Morgunblaðið - 15.09.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.09.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1977 . 23 Tæplega 400 nemendur í Vélskóla íslands VÉLSKÓLI íslands var settur nýlega og sitja tæp- lega 400 nemendur skólann í vetur, en milli 20 og 30 nemendum varð að vísa frá vegna húsnæðisskorts og tækjaleysis, en nokkrir eru á biðlista. Kom þetta fram í ræðu skólastjóra, Andrés- ar Guðjónssonar, við setn- inguna. Fyrsta og annað stig vélskóla- náms eru starfrækt á Akureyri og á tsafirði og þar verður einnig 3. stig, en það er i fyrsta sinn sem það er starfrækt utan Reykjavík- ur. 1. stig er starfrækt í Fjöl- brautaskólanum í Keflavík og svo verður einnig í Fjölbrautaskólan- um á Akranesi og er það i fyrsta sinn. Nýjar eðlis- og efnafræðistofur verða teknar í notkun i haust, en i þeim var Tækniskólinn áður til húsa og sagði Andrés Guðjónsson að reynt yrði að afla fleiri tækja eftir þvi sem fjármunir leyfðu. Greindi hann einnig frá þvi að umboðsmenn Caterpillar- og Cummingsvéla hygðust færa skól- anum að gjöf vélar og þakkaði skólastjóri fyrir þær. Bjarni Jónsson. Bjarni Jónsson sýnir á ísafirði 1 DAG kl. 20 opnar Bjarni Jóns- son, listmálari, sýningu á verkum sfnum í Menntaskólanum á Isa- LETURGRÖFTUR er ein af þeim iðngreinum sem fáir stunda. Líklega eru ekki nema 2—3 menn f Reykjavfk sem leggja stundá leturgröft eingöngu. Nýlega kom heim frá námi við Sir John Cass Sehool of Art ungur Islendingur, Ilelgi Snorrason úr Kópavogi. Skóli þessi hefur sérdeild fyrir leturgröft og kennir listina að handgrafa á dýra málma með margskonar letri. Helgi hefur nú tekið til starfa og opnað vinnustofu á annarri hæð f Austurstræti 6. Þar var hann að gera vinnuteikningu og grafa á eirskjöld þegar Ijósmyndari Mbl. smellti þessari mynd af honum. r Ur Rauðasandshreppi: Heyskapur góður — og vel verkuð hey Látrum, 1 0 sept Veðrið: Veðrið í ágúst var mjög gott til heyskapar, eða til hvers sem var, og mun langt síðan við hér á vestur- horni landsms höfum fengið jafn skemmtilegan ágústmánuð hvað veðráttu snertir. hitinn komst hér mest i 22 gráður og sjávarhiti þá i rúmar 1 1 gráður, svo þá var fint hérna á sandströndinni, enda fór enginn héðan til Spánarstranda það ég veit September byrjar vel en kaldari, brá til norðlægari áttar með höfuðdeginum, og líkur til að hún verði rikjandi næstu mánuði. þvi suðlægar áttir eru búnar að vera svo langvarandi undanfarin ár Heyskapur: Heyskap er hér lokið hjá flestum, lauk um mánaðamótin, þó er einn og einn að ennþá, þvi mikið gras er víða óslegið, en heyskapartið mjög góð Segja má að heyskapur hafi verið góður og vel verkuð hey, en það spratt heldur seint þar sem sauðfé var mikið beitt á tún eða slægjuland Gras i úthaga hefir verið óvenju mikið, en það sem sérstak- lega vekur eftirtekt er hvað grasið er hvanngrænt, svo likur benda til að lömb verði væn. Ferðafólk: Fólk hefir verið mikið á ferðinni á Látrabjarg á þessu sumri, innlent og útlent, enda góð skilyrði til þess, vegurinn úr Örlygshöfn og allt út á Látrabjarg er góður, var lagfærður i vor, meðal annars sett i hann mörg ræsi sem átti nú að setja 1955, en hefur dregist í þessi 22 ár Nú eru þau komin og er ég mjög þakklátur fyrir það Byggingar: Nokkuð er unnið að byggingar- framkvæmdum hér i sveitinni og er það einkum Byggingarfélagið Höfn h.f. sem annast það, meistari er Gunnar Össurarson Refir: Eitt lamb fannst hér á dögunum bitið eftir ref, snoppan brudd miðja vegu uppundir augu, en þó var lambið lifandi og rólfært, en var aflifað strax og það fannst Það er mjög sjaldan sem refir bíta fé hér á Látrum, hér hafa þeir gnægð fugla með sjónum og við bjargið Talið er ^að