Morgunblaðið - 12.01.1978, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.01.1978, Qupperneq 1
36 SIÐUR 9. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 12. JANUAR 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hundruð sovézkra skriðdreka í inn- rásarliði Víetnama — segja Kambódíumenn Sjábls. 16 □ --- □ --- Bangkok, 11. jan. AP, Reuter. KAMBÓDlUSTJÓRN sak- aði Víetnama f dag um að nota hundruð rússneskra skriðdreka í átökunum við Kambódfumenn auk margs kyns annarra hergagna frá Sovétríkjunum. Utvarpið í Phnom Penh sagði að margar hersveitir Víet- nama hefðu ruðzt inn f landið en varnarsveitir Kambódíu hefðu nú sigrað og snúið við hluta þeirra. Vietnam, á hinn bóginn, gaf út tilkynningu hjá Sameinuöu þjóð- Framhald á bls. 20 (Sfmamynd AP) Sadat Egyptalandsforseti og Ezer Weizman landvarnaráðherra tsraels á fundi þeirra í Aswan ( gær. Þeir virðast léttir í lund, en lftið miðaði þó í samkomulagsátt f viðræðum þeirra, að þvf er talið er. Flögstad Norðmaðurinn Flögstad fær bókmennta- verðlaim Norð- urlandaráðs Kaupmannahöfn 11. jan. TILKYNNT var f Kaupmanna- höfn að norski rithöfundurinn Kjartan Flögstad fengi bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs f ár fyrir skáldsögu sfna „Dalen Portland". Verðlaunin verða afhent á fundi Norður- landaráðs í Ösló 19. febr. n.k., en verðlaunaupphæðin er 75 þúsund danskar krónur. A bls. 17. f blaðinu f dag er nánar sagt frá Kjartani Flög- stad. Nýjar tillögur Israels- manna um Sínaískaga Kafró, Aswan, Tel Aviv, 11. janúar. AP. Reuter. EZER Weizman land- varnarráðherra tsraels og Sadat Egyptalandsforseti ræddust við f dag í tæpa klukkustund f borginni Aswan og er talið að þeir hafi fyrst og fremst fjallað um hvernig leysa eigi þau vandamál sem komið hafa upp í sambandi við land- nám ísraelsmanna á Sfnaf- skaga, sem gert er ráð fyr- ir að verði skilað til Egypta verði af samkomulagi milli þeirra og tsraelsmanna. Ekkert var látið uppi um samtalið, en það fór fram rétt áður en Weizman hélt til Kafró til að taka þátt f fundi hermálanefndar þeirrar sem tsraelsmenn og Egyptar hafa sameigin- lega komið á fót til að ræða um hernaðarlegar hliðar samkomulags. A fundinum í dag lögðu tsraelsmenn fram tillögur sfnar f fimm liðum varðandi Sfnafskaga og eru þær eftirfarandi: — ísraelsmenn flytji herlið sitt í áföngum á 3—5 árum frá Sínaf- skaga. — Sett verði upp sérstök svæði á Sfnaískaga þar sem enginn aðili megi hafa herlið eða vopn og þar sepi gæzlusveitir frá Sameinuðu þjóðunum verði til staðar. — Bústaðir Israelsmanna í eyðimörkinni, þar á meðal þeir , sem mestur ágreiningur er nú út af, verði áfram á sínum stað, en staða þeirra verði fastákveðin. — Israelsmönnum verði heimilað að hafa flugvelli á skaganum. — Sérstaklega verði samið um eftirlit með öryggi á Sínaí. Weizman kallaði þessar tillögur undirstöðuöryggisatriði en vitað er þegar, að Egyptar telja sig ekki geta fallizt á öll þessi atriði óbreytt. A fundinum í Kairó f dag flutti Weizman ræðu þar sem ofan-. greind atriði komu fram og var ræðunni síðan dreift til frétta- manna. Gamassy hermálaráð- herra Egyptalands flutti einnig ræðu á fundinum og sagði m.a. að friður kæmist aðeins á i Mið- austurlöndunum ef allir Israels- menn, hermenn og óbreyttir borgarar hyrfu frá Sínaískaga. Það þykir nú vera ljóst að helzta deilumálið sem stendur f vegi fyrir sam.. ngum Egypta og Israelsmanna fyrir utan málefni Palestínuaraba sé hvað gera