Morgunblaðið - 15.09.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.09.1977, Blaðsíða 1
40 SIÐUR 204. tbl. 64. árg. FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 142 atkvæði og Nordli hélt velli Ósló, 14. september, einkaskeyti til Morgunblaðsins frá AP 1 KVÖLD hafði ekkert komið fram, sem benti til þess að frekari breytingar yrðu á hinum hnff- jöfnu kosningaúrslitum I Noregi og virtist Ijðst að Oddvar Nordli yrði forsætisráðherra næstu fjögur ár með 76 þingmenn Verkamannaflokksins og 2 þing- menn vinstri sósfalista sér til full- Oddvar Nordli heyrir kosninKaúrslit tingis gegn 77 þingmönnum borgaraflokkanna. Hinar óvæntu fréttir um úrslitin f Nordland, þar sem frambjóðandi Vinstri sósfalista vann við endurtalningu eitt sæti af frambjóðanda Hægri flokksins með aðeins 142 atkvæðum, bárust Nordli örstuttri stundu eftir að Hans Rossbach, formaður frjálslynda flokksins Venstre, hafði gengið á Framhald á bls. 22. Bert Lance. „Slúður og sögu- sagnir” Washinton, 14. sept. — AP BERT I.ance fjárlaga- og hag- sýslustjóri Bandarfkjanna sagði við fréttamenn f Washington f dag að hann yrði fyrir ósanngjörnum árásum sem byggðar væru á slúðri og sögusögnum. Sagði Lance að illa væri komið fyrir Banda- rfkjunum ef menn teldu að Framhald á bls. 22. rn&mi Símamynd AP Bonn 1 hers höndum Brynvagnar, fallbyssubátar og hermenn eru gráir fyrir járnum á verði Bonn, 14. sept. — AP. HÖFUÐBORG Vestur-Þýzkalands er í hers höndum vegna ótta manna við frekari árásir skæruliðasamtakanna sem hafa Hanns-Martin Schleyer, formann v-þýzka vinnuveitendasambandsins og forseta fé- lags iðnrekenda þar f landi, á sfnu valdi. Ilermenn gráir fyrir járnum voru á verði á götum Bonn við heimili allra helztu stjórnmálamanna landsins bak við sandpokavirki og gaddavírsgirðingar, fallbyssubátar sigldu upp og niður Rfn og brynvarðar hifreiðar óku um götur borgarinnar. haldi og þeim leyft að fara úr landi í fylgd tveggja manna, sviss- neska lögfræðingsins Denis Payots og séra Martin Niemöllers. Þar að auki verði greitt 1.1 millj- ónar marka lausnargjald. Ræn- ingjarnir höfðu hötað að taka Schleyer af lifi á miðnætti aðfara- nótt þriðjudags og einnig mið- vikudags, en í kvöld sagði Payot i tilkynningu til fjölmiðla i Genf að þeir teldu sig hafa nægilegar sannanir fyrir því að Schleyer væri enn á lifi. Lofaði hann að gera allt sem í hans valdi stæði til að ljúka giftusamlega þessu mannúðarverkefni. Skæruliðarnir, Siegfried Hausnerhópurinn, vill fá helztu forsprakka Baader- Mein hofhreyfingarinnar lausa úr haldi. Herma óstaðfestar blaða- fregnir að þeir krefjist þess að flogið verði með þá til S-Yemen eða N-Kóreu. Algert fréttabann rikisstjórnar Helmut Schmidts heldur mönn- um i óvissu um hvað farið hefur á milli yfirvaida og ræningja Schleyers, sem krefjast þess að 11 félögum þeirra verði sleppt úr Vöruskipti í ágúst hag- stæð um 316 milljón pund London 14. sept. — AP — Reut- er. BRETAR fengu í dag einhvcrjar bcztu cfnahagsfréttir sem þeir hafa fengið sl. 5 ár, er brezka rfkisstjórnin tilkynnti að vöru- Framhald á bls. 22. Mikið umrót er í V-Þýzkalandi vegna ránsins á Schleyer og eru uppi háværar raddir um stórauk- ið lögreglulið, að dauðarefsingu verði komið á fyrir hryðjuverk og öryggi hert innanlands. 1 dag samþykkti v-þýzka stjórnin 376 milljóna dollara aukafjárveitingu til öryggismála næstu 4 árin og á að nota féð til að fjölga lögreglu- mönnum og styrkja landamæra- vörzlu. Framhald á bls. 22. FALLBYSSUBATAR sigla nú upp og niður Rín fyrir framan þinghús V-Þýzkalands í Bonn og brynvagnar með lögreglumenn gráa fyrir járnum eru allt um- hverfis þinghúsið og aðrar opin- berar byggingar í borginni. SANDPOKAVIRKI gaddavírs- girðingar og lögreglumenn vopn- aðir vélbyssum gæta heimila ráð- herra og annarra mikilvægra opinberra starfsmanna í höfuð- borginni og sést hér lögreglumað- ur á verði fyrir framan hús Franz Josef Strauss, fyrrum varnar- málaráðherra landsins, afgirt gaddavír. Frakkland: Vinstribandalag- ið að splundrast? París, 14. sept. — Reuter. □-----------------------------------------------------------------□ (sjá grein á bls. 19) □-----------------------------------------------------------------□. Stjórnarandstöðubandalag vinstrimanna í Frakklandi virtist vera að splundrast í kvöld eftir að viðræður leiðtoga kommúnista, sósfalista og Róttæka flokksins um endurskoðun á stefnumótun flokkanna fyrir kosningarnar f marz nk. fóru út um þúfur. Gorbert Fabre leiðtogi Róttæka flokksins rauk út af fundinum f kvöld og sagði að tillögur kommúnista um þjóðnýtingu stefndu frjálsu atvinnulífi í Frakklandi í hættu. Klofningurinn i kvöld kemur i I ar vikur milli sósíalista og kjölfar biturra deilna undanfarn- | kommúnista um fjölmörg málefni allt frá stefnu i launamálum til varnarmála. Þrátt fyrir þetta hafa vinstrimenn enn vinninginn i skoðanakönnunum yfir hægri- og miðflokkasamsteypu Giscards D’Estaings Frakklandsforseta, en i kvöld virtist sem bezta tækifæri vinstrimanna i 20 ár til að ná völdum i Frakklandi væri að renna þeim úr greipum vegna innbyrðis deilna. Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.