Morgunblaðið - 15.09.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.09.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1977 + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN S. ÁRNADÓTTIR, Stýrimannastig 2. andaðist þann 1 4 september á Landspítalanum Otti Pétursson Helga Pétursdóttir Guðbjartur Kristinsson og bamabörn. + Móðir min RÓSA SIGURÐARDÓTTIR, Austurbrún 2 andaðist i Borgarspitalanum þriðjudaginn 1 3 september Axel Eyjólfsson. + Dótturdóttir okkar BONNIE RENEE MALONEY andaðist 7 september í Bandaríkjunum Fyrir hönd foreldra og systkina Hans Daneliusson, Sólveig Guðmundsdóttir. + Útför móður okkar SESSELJU JÓNSDÓTTUR sem lést á Landakotsspítala 8 þ m verður gerð frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 17 september kl 13 30 Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Stokkseyrarkirkju Laufey Karlsdóttir Sigmundur Karlsson, Ársæll Karlsson, Karl Karlsson, Jens Karlsson, Baldur Karlsson. Faðir okkar, tengdafaðir og afi HARALDURBJÖRNSSON fv. aðalféhirðir Grettisgötu 20 verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 16 september kl 3 e Sjöfn Haraldsdóttir Lilja Haraldsdóttir Ólafur Vilhjálmsson Auður Haraldsdóttir Ari Pálsson og barnaborn Faðir okkar, tengdafaðir og afi GUÐMUNDUR JÓHANNESSON frv. innheimtugjaldkeri Týsgötu 8 verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 16 september kl 13 30 Jóhann Guðmundsson Rebekka Kristjánsdóttir Kristín Guðmundsdóttir Rafn Júlíusson María V. Guðmundsdóttir Viðar Guðjónsson og barnabörn + Faðir okkar, tengdafaðir og afi HELGI SIGURÐSSON Bræðraborg, Stokkseyri verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju föstudaginn 1 6 september kl 16 00 Böm, tengdaborn og barnabörn. + Innilegar þakkir færi ég öllum þeim sem sýndu mér samúð og vinsemd vegna andláts eiginmanns míns BJARNA NIKULASSONAR Sérstakar þakkirfæri ég læknum og hjúkrunarfólki Vífilsstaðaspítala Guð blessi ykkur öll Þórunn Pálsdóttir. + Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og vinarhug við fráfall og útför JÓNU JÓNSDÓTTUR Suðurgötu 36, Hafnarfirði. Guðlaugur B. Þórðarson, Lára Janusdóttir, Þórður Jón Guðlaugsson, Brynhildur Garðarsdóttir, Janus Friðrik Guðlaugsson, Sigrún Knútsdóttir, Kristinn Guðlaugsson, og barnabörn. Minning: HaukurHólm Kristjánsson Ekki kann ég því vel að ágætur vinur minn og félagi liggi óbættur hjá garði, þessvegna vil ég minn- ast hans með örfáum orðum. Haukur Hólm Kristjánsson fæddist á Bíldudal 1/11 1921. For- eldrar hans voru þau Marta Eiríksdóttir og Kristján Hólm Ölafsson. Haukur ólst upp á Bíldudal hjá ömmu sinni og afa, þeim Jensínu Jónsdóttur og Kristjáni Alberti Bjarnasyni til 13 ára aldurs, en fluttist þá til Hafnarfjarðar, Fór fyrst í Flens- borgarskóla en síðar á loftskeyta- skólann í Reykjavik, en átti heimili í Hafnarfirði æ síðan. 1953 kvæntist Haukur þýzkri konu, Rósu M. Hinriksdóttur. Börn þeirra eru Frintann Hólm f. 1954, tæknifræðinemi í Dan- mörku. Kristján Hólm, f. 1955, sjómaður, Kristín f. 1960, nemi í Flensborgarskóla og Haukur Hólm f. 1962, nemi. Það er skemmst að segja, að vegna sameiginlegra starfa kynntumst við snemma, eða um árið 1941, en þá byrjaði hann að sigla og sigldi það sem eftir var stríðs, og þarf engum að segja hver áreynsla það var að koma beint ÚKskóla og steypa sér strax í þá baráttu sem þá fór fram á höfunum. Það þekktu þá þegar marghertir sjómenn, og vissu að talsvert þrek þurfti til. Haukur brást heldur ekki skyldu sinni, en hélt áfram ótrauður, og sigldi síðan stanzlaust áfram unz yfir lauk. Hann var í sumarfríi sér til hvíidar þegar dauðann bar skyndilega að snemma í ágúst, þá staddur 1 Júgóslavíu. Haukur sigldi ævinlega hjá sama félagi, Eimskipafélagi Islands, og var þar á mörgum skipum. Siðustu árin á M/s Bakkafossi. Lengst af fylgdi hann heiðursmanninum Jónasi Böðvarssyni unz Jónas lét af skip- stjórn sökum aldurs. Það fór ein- lægt vel á með þeim, og heyrt hefi ég eftir Jónasi að Haukur hafi verið sá bezti loftskeytamaður sem hann hafi haft á löngum skip- stjóraferli. Þetta eru mikil meðmæli. Sama mátti segja um þær skipshafnir sem honum voru samtíða. Var mér það afar vel kunnugt þar sem ég leysti hann af í fríum um margra ára bil. Enda var maðurinn afar skyldurækinn og prúður, gekk hægt um gleðinn- ar dyr og auðvitað þeim mun geð- þekkari fyrir bragðið. Auk þess var hann með allra færustu mönnum í sínu fagi, góður í við- gerðum tækja, fylgdist ákaflega vel með öllu sem fram fór á öld- um ljósvakans, góður í morse, og