Morgunblaðið - 15.09.1977, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.09.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1977 37 igBPywp* B&itihíi § 2 1« í í 'í ' 1 nðæ. F A! VELVAKANDI SVARAR í SÍMA í 0100 KL. 10 — 11 ' FRÁ MANUDEGI Borizt hefur athugasemd frá Halldóri Guðmundssyni, blaða- fulltrúa sýningarinnar Heimilið ‘77: M Misskilningur ,,Vegna bréfs Margrétar Sig- hvatsdóttur i dálki þínum laugar- daginn 10. september, viljum við taka fram eftirfarandi: Tizkusýningu klukkan 16 föstu- daginn 2. september var ekki af- lýst, þar sem ekki hafði verið gert ráð fyrir henni og hún því aldrei auglýst eða kynnt, og hvað Ríó- tríóið snertir þá var heldur aldrei ráð fyrir gert að þeir skemmtu umræddan föstudag, hvorki klukkan 18 né á öðrum tíma. Föstudaginn 2. sept. var tízku- sýning klukkan 20.45 og var það annar tveggja daga, er aðeins var eitt atriði á tízkusýningar- og skemmtipalli. Þá 17 daga er sýningin stóð voru samtals 50 tizkusýningar og skemmtiatriði- eða að meðaltali 3 atriði á dag. Það sem kann að hafa valdið misskilningi er sú staðreynd að timasetningar tizkusýninga og skemmtiatriða voru mismunandi — og skal fúslega viðurkennt að æskilegast hefði verið að hafa atriðin á sama tima alla sýningar- dagana. Fyrstu 3 daga sýningarinnar var við tæknileg vandamál i magnarakerfi að stríða og urðu af því tafir á flutningi Ríó-triós — eru þeir sem biðu og urðu fyrir óþægindum af þeim sökum hér með beðnir velvirðingar á því. Hins vegar þurfti ekki að fella niður neitt atriði sem kynnt og auglýst hafði verið, svo ekki verð- ur með réttu sagt að um svik við sýningargesti sé að ræða — hitt er aftur á móti leitt til að vita ef mismunandi tímasetningar hafa valdið misskilningi — og munu aðstandendur sýningarinnar draga nauðsynlegan lærdóm af því. Með þökk fyrir birtinguna. Fyrir hönd sýningarinnar Heimilið ‘77 Halldór Guðmundsson, blaðafulltrúi." # Seinleg gatnagerð „Malbikun hefur viða farið fram á götum Reykjavíkur í sum- ar þótt mikið sé eftir. Ein er sú gata sem hefur orðið útundan, þótt margoft sé búið að segja frá i blöðum og útvarpi að það eigi að malbika hana í sumar. Þetta er Sætúnið, en svo einkennilegt er það nú, að fyrir mánuði var gjört klárt undir malbikun frá benzín- stöð Esso við Kringlumýrarbraut að Sætúni og olíu sprautað á. Þó hefur þetta ekki verið klárað og það eina sem sjá má er að menn sitja í bílum beggja vegna vegar- ins heilu dagana. Þeir eru sjálf- sagt að hugsa um hve gaman það væri að sjá malbikið renna yfir veginn. Svona vinnubrögð á ekki að líða og ég er hræddur um að í tið Bjarna Benediktssonar hefði þetta verið tekið fastari tökum. Borgarstjóra ber að fylgjast með svona vinnubrögðum og tala um fyrir þeim er að þessu standa. Þessi gatnagerð er búin að standa yfir í 3 ár og er mál til komið að henni ljúki. Sendibílstjóri.“ Án efa liggja til þess gildar ástæður að svo hægt gengur sem raun ber vitni, en ekki veit Vel- vakandi betur en unnið sé að framkvæmdum þarna um þessar mundir. 