Morgunblaðið - 15.09.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.09.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1977 — íþróttir Framhald af bls. 39 lítið breytzt þótt þjálfari Þróttar, Magnús Jónatansson, hefði haft flautuna sjálfur. Raunar má segja að hann hafi flautað „gegnum" Óla mest allan leikinn. Að lokum: Öli Fossberg: Gerðu knattspyrn- unni þann greið að hætta að reyna að dæma knattspyrnuleiki. Fararstjórar, Reynis Sandgerði. — Fundu 560 þúsund Framhald af bls. 40 litlar telpur, er voru f ökuferð með föður sínum, hefðu komið auga á veskið og skilað þvi á Lögreglustöðina. Við sáum allt í einu eitthvað á gangstéttinni sem var eins og peningaveski og létum pabba strax vita“, sögðu stúlkurnar sem fundu veskið. „Við vorum á gatnamótum Nóatúns og Borgartúns og biðum eftir að komast inn á Nóatúnið þegar telpurnar tjáðu mér að veski væri þarna á gangstéttinni", sagði Olgeir Jóhannsson, faðir stúlknanna i spjalli við Mbl. f gær. Sagði Olgeir að komið hefði í ljós að í veskinu væri mikil fjárupphæð og fór hann með það þá þegar niður á Lög- reglustöð. „Það var svo verið að telja upp úr þvi þar þegar hringt var og skýrt frá tapan- um“, sagði Olgeir. Stúlkurnar, sem í bilnum voru, allar dætur Olgeirs, heita Þórhildur Yr, Gyða Björg, Olga Hrönn og Sig- ríður Birna, en þær eru á aldr- inum 4—9 ára. Ófeigur Jóhannsson er 17 ára gamall piltur, tók bflpróf fyrir 10 dögum og var hér á ferð til að kaupa sér bíl. Eftir að hann hafði fengið týndu aurana til baka keypti hann sér bílinn. Stúlkunum greiddi hann fund- arlaun, 15 þúsund krónur. — Krafla Framhald af bls. 40 ris hefur aldrei komizt á fullan skrið frá því er sigið varð við eldsumbrotin á dögunum. Páll kvað erfitt að segja, hvað slíkt þýddi. Það gæti merkt að að- streymi gosefna neðanjarðar til svæðisins væri minna eða þá að einhver óregla væri á svæðinu. Samfara þessum breytingum í Bjarnarflagi er gufu- og leirgos norðan í Leirhnúk, sem í gær var að sögn sjónarvotta mjög tilkomu- mikið. Hefur talsverður gangur verið í þessu leirgosi sfðan á sunnudag úr þessum gíg. Einnig voru í gær talsvert margir smá- skjálftar á svæðinu og var ekki ljóst af hverju þeir stöfuðu, en Páll kvað þeir gætu verið i tengsl- um við leirgosið í Leirknúk, en menn, sem þar hefðu verið i nágrenninu, sögðu í gær að þar hefðu verið talsverðar drunur. Páll kvað vel. fylgzt með öllum breytingum á svæðinu, enda væri ekki ástæða til að láta neitt koma sér á óvart þegar svona væri. Skjálftavirknin er hins vegar að nálgast það sem hún var fyrir hrinuna um daginn, þegar undan er skilinn sá fíni titringur sem fram kom á mælunum í gær. Einn skjálfti varð um miðjan dag í gær, mældist hann 2,5 stig á Richter og átti upptök sín i Hliðarfjalli og fannst — ef til vill fyrir tilviljun — þar sem maður var staddur mjög nærri upptökunum. — 30-40 manns Framhald af bls. 2 öfgafull predikun gefur aldrei góða raun. Okkar hlutverk er því fyrst og fremst að fræða og upp- lýsa fólk. Nú á dögum er hægt að tala við menn sem eru drykkju- sjúkir og þeir tála jafnvel við aðra menn um sjúkdóminn, en hér fyrr á tímum var þetta eíns og holds- veiki sem alls ekki mátti koma nálægt. — Það er einnig