Morgunblaðið - 15.09.1977, Síða 24

Morgunblaðið - 15.09.1977, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1977 Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþm.: Hér fer á eftir ræöa, sem Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, alþingismaður, flutti á þingi Fjórðungs- sambands Norðlendinga fyrir skömmu og fjallaði um landshlutafyrirtæki orkumála: Inngangur Mér er hér ætlað að ræða um landshlutafyrirtæki orkumála. Það mál er ekki nýtt á döfinni, allra sízt á vettvangi sem þessum, þar sem Fjórðungssamband Norð- lendinga hefur á undanförnum árum látið þessi mál mjög svo til sín taka. Orkunefnd Norðurlands, sem iðnaðaráðherra Gunnar Thoroddsen skipaði á sínum tíma til að gera tillögur um stofnun Norðurlandsvirkjunar, hefur þeg- ar skilað áliti. Málið hefur verið rætt ýtarlega á þingum Fjörð- ungssambandsins. Hins vegar hefur engin ákvörðun enn verið tekin um stofnun Norðurlands- virkjunar eða landshlutafyrirtæk- is Norðlendinga í orkumálum. Málið er þvi enn á umræðustigi. Vænti ég þess, að það sem ég segi hér um landshlutafyrirtæki orku- mála megi verða eitthvert fram- lag til þessarar umræðu. Hins vegar ætla ég mér ekki þá dul að kveða upp einhvern dóm um, hvort Norðlendingar eigi að stofna sitt landshlutafyrirtæki í orkumálum, né með hverjum hætti það skuli gert. Skipulag orkumála Svo sem kunnugt er starfar nú skipulagsnefnd orkumála, sem iðnaðarráðherra Gunnar Thor- oddsen skipaði í janúar s.l. Verk- efni þessarar nefndar er að end- urskoða orkulögin og gera tillög- ur um heildarskipulag orkumála í landinu. Þar sem nefnd þessi hef- ur ekki enn þá lokið störfum og tillögur hennar liggja ekki fyrir, er ekki hægt nú að ræða um af- stöðu nefndarinnar. Það, sem ég segi hér, er því ekki sagt í nafni nefndarinnar, heldur er þar um að ræða min persónulegu viðhorf. Eg ætla heldur ekki að gera því í skóna hér, hvaða heildarskipu- lag skuli taka upp í orkumálum landsins. Ég mun ekki hér gera samanburð á valkostum, sem um er aó ræða á skipulagi raforku- vinnslufyrirtækja, svo sem ann- ars vegar skipulagi landshlutafyr- irtækja og hins vegar einu lands- fyrirtæki. Ég vil aðeins segja, að valið þarf ekki að standa á milli þessara tveggja skipulagsforma. Það kann eins vel að vera, að bezta leiðin kunni að vera sú, að komið verði á því skipulagi raf- orkuiðnaðarins, sem rúmi bæði landshlutafyrirtæki og ríkisfyrir- tæki svo sem Rafmagnsveitu rík- isins i núverandi eða breyttu formi til að veita þjónustu þar, sem landshlutafyrirtæki yrðu ekki fyrir hendi. Um þett mál vil ég ekkert fullyrða nú. En út frá hinu geng ég, að nýtt skipulag orkumálanna, sem á fót yrði kom- ið, útiloki ekki, að innan þess geti rúmast landshlutafyrirtæki. Orkunefndin Eitt af því, sem hlýtur þess vegna að koma til athugunar við ákvarðanatöku um heildarskipu- lag orkumála í landinu, er hin svo kölluðu landshlutafyrirtæki. Hug- myndir um landshlutafyrirtæki byggja á því sjónarmiði, að auka beri stjórnunaráhrif og ákvörðun- arvald landshlutanna, bæði í orkuframleiðslu og orkudreif- ingu. I samræmi við þessa stefnu skipaði iðnaðarráðherra Gunnar Thoroddsen, svo sem kunnugt er, orkunefndir í öllum landsfjörð- ungum til þess að kanna viðhorf manna og gera tillögur um stofn- un landshlutafyrirtækja. Fyrst var skipuð orkunefnd Norður- lands og síðan hver af annarri. I einum landshlutanum eða á Vest- fjörðum eru hugmyndir þessar orðnar að veruleika með stofnun Orkubús Vestfjarða fyrir nokkr- um dögum eða 26. ágúst s.l. Ég rnun ekki hér ræða sérstaklega um Orkubú Vestfjarða, heldur Landshlutafyrir- tæki orkumála