Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JANUAR 1978 3 Þingfararkaupsnefnd ákvað að miðaviðBHM Formenn þingflokkanna segja álit sitt á launahækkun þingmanna MORGUNBLAOIO leitaSi i gær álits formanna þingflokkanna á þeirri hækkun, sem þingmenn hefðu fengiS á þingfararkaup sitt. en það hefur hækkaS á síSastliBn- um 12 mánuSum um 78,3%. Á sama tima hafa taxtar ASÍ a8 meðaltali hækkaS um 60% og taxtar BSRB um 76.5%. Meðal- talshækkun bankamannasamn- inga er 67,4%. Sú breyting hefur verið ger8 á viUmiðun þingafarar- kaupsins a8 i fyrra var miðað vi8 þriðja hæsta flokk opinberra starfsmsnna, en þar sem BHM og BSRB taxtar eru ekki lenguf sam- hljóða hefur sú ákvörðun verið tekin a8 mi8a þingfararkaupiS vi8 þriSja hæsta flokk BHM. Gunnar Thoroddsen, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. sagði: „Alþingismenn hafa i mörg ár fengið laun samkvæmt þriðja hæsta launaflokki rikisstarfsmanna. Það byggist á lögum frá 1971 Nú þegar samningar Bandalags starfsmanna rikisins og Bandalags háskólamanna eru ekki samhljóða. þurfti þingfarar- kaupsnefnd að taka afstöðu til máls- ins og álit ég. að mat hennar hafi verið rétt. Annars tel ég æskilegt að breyta lögum og fela kjaradómi að ákveða laun alþingismanna eins og hann ákveður nú laun forseta íslands. hæstaréttardómara. ráðherra og ráðu neytisstjóra." Gyfli Þ. Gislason, formaður þing- flokks Alþýðuflokksins. sagði: „Ég hefi ekki fylgzt með þeirri breytingu. sem gerð hefur verið á þingfarar- kaupi. og las fyrst skýringar á henni í blöðum. Ég tel, að störf þing- manna séu skyldust þeim störfum. sem unnin eru af opinberum starfs- mönnum. og álit þess vegna, að eðlilegra hefði verið að kauphækkun þingmanna lyti sömu reglum og kauphækkun opinberra starfs- manna." Magnús Torfi Ólafsson. for- maður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, sagði að sinn flokkur hefði engan fulltrúa í þingfarar- kaupsnefnd. sem hann kvaðst gera ráð fyrir að fjallað hefði um málið. þótt það væri ekki vist. Það kvað Magnús Torfi vera vegna þess að þingfararkaup væri ekki ákveðið af nefndinni. heldur ákveðið i lögum „Tel ég það eðlilegt. að það séu ekki þingmenn sjálfir sem ákveði sér laun. heldur sé þar ákveðin lagavið- miðun fyrir hendi. Hins vegar hef ég ekki hugmynd um að þarna er breytt viðmiðun frá launastiga BSRB til Bandalags háskólamanna. Frá minum sjónarhóli taldi ég að þess- um málum hefði lagalega verið skip- að til frambúðar þannig að ekki þyrfti að koma þar til breyting, fyrr en lögunum yrði breytt. Ég tel að eins og þingfararkaup hefur verið frá þvi er þetta lagaákvæði gekk i gildi. þá sé ekki eðlilegt að það hækki umfram þau störf. sem þar voru sambærileg eða höfð voru til við- miðunar." Þórarinn Þóarinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins. kvað eðlilegast að hafður yrði einn launaskali fyrir alla opinbera starfs menn og ættu þingmenn að fylgja þeim skala eins og verið hefði Morgunblaðinu tókst ekki á ná tali af Ragnari Arnalds, formanni þing- flokks Alþýðubandalagsins, til þess að spyrja hann um álit hans á þess- ari launaákvörðun. Ragnar er á fundaferðalagi í kjördæmi sinu Hið sama er að segja um Lúðvik Jóseps- son formann flokksins ,a. MiyMII* i“ ,,u fullkomnasta flsklskip landslns. Framhald á bls. 24. tylgjanm pvl að Norglobal st te*- M á