Morgunblaðið - 15.09.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1977
31
— Hugi
Framhald af bls. 3.
1977 séu áætlaðar greiðslur úr
ríkissjóði til elli- og sjúkratrygg-
inga um 19 milljarða króna, sam-
kvæmt lögum um almannatrygg-
ingar. Þessar lífeyrisgreiðslur séu
verðtryggðar og tryggingabætur
einnig. Verðtryggingin kosti ríkið
milljarða króna á ári. Samt segir
Hugi að engum hafi dottið í hug
að krefjast lægri launa almennt
vegna þeirrar verðtryggingar,
enda væri slík krafa óframbæri-
leg. Samkvæmt fjárlögum 1977
eru áætluð sérstök framlög úr
rikissjóði til eftirgreindra líf-
eyrissjóða: Til lífeyrissjóðs
bænda 100 milljónir, til lífeyris-
sjóðs sjómanna 20 milljónir, til
lifeyrissjóðs aldraða í stéttarfé-
lögum 60 milljónir og til lífeyris-
sjóðs starfsmanna stjórnmála-
flokkanna 6,5 milljónir króna.
Þá segir í Huga að á árinu 1976
hafi Atvinnuleysistryggingasjóð-
ur greitt vegna eftirlauna til aldr-
aðra 228 milljónir króna og á það
er minnt að 3/4 framlaga til At-
vinnuleysistryggingasjóðs komi
frá riki og sveitarféiögum. ,,Þetta
er rétt að hafa í huga, þegar ráðizt
er að eftirlaunafólkinu til að
reyna að lækka laun opinberra
starfsmanna," segir i þessari
grein Huga.
— Kaupmanna-
hafnarfargjöld
Framhald af bls. 7
Sagði Sveinn til merkis um þá
lækkun, sem þarna yrði, að t.d.
bre.vttust nú 22—45 daga far-
gjöldin þannig að þau yrðu rýmk-
uð og timabilið sem menn yrðu að
dveljast í Bandaríkjunum yrði nú
14 til 45 dagar. Þetta væri hið
svonefnda Apex-fargjald sem
krefðist þess að fólk pantaði og
keypti farmiðann tveimur
mánuðum áður en það legði upp i
ferðina og eftir 15. október yrði
þetta fargjald lægst aðeins 56.020
krónur eða lægra en sérfargjöldin
eru nú til Kaupmannahafnar.
— Dautt
Framhald af bls. 18
haldist lengi,“ sagði hann.
Það kom fram hjá Jónasi, að
6.20—6.30 dollarar hefðu fengizt
fyrir proteineininguna af mjöli
undanfarið, hins vegar gæti eng-
inn sagt hvort það verð héldist,
þar sem aðeins örlítið hefði verið
selt.
— Frakkland
Framhald af bls. 1
George Marchais leiðtogi
kommúnista, bauð Fabre og
Francois Mitterand leiðtoga sósia-
lista til fundar við sig á ný á
morgun, en Fabre hafnaði boðinu
og talsmaður sósialista sagði að
flokksstjórnarfundur í kvöld og
nött myndi taka ákvörðun og
Mitterand kynna hana frétta-
mönnum snemma í fyrramálið.
— Námskeið um
gigtsjúkdóma
Framhald af bls. 17
sjúkdómum i Bretlandi læmi frá
góðgerðarfélögum, en sú upphæð,
er kæmi frá hinu opinbera, myndi
vafalaust sóma sér vel í metabók
Guinnes sem lægsta upphæð er
veitt væri til nokkurs meiri háttar
félagsvanda.
Prófessor Eric Allander starfar
sem prófessor í félagslækningum
við Karólinska sjúkrahúsið I
Stokkhólmi. Er hann þekktur fyr-
ir rannsóknir sínar á sviði félags-
lækninga og hefur ritað greinar
um vandamál gigtsjúklinga. Hann
hefur starfað sem ráðgjafi Hjarta-
verndar á sviiði faraldsfræðilegra
rannsókna og unnið með islenzk-
um læknum og á námskeiðinu
fjallaði hann um áhrif gigtsjúk-
dóma á þjóðfélagið.
Sagði prófessor Allander m.a.
að þjóðhagsleg áhrif gigtsjúk-
dóma væru geysimikil, þeir yllu
meiri og langvinnari vanlíðan en
nokkur annar sjúkdómur og væri
læknishjálp og aðstoð gigtsjúkra
mjög misjöfn, en yfirleitt
ófullngæjandi. í Sviþjóð færi
tiðni gigtsjúkdóma greinilega
vaxandi svo og fjöldi þeirra
sjúklinga er fá örorkulífeyri
vegna gigtsjúkdóma.
Alfreð Árnason ræddi um
erfðir og gigtsjúkdóma, en hann
hefur unnið að erfðarannsóknum
og sagði hann að það væri nýmæli
að ákveðin gigtarafbrigði fylgdu
ákveðnum vefjarflokkum, sem
erfðust eftir þekktum erfðaregl-
um. Sagði dr. Alfreð að eftir að
vefjaflokkun hófst hérlendis
hefði verið mögulegt að hefjast
handa um að kanna fylgni gigtar-
sjúkdóma og vefjaflokka meðal
Islendinga og væri hafið samstarf
milli Blóðbankans og lyflæknis-
deildar Landspítalans. Kom það
fram á fundi með fréttamönnum í
gær að þessar rannsóknir hafa
verið kynntar víða í Evrópu og
Ameríku og vakið athygli, en Jón
Þorsteinsson hefur einnig unnið
að þeim. Kom það fram að ís-
lendingar geta lagt þyngri lóð á
vog þekkingarinnar en margar
stærri þjóðir og erlendu fyrir-
lesararnir sögðu að alþjóðleg sam-
vinna um þessi mál væri mjög
nauðsynleg og gagnleg, enda væri
það ekki ýkja stór hópur er ynni
að þeim.