rétt að taka það fram að þessi samtök okkár eru á engan hátt stofnuó til höf- uðs öðrum samtökum sem að sama máli starfa, heldur er þetta þáttur sem ekki er nægilega sterkur og við vonumst til að eiga gott samstarf t.d. við A.A. samtök- in í framtíðinni. Síðan undir- skriftasöfnun höfst á sunnudag- inn hafa þegar á fjórða þúsund skrifað sig á sem stofnfélaga að þessum samtökum. — Segja má að aðalvandamálið í dag sé gífurlegur húsnæðis- skortur, því að mjög algengt er að menn sem vilja leggjast inn til meðferðar eru sprungnir á „limminu" þegar loksins fæst pláss fyrir þá á Kleppsspítalanum en þar er eina afvötnunardeildin hérlendis. — Að lokum má nefna að sam- kvæmt skýrslum fyrir maí, júní og júlí þá létust 9 menn vegna beinnar ofnotkunar alkóhóls og þeir létu eftir sig 23 börn svo af þessu má ráða að um 100 börn missi feður sína árlega af völdum ofnotkunar áfengis. — Slúður Framhald af bls. 1 starfshæfni hans hcfði minnk- að við þessar árásir. Lance var reiður er hann hitti fréttamenn við heimili sitt í Washington ( morgun og sagðist ekki hafa í hyggju að segja af sér er hann var að þvf spurður, og sagði sfðan: „Það er illa komið fyrir þjóð okkar er menn taka slúð- urfregnir, sögusagnir og auk alls annars orð dæmds afbrota- manns og slá þessu upp f blöð- um og sjónvarpi sem staðreynd- um án þess að ég fái að bera hönd fyrir höfuð mér og klykkja sfðan út með þvf að segja að starfshæfni mfn hafi minnkað vegna alls þessa." Lance kemur fyrir rann- sóknarnefnd öldungadeildar- innar í fyrramálið og mun fyrst lesa upp 2 klukkustunda yfir- lýsingu en sfðan svara spurn- ingum öldungadeildarþing- mannanna það sem eftir er dags og allan föstudaginn. Jody Powcll blaðfulltrúi Carters for- scta sagði f dag að á fundi Cart- ers og Lance f gær hefði ekki komið til tals að Lancc segði af sér, en fundur þeirra var hinn fyrsti um nokkurt skeið. — Bretland Framhald af bls. 1 skiptajöfnuður landsmanna hefði verið hagstæður um 316 milljónir sterlingspunda í ágúst og þar af sýnilcga hagstæður um 141 mill- jón punda, en sfðast var jöfnuður- inn sýnilega hagstæður í júlí árið 1970. Ösýnilegar tekjur, en það eru nefndar tekjur af ferðamönn- um, bankaviðskiptum, trygging- um og skipum, námu 175 milljón- um punda, eða alls 316 milljónum punda. Fregnum um þetta var tekið með hrópum og köllum á verð- bréfamarkaðinum í London og við lok skráningar var verðbréfa- markaðurinn orðinn 549.2 stig, hæzta skráning f sögunni. Var þar með slegið metið frá 1972, er hann komst í 543.6 stig áður en olíuverðhækkanirnar komu til sögunnar og efnahagskreppan byrjaði. Varð verðbréfamarkað- urinn lægstur árið 1975 er hann fór allt niður i 146 stig. — Noregur Framhald af bls. 1 fund forsætisráðherrans og tjáð honum að flokkur sinn, (2 þingmenn) myndi skilyrðislaust styðja borgaralega stjórn Hægri flokksins, Kristilega þjóðar- flokksins og Miðflokksins. Var þá Iftið annað eftir fyrir Nordli að gera en að búa sig undir að ieggja fram lausnarbeiðni sfna við konung. Er þetta gerðist var tæpur sólarhringur liðinn frá því að frambjóðandi Kristilega þjóðar- flokksins á Mæri og Romsdal, Aslaug Fredriksen, hafði með aðeins 482 atkvæðum unnið sæti af Máfrfði