0 Uppeldisáhrif Morgunstundar barnanna „Einn afkastamesti barna- bókahöfundur landsins les þessa dagana eina sögu sína í útvarp kl. 8 árdegis fyrir börnin. Föstudag 9. sept. s.l. er svo komið, að sögu- hetjunni hefur borizt hvolpur að gjöf frá vinkonu i sveitinni. Fram hefur komið i sögunni að hunda- hald er bannað í Reykjavík. Barn- ið ber málið upp við föður sinn sem svarar: Ég þekki lögreglu- fulltrúann og trúi því ekki að hann banni dóttur minni að ala upp hund ... Er að undra þó virðing unga fólksins fyrir lögum og reglum fari þverrandi? Löghlýðinn." Þessir hringdu . . . % Um kennara skortinn Uppalandi: — Eins og menn muna var nýlega mikið rætt um kennara- skort og er reyndar enn, þvi nú eru skólarnir rétt að hefja starf og varla er búið að fá alla þá kennara, sem þarf í þessi störf. En nú þegar um hægist væri gam- an að halda þessari umræðu áfram, og taka þetta nikla vanda- mál til almennilegrar meðferðar SKÁK Umsjón: Margeir Pótursson Á meistaramóti Sovétlýðveldisins Uzbekistan 1977 kom þesst staða upp í skák þeirra Múkhins, sem hafði hvitt og átti leik, og Kans: 27. Hxh5! — gxh5 (38. Dh6+ vofði hvort eða.var yfir) 28. Dg5+ Kf8 (Eða 28. . .Kh7 29. Dxh5+ Kg7 30. Dh5+ Kh7 31. Hf3 — Ddl+ 32. Kf2 — De2+ 33. Kfl — Ddl+ 34. Rel — Dxf3 35. Rxf3 næst 36. Rg5) 29. Df6! og svartur gafst upp, enda er hann mát í næsta leik. og afgreiðslu. Okkur, sem sendum börnin í skóla, þætti fengur að því að fá að fylgjast með gagnlegri umræðu um þetta, þvi það snertir alla landsmenn, en ekki aðeins kennara. Sem skýringu á kenn- araskorti vilja sumir halda fram lágum launum kennara, lélegri vinnuaðstöðu og fleiru i þeim dúr, en ekki skal ég voga mér út i að útskýra af hverju þessi skortur er. Heldur vil ég fá fólk til að taka þátt í frekari umræðu, bæði kenn- ara og okkur sem eigum börnin i skólum. Samtök kennara gætu m.a. staðið fyrir þessum umræð- um, einnig foreldrafélög, sem mér skilst að til séu við suma skóla, svo og hið opinbera sem sér um að greiða þetta allt saman, þ.e. með okkar sköttum að sjálfsögðu. Einkaritaraskólinn Bókfærsla fyrir skrifstofufólk og þá sem bókhaldsskyldir eru. Útskrift reikningá. Sjóðsbók. Færsla viðskiptamannabók- ar. Sundurliðunarbók. Vinnulaunaskýrslur. Eyðublaða- form. Bankar. Skattaeyðublöð. Bókhaldslög. Kynning á lágmarkskröfum til þeirra sem bókhaldsskyldir eru. Tví- hliða bókfærsla. Tæknilegar aðferðir. Reikningsskil. Kennsla einu sinni í viku. Þrir tímar í senn. 24 vikur alls. Mímir Brautarholti 4 — sími 11109 (kl. 1 —7 e.h.) Iþróttafélag kvenna Leikfimi hefst mánudag- inn 26. sept í Austur- bæjarskóla. Rytmisk afslöppun og þjálfunarleikfimi. Kennt verður tvisvar í viku mánudaga og fimmtu- daga kl. 6.50. Kennari verður Theó- dóra Emilsdóttir. Innritun í símum 14087 og 29056. HÖFUM OPNAÐ AÐ REYNIMEL 34 Bjóöum viðskiptavini okkar velkomna á nýja staðinn og vekjum athygli á því, að nú seljum við einnig snyrtivörur í „Snyrtihorninu”. snyrtihornið há rg reiðslustof a HELGU JÓAKIMS Reynimel 34, sími 21 732 VINSJELASTA vasatfilvanH Vid seljum ekki ÓDÝRUSTU VASATÖLVUNA En ertu adeins ad leita ad því allra ódýrasta? Er ekki rétt ad athuga vel hvad er í bodi? VIO BJÓÐUM: ÖRYGGI eins árs ábyrgd ÞJÖNUSTIJ stærsta skriftvélaverkstædi landsins ESSHÁyi' kr. 6.200 VARAHLUTI fullkominn varahlutalager YIDGERDIR sérmenntada menn í vidgerdum elektrónískra reiknivéla VERÐ frá Kr. 5.000 Kannski verdid sé hagstædast hjá okkur þegar allt er tekid med í reikninginn SKRIFSTIFUVELAR H.F. V/ Sími 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.