Morgunblaðið - 15.09.1977, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1977
„Fiskverð til sjómanna i Færeyj-
um er hagstæðara en á íslandi”
„Samanburðargreinargerð SH er óraunhær’, segir
Oskar Vigfússon forseti Sjómannasambands Islands
„VIÐ viljum benda á það að sá
samanburður sem Sölumiðstöð
Hraðf rystihúsanna gerði fyrir
skömmu á fiskverði í Færeyjum og
íslandi og birtur var í Morgunblað-
inu í septemberbyrjun er ekki
sannleikanum samkvæmur og
grundvöllurinn sem samanburður-
inn er gerður á er óraunhæfur
bæði hvað snertir viðmiðun á fisk-
tegundum og gæðaflokkun",
sagði Óskar Vigfússon, forseti Sjó-
mannasambands íslands, í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Óskar sagði að þegar saman-
burðargrein SH hefði birzt þá
hefði hann haft samband við Fær-
eyinga og beðið um staðreyndir I
málinu. „Þær leiddu i Ijós", sagði
Óskar, „að fiskverð til sjómanna í
Færeyjum er hagstæðara en til
sjómanna á íslandi hvernig sem
litið er á málið. Samanburður SH
er því alrangur og það fyrsta sem
má benda á er það að SH-menn
miða við verð á þorski sem er
43—45 sm á stærð, en slíkt er
algjörlega óraunhæft vegna þess
að það varðar við landslög að
koma með á land þorsk sem er
smærri en 50 sm. Hin þorska-
stærðin sem greinargerð SH miðar
við er stórþorskur yfir 70 sm á
stærð, en sleppt er í samanburðin-
um allri millifisksstærðinni, sem
er um 60% af öllum þorskafla
íslendinga. Verð á stórþorskinum
er að vissu marki sambærilegt á
íslandi og i Færeyjum, en verðið á
milliþorskinum er mun óhagstæð-
ara fyrir íslenzka sjómenn. Það er
þvi hrein blekking að fiskverð i
heild sé mun hærra á íslandi en í
Færeyjum.
Karfaverðið isl. pólitísk
ákvörðun
Sem dæmi má nefna að hér eru
greiddar 98 kr fyrir kg af I fl
þorski yfir 70 sm slægðum með
haus, en 120 kr. í Færeyjum, eða
22,4% hærra verð Fyrir þorsk af
millistærð eru greiddar hér 78 kr
fyrir kg. af I fl en 1 1 6 kr í Færeyj-
um eða 52,6% hærra en á íslandi
Færeyingar greiða aðeins eitt verð
fyrir milliþorsk, en hér eru greiddar
63 kr fyrir 2 fl , og þar er fiskverð-
ið í Færeyjum því 84,1 % hærra Þá
má nefna að fyrir stóran ufsa, yfir
80 sm, eru greiddar 56 kr fyrir kg
hér, en 63 kr. í Færeyjum. Fyrir
löngu, sem er yfir 80 sm, eru
greiddar 59 kr fyrir kg hér en 88
kr. í Færeyjum Fyrir steinbít, I. fI.,
eru greiddar 57 kr fyrir kg hér en
90 kr í Færeyjum Fyrir keilu, 54
sm og yfir, eru greiddar 51 kr. fyrir
kg hér en 58 kr í Færeyjum og t d
fyrir I fl lúðu yfir 1 0 kg á stærð eru
greiddar 304 kr fyrir kg hér en 404
kr í Færeyjum
Verð á karfa er hagstæðara á
Islandi en í Færeyjum, en hins vegar
er karfaafli Færeyinga aðeins um
1 % af heildarafla þeirra Geta má
þess að karfaverðið á íslandi er
pólitísk ákvörðun til að beina skip-
um að þeim veiðum.
