Morgunblaðið - 15.09.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1977
39
Sex sinnum máttu Framarar grípa
örvæntandi um andlit sér i gær.
Hryflilegur hálflími
sögðu Framarar
ÞAÐ VAR að vonum afskap-
lega dauf stemmning I búnings-
herbergi Fram að loknum leik
við Start I gærkvöldi.
— Það leikur ekki á tveimur
tungum að Startliðið er miklu
betra lið en Framliðið, sagði
Asgeir Elíasson, fyrirliði Fram,
— en eigi að síður var þetta
herfileg útreið hjá okkur. Við
vorum alltof hra*ddir og ðttinn
magnaðist hjá okkur þegar við
fengum á okkur fyrsta markið.
Fyrstu 30 mínúturnar í þessum
leik var martröð.
— Við áttum einfaldlega af-
spyrnulélegan leik, sagði Kris-
inn Jörundsson. — Fyrsti hálf-
tfminn var hrikalegur, einn sá
versti sem ég hef upplifað f
V________________________________
knattspyrnu. Eg held að Start
sé ekki með sérstaklega gott
lið, og skýringin á þessum stór-
sigri þeirra var fyrst og fremst
hvað við vorum lélegir í leikn-
um. Ég get hins vegar vel
ímyndað mér að okkur takist að
vinna þá heima.
Sveinn Sveinsson, formaður
knattspyrnudeildar Fram, tók f
sama streng og Kristinn. — Við
eigum að geta unnið þá heima,
þar sem það er næstum útilok-
að að eiga aftur svona lélegan
leik. Að vísu verð ég að viður-
kenna að Start-liðið er miklu
betra en við áttum von á, og I
þvf liggur ef til vill að hluta
skýringin á því hvernig fór.
GSt.
FRAMLIÐIÐ VAR STRAX BROTIÐ A
BAK AFTUR OG FÉKK SLÆMAN SKELL í
LEIKNUM VIÐ START í NOREGI
Frá Guðmundi Stefánssyni,
fréttamanni f Kristiansand
FRAMLIÐIÐ mætti ofjarli sfnum
hér f Kristiansandvellinum í dag.
Startliðið batt strax f byrjun enda
á alla drauma Framara f Evrópu-
keppninni og eftir 27 mfnútna
leik var staðan orðin 4—0 fyrir
Norðmennina og eftir það aðcins
spurning hvort Start myndi bæta
við mörkum — hversu sigur
þeirra yrði stór. Og f seinni hálf-
leik skoraði Start tvívegis, þannig
að úrslit leiksins urðu 6—0 fyrir
Norðmcnnina, og þar með borin
von að Fram nái að vinna upp
þann markamun f leiknum í
Reykjavík.
Start hóf leikinn af miklum
krafti og þegar á 3. minútu varð
fyrsta markið staðreynd. Eftir
langt innkast myndaðist þvaga
fyrir framan Frammarkið og
Audunn Myhre náði að skalla að
markinu. Sigurbergur Sigsteins-
son var á marklinunni og gerði
hann góða tilraun til bjargar, en
mistókst.
Aðeins 6 mínútum síðar, eða á
9. mínútu, kom annað mark.
Framvörnin opnaðist þá illa, og
Helgi Skuset komst á auðan sjó.
Atti Árni Stefánsson ekki mögu-
leika á að verja skot hans af frem-
ur stuttu færi.
Staðan varð 3—0 á 25. minútu.
Startliðið sótti þá og mistókst
Framvörninni að hreinsa frá og
fékk Helge Haugen gott færi sem
hann notfærðí sér. Sami maður
bætti síðan fjórða markinu við
tveimur minútum sfðar eftir góða
fyrirgjöf frá Svein Mathiesen.
Fram átti mjög fá færi í fyrri
hálfleik, enda lék liðið þá á móti
snarpri golu. Skásta færið kom á
26. mínútu er Sumarliði komst að
markinu, en skot hans var laust
og norski markvörðurinn varði
auðveldlega. Á sömu mínútu átti
Kristinn Jörundsson góða fyrir-
gjöf, en markvörður Start greip
inn í á réttu andartaki.
Eftir að staðan var orðin 4 £ 0
virtist sem Framarar réttu nokk-
uð úr kútnum en eigi að síður var
Startliðið sterki aðilinn í leiknum
allan fyrri hálfleikinn.
I seinni hálfleik höfðu Framar-
ar goluna f bakið og mátti þá
búast við því að þeir sæktu sig.
Svo fór þó ekki því strax á fimmtu
minútu hálfleiksins lá knötturinn
i marki þeirra. Start átti þá gott
skot sem Árni varði en hann hélt
ekki knettinum og náði einn leik-
manna Start að skjóta aftur.
