Morgunblaðið - 15.09.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1977 Hampiðjan selur 30 tonn af netum tilKanada FJÖGUR íslenzk fyrirtæki tóku þátt I fiskveiðitækjasýningunni World Fishing Exhibition I Hali- fax I Kanada fyrir skömmu og sá Útflutningsmiðstöó iðnaðarins um skipulagningu vegna sýning- arinnar. fslenzka framleiðslan vakti mikla athygli á sýningunni og má nefna að Hampiðjan er nú að senda 30 tonn af netaefni vest- ur um haf. Þá var pantað mikið af trollhlerum frá Jósafat Hinriks- syni og Elliði Noarðdahl Guðjóns- son gekk frá samningum á tölu- verðu magni af handfæravindum, neta- og Ifnuspilum. „Þessi sýning i Halifax hjálpaði BYRJAÐ er að lagfæra hið nýja hús Rannsóknarlögreglu rfkisins við Auðbrekku í Kópavogi og vinna að innréttingum fyrir hina nýju stofnun. Að sögn Eiríks Tómassonar, að- stoðarmanns dómsmálaráðherra, okkur mjög mikið við að komast inn á kanadiska markaðinn og okkur virðist að net frá Hampiðj- unni eigi mikla möguleika á þess- um markaði, sem er mun stærri en allur islenzki markaðurinn og fer nú sistækkandi eftir að Kan- adamenn færðu fiskveiðilögsögu sína út í 200 sjómilur," sagði Magnús Gústafsson forstjóri Hampiðjunnar þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í gær. Magnús sagði, að Hampiðjan hefði selt útgerðarfyrirtækinu Fisheries products, sem á yfir 40 togara, þar af 34 skuttogara, þrjá- tiu tonn af netaefni og ætti það að byrjaði verkið seinna en áformað var þannig að húsið verður seinna tilbúið en vonir stóðu til. Atti það að verða tilbúið um áramótin en líklega verður ekki hægt að taka það í notkun fyrr en um mánaða- mótin janúar-febrúar 1978. afhendast fyrir áramót. „Við bindum miklar vonir við viðskipt- in við þetta stóra útgerðarfyrir- tæki, en þess má geta að hver togari fer með 5—6 tonn af netum að meðaltali á ári,“ sagði Magnús. Þá sagði hann :ð einn starfs- manna Hampiðjunnar, Guðmund- ur Gunnarsson, færi til Kanada og myndi hann hafa eftirlit með sam- setningu netanna og skurði þeirra, því þær ætluðu sér að fylgja Kanadamarkaðinum fast eftir. Að sögn Magnúsar er gert ráð fyrir að Hampiðjan framleiði um 1100 tonn af veiðarfærum og skyldum vörum á yfirstandandi ári. Mest af veiðarfærunum fara á íslenzka markaðinn, en á undan- förnum árum hefur Hampiðjan náð sifellt betri fótfestu á erlend- um mörkuðum. 1 fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu barst I gær frá Utflutningsmiðstöð iðnaðarins segir, að auk áðurgreindra fyrir- tækja hafi Sjóklæðagerðin h.f. og Hilda h.f. sýnt sameiginlega á sýningunni I Halifax alls konar sjóklæði. Markmið þessara fyrir- tækja hafi einungis verið að kynna vörurnar, og athuga hvort þær hentuðu kanadíska markað- inum, hvort þær væru sam- keppnisfærar og athuga með hugsanlega dreifiaðila. Sýningarsvæði íslenzku fyrír- tækjanna var um 80 fermetrar og var Utflutningsmiðstöðin einnig með sýningarbás, þar sem gefnar voru upplýsingar um Islenzka út- flytjendur svo og almennar upp- lýsingar um Island, en sýninguna Framhald á bls. 22. Heimiluð veiði á 5500 lestum af rækjum í vetur Rannsóknarlögregla ríkisins: Nýja húsið seinna til- búið en áformað var viss að þetta á eftir að verða skáklifinu hérna mikil lyfti- stöng. Hinir ötulu forystumenn skákmála hér á landi hafa stöð- ugt verið að