Þessi fáu dæmi sýna svo ekki
verður um villzt að greinargerð SH
og samanburður i þessum efnum á
ekki við rök að styðjast og það er
náttúrulega bezt fyrir alla að gleyma
sem fyrst viðmiðuninni sem SH ger-
ir í sambandi við þorsk undir 50 sm
á lengd
Þá er rétt að vekja athygli á því að
í greinargerð SH er gerður saman-
burður á verði fisks i kössum og
stíufisks, en hins vegar hafa Færey-
ingar ekki tekið upp notkun kassa
og því er ótækt að nota þá viðmiðun
i þessum samanburði Hér er kassa-
fiskurinn hins vegar verðlagður
hærra vegna þess að hann er betri i
vinnslu, enda er vinna sjómanna
mun meiri í sambandi við það fyrir-
komulag heldur en að setja fiskinn
beint i stiur Þessi vinna er metin
sjómönnum til virðisauka
Miða verður við eðlilega
aflasamsteningu
I samanburði sem þessum verður
að ganga út frá eðlilegri aflasam-
setningu í heildarafla og nota a.m.k
stærstu aflahlutföllin sem viðmiðun
og sé gerður raunverulegur saman-
burður á fiskverði íslendinga og
Færeyinga kemur í Ijós að miðað við
helztu nytjategundir þessara þjóða
er fiskverðið í Færeyjum hagstæðara
hvernig sem á það er litið og það er
sama hvað margir sjóðir eru færðir
inn i dæmið Að verðið á I fl. af
millistærð þorsks skuli vera 52%
hærra í Færeyjum og 84% hærra
miðað við ísl verðið á 2. fl þorsks
af millistærð, segir nokkuð sem vert
er að íhuga í þessum samanburði
þar sem mestur hluti þorskafla okkar
er millifiskur og verðið á millifiskin-
um er jafnvel hagstæðara í Færeyj-
um þótt teknar séu inn í dæmið
kassabætur, línubætur, stofnfjár-
sjóður og útflutningsgjöld Eftirfar-
andi auglýsingar um fiskverðið í
Færeyjum eru nýjasta verð þar fyrir
timabilið 1 júni — 30 sept. n k ,
en þess má geta að talið er líklegt að
þorskverðið fari upp í 3 65 kr fær-
eyskar 1. okt , n.k úr 3 40 kr. og
þorskur 2 og ýsa I i um 3 35 kr
færeyskar úr 3 kr
Hér fara á eftir færeysku verðtil-
kynningarnar, en þar er ríkjandi
tvenns konar verð, annars vegar
skiptaverð til útgerðarmanna og sjó-
manna og hins vegar verð sem fisk-
kaupendur greiðir, en einhvers kon-
ar sjóður er þarna á milli til þess að
mæta verðbreytingum.
VerS til útgerðarmanna og
sjómanna:
Verð í færeyskum og ísl kr
ÞORSKUR
yfir 70 sm 1 A 3,40 (1 1 6 fsl.)
yfir 70 sm 1 B 2.55 (87 isl.)
44—70 sm 2A 3.00 (102 isl )
Framhald á bls. 21.
Dautt á mjöl-
mörkuðunum
Lýsið selst jafnóðum
hann ætti ekki von á að mikið
yrði selt af mjöli á næstu vikum,
þ.e. þar til árlegri ráðstefnu fisk-
mjölsframleiðenda heimsins lyki
í Osló um næstu mánaðarmðt.
,,Á þessa ráðstefnu koma saman
fiskmjölsframleiðendur hvaðan-
æva að úr heiminum, þar bera
menn saman bækur sínar og þá
kemur í ljós hve miklar birgðir
eru til í heiminum og hvernig
horfurnar eru. Á þessa ráðstefnu
koma ennfremur mjölkaupmenn
víðsvegar að og ég held að henni
lokinni skýrist málin fljótlega,"
sagði Jónas.
Þá sagði Jónas Jónsson að
loðnulýsi sumarsins hefði verið
selt jafnóðum. Fengist hefðu að
meðaltali um 405 dollarar fyrir
tonnið, en um tima hefði verðið
farið niður í 380 doliara sem væri
miklum mun lægra en það var s.l.
vetur þegar 480 dollarar fengust
fyrir tonnið og reyndar alit upp í
515 dollara. „Það getur hins vegar
enginn búizt við að slíkur toppur
Framhald á bls. 31
Sigurður RE lang-
hæstur á loðnuveið-
unum með 91641.