Sigurbergur var á linunni og átti
ekki annars úrkost en að verja
með höndum. Benti dómarinn
umsvifalaust á vitapunktinn og
skoraði Svein Mathisen örugglega
úr vítaspyrnunni. Aftur var
Mathisen svo á ferðinni fjórum
minútum síðar, er hann labbaði
hreinlega gegnum staða og ráð-
villta Framvörn og renndi loks
knettinum í netið þegar hann var
kominn i gott færi.
Nokkru siðar meiddist Árni
Stefánsson markvörður Framliðs-
ins og varð að yfirgefa völlinn.
Guðmundur Baldursson, sem kom
í hans stað, þurfti strax að taka á
honum stóra sinum, en Guðmund-
ur stóð fyrir sinu og tókst að
halda Frammarkinu hreinu.
Fá færi átti Fram i seinni hálf-
leik, en einna bezta færið fékk
Sumarliði Guðbjartsson er hann
komst inn i vítateig Startliðsins
og skaut þaðan góðu skoti sem
markvörðurinn varði vel.
Framararnir áttu mjög lélegan
leik að þessu sinni, sérstaklega þó
i byrjun þegar liðið var hreinlega
miður sín. Byrjun leiksins var
sem köld gusa fyrir leikmennina
og þeir náðu sér hreinlega aldrei
á strik eftir hana. Vörnin var
lengst af i algjörum molum og
Start réði lögum og lofum á miðj-
unni allan leikinn.
Start náði hins vegar góðum
leik og tókst að fylgja óskabyrjun
sinni eftir. Með sex mörk í sarpin-
um er liðið öruggt i aðra umferð
keppninnar, jafnvel þótt óliklegt
megi teljast annað en að Fram
sýni liðinu verðugri mótspyrnu
en í leiknum i kvöld. Beztu menn
Startliðsins i leiknum voru þeir
Stein Chunberg, Svein Mathisen
og Helge Skuset, en sá siðast-
nefndi hefur lítið getað leikið
með vegna meiðsla i sumar, og
varð raunar að yfirgefa völlinn i
seinni hálfleik.
Blóðugur bardagi í París
fylgiskríll Manchester United gekk berserksgang
— VIO ÁTTUM von á hinu versta,
en alls ekki svona slæmu, lét lög-
regluforingi sá I París, sem sjá átti
um að halda uppi röð og reglu i'
leik St. Etienne og Manchester
United í Evrópubikarkeppni bikar-
hafa, hafa eftir sér, en leikur þessi
fór fram I Paris i gærkvöldi. Má
segja að aðdáendur Manchester
United hafi sett Paris á annan
endann í gær, og um tima varð að
kalla út aukið lögreglulið til þess
að halda skrilnum i skefjum.
Ekki er vitað nákvæmlega
hversu margir fylgdu Manchester
United-liðinu yfir sundið. en strax
i gærdag fór að bera á þvi að
fylgjendur liðsins yllu vandræðum
i Paris. Varð að handtaka marga
eftir að þeir höfðu ráðizt á hótel
eitt i miðborg Parisar. brotið þar
rúður og hurðir, og ógnað starfs-
fólki hótelsins.
Þegar að leiknum sjálfum kom
hafði lögreglan varann á og leitaði
á mörgum Englendinganna. Voru
teknir hnifar og önnur morðtól af
mörgum.
í leiknum fór strax að bera á
miklum ólátum á áhorfendapöll-
unum og ætlaði allt um koll að
keyra þar er Gordon Hill skoraði
fyrir Manchester United á 78.
minútu og ekki siður er St.
Etienne tókst að jafna tveimur
minútum siðar. Gengu þá áhang-
endur Manchester United-liðsins
hreinlega berserksgang, og sló i
bardaga milli þeirra og frönsku
áhorfendanna. V: r notað allt sem
hendi var næst i þeim bardaga, en
sér i lagi þóttu flöskur og armar af
stólum heppileg vopn. Þegar lög-
reglan kom á vettvang drógu
frönsku áhorfendurnir sig að
mestu í hlé, en Manchester Uni-
ted fólkið sneri baráttu sinni að
lögreglumönnunum, eða börðust
innbyrðis. Siðast þegar til fréttist
voru 25 sjúkrabifreiðar önnum
kafnar við að flytja slasaða og
særða frá knattspyrnuvellinum á
sjúkrahús, og voru 10 taldir mjög
illa særðir. og tveimur þeirra
reyndar vart hugað lif.
