Morgunblaðið - 15.09.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.09.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1977 Guðmundur Gíslason Hagalín skrrfar um BQKMENNTIR-Valtýr Pétursson skrifar um MYNDLIST Frábært starf í þágu íslenzkrar menningar Skömmu eftir stofnun Almenna bókafélagsins var í ráði, að það gæfi út úrval erlendra ljóða, sem þýdd höfðu þá verið á íslenzku. Með ágætum þýðingum sínum hafði Magnús skáld Asgeirsson endurvakið í ríkulegum mæli hylli mikils þorra manna á slíkum bókmenntum, og skilning ung- skálda og allra, sem bókmenntum unna, á gildi ljóðaþýðinga fyrir þróun íslenzks skáldskapar og menningar. Ráðamenn félagsins fóru þess svo á leit við þjóðskáldið Davíð Stefánsson, að hann tæki að sér þetta vandunna og víðtæka heilla- starf. Hann tók því i fyrstu lik- lega, en að vandlega hugsuðu og athuguðu máli kvaðst hann ekki hafa heilsu til að vinna svo mikið, tímafrekt og erfitt verk. Félagið hafði mörgum verkefn- um að sinna, og lá svo um árabil i láginni að hyggja frekar að þessu gildisríka og vandkvæðum bundna úrlausnarefni. En þó að það væri geymt, var það ekki gleymt, og fyrir nokkr- um árum skaut því upp i tengsl- um við þá nauðsyn, að út kæmi viðamikið safn frumortra ljóða. Hart nær aldarfjróðungur var lið- inn siðan hinn stórhuga Ragnar Jónsson gaf úr Islands þúsund ár, safnið uppselt, mikið verið ort siðan það var prentað, íslenzk ljóðagerð tekið ærnum breyting- um, fjölmörg ný skáid komin fram, ýmis þeirra mjög merk og mörg svo sem milli vita í bók- menntalegum skilningi. Þótti auð- sætt að jafnt ungum skáldum og hinum yngri kynslóðum yfirleitt væri brýn þörf á, að þeim væri gefinn kostur þess i víðtæku ljóðasafni að bera saman gamalt og nýtt, átta sig á þróúninni í islenzkri ljóðlist og gera sér grein fyrir, hvert stefndi og hvert bæri að stefna með tilliti til íslenzkrar þjóðmenningar, sjálfs grundvall- ar sjálfstæðis og þjöðlegrar reisn- ar. Og ef til vill nákvæmlega á rétt- um tíma — með tilliti til þróunar islenzkrar ljóðlistar í náinni fram- tíð — vildi svo heppilega til, að Almenna bókafélaginu gafst kost- ur á manni, sem frá sjónarmíði ráðamanna þess og flestra ann- arra, sem hafa fylgzt með því, sem sá maður hefur ritað um bók- menntir, var trúandi fyrir því að velja i nokkurra binda útgáfu marktæk ljóð á íslenzkri tungu frá elztu timum og fram á síðasta áratug, frumort og þýdd, enda veldi hann sér samstarfsmann eða menn, svo sem honum þætti nauð- synlegt. Þessi maður, er eins og alþjóð er nú orðið kunnugt. Kristján Karlsson fræðimaður og rithöfundur. Þvi var lofað af hálfu útgef- anda, að eitt bindi kæmi úr ár hvert, og við það hefur verið stað- ið. Hefur þó Kristján Karlsson verið þar einn að verki, nema hvað hann hefur notið að eigin vali aðstoðar skáldsins og fræði- mannsins Hannesar Péturssonazr sem er sérlega fróður um bók- menntir íslenskra „miðalda“ og vandfýsinn á skáldskap, en samt víðsýnn með tilliti til aldarháttar og bókmenntalegrar hefðar. Þrjú útkomin bindi flytja frumkveðin ljóð. Það fyrsta hefst með Eddu- kvæðum — og þvi þriðja lýkur með ljóðum eftir Jakob Thoraren- sen. Svo er þá ókomið fjórða bind- ið, sem á að hafa að geyma ljóðin frá og með Jönasi Guðlaugssyni