Morgunblaðið - 15.09.1977, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.09.1977, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1977 Bikarkeppni meistaraliða PS Kuopio (Finnlandi) — FC Brugge (Belgíu) 0—4 (0—0). Mörfc Brúgge: van der Eycken. Cools, Lambert, Oavies. Áhorfendur: 2.560. Levski Spartak (Búlgariu) — Slask Wroclaw (Póllandi) 3—0 (3—0) Mörk Levski: Panov. Milanov 2. Áhorfendur: 45.000. Floriana (Möltu) — Panathinaikos (Grikklandi) 1 — 1 (1 — 1). Mark Floriana: George Uereb. Mark Panathinaikos: Aslanidis. Áhorfendur 6.000. Lilleström (Noregi) — Ajax (Hollandi) 2—0 (2—0). Mörk Lilleström: Lönstad. T. Johansen. Áhorfendur 20.035. Dukla Prag (Tékkóslóvakiu) — Nantes (Frakklandi) 1 — 1 (0—1). Mark Dukla: Vizek. Mark Nantes: Amisse. Áhorfendur 20.000. Celtic (Skotlandi) — Jeunesse Esch (Luxemburg) 5—0 (2—0). Mörk Celtic: McDonald. Wilson, Craig 2 og McLaughlín Áhorfendur: 22.000. Benfica (Portúgal) — Torped Moskvu (Sovétríkjunum) 0—0. Ahorfendur: 70.000. Omonia Nicosia (Kýpur) — Juventus (ítaliu) 0—3 (0—2). Mörk Juventus: Bettega. Fanna, Vidis. Áhorfendur 12.000. Vasas (Ungverjalandí) — Borussia Mönchengladbach (V-Þýzkalandi) 0—3 (0—3). Mörk Borussia: Schaeffer, Simonsen. Wohlers. Áhorf- endur: 45.000. Red Star (Júgóslavíu) — Sligo Rovers (írlandi) 3—0 (0—0). Mörk Red Star: Dzaric 2 og Filipovic. Áhorfendur 27.000. Dynamo Dresden (A-Pýzkal.) — Halmstad (SvlþjóS) 2—0 (0—0). Mörk Dynamo: Heidler, Schade. Áhorfendur: 37.000. Basel (Sviss) — Innsbruck (Austurrlki) 1 — 3 (1—2). Mark Basel: von Wartburg Mörk Innsbruck: Welzl 2. Constantini. Áhorfendur: 18.000. BIKARKEPPNIBIKARHAFA Lokomotiv Kosice. Tékkólslovaklu — Öster. Sviþjóð 0—0. Áhorfendur 15.000. Coleraine. N-írlandi — Lokomitive Leipsig (A-Þýzkal.) 1—4 (0—3) Mark Coleraine: Tweed. Mörk Lokomotive: Eichhorn. Kuhn. Löwe 2. Áhorfendur 6.000. Lokomotiv Sofia (Búlgariu) — Anderlecht (Belgiu) 1—6 Eintracht Frankfurt (V-Þýzkal.) — Sliema Wanderes (Möltu) 5—0 Cardiff City (Wales) — Austria Vln (Austurriki) 0—0. Áhorfendur 3.631. Progres Niedercorn (Luxemburg) — Vejle (Danmörku) 0—1. Mark Vejle: Steen Thychofen. Áhorfendur: 1.100. Hamburger SV (V-Þýzkal.) — Reipas Lathi (Finnlandi) 8—1 (4—0). Mörk Hamburger: Keller4. Volkert, Buljan. Steffenhagen, Reimann. Mark Lathi: Sandberg. Áhorfendur: 6.000. Glasgow Rangers — Twente Enschede (Hollandt) 0—0. Áhorfendur: 30.000. Paok Salonika (Grikklandi) — Zaglebie Sosnowiec (Póllandi) 2—0. Mörk Paok: Poulos og Anastasiades. Áhorfendur: 25.000. St. Etienne (Frakkl.) — Manchester United (Engl.) 1 — 1 (0—0). Mark St. Etienne: Christian Synaeghel Mark United: Gordon Hill. Áhorfendur: 33.678. FC Köln (V-Þýzkal.) — FC Porto (Portúgal) 2—2 (1—0). Mörk Köln: Löhr og Dieter Múller. Mörk Porto: Gabriel, Octavio. Áhorfendur: 22.000. Dundalk (írlandi) — Hadjuk Split. (Júgóslavíu) 1—0. Mörk Dundalk: Flanagan. Áhorfendur: 8.000. ENN FORFOLL í LANDSL1ÐINU ÞAÐ ER nú Ijóst, aö þrfr þeirra leikmanna. sem Tony Knapp valdi f 22 manna hópinn fyrir landsleikinn vió Noróur-f rland, geta ekki leikið meó landslið- inu þar. Þetta eru þeir Teitur Þórðarson, Diðrik Ólafssun og Gfsli Torfason. Þeir Gfsli og Diðrik hafa átt við meiðsli að strfða að undanförnu og f leik með liði sfnu f Svfþjóð um sfð- ustu helgi meiddist Teitur það illa að flytja varð hann á sjúkrahús. Hefur Tony Knapp nú valið þrjá leikmenn í stað þeirra Gfsla, Teits og Diðriks og eru það þeir Þorsteinn Bjarnason, IBK, markvörður, Einar