Morgunblaðið - 15.09.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.09.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1977 17 Ólafur Sigurgelrsson lögfræðingur: Er neyzla íslenzkra íþróttamanna á hormónalyfjum staðreynd? í fimmtudagsblaði Morg- unblaðsins birti yfirlæknir Röntgendeildar Borgarspítal- ans umsögn um likams- ástand íþróttamanns, er rannsakaður hafði verið vegna meiðsla, er hann hafði hlotið fáeinum dögum áður. Við myndatöku þar kom í Ijós mjög óvenjuleg beinagerð, er yfirlæknirinn segir stafa af truflun í miðstýringu bein- myndunan. Orsaka þessarar truflunar var ekki langt að leita, þvi „í Ijós kom, að þessi ungi maður, og reyndar eftir því sem mér hefur verið sagt, að margir þeir, sem stunda þessa íþrótt af einhverju kappi, muni hafa fengið lyf sem eigi að örva vöðvaupp- byggingu, svokallaða anabol steroida" Hvernig kom það í Ijós Ás- mundur? Játaði iþróttamað- urinn notkun efnanna eða var framkvæmd ítarleg rann- sókn á orsök þessara trufl- ana. Mér vitanlega hefur enginn islenzkur iþróttamað- ur játað notkun hormóna- lyfja, svo ítarleg rannsókn hlýtur að hafa leitt þetta í Ijós á þeim fáeinu dögum sem liðu frá því sjúklingur er myndaður á Röntgendeild þar til yfrilæknir hennar lét birta myndskreytta grein eftir sig, þar sem henn segir notk- un hormónalyfja hérlendis staðreynd. Ég vil leyfa mér að full- yrða, að slikt hefur ekki verið gert, þar sem slík rannsókn er mjög flókin og var ekki möguleg fyrr en fyrir 1—2 árum síðan. Auk þess er rannsókn sem þess ekki framkvæmanleg hér á landi, heldur verður að senda sýni til annarra landa eins og mun raunar gert i mörgum tilvik- um, er efnagreiningar er þörf. Var ekki heiðarlegra fyrir þig Ásmundur sem læknir að hafa samband við viðkom- andi íþróttamann og tjá hon- um að hann væri sjúkur og- þyrfti læknismeðhöndlun til að leita orsaka meinsins, sem mér skilst á lærðum mönnum að geti verið margar. Jafnvel ekki alvarlegri en langvar- andi erting i lið vegna blóðs frá sködduðum vöðvavef. í 2. mgr. 7. gr. 1 . nr. 80/1969 segir, að lækni beri að vanda umsagnir sínar sem best og segja það eitt, sem hann veit sönnur á. í 7 mgr. 18. gr. sömu laga eru ákvæði um að svipta megi lækna læknaleyfi, ef þeir gefa frá sér læknisumsagnir að órannsökuðu máli. Vegna þessara ákvæða og annarra vil ég Ásmundar vegna vona, að rétt vinnubrögð hafi verið viðhöfð í þessu máii. Mun íþróttaforustan í landinu vafalaust kanna það atriði. þar sem ætlun hennar er að fjalla frekar um þetta mál. Það er sjálfsagt þarfur hlut- ur, að læknir birti varnaðar- orð til þeirra, sem neyta lyfja, hvort heldur eru leikmenn eða iþróttamenn EN að beina slíkum varnaðarorðum einungis til þeirra, er krafta- íþróttir stunda og telja þjóð- félagslega nauðsyn bera til að banna er alls ekki rökrétt, heldur byggt á fordómum og vanþekkingu. Kraftaíþróttir eru meðal elstu og virtustu íþrótta- greina sem stundaðar eru. Rætur þeirra liggja allt til íþróttaiðkana forn-Grikkja. enda verið olimpiuiþróttir frá fyrstu tíð Það er því komin löng reynsla