til síðustu áratugs. Það bindi reyndist Kristjáni svo viðamikið, að það mun koma út í tveimur bókum, og er sú fyrri væntanleg á hausti komanda. Þá er svo fimmta bindið, sem hefur að geyma þýdd Ijóð. Það kom út i vor, og þó að mér þyki ekki tímabært að skrifa um hið mikla afrek Kristjáns sem heild fyrr en komin eru öll bindin af frumorlu ljöðunum, hefur mér þótt svo mikið til fimmta bindis- ins koma, að ég get ekki stillt mig um að geta þess út af fyrir sig. Það er hvorki meira né minna en 414 blaðsíður, hefst á rækilegu efnisyfirliti en síðan kemur for- máli Kristjáns Karlseonar, sem er aðeíns tæpar fjórar blaðsíður, en eins og aðrir formálar hans fyrir bindum ritverksins ekki aðeins vel og skýrt skrifaður, heldur og gagnmerkur til skýringar á sjón- armiðum hans um val ljóðanna og hvers að, hans dómi, hverjum og einum ljóðaþýðanda ber að gæta, ef honum á að takast að túlka anda hins erlenda ljóðs, svo að það á íslenzku að verði lifandi skáldskapur, sem veki skilning og hrifni lesandans — og geri það vænlegt til áhrifa í íslenzkum bókmenntam. Leyfi ég mér að birta orðrétt úr formálanum það, sem Kristján tekur fram um þýð- ingu séra Jóns Þorlákssonar á Paradtsarmissi Miltons og þýðing- ar Jónasar Hallgrímssonar á ljóð- um Heines: „Að búningi er Paradise Lost framar öllu verk fyrir eyrað. Ljóðlínur kvæðisins (fímmfaldur öfugur tvíliður: bland verse), þungar og hljómmiklar, breytast i meðferð séra Jóns í þýðlegt og ljóðrænt fornyrðislag, sem lætur ákaflega islenzkt í eyram vorum, ekki sízt fyrir áhrif þessa tungu- taks á ljóð annarra skálda, sem hafa notið stórum meiri lýðhylli en séra Jón. Hins vegar er tungu- takið og hátturinn eins ólíkur Molton og framast má verða. En séra Jón heldur efnisþræði og myndum furðu nákvæmlega. Sama verður ekki alltaf sagt um þýðingar Jónasar Hallgrímssonar Bókmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN á ljóðum Heines. En þær eru dýr- legur skáldskapur. Annað mál er hitt, þó að sá ljóðstíll hafi viljað útþynnast hrapalega í meðferð ýmissa síðari skálda, sem ekki hafa varazt mun á einfaldleik, og hversdagslegri einfeldni. (Leturbr. min. G.G.H.) Þýðingarnar fylla réttar 400 blaðsíður með frekar smáu letri. Þeim er raðað eftir aldursröð þýð- enda. Þar sem þeim lýkur, taka við i stafrófsröð heiti og upphöf allra ljóðanna, en siðan getur stuttlega æviatriða þýðendanna, sem eru 44, sá elzti séra Jón Þor- láksson, fæddur 1744, sá yngsti, Aðalsteinn Ingólfsson, fæddur 204 árum siðan en skáldklerkur- inn á Bægisá. Loks er skrá yfir höfunda ljóðanna og heimalönd þeirra. Þeir eru 133, úr 27 þjóð- löndum í fjórum heimsálfum — og frá allt að því hálfum þriðja tug alda. Auðvitað er þýðendum skammt- að ærið misjafnt rúm í bókinni, og fer það ekki nema að nokkru leyti eftir því, hve margt ljóða eða ljóðaflokka þeir hafa þýtt. Hér á eftir er skrá yfir það rúm, sem þeir þýðendur hljóta, er eiga þýð- ingar á flestum blaðsíðum: Magnús Asgeirsson 59, Matthías Jochumsson 51, Einar Benediktsson 37, Jón Þorláksson 25, Grímur Thomsen 19, Hannes Sigfússon 19, Þorsteinn Gíslason 14, Jóhann Hjálmarsson 13, Sveinbjörn Egilsson 12, Jón Ósk- ar 12, Geir Kristjánsson 12, Jónas Hallgrímsson 10. Vafalaust munu ýmsir sakna