Þórhallsson, UBK, og Rúnar Gfslason úr Fram. — Þar með er Ijóst að hvorki fleiri né færri en sex leikmenn sem voru f sigurliði Islands f landsieiknum við Norður-lra fyrr f sumar verða ekki með landsliðinu úti, sagði Tony Knapp f viðtali við Morgun- blaðið f gær, — þeir Asgeir Sigurvinsson, Hörður Hilmars- son, Gfsli Torfason, Ingi Björn Albertsson, Guðmundur Þor- björnsson og Teitur Þórðarson. Nokkrir þeirra leikmanna, sem valdir hafa verið f fslenzka landsliðið, eiga að auki erfiða leiki framundan þannig að maður hugsar til þess með skelfingu ef eitthvað kemur fyrir þá f þeim leikjum. Skagamenn eiga næsta leik VORU BETRI AÐILIIMIM í BERGEN EN TÖPUÐU 0-1 Jón Alfreðsson, fyrirliði Akurnesinga með Islandsbikarinn f höndun- um. Jón átti mjög góðan leik gegn Brann f gærkvöldi, svo og Jón Þorbjörnsson, markvörður sem stendur bak við Jón. Telja verður Skagamenn eiga góða möguleika á að komast áfram f keppninni. /---------------------------\ Frá Rune Timberlid, fréttamanni Mbl. á leik lA og Brann: Brann Stadion, Bergen. Brann — Akranes 1—0 (1—0) Bezti leikmaður vallarins: Jón Alfreðsson, Akranesi. Bezti leikmaður Brann: Rune Pedersen. Dómari: Ole Amundsen, Dan- mörku. — Lélegur. Gul spjöld: Hörður Jóhannes- son, Jón Alfreðsson. Lið lA: Jón Þorbjörnsson, Björn Lárusson, Guðjón Þórðarson, Hörður Jóhannes- son, Jóhannes Guðjónsson, Jón Gunnlaugsson, Jón Askelsson, Karl Þórðarson, Pétur Péturs- son, Kristinn Björnsson, Arni Sveinsson, Guðhjörn Tryggvason (varam.) — Ég er bæði ánægður og Óánægður með þennan leik. Eg er ánægður með knattspyrnuna f leiknum, en alls ekki sáttur við úrsiitin. Eg álít, að við hefðum í það minnsta átt jafntefli skilið, þegar litið er til þess hve mörg góð marktækifæri við fengum f leiknum, sagði George Kirby þjálfari Akurnesinga í viðtali við Morgunblaðið, eftir leikinn við Brann f Bergen í gærkvöldi. Leikur þessi var liður í Evrópu- bikarkeppni bikarhafa. — Ég býzt við því að við eigum mjög góða möguleika á að vinna seinni leikinn heima með tveggja marka mun, en það þurfum við að gera til þess að komast áfram í keppninni, sagði Kirby. Það verður að segjast eins og er, að í leiknum í gærkvöldi voru það Akurnesingar sem voru nær allan tímann betra liðið á vellinum, sér- staklega þó í seinni hálfleik. Akurnesingar stilltu liði sínu upp I 4-4-2 leikkerfi þegar í byrjun og þetta bauð upp á að Brann var meira með knöttinn og sótti heldur meira til að byrja með. En framlínumennirnir tveir í Akra- nesliðinu, Pétur Pétursson og Kristinn Björnsson, fengu margar góðar sendingar að vinna úr og þeir sköpuðu oftsinnis stórhættu við mark Brann, og settu vörnina hvað eftir annað út af laginu. Mesta hættan skapaðist jafnan er bakvörðurinn Arni Sveinsson óð fram vinstri kantinn. Þá tókst þeim þremenningunum nokkrum sinnum að galopna vörn Brann, og átti Arni Sveinsson stórkostleg marktækifæri og það meira að segja strax á 2. mínútu, er hann skallaði knöttinn í mark Brann- liðsins, en dómarinn taldi Akur- nesinga hafa verið rangstæða þegar þetta gerðist og var það hæpinn dómur í meira lagi. Bezta tækifæri Akurnesinga í leiknum kom á 29. mínútu fyrri hálfleiks, en þá léku Akur- nesingar vörn Brann sundur og saman með þá Pétur Pétursson og Kristinn Björnsson i fararbroddi. Komst Jón Alfreðsson síðan i dauðafæri, en skallaði rétt fram- hjá. Þá átti Arni Sveinsson gullið tækifæri á 15. mínútu, er hann komst einn innfyrir vörn Brann, en Jan