á jákvæð áhrif þeirra á líkamlegt heilbrigði. Má því ætla að margir hinna háöldruðu manna, er þessar íþróttir æfðu ungir rækju upp stór augu, ef þeir fréttu af kenningum Ásmundar Brekkan um hættu á slitgigt og þeim furðulega process, að köfnunarefnissambönd vöðva breittust í Kolefnis- sambönd fitu. Um 1 960 er talið að notk- un íþróttamanna i androgen efnum hafi byrjað. Siðan þá hefur árangur i íþróttum tek- ið stökk fram á við Á þetta við allar íþróttagreinar ekki bara kraftaíþróttir, enda verka lyf þessi almennt á likamlegt atgerfi manna og eru ætluð til notkunar jafnt gegn hrörnunarsjúkdómum sem náttúruleysi. Á síðasta ári var skorin upp herör gegn lyfjum þessum á erlendum vettvangi og eru forustumenn allra greina iþrótta i heiminum sammála um tilveru þessa vandamáls og baráttuaðferðir gegn þvi. Mun þó eflaust einhver tími líða þar til sigur vinnst. Ljósm. Friðþjófur. Frá vinstri: Kári Sigurbergsson, Helgi Valdimarsson, Arni Björnsson, Eric Allander, Alfred Arnason, W. Watson Buchanan og Jón Þorsteinsson. Frá námskeiði um gigtsjúkdóma: Gigtarsjúkdómar algengasti en van- ræktasti sjúk- dómaflokkurinn ÍTSALAJI í FULLU FJÖRI Um þessar mundir stendur yfir námskeió um gigtsjúkdóma og er það námskeiðs- og fræðslunefnd læknafélaganna og Gitsjúkdóma- félag íslands er standa að því. Hófst það á mánudaginn var og lýkur á morgun, fimmtudag. Um það bil 100 læknar víðs vegar að af landinu sitja námskeiðið og sagði Arni Björnsson, formaður námskeiða- og fræðslunefndar- innar, að þetta væri fjölmennasta námskeið er félögin hefðu staðið að. Helztu atriði, sem rædd eru á námskeiðinu, eru um orsakir og einkenni gigtar, um útbreiðslu- þætti gigtarsjúkdóma, um með- ferð á liðagigt og þvagsýrugigt, um slitgigt og um endurhæfingu gigtarsjúklinga. Þá eru tvö mál- þing, annaö um rannsóknir og hitt um vöðvagigt. Tveir erlendir fyr- irlesarar eru á þinginu auk fjöl- margra innlendra, en þeir eru W. Watson Buchanan frá Glasgow og Eric Allander fr Sviþjóð. Prófessor W. Watson Buchanan er prófessor i lyflækningum við háskólann i Glasgow og hefur hann m.a. skrifað kennslubækur um gigtarsjúkdóma og fjölmargar visindagreinar um þau efni. Hann er og eftirsóttur sem fyrirlesari og á námskeiðinu fjallaði hann m.a. um áhrif og útbreiðslu gigt- sjúkdóma og meðferð á liðagigt. Sagði hann að gigtarsjúkdómar væru óðum að verða sá sjúkdóma- flokkur, sem algengastur væri í Vestur-Evrópu og dýrastur í með- förum, en einnig vanræktastur. Væri það vegna þess að þessir sjúkdómar þættu ekki fréttnæm- ir, þetta væri hljóðlát plága er ylli ómældri raun og þjáningu og efnahagslegu tjóni. Nokkurrar breytingar væri að vænta nú á alþjóðlegu gigtarári, athygli ríkis- stjórna og almennings beindist að þessu vandamáli, sem gigtarsjúk- dómar væru orðnir. Þá sagði prófessor Buchanan að langmestur hluti þess fjármagns er væri varið til rannsókna á gigt- Framhald á bls. 31 40-80% AFSLÁTTUR Á ÖLLUM VÖRUM VERZLUNARINNAR. ATH. NÝJUM VÖRUM BÆTT Á ÚTSÖLUNA í DAG.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.