eigi við byggðir Israelsmanna á Sínai- jSkaga. I dag voru íbúar í þessum byggðum önnum kafnir við fram- kvæmdir og jarðýtur sáust vera að ryðja land fyrir byggingar- framkvæmdir og Begin forsætis- ráðherra Israels sagði f viðtali að her Israels mundi áfram verja þessar byggðir jafnvel þótt þær kynnu að verða á egypzku land- svæði ef samkomulag næst um að skila Sinaískaganum til Egypta- lands. íranir aflétta viðskiptabanni Teheran, 11. janúar. AP, Reuter. IRANIR hafa aflétt viðskiptabanni þvf sem sett hafði verið á Dan- mörku og ítalfu. Það var utanríkisráðuneytið f Teheran sem í dag til- kynnti að verzlunarráðið í landinu hefði ákveðið að Opinber barátta gegn reykingum vestanhafs Washington, 11. jan. AP. REYKINGAR eru hægfara sjálfsmorð hljóðaði yfirlýsing Josepli A. Califano jr. mennta- og heilbrigðisráðherra Banda- rfkjanna á miðvikudag um leið og mesta herferð Bandarfkja- stjórnar gegn reykingum hófst til að hjálpa þeim 54 milljón- um Bandarfkjamanna sem reykja til að hætta. Herferð Califanos felur m.a. í sér að aðvörunarmiðar verða settir á getnaðarvarnarpillur, lfklega að skattur á sfgarettum verði hækkaður og fyrirhugað er að banna reykingar f flugvél- um og hvatt verður til að reyk- ingar á opinberum stöðum og byggingum verði takmarkaðar. Califano tilkynnti einnig að opnuð yrði ný deild inn:íi heil- brigðisráðuneytisins, sem beitti sér fyrir herferð gegn reyking- um einnig utan Bandaríkjanna. Herferðin verður styrkt með 23 milljónum Bandarfkjadala árið 1979, sem er helmingi hærri. upphæð en nú er varið í þessu skyni. Califano sem reykti mikið áð- ur en hann hætti árið 1975 birti þessa yfirlýsingu sfna réttum fjórtán árum eftir birtingu hinnar frægu skýrslu banda- rískra heilbrigðisyfirvalda um. skaðsemi reykinga. Hann gerði í aðalatriðum grein fyrir áætluninni á fundi með stjórnskipuðu ráði, sem Califano berst gegn reykingum og fyrir heilbrigðari lifnaðarháttum, en það ráð stendur fyrir kynning- arherferð um reykingar um öll Bandarfkin i þessari viku. Síðan skýrsian um skaðsemi reykinga var birt árið 1964 hafa u.þ.b. 30 milljónir Bandarikja- manna hætt að reykja. Skýrslan og níu endurskoðað- ar útgáfur af henni sýna að reykingar valda 325 þúsund dauðsföllum á ári, þar af eigi um níutíu af hundraði sök á þeim níutiu þúsund dauðsföll- um af völdum lungnakrabba ár- lega. Heilbrigðisyfirvöld segja að reykingar geti valdið hjarta- og æðasjúkdómum m.a. og krónfskum bronkítis. „Við getum ekki véfengt sönnunargögn, sem hefur verið Framhald á bls. 20 hefja að nýju innflutning frá þessum tveimur lönd- um, en ráðið hafði áður ákveðið að hætta að af- greiða nauðsynleg inn- flutningsskjöl. vegna þess hve stjórnir þessara landa hefðu tekið vægt á frönsk- um stúdentum sem ráðizt höfðu inn í sendiráð lands sfns í Danmörku og Italfu. Danski sendiherrann í Iran, Troels Munk, sagði í dag að Danir væru ákaflega fegnir því að hinir írönsku vinir þeirra hefðu tekið þessa ákvörðun. Gaullistar segja sig úr kosninga- bandalagi Parfs, 11. janúar. AP, Reuter. Gaullistaflokkurinn 1 Frakk- landi ákvað ( dag að slfta kosn- ingasamvinnu við aðra þá flokka sem stutt hafa Giscard d'Estaing Frakklandsforseta og bjóða fram upp á eigin spýtur í fyrri umferð frönsku þingkosninganna sem haldnar verða f marz. Talsmaður flokksins sagði að þessi ákvörðun hefði verið tekin vegna þess að samstarfsflokkarnir væru að Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.