færa út „skákkvi- arnar" á undanförnum árum en löngu er ljóst orðið að núver- andi húsnæði hefur staðið efl- ingu skákhreyfingarinnar fyrir þrifum. Með þessum kaupum er bætt úr brýnni nauðsyn og mér sýnist í fljótu bragði að þetta húsnæði henti vel þegar litið er til framtíðarþarfa skák- sambandsins. Ég lýsi þvi yfir ánægju minni með þetta fram- tak. Á hitt vil ég benda svona í leiðinni, vegna þess að mér hef- ur virzt það geta gefið tilefni til misskilnings, að varla er heppi- legt né timabært að blanda höfuðstöðvum FIDE mikið inn i þetta mál enda engan veginn „Anægður með kaupin en tel ekki tímabært að blanda Fide í málin” —segir FriðrikÓlafsson um fyrir- huguð húsakaup Skáksambandsins MORGUNBLAÐIÐ hafði i gær samband við Friðrik Ölafsson stórmeistara vegna fyrirhug- aðra húsakaupa Skáksambands Isiands og innti eftir áliti hans, en samkvæmt blaðafréttum kemur til greina að höfuðstöðv- ar FIDE verði þarna til húsa, ef Friðrik nær kjöri. — Ég hlýt að sjálfsögðu að fagna þeirri ákvörðun stjórnar Skáksambands Islands að ráð- ast i kaup á þessu húsnæði að Laugavegi 71. Ég er þess full- útséð um það hverjar lyktir framboðs míns kunna að verða. Ef málin skipast á þann veg að framboð mitt næði fram að ganga kæmi auðvitað til álita að hýsa höfuðstöðvarnar í húsi Skáksambandsins en sú ákvörð- un hlýtur fyrst og fremst að ráðast af mati á öllum aðstæð- um þegar þar að kemur. Þá getur að sjálfsögðu þurft að taka tillit til fjölmargra atriða, sem ekki eru ljós þessa stund- ina. RÆKJÚVEIDAR hefjast upp úr næstu mánaðamótum I Arnar- firði, Húnaflóa og Öxarfirði og nokkru stðar I Isafjarðardjúpi. Heimiluð hefur verið veiði á 5550 lestum af rækju á þessari vertfð á fjórum veiðisvæðum. Jón B. Jónasson deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu sagði I samtali við Morgunblaðið í gær, að leyft yrði að veiða 600 lestir í Arnarfirði og þar hefðu 9 bátar sótt um heimild til veiða. Veiðar þar byrja 8. oktöber. I Isafjarðardjúpi verður leyft að veiða 2300 lestir, en þar hafa 45 bátar sótt um leyfi til veiða og hefja veiðar þann 21. október. 1 Húnaflóa byrja rækjuveiðar þann 10. október og þar hafa 27 bátar sótt um leyfi til að veiða 2000 lestir. I Öxarfirði hefur verið heimilað að veiða 650 lestir og hafa 12 bátar sótt um leyfi til veiða þar. 1 Öxarfirði byrja rækjuveiðar 1. október. Borgarritari um fjármál Reykjavíkur: „Vanskil opinberra gjalda meginvandinn” Ákveðið að stofna samstarfsnefnd til vemdar Kísiliðjunni STJÖRN Kfsiliðjunnar hf. hefur ritað iðnaðarráðuneytinu bréf með ósk um að stofnuð verði samstarfsnefnd til að leita úr- ræða til að vernda verksmiðjuna gegn náttúruhamförum. Magnús Jónsson stjórnar- formaður Kísiliðjunnar tjáði Mbl. að iðnaðarráðuneytið hefði tekið vel í málið og væri það í af- greiðslu. Að sögn Magnúsar er hugmyndin að allir þeir aðilar, sem þarna eigi hlut að máli, eigi sæti í nefndinni, t.d. fulltrúar frá Kisiliðjunni, iðnaðar- og fjármála- ráðuneyti, almannavörnum og sveitarstjórn Mývatnssveitar. „Þarna eru mikil verðmæti í húfi og brýnt að finna leiðir til að koma í veg fyrir mikið tjón ef frekari náttúruhamfarir verða," sagði Magnús Jónsson. „MEGINVANDI Reykjavíkur í fjárhagsmálum er vegna slælegra skila hluta borgarbúa á greiðslu opinberra gjalda“, sagði Gunn- laugur