þess, að i bókinni er engin þýðing eftir snillinginn Helga Hálfdanar- son, en hann gaf þess engan kost, að neitt af þýðingum hans yrði birt í þessu merkilega safni. Ég þykist vita, að ýmsum þyki undar- Jegt, hve fáar af þýðingum sumra afkastamikilla þýðenda er þarna að finna, og nefni ég þar til Stein- grím Thorsteinsson og Guðmund Guðmundsson. Af þýðingum Þor- steins Gislasonar er í bókinni að- eins hinn snilldarlegi ljóðaflokk- ur Ibsens A heiðum, en ég hefði kosið að sjá þarna einnig ein- hverja af hinum snjöllu þýðing- um Þorsteins á ljóðum eftir eitth hvert dáðasta ljóðskáld Norð- manna, Björnstjerna Björnson. En af miklu var að taka og starf veljandans umfangsmikið, vand- unnið og timafrekt. Hann hefur orðið að lesa fjölmargar ljóðabæk- ur og auk þess tfmarit og blöð og bera saman frumtexta og þýðing- ar. Þegar hann svo hefur valið allt það, sem honum hefur virzt stand- ast þær kröfur, sem hann gerir til þýðenda, hefur hann komizt að raun um, að hið valda var allt of rúmfrekt. Þá hefur hann legið yfir að úrskurða, hvað skyldi skorið niður, og á ný hefur hann komizt að raun um, að enn yrði hann að fella úr margt það, sem honum hefur virzt tækt i safnið. Og þá hefur vandi hans verið mestur, hann lesið aftur og aftur, borið saman, valið, síðan hikað — og loks komizt að endanlegri nið- urstöðu, þó sár yfir að þurfa að lúta kröfum harðrar hófsemi um stærð bókarinnar. En vist er um það, að hann hefur verið sér þess fyllilega meðvitandi, að nauðsyn bæri til þess, hvað sem lýðhylli iiði, að ætla þýðingum frá síðustu áratugum á órimuðum ljóðum það mikið rúm, að unnt ætti að vera að gera sér grein fyrir gildi slikra þýðinga sem skáldskapar og að nokkru sem áhrifavalds á ís- lenzka ljóðlist og menningarlega reisn. Sem dæmi þessu til stuðn- ings má nefna að hann birtir 17 þýðingar eftir Jóhann Hjálmars- son, sem er næstyngstur allra hinna 44 þýðenda. Þykir mér hæfa að birta það, sem í formál- unum segir um þennan hluta ljóðavalsins, enda hygg ég, að augljóst sé, að orð Kristjáns verði ekki rengd: „Flest hið bezta i þýðingunum frá siðustu árum virðist benda til áherzlu á nákvæmni, jafnframt viðleitni til að sveigja málið til hlýðni við nýstárlegar hugmynd- ir. Of snemmt er að spá um marg- ar þessar tilraunir, hvort þær muni festa rætur í íslenzkri ljóða- gerð, en þær eru merkilegar og því merkilegri, sem þær leita lengra út fyrir mörk samtíma ljóðlistar vorrar. Ég nefni sem eitt dæmi þýðingar Jóns Óskars á Saint-John Perse og fleiri frönsk- um skáldum, sem mig grunar, að geti verið hinum yngri samtíðar- skáldum vorum og lesendum þeirra gagnlegur Iestur. Ég dreg þessa ályktun af því, að ég sé ekki bétur en hinn nýjasti skáldskap- ur vor sé að einfaldast um of og að þörf væri á samsettari Ijóða- gerð en tlðkast. (Leturbr. mín. G.G.H.). Kristján bendir síðan á það, „að höfuðerindi þýðinga sé að afstýra einangrun tungunnar og þeim samdrætti hverrar skáldskapar- tegundar, sem leiðir af einangr- un.