Búast má við mjög hörðum að-
gerðum stjórnar UEFA vegna at-
burðar þessa og þykir ekki ólíklegt
að Manchester United verði dæmt
frá þátttöku í Evrópubikarkeppni
það sem eftir er.
UEFA - bikarkeppnin
MANCHESTER City (Englandi) — Widzew Lodz (Póllandi)
2— 2 (1—0). Mörk Manchester: Barnes, Channon. Mörk Lodz:
Boniek 2. Ahorfcndur 33.695.
Aston Villa (Englandi) — Fenerbahce (Tyrklandi 4—0) (2—0).
Mörk Aston Villa: Gray, Deehan 2, Littlc. Ahorfendur: 30.351.
Torino (U ilfu) — Apoel Nicosia (Kýpur) 3—0 (2—0). Mörk
Torino: Pulici 2, C. Sala. Ahorfendur: 30.000.
Fiorentina (Italfu) —Schalke 0—4 (V-Þýzkalandi) 0—0. Ahorf-
endur: 43.000.
Rapid VJn (Austurrlki) — Inter Bratislava (Tékkóslv.) 1—0
(0—0). Mark Rapid : Walter. Ahorfcndur: 9.500.
Servette Geneva (Sviss — Atletico Bilbao (Spáni) 1—0 (1—0).
Mark Servette: Barberis. Ahorfendur: 19.000.
Bayern Miinchen (V-Þýzkalandi) — IF Mjöndalen (Noregi)
8—0 (3—0). Mörk Bayern: Gerd Múllcr 3, Runtmenigge 2,
Ohlak. Ahorfendnr: 6.500.
Internazionale (ttalfu) — Dinamo Thilisi (Sovétr.) 0—1 (0—0).
Mark Dinamo: Kipiani. Ahorfendur: 45.000.
Bohcmians (Irlandi) — Newcastle Utd. (Englandi) 0—0. Ahorf-
endur: 20.000.
F’C Zúrich (Sviss) —CSKA Sofia (Búlgarfa) I—0. Mark Zúeich:
Risi. Ahorfendur: 8.500.
Dundee Utd. (Skotlandi) — KB Kaupmannahöfn (Danmörku)
1—0. Mark Dundee: Sturrock. Ahorfcndur: 8.500.
Landskrona (Svfþjóó — Ipswich Town (Englandi) 0—1 (0—1).
Mark Ipswich: Shymark. Ahorfendur: 8.000.
Gornik Zahrze (Póllandi) — Haka (Finnlandi) 5—3 (3—1).
Mörk Gornik: Gzil 3, Radccki, Wasilewski. mörk Haka:
Vimonen, Pivingen, Jazina (sjálfsmark). Ahorfendur: 20.000.
Frem (Danmörku) — Grasshoppers (Sviss) 0—2 (0—2). Mörk
Grasshoppers: Becker, Elseners. Ahorfendur: 2.000.
Standard Liege (Belgfu) — Slavia Prag (Tékkóslóvakfu) 1—0
(0—0). Mark Standard: Halal Nickel.
RWD Molenbeek (Belgfu) — Aberdeen (Skotlandi) 0—0.
Áhorfendur: 14.000.
Linz ASK (Austurríki) — Ujpest Dozsa (Ungverjalandi) 3—2
(1—2). Mörk Linz: Kögelberger 2, Vuckovic. Mörk Dozsa:
Toeroecsik2. Áhorfendur: 11.000.
AZ 67 (Hollandi) — Red Boys Differdange (Luxemhurg) 11 — 1
(4—0). Mörk AZ 67: Peters 4, Nygard 3, van Hanegem, Kirst 2.
Arntz. Mark: Red Boys: Christopeh. Ahorfendur: 22.000.
Asa Tirgu Mures (Rúmenfu) — AEK (Grikklandi) 1—0 (0—0)
MarkTirgu: Fanici. Ahorfcndur: 20.000.
Odra Opolc (Póllandi) — FC Magdeburg (A-Þýzkalandi) 1—2
(1—0) Mark Odra: Decker (sjálfsmark). Mörk Magdeburg:
Sparwasser tvö. Ahorfendur: 20.000.
Carl Zeiss Jena (A-Þýzkal.) — Altay Izmir (Tyrklandi) 5—1
(1—1). Mörk Jena: Trocha, Vogel 2, Töpfer 2, Mark Izmir:
Mustava.
Marek Stanke Dimitrov (Búlgarfu) — Ferencvaros (Ungverjal.)
3— 0. Mörk Dimitrov: Parov og Petrov 2. Ahorfendur: 10.000.
