp einhvern heilagan svip og segja sem svo, að þeir vilji ekki óhreinka sig á því að lúta svo lágt að gefa flokksmönnum sínum tækifæri til þess að taka ákvörðun um val fram- bjóðenda í prófkjöri. Fámenn klíka Kjarni málsins. er auðvitað sá, að svona tal af Alþýðubandalagsins hálfu er ekkert nema fyrirsláttur einn. í Alþýðubandalaginu, stofnunum þess og fyrirtækjum ríkir fá- mennisstjórn. Fámenn klíka hefur öll völd f sínum höndum, hvort sem um er að ræða flokkinn, blaðið eöa menningarvfgstöðvarn- ar, Mál og menningu, eins og rækilega hefur verið lýst í Þjóðviljan- um sjálfum. Alþýðu- bandalagsmenn reyna að halda því fram. að hægt sé að tryggja lýð ra'ðislegt val frambjóð- enda á óröðuðum list- um. Slíkt fyrirkomulag getur engan veginn komið í staðinn fyrir prófkjör. í prófkjörinu taka kjósendur ekki að- eins ákvörðun um hvernig raðað ér á lista heldur hvaða menn eru á framboðslistunum. Sú aðferð, sem Alþýðu- bandalagið vill viðhafa gefur kjósendum engan kost á að taka þátt I ákvörðunum um hverj- ir verða á listunum heldur einungis hvern- ig þeim er raðað. Alþýðubandalagið stendur uppi með það að vera eini íslenzki stjórnmálaflokkurinn, sem ekki treystir stuðn- ingsmönnum sínum til þess að taka þátt í ákvörðun um frambjóð- endur. Það liggur fyrir að í næstu alþingis- kosningum verða fram- boðslistar þriggja stjórnmálaflokka ákveðnir af kjósendum sjálfum í lýðræðisleg- um prófkjörum, en framboðslistar Alþýðu- bandalagsins verða verk klíkuhóps innan Alþýðubandalagsins, al- mennir flokksmenn, hvað þá heldur óbreytt- ir stuðningsmenn, fá þar ekki að koma nærri. Kaupmannahafnarfargjöldin hækka um 2500 krónur — og Londonleiðin um 2000 kr. BREYTINGAR þær, sem verða á farfjöldum Flugleiða í dag, eru nokkuð mismunandi eftir löndum, en þær stafa af álags- breytingu sem svo er nefnd og á rætur sínar að rekja til gengissigs íslenzku krónunnar á dögunum og breytinga á norrænu gjald- miðlunum, eins og sagt var frá f Mbl. í gær. Að sögn Sveins Sæmundssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, má nefna sem dæmi um fargjaldahækkun- ina sem af þessu leiðir, að sérfar- gjaldið til Kaupmannahafnar hækkar úr 53.740 krónum t 56.140 krónum og samsvarandi fargjald til London hækkar úr 45.840 krónum í 47.880 krónur. Erfiðara er að sögn Sveins að nefna dæmi um fargjöldin til Bandarikjanna, þar sem þar er framundan far- gjaldalækkun eins og áður hefur verið getið hér i Mbl. og rekja má til þeirrar hörðu samkeppni sem nú ríkir á N-Atlantshafsleiðinni. Framhald á bls. 31 Nígeríumenn viðurkenndu skreiðarsamninginn „ÞAÐ ER ekki hægt aö segja að neitt sérstakt hafi gerzt á þessum fund- um okkar í Nígeríu, nema hvað nígeríska samninganefndin viður- kenndi skreiðarsamning- inn margumtalaða frá því í fyrra,“ sagði Bjarni Magnússon fram- kvæmdastjóri í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann kom til landsins frá Nígeríu í fyrrinótt. Bjarni sagði í samtalinu við Mbl. að ís- lenzku fulltrúarnir hefðu nú rætt við þá nefnd í Nígeríu sem uppruna- lega gekk frá skreiðar- samningnum við íslend- inga í fyrra. „Til að byrja með vildu þeir ekki kaupa neitt, en viðræð- urnar enduðu með því að þeir viðurkenndu samn- inginn frá í fyrra, og ósk- uðu þeir eftir samningi um afskipunartima og verðendurskoðun.“ Þá sagði Bjarni að nígeríska viðræðunefnd- Þcssi úrklippa cr úr dagblaó- inu Daily Skcteh f Lagos og fjallar um áhuga Oddvar Nordli forsætisráðhcrra á skrciðarsölu til Nígcríu. in hefði tjáð íslendingun- um að þeir gætu ekki gengið frá þessu máli núna, þar sem þeir hcfðu ekki umboð til þess, en ráðherra sá sem fjallaði um þessi mál var í píla- grímsferð til Mekka og ekki væntanlegur aftur til starfa fyrr en í lok september. Bjarni Magnússon sagði að þrátt fyrir að ráðuneytisstjóri norska forsætisráðuneytisins hefði mótmælt því í Mbl. að Oddvar Nordli for- sætisráðherra hefði átt viðræður við nígeríska ráðamenn um skreiðar- sölu þangað, þá færi ekki milli mála að svo hefði verið, þegar dagblöðum i Nígeríu væri flett. Það hefði komið fram í viðtöl- um Nordli við nígeríska blaðamenn að Norðmenn leggðu nú mikla áherzlu á að ná að nýju skreiðar- samningum við Nigeríu- menn. Japönsk eik þurrkuð og óþurrkuð, einnig teak. r Avallt fyrirliggjandi. Sk|a Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTIG 1, SIMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjódleikhúsinu Hárgreiðslustofan Inga auglýsir Erna (áður á Gresiku) starfar nú hjá okkur í nokkrar vikur eftir dvöl erlendis. Bjóðum ýmsar hártízku- nýjungar. Hárgreiðslustofan Inga, Týsgötu 1, sími 12757. Hópferð í athugun er að fara hópferð á leik Vals og Glentoran er fram fer fimmtudaginn 29. september. Farið verður frá Keflavíkurflugvelli kl. 6 að morgni 29. september og komið aftur til Keflavíkurflugvallar kl. 1.30 aðfaranótt föstudags. Fargjald kr. 25. þúsund. Nánari upplýsingar veittar í sima 11134 á riorgun, föstudag kl. 17—19ogkl. 13—15laugardag. Knattspyrnudeild Vals. Vínníngsnúnierígestahappdrætti Litsjónvarpstæki í gestahappdrætti sýningarinnar Heimilið 77 féllu á eftirfarandi nr: 1693 - 3511 - 5066 - 14760 - 17552 - 22926 - 27501 - 29814 - 32558 - 43661 - 45983 - 50644 - 54074 - 57732 - 61287 - 68609 - 73143 Aðalvinningurinn, ferð til Florida fyrir fjögurra manna fjölskyldu féll á miða nr. 51417 Eftirtaldir aðilar unnu Bamixa „galdraprik" i aug- lýsingagetraun sýningarinnar „Hver er maðurinn"? Kristján Þór Sveinsson Elsa D. Gestsdóttir, Hrefna Bjarnadóttir María Sigurðardóttir Guðmunda Guðmundsd. Harpa Heimisdóttir Eyjabakka 2, Reykjavik. Hraunsveg 2, Njarðvík. Tunguvegi 48, Reykjavík. Sólheimum 25, Reykjavík. Hraunbæ 54, Reykjavík. Fornastekk 1, Reykjavík Vinningshafar snúi sér til skrifstofu Kaupstefnunnar, sími 11517. Vinninga ber að vitja fyrir 11. nóvember 77 ella falla þeir úr gildi. HEIHILIDT/^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.