Morgunblaðið - 15.09.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.09.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1977 15 — Eyþór Stsfánsson skrifar um Sinfóníuhljómsveítina um, sem ljóð nutu með þjóðinni á fyrstu áratugum þessarar aldar, og auk þess frjóvguðu f einangr- un strjálbýlla sveita lítt örvaða gáfu ungmenna, sem síðar hafa hlotið sæti á bekk góðskálda þjóð- arinnar. En hin órimuðu ljóð, sem Krist- ján hefur valið í bókina, eru og örugglega þess verð, að þau séu lesin af athygli. Þau eru svo góður skáldskapur, að þau mættu áorka nokkru um það, að eyða ómakleg- um fordómum á órímuðum ljóð- um, auk þess sem sum þeirra eru vænleg til að hafa jákvæð áhrif á frumort ljóð einhverra hinna fjöl- mörgu ungu skálda, sem aðhyllzt hafa órimað ljóðform. Ef til vill kynni og samanburður við þessi völdu ljóð að draga úr því, að sumir ljóðaþýðendur láti frá sér fara þýðingar, sem eru svo ómerkilegar í islenzkum búningi, að ætia mætti að þýðendurnir hafi einingis birt þær til þess að sýna, að þeir séu nú sosum ekki heimaalningar, sem engin skil kunni á skáldskap á erlendum málum! Með útgáfu þessarar bókar og þá auðvitað ekki síður þeirra bindá safnsins, sem geyma is- lenzk snilldarljóð, hefur rætzt langþráð ósk fjölmargra, sem gera sér grein fyrir, hvers virði bókmenntir hafa verið þjóðinni á liðnum öldum og óska þess af alhug, að þær megi verða í samtíð og ófyrirsjáanlegri framtíð veiga- mikil vernd islenzkrar tungu og þar með þjóðernis og sjálfstæðis. Ég geri mér fastlega vonir um, að framtak Almenna bókafélags- ins um útgáfu þessa mikla safns komi að tilætluðum notum, fjöl- margir meðal hínna yngri kyn- slóða þjóðarinnar kynni sér það rækilega og lesi vandlega og ihugi sitthvað, sem eftirminnilegt mætti verða í formálum Kristjáns Karlssonar. En ekki síður vona ég, að ung skáld og skáldefni geri sér það ljóst við lestur ljóðanna, hverju fastheldnin við íslenzkar menningarerfðir á sviði formsins fengu áorkað, samtimis því sem skáld endurreisnarinnar nutu góðs af erienum straumum og stefnum. Mætti svo fara, að hin ungu skáld og skáldefni samtiðar og náinnar framtíðar freistuðust til að glima við ljóðstafi og enda- rím, ef þeir gerðu sér þess grein, að sú glíma hefur leitt til frjórrar leitar í heimi íslenzkrar tungu og reynzt þeim, sem fram úr hafa skarað, „íþrótt vammi firð“. Hins vegar óska ég þess alls ekki, að íslenzk ungskáld láti lönd og leið hið órímaða ljóðform, heldur megi þeim auðnast að meta, hvar og hvenær það er bezt við hæfi — og umfram allt forðist að láta þá lausbeizlun, sem rímleysan virð- ist hafa upp á að bjóða verða sér freistingu til að hösvast áfram á skáldafáknum sem rammvíxlaðri ótemju yfir stokka og steina á víðlendi íslenzkrar tungu. Staddur á ísafirði í ágúst 1977. Guðmundur Gíslason Hagalín. Eyþór Stefánsson: Sinfóníuhljóm- sveit íslands — Hringferð 1977 FIMMTUDAGINN 8 þ.m. hélt Sinfóníuhljómsveitin tónleika í samkomuhúsinu Bifröst hér í bæ. Það er ótrúlegt en satt, að nú eru liðin 1 8 ár síðan hún lét til sín heyra hér. Hún kom í heimsókn 6. júlí 1959 og þá stjórnaði henni dr. Róbert A. Ottósson. Tveimur árum áður, nánar tiltekið 5. júlí 1957, var hún einnig hér á ferð og