landshlutafyrirtæki almennt. Hins vegar mun ég eftir þvi sem tilefni er til víkja að þvi hvernig snúizt var á Vestfjörðum við ýms- um vanda, sem upp hlýtur að koma við stofnun landshlutafyrir- tækis. Skilgreining landshlutaf.vrir- ta'kja Þegar talað er um landshluta- fyrirtæki, er nauðsynlegt að gera sér glögga grein fyrir, við hvað er átt. Ég á við sameignarfyrirtæki, sem stofnað er til af ríki og sveit- arfélögum með frjálsu samkomu- lagi. Er þá gert ráð fyrir, að öll sveitarfélög i viðkomandi lands- hluta gerist eignaraðilar eða eigi þess kost. Samkvæmt þessu er ekki um neitt valdboð að ræða eða sveitarfélögum sé fyrirskipað að gera eitthvað, sem þau vilja ekki gera af frjálsum vilja, enda vand- séð, hvernig það má verða. Af þessu leiðir, að landshlutafyrir- tæki geta ekki verið stofnuð nema viðkomandi sveitarfélög sjái sér hag í því. Til þess að svo sé, verður uppbygging landshlutafyr- irtækis að miðast við allar aðstæð- ur og ástand mála í viðkomandi landshluta. Þetta þýðir, að lands- hlutafyrirtæki þurfa ekki að vera eins að formi og uppbyggingu i öllum landshlutum. Veróur þó að ætla, að í grundvallaratriðum sé um sömu eða hliðstæð viðfangs- efni að ræða. En útfærslan eða lausn vandans getur orðið með mismunandi hætti. Þegar ég tala um landshlutafyr- irtæki á ég ekki einungis við, að um sé að ræða sjálfstæð sameign- arfélög ríkis og viðkomani sveit- arfélaga, heldur og, að sveitarfé- lögin h'afi meiri hluta eignaraðild, svo að náð verði sem bezt þeim tiigangi landshlutafyrirtækjanna að flytja stjórnunaráhrif og ákvörðunarvald út til landsbyggð- arinnar. Raunar tel ég naumast raunhæft að tala um landshluta- fyrirtæki nema þessu skilyrði sé fullnægt. Sveitarfélögin hafa varla áhuga á þátttöku i lands- hlutafyrrirtækjum nema þeim sé tryggð meiri hluta aðstaða. Sveit- arfélögin hafa varla áhuga á sam- starfi, sem gera verður ráð fyrir, að leggi á þau fjárhagsbyrðar án þess að á móti komi afgerandi áhrif á stjórn þessara mála. Staðarmörk Þegar talað er um landshluta- fyrirtæki er venulega gert ráð fyrir, að staðarmörk þeirra fari eftir kjördæmum landsins. Hér er um að ræða eðliieg staðarleg stjórnunarleg mörk. Það vill og líka þannig til, að umræður og barátta fyrir hugmyndum um landshlutafyrirtæki hefur verið leidd og mótuð af fjorðungssam- böndunum, sem yfirleitt starfa í hverju kjördæmi fyrir sig. Ekki má þó telja það neitt ófrávíkjan- legt skilyrði, að umdæmi lands- hlutafyrirtækja fari saman viö kjördæmaskipunina. En það, sem ræður ekki minnstu um hag- kvæmni umdæmaskipunar lands- hlutafyrirtækja, eru staðarlegar aðstæður, en þær marka einmitt eðlilega núverandi kjördæma- skipan. Þess vegna er ekki nauð- synlegt að gera ráð fyrir því, að umdæmaskipan landshlutafyrir- tækja hljóti að breytast til sam- ræmis, ef kjördæmaskipuninni er breytt, og að sjálfsögðu allra sizt, ef t.d. horfið yrði að einmennings- kjördæmum. Á þessum vettvangi þarf ekki að minna á, að hug- myndir um landshlutafyrirtæki á Norðurlandi gera ráð fyrir, að fyr- irtækið nái til beggja kjördæma fjórðungsins. Hér er og Fjórð- ungssamband Norðlendinga að verki, sem nær til beggja kjör- dæmanna. Ha sjálfsagt hag- kvæmnisástæður. Auðvitað þyrfti það ekki að vera í neinu ósamræmi við eðli landshlutafyr- irtækja, þótt fyrirtækin væru tvö á Norðurlandi, hvort fyrir sitt kjördæmi. Verkefni landshlutafyrirtækja móta skipulag og uppbyggingu þeirra. Er þá annars vegar um að ræða orkutegundir og hins vegar orkuframleiðslu og orkudreif- ingu. Verkefni landshlutafyrir- tækis getur veri bundið eingöngu við raforku. En það getur auk þess