sendingin það góð að minnti á tónlist eins og hjá öllum sem ná góðu valdi á morse-lykli. Það er furðulegt að þetta staf- róf samsett úr einungis tveim merkjum púnkti og striki, skuli geta orðið það sérkennandi að hver einstakur þekkist á sending- unni likt og maður þekktir venju- lega skrift manna á letri. Góð Fædd 19. október 1885. Dáin 4. september 1977. í dag verður til moldar borin frá Akureyrarkirkju elskuleg vin- kona min, hún Júlía Ölafsdóttir. Ung missti Júlia föður sinn og þar sem móðir hennar hafði fyrir fleiri börnunt að sjá varð það hlutskipti Júlíu að fara til ömmu sinnar og afa, hjónanna Guðlaug- ar Ölafsdóttir og Sigurðar Stefánssonar skipstjóra að Stein- dyrum á Látraströnd. Þar var hún um árabil. Er Guðrún frænka hennar, dóttir Guðlaugar og Sigurðar, giftist Hallgrími Sig- urðssyni stýrimanni fluttist Júlía með henni og alla tið meðan Guð- rún lifði var ævi þeirra samofin þó Júlía dveldist öðru hverju í Hrísey hjá ættingjum, svo og að störfum víðar. Þau Guðrún og Hallgrimur morse-sending er í ætt við tónlist og Haukur var einn þessara manna sem náðu þessum ein- kennilega fögru blæbrigðum, sem hefðu snortið hvern góðan tónlistarmann, sem á hefði hlýtt. Haukur vann undanfarin sumur í um það bil tvo mánuði á Reykjavík-Radio hvert sumar meðan sumarfrí þar stóðu sem hæst og var hvers manns hugljúfi. Við kveðjum vin okkar allir starfsbræðurnir, bæði á láði og legi og sendum allri fjölskyldunni dýpstu samúðarkveðjur. Kristján Jónsson. loftskm. eignuðust eina dóttur, Sigur- laugu, sem giftist frænda minum Brynleifi Töbíassyni. Eftir skamma sambúð þeirra andaðist Sigurlaug frá nýfæddum syni. Siglaugi. Tók Guðrún tengdamóð- ir Brynleifs þá sess sem húsmóðir heimilisins og var Júlfa bróður- dóttir hennar þar ávallt og hvildu störfin mikið á henni. Þeim fækk- ar nú óðum sem muna þá tíma. Þar var ætíð mikill myndarbrag- ur á öllu. Heintilið var gestkvæmt og oft komu gestir með stuttum fyrirvara; en það skipti engu, ávallt var hægt að veita af rausn. í þá daga voru ekki rafmagnstæk- in, aðeins rafljós og straujárn og kolaofnar á herbergjum. Má því fara nærri um þá vinnu sem Júlía innti af hendi þó stundum væru þar aðstoðarstúlkur. Hún bar ætið mikla umhyggju fyrir drengnum unga, Siglaugi og siðar skylduliði hans. Börn hans og barnabörn voru henni öll mjög hjartfólgin. Ja, hann var orðinn stór barna- hópurinn hennar Júllu minnar þó ekki giftist hún né eignaðist börn sjálf. Siglaugur og hans fólk sýndi henni líka mikla ræktarsemi sem hún mat mikils. Hún var þeim öllum innilega þakklát og hafði mikla ánægju af að tala um þau. Minni og sálarkröftum hélt hún vel, þótt sjón og heyrn væru farin að daprast. Hún sagði mér frá blessuðum stúlkunum á Elliheim- ili Akureyrar, en þar dvaldist Júlia nú siðustu árin; þsér leiddu sig um og væru sér svo notalegar aliir væru svo góðir þar. Einnig talaði hún oft um sína góðu syst- urdóttur Öldu sem býr í Hrisey; hún liti alltaf við hjá sér, þegar hún væri á ferðinni. Það er ekki ætlan mín að rekja æviferil Júllu minnar en mig langar til að þakka henni alla þá hjálp, ástúð og umhyggju, sem hún ætið sýndi mér og mínum nánustu allt frá því ég kom til Akureyrar árið 1927. Alla tíð sem þetta fólk bjó á Eyrarlandsvegi 26 gat ég verið þar sem heima væri, hjá blessuðu vina- og frændfölki mínu og á ég þaðan mjög dýrmæt- ar minningar. Trygg vinátta Júllu mínnar var ætíð söm til hinztu stundar. Ég veit að það er „aldrei mætzt i síðsta sinni." Við Júlla munum híttast heilar á landi lifenda og segja báðar: „Jesús, f umsjón þinni Oha‘(( t*r sálu minni'* Þín Magga. + Þökkum innilega alla samúð og kærleik vegna andláts og útfarar HULDU SIGURÐARDÓTTUR Eiður Árnason Davið Eiðsson Elfar Eiðsson Sigriður Jónsdóttir + Alúðar þakkir sendum við öllum sem auðsyndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐMUNDAR SIGURÐSSONAR kaupmanns. Skólavörðustíg 28. Ósk Sigurðardóttir, Jóhann Gunnar Sigurðsson, Böðvar Pétursson. + Systir okkar og mágkona LÁRA G. JÓNASDÓTTIR Bakka Reyðarfirði verður jarðsett frá Búðareyrarkirkju laugardaginn 1 7. sept kl 2 e h Blóm og kransar afþakkað Þeir sem vilja minnast hennar láti Styrktar- félag vangefinna á Austurlandi njóta þess Gíróreikningur nr 70600 Guðrún Jónasdóttir, Hallgrimur Jónasson, Kristína Jónasdóttir, Bóas Jónasson, Bjarni Jónasson, Auður Jónasdóttir, Systra og bræðrabörn. Eva Vilhjálmsdóttir, Geir Jónasson Jórunn Ferdinantsdóttir, Björn Gíslason Júlía Ólafsdóttir —Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.