Dinamo Kiev (Sovétrfkjunum) — Eintraeht Braunswick (V-
Þýzkal.) 1—1 Mark Kiev: Vercmeyev Mark: Braunswick:
Glenavon (N-lrlandi) — PSV Eindhoven (Hollandi) 2—6
(2—2). Mörk Glenavon: Malone, McDonald. Mörk Eindhoven:
van der Kuylen 2, Kirjeh, Deijkers, Dcacy. Ahorfendur: 5.000.
Olympiakos Piraeus (Grikklandi) — Dinamo Zagreb (Júgóslv.)
3—1. Mörk Olympiakos: Karavitis, Lossanda. Galackos. Mark
Dinamo: Zcdec. Ahorfendur: 30.000.
Barcelona (Spáni) — Steua (Rúmenfu) 5—1 (3—0). Mörk
B:rcelona: Heredia 2, Cruyff, Clares, Zuviria. Mörk Steua:
Nastase. Ahorfendur: 75.000.
Lenz (Frakklandi) — Malmö (Svfþjóð) 4—1 (2—1). Mörk Lenz:
Francoise, Djebaili, Elie. Mark Malmö: Sjöberg. Ahorfendur:
23.567.
Bastia (Frakklandi) — Sporting Lissabon (Portúgal) 3—2
(0—1). Mörk Bastia: Felix 3. Mörk Sporting : Jordao, Fraquita.
JA, SEGJUM ÞÁ BARA MARK
JA — segjum þá bara mark. Þetta
voru orð linuvarðarins við Óla
Fossberg dómara i leik Þróttar,
Nesk. gegn Reyni, Sandgerði, en
þeir komu sér saman um að láta
Þrótt vinna leikinn. Aðdragandi
þessa atviks var sá að um þremur
minútum fyrir leikslok hafði
Þrótturum tekizt að jafna með
marki sem að visu var ,,tvi“ ólög-
legt (fyrst brot á markverði og
síðan rangstaða). Reynismenn
hugðust taka miðju og gekk Pétur
Sveinsson með knöttinn að miðju-
punkti. Er hann hugðist stilla
knettinum upp, skall á ein af
mörgum vindkviðum með tilheyr-
andi moldroki og malarfjúki,
vindhraðinn fór i ein 10—11 vind-
stig svo ómögulegt reyndist að
hemja knöttinn. Pétur snéri sér
þá undan veðrinu og beygði sig
niður og sleppti knettinum. Skipti
þá engum togum að vindurinn tók
knöttinn og bar hann beint i mark
Reynismanna, framhjá markverð-
inum, sem hafði orðið að snúa sér
undan eins og allir aðrir á vellin-
um.
Er kviöuna lægði og er dómar-
inn leit upp sá hann knöttinn í
marki Reynis og hafði hann ekki
hugmynd um hvað gerzt hafði, þvi
ekki hafði hann hugsun á að
stöðva leikinn er aðstæður voru
orðnar þannig að ómögulegt var
fyrir hann að fylgjast með þvi
sem gerðist. Dómarinn hljóp
þessu næst til linuvarðar um-
kringdur Þrótturum, sem m.a.
viðhöfðu slíkt orðbragð að þjálf-
ari þeirra, Magnús Jónatansson,
fékk gula spjaldið (þótt alvöru
dómarar hefðu nú kannski haft
það rautt). Linuvörðurinn sagðist
hafa litið undan og ekkert séð, en
er dómarinn krafðist úrskurðar,
sagði línuvörðurinn: Ja, segjum
þá bara mark;, og þar með var
þetta furðulega mark orðið stað-
reynd og sigurinn orðinn Þrótt-
ara. Mark þetta var þrí- ólöglegt
— knötturinn fór aldrei yfir mið-
linu, honurn var aldrey spyrnt i
leik og enginn annar leikmaður
en sá sem á honum hélt snerti
hann.
Reynismönnum þykir að vonum
súrt í broti að tapa leik á þennan
hátt. Þeir höfðu verið sendir
nauðugir i leikinn af mótanefnd
KSÍ að kröfu Þróttar og tók ferða-
lagið samfellt frá þvi kl. 13 til kl.
3 um nóttina án þess að timi gæf-
ist einu sinni til að fá sér matar-
bita. Og kostnaðurinn var eitt-
hvað á fjórða hundrað þúsund.
Leikurinn hófst tæpum hálftíma
of seint vegna þess að Reynis-
menn komust ekki á staðinn fyrr
en rúmlega 6, eftir 5 klukku-
stunda samfellda setu i rútum og
flugvél.
Þess má geta, að báðir linuverð-
irnir munu vera búsettir á Nes-
kaupstað og Reynismenn voru
sammála um að dómgæzlan hefði
Franihald á bls. 22.