þessi refur sé eitt af þessum „hlaupadýrum" sem æða um stór svæði, og bita þegar þá langar i blóð Leitað var grenja hér i sumar og greni unnin, sem er mikil vörn en alltaf getur einn og einn refur tekið sig til og farið að bita og valdið miklu tjóni, auk þess að kvelja fórn- ardýrið á hryllilegan hátt Réttir eru á næsta leyti eða þann 19. og slátrun upp úr því eða haustannir þá komnar í fullan gang, bagalegt víða, að skólarnir skulu vera búnir að kalla burt alla sumardvalarkrakkana áður en þessi merki og hefðbundni þáttur sveitalífsins hefst Látrum, 10/9 — 77 Þórður Jónsson. firði. Lýkur sýningunni á sunnu- dagskvöld, en á morgun verður hún opin kl. 20—22 og á laugar- dag og sunnudag kl. 14—22. Bjarni Jónsson stundaði m.a. nám í skóla Frístundamálara og átti þá mynd á sýningu sem hann gerði 10 ára gamall. Siðar stund- aði hann nám i Handíðaskólanum hjá Valtý Péturssyni, Hjörleifi Sigurðssyni og Asmundi Sveins- syni. Fyrsta sjálfstæða sýning Bjarna var í Sýningarsalnum i Reykjavik 1957 og eru þær orðnar 7 auk allmargra samsýninga og sýninga úti um land. Þá hefur hann myndskreytt námsbækur og kennsluspjöld fyrir Rikisútgáfu námsbóka, teiknað fyrir önnur út- gáfufyrirtæki svo og fengizt við gerð leikmynda. Sýningunni iýkur sem fyrr seg- ir á sunnudagskvöld í Mennta- skólanum á ísafirði, en alls eru það 70 verk, sem listamaðurinn sýnir. Stjórnmálaskóli S j álfstæðisflokks- ins 17. - 22. október EINS og kunnugt er hefur Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins verið haldinn fjögur undanfarin ár. Er það samdóma álit allra, er til þekkja, að skólahaldið hafi tekizt vel og orðið þátttakendum til mikils gagns og ánægju. Skólanefnd Stjórnmálaskólans hefur nú ákveðið að Stjórnmálaskól- inn verði haldinn frá 17.—22. október n.k. Megintilgangur skólans er að veita þátttakendum grundvallarþekk- ingu á sem flestum sviðum þjóðlífsins svo og að gera þeim kleift að tjá sig áheyrilega og skipulega og ná valdi á góðum vinnubrögðum í félagsstarfi og stjórnmálabaráttu. Meginþættir námsskrá verða sem hér segir: 1. Þjálfun i ræðumennsku, fundarsköp o.fl. 2. Almenn félagsstörf og notkun hjálpartækja. 3. Þáttur fjölmiðla i stjórnmálabaráttunni. 4. Söfnun, flokkun og varðveizla heimilda. 5. Hvernig á að skrifa greinar. 6. Um útgáfu blaða. 7. Helztu atriði íslenzkrar stjórnskipunar. 8. íslenzk stjórnmálasaga. 9. Um sjálfstæðisstefnuna. 10. Skipulag og starfshættir Sjálfstæðisflokksins. 11. Stjórnmálabaráttan og stefnumörkun. 12. Kjördæmaskipulag og kosningareglur. 13. Marxismi og menning. 14. Utanríkismál. 15. Sveitarstjórnarmál. 16. Framkvæmd byggðastefnu. 17. Verkalýðsmál. 18. Efnahagsmál. 19. Kynnisferðir o.þ.h. Skólinn verður heilsdagsskóli meðan hann stendur yfir frá kl. 09:00—18:00, með matar- og kaffihléum. Skólahaldið er opið öllu sjálfstæðisfólki og er það von skólanefndar- innar, að þeir sem áhuga hafa á þátttöku láti skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins vita sem ailra fyrst i sima 82900, eða sendi skriflega tilkynn- ingu um þátttöku til skólanefndarinnar, Valhöll Háaleitisbraut 1, Reykjavik. Þátttöku verður að takmarka við 30 manns. \ 1 Dregin hafa verið út s 15 númer úr 8 „LUKKUMIÐUNUM 1 okkar sem afhentir voru S á sýningunni HEIMILIÐ’77 LUKHUMTÐ1 Vörur fyrir alla Verð fyrir atla. Þeir ..lukkulegu" sem hafa eftirtalin númer eru beðnir að koma í verslunina og vitja um vinninga sina. Númerin eru: 10032 — 11658 — 12859 — 13621 — 14219 — 15608 — 16858 — 17815 — 18719 — 19502 — 20263 — 21130 — 22024 — 23163 — 24302 Munið okkar mikla og faJlega gjafavöruúrval. niiiif- KKISTILL \ Laugaveg 15 sími 14320

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.