einnig náðtil jarðvarma, olfu og hvers konar hagnýtanlegra orkugjafa. Verkefnið getur og náð einungis til orkuframleiðslu eða einungis til orkudreifingar, nema hvort tveggja sé. Það eru ýmsir kostir, sem fylgja því að láta verkefni landshluta- fyrirtækis nó til allra hagnýtan- legra orkugjafa. Því geta fylgt kostir, sem geta leitt af stærri rekstrareiningum. Þá getur fylgt hagkvæmni í rekstri, að geta hag- nýtt mismunandi orkugjafa. Gleggsta dæmið um þetta eru fjarvarmaveitur á þéttbýlisstöð- um, t.d. með rafknúinni kyndi- stöð, oliukynntri til vara, með möguleikum á hagnýtingu jarð- varma, sem kynni að finnast og vera hagnýtanlegur síðar eða ekki hafa verið nægur í upphafi, þegar fjarvarmaveitan var byggð. Þá er ekki framhjá því lítandi, að það getur verið mikið hagræði fyrir sveitarfélög í þéttbýli, að viðkomandi landshlutafyrirtæki hafi að verkefni að hagnýta jarð- varma til húshitunar með hita- veitu. A þetta einkum við hin smærri sveitarfélög, sem eiga erf- itt með að ráða við svo kostnaöar- sama fjárfestingu, sem bygging hitaveitna er. Að öllu eðlilegu ættu landshlutafyrirtæki að hafa meira bolmagn til að fást við slík- ar framkvæmdir. Það myndi Uyggja betur, að ekki verði óhæfilegur dráttur á hagnýtingu jarðvarma, sem svo.mikla þýð- ingu hefur þjóðhagslega. Þess er og að minnast i þessu sambandi, að með landshlutafyrirtækjum er bert ráð fyrir þátttöku ríkisins I hitaveituframkvæmdum, sem og öðrum framkvæmdum fyrirtækis- ins, en slíka aðstoð ríkisvaldsins hafa sveitarfélögin ekki fengið fram til þessa til hitaveitufram- kvæmda. Að visu er um að ræða þátttöku ríkisins i Hitaveitu Suð- urnesja, en það er svo sem kunn- ugt er eingöngu af sérstökum ástæðum vegna Keflavíkurflug- vallar. Verðstefna. Spurningin um verkefni lands- hlutafyrirtækja snertir mjög verðstefnu fyrirtækjanna. Með þvi að hafa á einni hendi t.d. raforkuframleiðslu og raforku- dreifingu eru hægari heimatökin að framfylgja þeirri stefnu að hafa jafnt raforkuverð innan við- komandi landshluta. Með því að sama fyrirtækið hafi með að gera alla hagnýtanlega orkugjafa, skapast möguleiki á verðjöfnun milli orkugjafa innan viðkomandi landshluta, t.d. milli jarðvarma til húshitunar frá hitaveitum og oliukynntra og rafkynntra fjar- varmaveitna. Verðjöfnun milli orkugjafa getur ekki sízt skipt hinu mesta máli í sveitum lands- ins. Gera verður ráð fyrir, að stefna beri að hagnýtingu inn- lendra orkugjafa til húshitunar. Þar sem að jafnaði verður ekki um að ræða hitaveitu f sveitun- um, verður þá ekki þar öðrum innlendum orkugjafa til að dreifa en rafmagni. Hugsunin er þá, að innlend orka sé seld á sem jöfn- ustu verði til sömu nota hver svo sem orkugjafinn er. En það kann að vera, :ð sú verðstefna og verðjöfnun, sem hér hefur verið lýst, þyki ekki eftirsóknarverð eða önnur sjónar- mið vegi meira. Þannig er ekki gert ráð fyrir í tillögum um Norð- urlandsvirkjun, að það fyrirtæki hafi með að gera aðra orkugjafa en rafmagn og þó aðeins raf- magnsframleiðslu en ekki raf- magnsdreifinu. Hins vegar er það svo hjá því landshiutafyrirtæki, sem nýstofnað er, Orkubúi Vest- fjarða, að því er ætlað að fást ekki einungis við raforkuframleiðslu og dreifingu. heldur og hagnýt- ingu jarðvarma og hvers konar annarra orkugjafa, sem völ er á. Tilgangur fyrirtækisins skal vera að virkja vatnsafl og jarðhita á Vestfjörðum, þar sem hagkvæmt þykir. Skal Orkubú Vestfjarða eiga og reka vatnsorkuver og dieselraforkustöðvar til raforku- framleiðslu ásamt nauðsynlegum mannvirkjum til raforkuflutn- ings og raforkudreifingar. Fyrir- tækið skal eiga og reka