Pétursson borgarritari í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. „Okkar reynsla er sú að aðeins um 74—75% borgarbúa hafa gert skil á opinberum gjöldum í árs- Iok,“ sagði Gunnlaugur, „en hins vegar er það algengt að bæjar- félög úti á landi innheimti um og yfir 90% af sínum gjöldum fyrir hver áramót. Þó skil borgarbúa á opinberum gjöldum væru aðeins 10% betri þá riði það baggamun- inn og þá myndi borgin líklega ekki vera i skuld við Landsbank- ann eins og raun ber vitni. Það er illt að þurfa að segja það að svo stór hluti borgarbúa sé í hópi skuldseigustu vanskilamanna flokkurinn: Undirbúningur próf- kjörs hafinn í Reykjavík vegna alþingiskosninga Á VEGUM fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavfk er nú hafinn undirhúningur að próf- kjöri til framboðs alþingiskosn- inga á næsta ári. Sérstök kjör- nefnd, sem skipuð er 15 mönnum, 7 tilnefndum af stjórnum Sjálf- stæðisfélaganna og 8 kjörnum skriflegri kosningu meðal full- trúaráðsmeðlima, skal starfa inn- an Fulltrúaráðsins. Hefur með- limum fulltrúaráðs Sjálfstæðisfé- laganna því verið sent bréf þar sem óskað er eftir framhoðum til kjörnefndar og þurfa fimm full- trúar hið fæsta og ekki fleiri en tíu að styðja hvert framboð og frambjóðandi skal skriflega hafa gefið kost á sér. Frestur til að skila framboðum hefur verið ákveðinn 19. septem- ber og skal þeim skilað til skrif- stofu fulltrúaráðsins, en ekki senda í pósti. Berist fleiri fram- boð en kjósa á og komi því til kosningar kjörnefndar er gert ráð fyrir að sú kosning fari fram í lok september. Þá er einnig stefnt að því að efna til almenns fulltrúa- ráðsfundar í lok mánaðarins þar sem ræða skal prófkjör vegna al- þingis- og borgarstjórnarkosn- inga. landsins varðandi greiðslu opin- berra gjalda, en hvert prósentu- stig hjá okkur í innheimtu munar miklu því hvert prósentustig i út- svari þýðir 55 millj. kr. og hvert prósentustig í aðstöðugjaldi þýðir 18 millj. kr. 10% betri innheimta þýddi því tæplega 1000 millj. kr. í kassann hjá borgarsjóði. Það er ástæða fyrir Reykvíkinga að íhuga þetta, því það er ekki siður ástæða fyrir þá en aðra þegna bæjarfélaga að standa vörð um sitt bæjarfélag og standa i skilum til þess að reksturinn geti gengið eðlilega og snurðulaust fyrir sig“. 30-40 manns bíða jafn- an vistar á afvötmmar- deild Kleppsspítala — SKÖRTÚR á afvötnunardeild fyrir alkóhólista hér á landi er gífurlegur og má I því sambandi nefna að mjög oft bíða milli 30—40 manns eftir því að komast inn á afvötnunardeiid Kleppsspft- alans, sagði Hilmar Helgason, for- svarsmaður undirbúningsnefnd- ar að stofnun Samtaka áhugafólks um áfengisvarnir, á blaðamanna- fundi í gær. — Að okkar mati, sem að þessu stöndum, er þetta merkilegasta mál aldarinnar ef vel tekst til, því áfengisvandamálið er hreint þjóð- arböl hér á landi. Hér finnst varla nokkur einasta fjölskylda sem á einhvern hátt er ekki tengd alkó- hóli. — Annars viljum við að okkar starf verði alveg öfgalaust, því Framhald á bls. 22. Undirbúningsnefnd að stofnun Samtaka áhugafólks um áfengisvarnir, frá vinstri. Edwald Berndsen, Eggert Þorsteinsson, Ililmar Helgason, Eyjólfur Jónsson og Valur Júlfusson. En á myndina vantar sjötta mann nefndarinnar en það er Pétur Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.