Morgunblaðið - 29.09.1977, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1977
Vilhjálmur Einarsson, skólastjóri í Reykholti, skrifar um skólamál:
„Mikilvægustu
starfsdagar
skólaársins”
Eirfkur, Asdls og Ingimundur. Anægðir þátttakendur.
Árið 1965 hófu þrír ungir skólastjórar störf samtímis í Borgarfirði: Sigurður
Guðmundsson Leirárskóla, Sigurður Heigason Laugagerðisskóla og Valgeir Gests-
son Varmaiandi. Þeir fengu strax til liðs við sig Hjört Þórarinsson Kleppjárnsre.vkj-
um, sem þá hafði starfað þar sem skólastjóri í 4 ár. Samvinna og samstarf hófst fljótt
með þessum skólamönnum, sem margt gott hefur leitt af. Grein þessi fjallar um
síðasta vott samstarfsins. Dagskráin, sem er prentuð í rammanum skýrir sig sjálf.
Þeim minnugu lesendum, sem áttu von á því, að næsta grein fjallaði um skóla í
Skotlandi vil ég segja það, að það bíður betri tíma vegna þess að hér er um efni að
ræða, sem á erindi í öll skólahverfi landsins einmitt nú við upphaf skólahalds. Víða
er samvinna og samstarf skóla og kennara sjálfsagt jafn gott eða betra en í
Borgarfirði. En trú mín er sú, að fréttir af þessum tveim starfsdögum hinna
fjögurra skóla, geti verið ýmsum kveikja til svipaðra aðgerða. Þá vakna og ýmsar
spurningar, sem varpað verður fram í lok greinarinnar.
Fyrri degi er I grein þessari
gerð lítil sem engin skil. Ætlunin
er að rita síðar sjálfstæða grein
um mynd- og handmennt.
í matartímanum á síðari daginn
var notað tækifærið og spjallað
við þrjá námsstjóra, sem allir
voru komnir upp i Borgarfjörð til
þess bæði að miðla fróðleik og
hlusta á ábendingar eða svara
spurningum kennara. Þetta voru
þau Anna Kristjánsdóttir (A),
Erla Kristjánsdóttir (E) og Hörð-
urBergmann (H).
„Það er leikur
að læra...“
V: Erla, þú varst að fræða okk-
ur áðan um námsleiki?
E: Já, ég var að kynna nýja bók
eða bækling, sem heitir „Að leika
og látast“. Annars er ég starfandi
kennari við Melaskólann jafn-
framt námsstjórn i samfélags-
fræðum.
V: Þú ert hér að sannfæra
kennarana um það, að ýmsir
þroskaleikir og leikræn tjáning
geti gert kennslu og nám í öllum
fögum fjölbreyttara, skemmti-
legra og jafnframt gagnlegra?
E: Jog mér fannst máli minu
tekið af miklum áhuga og skiln-
ingi.
V: Þú sagðir áðan frá skemmti-
legu dæmi um barn, sem kom
heim úr skólanum á mánudag.
Mamman spurði: „Hvað gerðuð
þið í skólanum í dag?“ Barnið
svaraði: „Við vorum að leika okk-
ur“. Með smá-orðalagsbreytingum
fóru sömu samskipti fram milli
móður og barns dag eftir dag.
Hvað fór móðirin að hugsa? Mjög
liklega eitthvað i þessa átt:
„Kennararnir eru hættir að
kenna neitt. Þeir standa ekki í
stöðu sinni, bregðast hlutverki
sínu, svíkjast um o.s.frv. Er slík
afstaða til námsleikja algeng?
E: Of algeng, alröng og byggist
á misskilningi, vanþekkingu.
Þegar fólk fer að taka þátt í leikj-
um, eða námsspilum sem þessum
skiptir það um skoðun. (Eftir-
þankar greinarhöfundar: Kennar-
ar, sem nota námsspil! Því ekki að
leyfa nemendunum að fara með
slíkt spil heim til að spila við
foreldra sína? Mundi það ekki
eyða misskilningnum?)
Sjónvarpið í þágu
uppeldismála
V: Nú hefur þú Erla, ásamt
Ingvari Sigurgeirssyni þýtt þetta
bráðskemmtilega kver „Að leika
og látast". Eru leikirnir í kverinu
ekki alveg upplagt sjónvarpsefni,
ódýrt, skemmtilegt og þroskandi?