þá með tvo hljómsveitarstjóra, dr. Pál ísólfsson og Pál P. Pálsson, en hann var lítt þekktur sem hljómsveitarstjóri utan Reykjavík — en lofaði góðu, sem og síðar kom í Ijós, og sannaðist vel á þessum tónleikum í gaervköldi Páll er skemmtilegur hljómsveitarstjóri og kann sitt fag — laus við öfga og ýkjur. Vart er hægt að koma betur til móts við tónlistarunnendur en gert var með efnisskránni. Þar var vissulega eitthvað fyrir alla, og sumt af því yndislegar perlur. Má þar til nefna Carmen, forleikinn eftir Bizet og „Zigeunerweisen" eftir Sarasate. Hver hefði viljað missa af hinum glæsilega einleik konsert- meistarans Guðnýjar Guðmundsdóttur í þessu verki Sarasate? Hrifningsalda skreið um salinn er hún hafði lokið leik sinum og viðstaddir létu þakklæti sitt óspart í Ijós. Það verður gaman fyrir þá sem eiga þess kost að fylgjast með ferli þessarar ungu listakonu næstu árin. Ég vona, að forráða- menn hljómsveitarinnar gefi henni næg tækifæri til að sýna hvað í henni býr. Siðari hluti efnisskrárinnar hófst með tveimur mjög vinsælum verkum, Blómavalsinum eftir Tsjaikovsky og Intermezzó úr Cavallería Rústicana eftir Mascogni. Bæði þessi verk voru hrífandi fögur i flutningi hljómsveitarinnar — og þó sérstaklega Intermezzóinn. Þar komu hæfileikar stjórn- andans berlega í ijós — músíkalskt eðli hans, skaphiti og öryggi sem þó öllu var í hóf stillt. Einsöngvararnir settu svo svip sinn á lokaþáttinn. Kristinn Hallsson söng Heimi, hið dramatiska lag Páls ísólfssonar — og Vorgyðjan kemur eftir Árna Thorsteinsson, sannarlega tvær andstæður, sem honum reyndist létt að túlka af næmum skilningi hins þrautþjálfaða söngvara. Þar næst kom söngur úr óperettunni „Kátu ekkjunni" eftir Lehar og einsögnvarinn var sópransöngkonan Sieglinde Kah- mann. Hún söng „þennan söng" af mikilli kunnáttu, næmleik og hlýju, og gaman hefði verið að heyra hana syngja fleira en þetta eina verk. Þegar hljómsveitin hafði lokið leik sínum kvað við dynjandi lófatak þakklátra áheyrenda, svo hún varð að leika mörg aukalög. Á undanförnum þremur áratugum hef ég oft hlustað á Sin- fóníuhljómsveit íslands á hennar heimaslóð og notið þess vel í flestum tilfellum. Stjórnendur hafa verið margir og misjafnir eins og gengur. Síðan heyrði ég í henni á ísafirði fyrir tveimur árum. Ashkenazy var þar hvort tveggja í senn stjórnandi og einleikari. En — hér heima í henni gömlu Bifröst kom eitthvað við hjartað i mér, sem ég hafði ekki áður fundið við að hlusta á hljómsveitina þó í stærri hlómleikasölum væri. Hvað kom til? Trúlega var það nærvera hennar í þessum litla sal — svo náin, að maður fann sig tengjast listafólkinu strax í byrjun hljómleikanna. Ég þakka fyrir þessa eftirminnilegu kvöldstund og óska lista- fólkinu velfarnaðar á „hringferðinni" og vona, að ekki liði alltof langur tími þar til hljómsveitin kemur aftur. Sauðárkróki 9. sept. Sinfónfuhljómsveit tslands 1977 1 | rli Málarinn h.f. hefur opnað nýja verzlun að Ingólfsstræti 5 og nefnist hún Málningarvörur h.f., en verzlun Málarans á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis var lokað fyrir skömmu. Málningarvörur h.f. hafa á boðstólnum málningu og þess háttar auk verkfæra og gólfteppa. Forstöðumaður