Longva, frambjóðanda Verkamannaflokksins og þar með tryggt að því er talið var borgara- flokkunum meirihluta. Baráttan í Nordland stóð einnig milli tveggja kvenna, Hönnu Kvanino hjá Vinstri sósíalistum og Elsu Kobberstad hjá Hægri flokknum. — Laxárvirkjun Framhald af bls. 40 að enn, hvað hún gæti gefið. Þá hefur enn ekki verið unnt að eiga neitt við aflmikla holu rétt við stöðina, sem braut út úr röri í náttúruhamförunum. Bjarnarflagsstöðin hefur gefið um 3 megawött. Laxárvirkjun hefur að sumarlagi, þegar bezt hefur látið, gefið 21 megawatt, en búast má við að hún gefi 1814 til 19 megawött að vetri til. Laxár- veitusvæðið allt þarf hins vegar 37 til 38 megawött og er mismun- urínn brúaður með olíustöðvum á Akureyri. Dísilstöðvarnar á Akur- eyri gefa um 14 til 15 megawött. Knútur sagði að í desember- byrjun kæmist byggðalínan í gagnið og þá yrði Laxárveitu- svæðið samtengt orkuveitusvæði Landsvirkjunar. Mun sú lína þá geta flutt það sem þarf af orku á svæðinu, þannig að eftir þann tíma ætti Laxárvirkjun að hafa allt það rafmagn, sem þarf. Byggðalínan var opnuð í fyrra, en Hvalfjarðarstrengurinn var þá ekki inni í myndinni og takmark- aði það flutningsgetuna norður. 1 sumar hefur verið unnið við spennistöðvar á línunni. Hefur það verk þó tafizt af ýmsum ástæðum, m.a. vegna verkfalls rafvirkja, en það verk verður lík- legast búið um mánaðamótin og eykst þá nokkuð flutningsgetan, sem fer þó minnkandi eftir því sem kólnar. En í desember verður Hvalfjarðarlínan sem sagt komin 1 gagnið og þessir tveir mánuðir sem eru þangað til, verða eflaust talsvert erfiðir — sagði Knútur Ottersted — Hampiðjan Framhald af bls. 2 sóttu um 25.000 manns og fjöldi sýnenda var nær 200 frá 14 þjóð- um. Segir í fréttatilkynningu Ut- flutningsmiðstöðvar iðnaðarins, að góður markaður virðist nú vera f Kanada fyrir vörur er tengjast sjávarútvegi og megi það rekja fyrst og fremst til útfærslu fiskveiðilögsögu Kanada í 200 mílur. Fiskveiði stundi Kanada- menn á svipaðan hátt og bezt þekkist í heiminum, en tæknivæð- ing kanadísks fiskiðnaðar hafi verið nokkuð hægfara og því séu þeir alllangt á eftir forystuþjóð- unum á þessu sviði. Þá segir, að nú séu uppi mikil áform í Kanada um að ráða bót á þessu og við það myndist vpéulegir viðskiptamögu- leikar fyrir þjóðir sem framleiða vörur fyrir þessa atvinnugrcin. Lögreglumaður mundar vélbyssu sfna f sandpokavirki fyrir framan heimili hátt- setts v-þýzks stjórnmálamanns í Bonn. — Sandpokavirki og gaddavírsgirðingar Framhald af bls. 1 Vikuritið Bayernkurier, mál- gagn hins íhaldssama kristilega sósíalsambands Franz Josef Strauss fyrrum varnarmálaráð- herra landsins, krafðist þess i dag að yfirvöld hæfu herferð gegn hryðjuverkasamtökum m.a. með þvf að lama uppeldisstöðvar þeirra og Var þar greinilega átt við háskóla þar sem vinstrimenn eru ríkjandi, einkum við Goett- ingenháskóla, þar sem stúdenta- blaðið lýsti innri ánægju er frétt- in um morð Siegfrieds Bubacks ríkissaksóknara 7. apríl sl. barst. Lögreglan f borginni hefur und- anfarna daga leitað í íbúðum fjölda stúdenta vegna dreifingar róttækra flugmiða í kjölfar ráns- ins á Schleyer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.