I.OÐNUVEIÐIN var f gær komin
í 124 þúsund lestir það sem af er
sumrinu, en í fyrra varð heildar-
aflinn 110 þúsund lestir. Alls hef-
ur 31 skip verið að loðnuveiðum I
sumar og eru 14 þeirra búin að fá
4000 lestir eða meira. Langafla-
hæsta skipið er nú Sigurður RE,
með 9164 lestir, en það skip sem
næst kemur er Súlan. EA, með
6930 lestir.
Önnur skip, sem fengið hafa
yfir 4000 lestir, eru þessi: Gísli
Árni, RE, með 5776 lestir, Gull-
berg, VE, 5721 lest, Harpa, RE,
5526 lestir, Kap 2., VE, 5343, Loft-
ur Baldvinsson, EA, 5104, Eld-
borg, GK 5093, Huginn, VE, 5000,
Börkur, NK, 4928, en auk þessa
hefur Börkur landað nokkuð á
fjórða þúsund tonnum af kol-
munna, Vikingur, AK, 4862, Guð-
mundur, RE, 4861, Grindvíkíng-
ur, GK, 4500 og Jón Finnsson, GK
4292 lestir.
I fyrrinótt og i gær var tiltölu-
lega lítil loðnuveiði og um kl. 17
höfðu aðeins þrjú skip tilkynnt
afla, Kap 2. var með 600 lestir,
Helga, RE, 49, með 270 lestir og
Freyja, RE, með 370 lestir.
Fegrunar-
sérfrædingar
AÐ GEFNU tilefni skal það tekið
fram að það eru fegrunarsérfræð-
ingar frá Sambandi ísl. fegrunar-
sérfræðinga, sem verða að störf-
um og kynna snyrtivörur i and-
dyri Laugardalshallarinnar á
Norðurlandamótinu í hárgreiðslu.
ENGAR mjölsölur hafa orðið frá
fslandi sfðustu vikurnar, en hins
vegar hafa söluaðilar selt allt lýsi
jafnóðum og það hefur verið
framleitt.
Jónas Jónson, framkvæmda-
stjóri Síldar- og fiskimjölsverk-
smiðjunnar á Kletti, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær, að
Olíumöl blönduð
á Egilsstöðum
Egilsstöðum, 14. september
1 UTVARPINU i gær taldi Björn
Einarsson, einn af forráðamönn-
um Olíumalar h.f., að þeir einir
hefðu blandað olíumöl hér á
landi, en hins vegar hefði nokkur
slatti verið fenginn frá Noregi til
Austfjarða. Ég vil benda honum
á, að á Egilsstöðum hefur verið
blönduð oliumöl, eins og sagt var
frá fyrir skömmu í fregn í Morg-
unblaðinu, og löngum hefur verið
talið að sannleikur væri sagna
NÆRINGARGILDI:
Skyr Jarðarberjaskyr
Efnisinnihald pr. 100g Efnisinnihald pr. 100g
Prótín 13,0 G Prótín 11,0 G
Mjólkursykur 2,5 G Mjólkursykur 2,12 G
Sykur 0,0 G Sykur 8,0 G
Mjólkurfita 0,4 G Mjólkurfita 0,35 G
Kalcium 85,0 MG Kalcium 72,0 MG
Fosfór 180,0 MG Fosfór 153,0 MG
Járn 0,3 MG Járn 0,25 MG
Vítamín A 13,0 ALÞJ.EIN. Vítamín A 11,0 ALÞJ.EIN
Vítamín D 0,3 ALÞJ.EIN. Vítamín D 0,25 ALÞJ.EIN
Tíamín 0,03 MG Tíamín 0,025 MG
Ríboflavín Vítamín B 0,35 MG Riboflavín Vítamín B 0,3 MG
Níacín 0,1 MG Níacín 0,085 MG
Askorbinsýra Vítamín C 1,0 MG Askorbinsýra Vítamín C 0,85 MG
Hitaeiningar 74,0 Hitaeiningar 84,0