Málningarvara h.f. er Kristinn Eggertsson. A fundi Mæðrastyrksnefndarinnar í Reykjavfk fyrir skömmu var ákveðið að færa Foreldrafélagi Kópavogshælis að gjöf tvö þjálfunar- hjól til notkunar á Kópavogshæli fyrir vistmenn þess. Myndin sýnir þegar formaður Mæðrastyrksnefndar afhenti andvirði tækjanna full- trúa Foreldrafélagsins. Hvað verður að sjáíÞjóðleik- húsinu í vetur? Sveinn Einarsson þjóðleik- hússtjóri kallaði saman blaða- mannafund á mánudaginn og kynnti þau leikrit sem verða á dagskrá hjá Þjóðleikhúsinu í vetur. Þrjú innlend verk verða frumsýnd í byrjun vetrarins en 4 fslenzk leikrit eru í undirbún- ingi. 1 lok mánaðarins verður frumsýnt leikrit Kjartans Ragnarssonar, „Týnda teskeið- in“, sem er . gamanleikur, skrifaður fyrir leikhóp Þjóð- leikhússins, en höfundurinn hafði ákveðna leikara í huga er hann samdi verkið. Leikendur eru 9, Róbert Arnfinnsson, Þóra Friðriksdóttir, Flosi Ólafsson, Sigrfður Þorvalds- dóttir, Gfsli Alfreðsson, Guðrún Astephensen, Jón Gunnarsson, Randver Þorláks- son og Ilja Þórisdóttir. Leik- stjóri er Bríet Héðinsdóttir og Guðrún Svava Svavarsdóttir gerói leikmyndirnar. Um svipað leyti verður frum- sýnt leikritið „Grænjaxlar", en höfundur þess er Pétur Gunn- arsson í samvinnu við leikend- ur, leikstjórann Stefán Baldursson og Spilverk Þjóð- anna sem samdi og sér um tón- listina. Jæikendur eru Helga Jónsdóttir, Sigmundur Örn Arngrimsson, Þórunn Sigurðar- dóttir og Þórhallur Sigurðsson. Meðlimir i Spilverkinu eru Egill Ólafsson, Sigrún Hjálm- týsdóttir, Valgeir Guðjónsson og Sigurður B. Olason. Leikur- inn perður sennilegg frumsýnd- ur i einhverjum skólanum, og verður þannig fluttur utan leik- hússins sjálfs. „Grænjaxlar" er skemmtileikrit fyrir unglinga og sýnir svipmyndir úr lifi tán- inga undir ýmsum kringum- stæðum og sambandið við for- eldrana. Einnig verður frumsýnt leik- rit eftir Véstein Lúðviksson sem heitir „Stalin er ekki hér“, en þetta er annað verk höfundarins fyrir leikhús. Leikritið fjallar um lif fjöl- skyldi í Reykjavik, og að sögn Sveins Einarssonar um samtímasögu okkar. Sigmund- ur Örn Arngrímsson er leik- stjóri en um leikmyndir sér Magnús Tómasson. Aðalleik- endur eru Rúrik Haraldsson, Steinunn Jóhannesdóttir og Bryndís Pétursdóttir. Þau verk, sem eru i undir- búningi og fyrirhugað er að sýna seinna i vetur, eru m.a. leikrit eftir Jökul Jakobs- son, sem hann nefnir „Sonur skóarans og dóttir bakarans“. Það gerist i þorpi úti á landi og bregður höfundur upp þjóðlifs- mynd. Að sögn Sveins Einars- sonar er hér um nýjan stil hjá Jökli að ræða, þar sem við- fangsefnið er allt annað en hann hefur tekið fyrir áður. Einnig er fyrirhugað að sýna á Litla sviðinu tvo einþáttunga eftir Agnar Þórðarson siðar i vetur. Verið getur að jafnvel fleiri íslenzk' verk verði á fjöl- unum i Þjóðleikhúsinu í vetur og næsta vetur. Sígild verk eru einnig á dag- skránni. „Ödipus konungur” eftir Sófokles verður frumsýnt um miðjan vetur og er það i fyrsta skipti sem griskur harm- leikur er settur á svið i Þjóð- leikhúsinu. Er hann i nýrri þýð- ingu Helga Hálfdánarsonar og leikstjóri er Helgi Skúlason. Hlutverkið Ödipus konung leik- Framhald á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.