“ Hann hefur með formála sínum og valinu á upphafi fjórðu bókar Paradísarmissis í þetta safn gert hlut Jóns Þorlákssonar veglegan að verðleikum, og undir lok for- málans bendir hann á þátt ljóða- þýðinga séra Jóns og Jónasar Hallgrímssonar í „endurreisn ís- lenzkrar Ijóðagerðar á 19. öld, eft- ir skáldlega fátækt og einangr- un“. Enginn, sem hefur gert sér far um að kynnast ljóðaþýðingum is- lenzkra skálda, mun lesa þessa Kristján Karlsson bók án þess að sakna ýmissa ljóða, sem hann hefur_jnætur á. Og ef svo væri ekki um mig, væri ég sannarlega orðinn stórum gleymnari en ég er. En svo vil ég þá taka það fram, að ef ég léti slíkan söknuð varpa skugga á hið glóandi gulL sem víðast hvar blas- ir við i þessu safni, þá væri ég vissulega orðinn elliær! Ég hef nokkrum sinnum lesið bókina sem heild og ýmis kvæði margoft, og lesturinn hefur reynzt mér djúptæk nautn og á eftir að verða það enn frekar. Að mér hafa flykkzt minningar frá bernsku og unlingsárum, og aftur og aftur hef ég orðið þeirrar gleði aðnjótandi að uppgötva nýjan og dýpri skilning á sumum ljóðum sem ég hef þó áður notið, og svo mun fleirum fara við meira og minna samfelldan lestur safnsins. Ég hef einnig fundið í þvi fáein ljóð, sem ég minnist ekki að hafa áður lesið, en eru þess sannarlega verð að eiga þarna sæti, og nefni ég þar til tvær af þýðingum Matthiasar Jochumssonar, Fólks- orðið og guðsorðið eftir Grundvig — og Kristján annar eftir Christ- ine Daugaard. Það, sem nú hefur verið sagt, á fyrst og fremst við hinar rimuðu ljóðaþýðingar, sem áttu drjúgan þátt í þeim allalmennu vinsæld- Margrét Eliasdóttir við eitt verka sinna. Sýning Margrétar Elíasdóttur I Norræna húsinu stendur yf- ir sýning á verkum ungrar lista- konu, sem lokið hefur námi i Myndlistarskólanum hér heima og siðan haldið áfram námi i Stokkhólmi, en þar mun þessi unga listakona búsett nú. Þetta mun fyrsta einkasýning hennar, en hún hefur átt verk hér á sýningum áður, og má þar til nefna sýningu á list kvenna í tilefni kvennaárs. Þessa sýningu kallar Margrét „Þrjá áfanga", og mun hún i þeirri nafngif! aðallega ganga út frá því efni, sem hún notar til myndgerðar, þ.e. postulín, steinleir, textil og silkiþrykk. Af þessari upptalningu másjá að hér er allóvenjuleg sýning á ferð, og líklegast er einna sann- gjarnast að flokka þessi verk undir það.sem á erlendu máli er nefnt „dekorativ kunst“, en því miður finnst mér islenzka orðið skreytilist ekki ná þeirri merkingu, sem erlenda hug- takið ber í sér. Ég vona þó að lesendur átti sig á því, hvað ég er að fara. Það er viss viðkvæmni í sumum þessara verka, en þau eru, að mér finnst, nokkuð mis- jöfn að gæðum. Stundum tekst listakonunni að skila hreinum og einföldum áhrifum, eins og Nlyndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON t.d. i verkunum nr. 4 og 5. Einnig má nefna verkið „Höfuð horfir á fiðrildi". Það verka Margrétar, sem mér er þó einna minnisstæðast er nr. 19 „Fuglar“, sem er textilcollage, sem sýnir næma tilfinningu fyrir litum og formi. Fleira mætti nefna á þessari sýningu, sem er verulega snotur i eðli sínu og lofar góðu um fram- vindu mála hjá þessari ungu konu. Auðvitað er þarna einnig eitt og annað, sem ég tel að betur mætti fara, og sumt er i hinum nýja klunkustil, sem er tízkufyrirbæri í listaskólum víða um heim um þessar mundir. Það er eins og afi og atnnta hafi náð að hasla sér völl að nýju, en þannig er nú einu Framhald á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.