Knudsen, markvörður varði skot hans með því að slæma fæti í knöttinn. Eina mark leiksins kom á 37. mínútu og var það landsliðsmaður Brann, Steinar Aase, sem það skoraði. Miðvallarleikmaðurinn Atle Hellesö sendi þá inn í eyðu á miðju vallarins og Steinar Aase tókst að stinga sér þar inn milli varnarmanna Akraness og skot hans átti Jón Þorbjörnsson ekki möguleika á að verja. Þegar þetta gerðist var Akranesvörnin illa á verði og taldi Aase rangstæðan, sem hann hefur sennilega ekki verið. Brann átti mjög fá marktæki- færi í fyrri hálfleik þótt liðið væri meira með knöttinn en Akur- nesingar. Spil Brannliðsins var alltof þvert og það var aðeins þegar Ingvald Huseklepp tókst að rífa sig lausan frá Arna Sveins- syni að nokkur hætta varð. Flestar sóknir norska liðsins enduðu með skotum af löngu færi, sem fóru yfir eða framhjá Akranesmarkinu, eða þá að Jón Þorbjörnsson, mjög góður mark- vörður Akraness, greip inn í leikinn á réttu andartaki. Seinni hálfleikur var leiðin- legri en sá fyrri og einkenndist af baráttu á vallarmiðjunni og röngum sendingum hjá báðum liðunum. Brann fékk mjög gott tækifæri til þess að auka forystu sina á 10. mínútu, en Jón Þorbjörnsson varði þá stórkostlega fast skot IngValds Huseklepps a£ stuttu færi. Akranes fékk síðar í leikn- um nokkrum sinnum mjög góð færi á að jafna, en leikmennirnir höfðu ekki heppnina með sér. Mjóu munaði þó er Arni Sveins- son átti hörkuskot rétt framhjá á 25. mínútu. Þegar litið er á leikinn í heild veróur ekki sagt að hann hafi verið góður frá knattspyrnu- legum sjónarhóli. Veður var heldur ekki gott, þar sem nokkurt hvassviðri var og völlorinn var — ÉG MYNDI íhug» það mjög gaumgæfilega ef mér yrði boð- in staða landsliðsþjálfara Is- lands, sagði George Kirby, þjálfari Akurnesinga, í samtali viðMbl. — Ég sagði það árið 1974 að mér hefði fundizt að ég hefði þá átt að koma til greina sem landsliðsþjálfari miðað við ár- angur minn í Englandi, sagði Kirhy. Eg get sagt það sama í dag. Enginn erlendu þjálfar- anna hefur náð jafn góðum ár- angri og ég með íslenzkt lið. Mér finnst því rökrétt að nafn mitt verði efst á listanum þegar farið verður að ráða iandsliðs- þjálfara og ég endurtek, að ég V einnig háll og gekk leikmönnum oft erfiðlega að fóta sig. Undir lokin breytti Akranes leikaðferð sinni og lék þá 4-2-4. Voru það þeir Karl Þórðarson og Arni Sveinsson sem færðu sig i fram- línuna. Hjá Akranesliðinu léku þeir Jón Alfreðsson og Hörður Jóhannesson mjög vel á miðjunni og i vörninni var Jón Gunnlaugs- son næstum einráður, a.m.k. ef háar sendingar komu inn í teig- inn. Brann náði ekki sinu bezta í þessum leik, en fyrirliði liðsins, Egil Austboe, sagði við Morgun- blaðió eftir leikinn, að orrustan væri ekki töpuð hjá Brann. — Til þess að slá Brann út þurfa Akur- nesingar að skora a.m.k. tvö mörk i leiknum á Akranesi, og við munum sjá til þess að það verði ekkert grín fyrir þá, sagði Aust- boe. George Kirby var ekki ánægður með dómara leiksins og er óhætt að vera sammála honum. Amund- sen var alltof mikill heimadómari og gula spjaldið sem hann sýndi Jóni Alfreðssyni var dómur sem enginn botnaði hið minnsta i. Hins vegar hefði einn leikmanna Brann, Björn Tronstad, átt að fá i það minnsta gult spjald fvrir Ijótt brot sitt á Jóhannesi <'■• nssyni myndi íhuga það mjög gauin- gæfilega ef mér yrði boðin stað- an. TEL MIG EFSTAN A LISTANUM - segir Gcorg Kiíliy m landsliðsþjálfarastöðuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.