Börn, sem eru að leika sér í þrosk-
andi leík! Ég tel að við notum
sjónvarpið ekki nærri þvi nóg í
þágu uppeldismála. Slíkt efni má
þó ekki vera hundleiðinlegt. En
höfum við ekki einmitt lausnina í
námsleikjum?
H: Sjónvarp á íslandi er ekki
notað til að flytja eitthvað til
þröngra hópa. Þetta þykir sjálf-
sagt of þröngur hópur.
A: Allur foreldrahópurinn?
V: Hér tel ég að við þurfum að
vinna að viðhorfsbreytingu. Því
skólamál eru að mínum dómi mál
allra landsmanna.
A: Vissulega! Ef nokkuð er mál
allra landsmanna, þá eru það
skólamál. En viðkomandi þroska-
spilunum er það mjög mikilvægt
Fjórir af leiðbeinendum starfsdaganna: frá vinstri: Anna Kristjáns-
dóttir, Ingibjörg Þorkelsdóttir, Eria Kristjánsdóttir og Hörður
Bergmann.
Erla að „leika og látast".
Dr. Ingimar Jónsson námsstjori I fþróttum ásamt íþróttakennurum í
Borgarfirði.
Anna Kristjánsdóttir námsstjóri í stærðfræði ásamt stærðfræði-
kennurum eldri bekkja
Dagskrá slarfsdaganna:
Efni: IJndirhúningur kennslu 21.—22. sepl.
Slaður: Kleppjárnsrevkjaskóli.
IV1IÐV1KI DAGI R 21. sepl.
kl.
9.30 Komu tfmi, kaffisopi ofl.
10.00 tslenska fyrir alla aldursflokka. Leiðbeinendur verða Indriði Gfslason og Þóra
Kristinsd. Framhald á þessari grein fyrir fslenskukennara allan daginn.
10.00 IVIynd og handmennt. Leiðbein.: Þórir Sigurðsson. Framhalri í þessari grein
gelur orðið báða dagana. Verkefni: Umræður um námskrána, skólasýningar,
skuggamyndir. áællanir, hannyrðir. smfði, teiknun. Þáttlakendur skulu koma
með sýnishorn af verkefnum og mvndir frá sýningum. Kennsluáætlun gerð.
10.00 Tónmennt. Leiðbeinandi Njáll Sigurðsson. Námsefni og námskrá kynnt og
dæmi tekin til æfingar.
12.00—13.30 Hádegisverður. framhald verkefna, 15.30—16.30 kaffihlé.
16.30 Félags- og fþróttamá! skóianna. Lmræðustjóri: Ingim. Ingimundar. Rætt verður
ogskipulagt félagsmálastarf og fþróttasamskipti skólanna.
19.00 Kvöldverður.
21.00 Danskennsla. Kennarar skólanna leiðbeina hvor öðrum og kynna nýja dansa,
bæði „Gamla“ og „Nýja" dansa.
22.30 Kvöidhressing.
23.00 Söngæfing.
FIMMTI DAGUR 22. sept.
9.00 Morgunverður
10.00 Námsleikir og spil. Leiðbeinendur: Anna Kristjánsd. og Erla Kristjánsdóttir.
Kvnnlir verða möguleikar leikja og spila f kennslu. Tilraunastörf kynnt frá s.l.
vetri.
12.00—13.30 IIádegisverður
13.30 Stærðfræði: Leiðbeinandi Anna Kristjánsdóttir vegna eldri barna. en Ingibjörg
Þorkelsd. vegnayngri barna.
13.30 Erlend tungumál: Leiðbeinandi Hörður Bergmann.
13.30 Samfélagsfræði: Leiðbeinandi dr. Erla Kristjánsd.
13.30 tþróttir. Leiðbeinandi dr. Ingimar Jónsson.
16.00 Sfðdegiskaffi og námskeiðsslit.
V armalandsskóli, Andakflsskóli, Heiðarskóli. Kleppjárnsreykjaskóli og Laugargerð-
isskóli standa að þessu námskeiði og skipuleggja það í samráði við námsf jórana.
— Skólastjórar —
Skólakerfið kostar rúmlega V5 hluta ríkistekna,
eða 13460 milljónir króna samkvæmt fjárlögum 1977
— Það bindur nær fimmta hvern landsmann mestan
hluta ársins og varðar hvern einasta þjóðfélagsþegn