Helgi Valdimarsson starfar sem
sérfræðingur og kennar við St.
Marýs læknaskólann í London og
ræddi hann um ónæmisfræði.
Sagði hann að flesta illvíga gigtar-
sjúkdóma mætti rekja til truflun-
ar á ónæmiskerfi likamans, en
greining og meðferð þessara sjúk-
dóma byggðist að verulegu leyti á
ónæmisfræðilegum rannsóknum
en aðstöðu til slikra rannsókna
vantar hérlendis.
Jón Þorsteinsson læknir, sagði
að i tilefni hins alþjóðlega gigtar-
árs hefði félagið hug á að standa
fyrir þvi að rannsóknastofu i
ónæmisfræði yrði komið upp og
að gera þyrfti almenningi og
stjórnvöldum ljóst að átak væri
nauðsynlegt i þessum málum.
Morgunblaðið óskar
eftir blaðburðarfólki
Austurbær: Lindargötu,
Vesturbíer: Vesturgata, lægri
númer. Skerjafjörður sunnan
Flugvallar I og II, Ægisíða.
Úthverfi: Laugarásvegur, hærri
númer. Selás. Kirkjuteigur.
Upplýsingar í síma 35408
ftfgnsiMafrifr
Halló! Halló!
Verksmiðjuútsalan í fullum gangi Barnapeysur í úrvali, þykkar og
þunnar. Gammasíubuxur frá 350 kr.
Skriðbuxur frá 500 kr.
Kvensiðbuxur, toppar, blússur og pils á 1000 kr.
Kjólar í úrvali. Nærfatnaður á alla fjölskylduna. Allt mjög ódýrt.
Lilla h f
ViÓimel 64, simi 1 5146.
Aðalfundur
BÍLGREINASAMBANDSINS 1977
Aðalfundur Bílgreinasambandsins verður haldinn að
Hótel Loftleiðum, Kristalsal, laugardaginn 17. september
n.k.og hefst kl. 09:00—09:25 Afhending fundargagna.
kl. 09:30—10:45 Sérgreinafundir.
1. BNamálarar og bílasmiðir
Frásögn Sigurðar Hanssonar af norrænum fundi i
Svíþjóð
Fræðslumál og verðlagsmál.
2. Bílaverkstæðiseigendur
Samningamál — Aðbúnaður og hollustuhættir.
Fræðslumál og verðlagsmál.
3. BNainnflytjendur.
Bílasýning 1 978 o.fl.
4. Gúmmiverkstæðiseigendur.
Álagning og sala á hjólbörðum.
Aðbúnaður og hollustuhættir o.fl.
5. Smurstöðvareigendur.
Verðlagsmál o.fl.
kl. 11:00—12:00 Almennar umræður.
kl. 12:00—12:30 Unnar S. Björnsson, segir frá starf-
semi Iðnlánasjóðs.
— Matarhlé—
kl. 13:30—15:00 Verðlagsmál verkstæða
Guðjón Tómasson framkvæmdastjóri S.M.S. hefur
framsögu.
Panelumræður.
kl. 15:00 Aðalfundur BGS
Venjuleg aðalfundarstörf.
kl. 17:00 Aðalfundur Véla- og tækjakaupasjóðs Bil-
greinasambandsins.
kl. 19:30 Dansleikur í Lækjarhvammi, Hótel Sögu
Sambandsaðilar eru hvattir til að fjölmenna á aðalfund-
inn og tilkynna þátttöku í síðasta lagi til skrifstofu
sambandsins fyrir kl. 1 7:00 (í dag) 1 5. september n.k. i
síma 10650
Þeir sambandsaðilar. sem eigi geta mætt, geta gefið
öðrum félagsmönnum umboð eða starfsmönnum sínum
á hjálögðu umboðseyðublaði. Skv 10 gr laga sam-
bandsins getur: „Enginn farið með atkvæði fleiri en
tveggja aðila auk síns (sinna) eigin."
Stjórn Bílgreinasambandsins.
G. FERDINANDSSON
skósmiður — Lækjargötu 6
NYJAR SENDINGAR VIKULEGA
KULDAÚLPUR
VINNUHANZKAR
Mikíð úrval
STIL-LONGS
ULLARNÆRFÖT
Nælonstyrkt
Dökkblá fyrir dömur
herra og börn.
ULLARTEPPI
VATTTEPPI
KLOSSAR
VINNUSKÓR
Jl£addm<
wn/jiircnn——r
Smíöajárns-
lampar
Borðlampar
Hengilampar
Vegglampar
Offuofnar
Gasluktir
Oliuhandluktir
Olfulampar
10", 15", 20".
Arinsett
OLIUOFNAR
Ryðeyðir og ryðvörn.
YFIR 30 ÁRA REYNSLA
HÉR Á LANDI.
Ananaustum
Simi 28855