jarð- varmavirki og nauðsynlegt flutn- ingskerfi og dreifikerfi fyrir heitt vatn. Skal fyrirtækið og eiga og reka fjarvarmakyndistöðvar ásamt nauðsynlegu dreifikerfi. Gert er ráð fyrir, að Orkubú Vest- jarða hafi einkaleyfi til þeirrar starfsemi, sem felst i þessum til- gangi fyrirtækisins. Þó er kveðið svo á í lögum um Orkubú Vest- fjarða, að heimilt sé að fengnu áliti stjórnár Orkubús Vestfjarða að ákveða, að rekstur einstakra orkumannvirkja skuli vera und- anþeginn, svo sem bygging og rekstur mannvirkja til raforku- dreifingar, jarðvarmaveitna og fjarvarmaveitna með kyndistöðv- um innan þeirra sveitarfélaga sem þess óska. Hér er um að ræða undanþáguákvæði til öryggis, ef eitthvar sveitarfélag kynni að sjá hag sínum betur borgið með því að annast þessa starfsemi sjálft í stað þess að láta Orkubúið sjá um það. Eignaraðild Skipun eignaraðildar er eitt meginatriðið við stofnun lands- hlutafyrirtækja. Hér er um marg- slungið viðfangsefni að ræða. Ákvæði um þetta efni þurfa að fjalla um, hver stofnframlög fyr- irtækisins skulu vera,. hve mikil og með hvaða hætti lögð fram og innbyrðis skiptingu milli viðkomandi eignaraaðila. Inn i þetta dæmi kemur spurningin um, hvernig fara skuli með þau orkumannvirki, sem fyrir eru t landshlutanum og eru þeirrar teg- undar, sem fyrirtækinu er ætlað að eiga og reka. í þessu sambandi rísa ýmsar spurningar svo sem, hvort orkumannvirki þessi gangi sem stofnframlög viðkomandi eignaraðila til landshlutafyrir- tækisins, hvort afhending fari fram eftir eignarmati eða öðrum leiðum og hvað verði um hlut þeirra væntanlegu aðila að fyrir- tækinu, er ekki hefðu orkumann- virki fram að leggja. Hvers konar sérsjónarmið og hagsmunir viðkomandi sveitarfélaga fléttast inn i öll þessi atriði. Það getur því verið nokkurt vandamál að finna þá lausn á eignaraðildinni, sem raunhæf getur talizt. Raunhæft í þessu efni er ekki annað en það, sem sveitarfélögin i heild gætu sætt sig við, því að ekkert þeirra verður þvingað til þátttöku í landshlutafyrirtæki gegn vilja þess. Lausnin er fólgin í þvi að finna þá leið sem sveitarfélögin telja sér hag í að fylgja. En þegar metinn er hagur í þessu efni, má ekki falla í þá gröf, að ekki verði litið út fyrir þrönga skammtíma hagsmuni. Við hagsmunamat hvers sveitarfélags verður að hafa heildaryfirsýn yfir málið og langtimasjónarmið í huga. Forsendan fyrir stofnun lands- hlutafyrirtækis er sú, að það sé hagur af því fyrir landshlutann þ.e. öll sveitarfélögin i við- komandi umdæmi. Hagsmunir allra eru því þeir að stuðla að því, að hugsjón þessi megi rætast. Engin vandamál varðandi eignar- aðild að landshlutafyrirtækjum eru þess eðlis, að eigi megi leysa þau með einbeittum vilja og félagsþroska. í tengslum við eignaraðildina er svo að sjálf- sögðu stjórnunaraðildin ákveðin. í umræðum og öllum undir- búningi að stofnun Orkubús Vest- fjarða skipaði eignar- og stjórn- unaraðild fyrirtækisins mikið rúm. Ýmis voru vandamálin svo sannarlega. Gert var strax ráð fyr- ir að öil orkumannvirki á Vest- fjörðum yrðu afhent hinu nýja fyrirtæki. Hér var um að ræða eignir Rafmagnsveitna ríkisins og fjögurra héraðsrafveitna á Vest- fjörðum auk einnar hitaveitu. Skyldu eignir þessar vera stofn- framlag ríkissjóðs og sveitar- félaga þeirra á Vestfjörðum, sem voru eigendur að orkumann- virkjunum. En margs konar spurningar vöknuðu, þegar ákveða átti framkvæmdina nánar. ÁTTU ÞEIR AÐILAR, sem lögðu fram eignirnar, að fá eignaraðild og stjórnunaraðild að fyrirtækinu í samræmi við verðmæti þeirra eigna sem fram voru lagðar? Attu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.