leigu.” sagði Clall Jdhannea- Laun þingmanna haf a hækkað um 78,3% f rá g dvalarkostnaður þing- á meðan þeir r þiqgtlmann i iafn mlkis Davfð Sch. Gunnar CiuðmundurJ. Thorsteinsson Björnsson (auðmundsson Iðnrekendur og bygg- ingamenn fagna tillögum borgarstjóra Ánægjulegt að samráð var haft við verka- menn, segir Guðmundur J. Guðmundsson MORGUNBLAÐIÐ leitaSi i gær til nokkurra forystumanna i atvinnu- málum og fékk viðbrögð þeirra vi8 tillögum borgarstjóra a8 stefnuskrá i atvinnumálum höfuSborgarinnar, en tillögumar voru kynntar ýtarlega i MorgunblaSinu i gær. Fara svörin hér é eftir: DaviS Sch. Thorsteinsson, form. Félags isl. iSnrekenda: Ég fagna því að Reykjavikurborg hefur tekið frum- kvæði i þessum málum og væntum við iðnrekendur góðs af þessum tillögum fyrir borgarbúa og fyrir iðnaðinn i heild Þessar tillögur eru m.a samdar i samvinnu víð fulltrúa iðnaðarins og er ég mjög ánægður með þær. Samvinna í þessum málum hefur verið mjög góð og vona ég að sú ágæta samvinna haldi áfram Það sem vekur sérstakan áhuga okk- ar i tillögum borgarstjóra er hvað þar segir um innkaup og útboð á vegum borgarinnar. iðngarða og gatnagerðar- gjöld. en einnig gleður það vort hjarta að orka orkufyrirtækja borgarinnar verði seld á raunkostnaðarverði til neytenda Gunnar Björnsson, form. Meist- arasambands byggingamanna: Til- lögur borgarstjóra eru mjög til bóta og að ýmsu leyti mjög athyglisverðar. Byggingamenn áttu þess kost að tjá sig um framtíðarstefnumörkun i lóðamál- um og af okkar hálfu er ekki annað hægt að segja en að mjög vel hafi verið tekið á okkar tillögum Það var okkur t.d. hjartans mál að fá úthlutað stærri lóðum i hvert sinn til bygginga og að fá að hafa meiri ihlutun varðandi skipu- lag þessara byggingasvæða Með þvi að fá stærri lóðir geta menn séð nokk- uð fram fyrir sig með byggingarfram- kvæmdir. Möguleikar skapast þannig fyrir fyrirtæki til að byggja sig tækni- Framhald á bls. 20 Rannsóknarlög- regla ríkisins: 16 starfs- menn vinna að rannsókn 5 meintra fjár- svikamála STARFSMENN og sérfræðingar Rannsóknarlögreglu rfkisins vinna nú að rannsókn á fimm meintum fjársvikamálum og vinna alls 16 af starfsmönnum stofnunarinnar að þessum mál- um, samkvæmt upplýsingum Njarðar Snæhólms yfirlögreglu- þjóns. Að rannsókn Landsbankamáls- ins vinna þrír starfsmenn stofn- unarinnar auk sérfræðings í bók- haldsmálum og að rannsókn bíla- innflutningsmálsins vinna þrír starfsmenn embættisins. Rann- sókn á þessum málum tveimur er nýlega hafin. Fjórir lögreglumenn við Rann- sóknarlögregluna vinna að rann- sókn ávísanamálsins mikla, sem verið hefur í rannsókn undanfar- in misseri undir stjórn Hrafns Bragasonar borgardómara. Rann- sókn málsins er á lokastigi. Þrfr starfsmenn stofnunarinnar vinna að rannsókn á meintu mis- ferli hjá sparisjóðnum Pundinu, sem kært var fyrir nokkrum misserum. Það mál er einnig á lokastigi. Loks vinna fjórir starfsmenn að rannsókn á meintum fjársvikum læknis út úr Tryggingastofnun ríkisins. Það mál var kært I fyrra- sumar og hefur staðið yfir yfir- gripsmikil rannsókn á málinu og tugir af sjúklingum umrædds læknis hafa verið kallaðir til yfir- heyrslu. Þess skal getið til skýringa, að Erla Jónsdóttir hefur með hönd- um stjórn fjögurra af þessum málum, allra nema ávfsanamáls- ins. kt. 19.00 ágríska vísu sunnudagskvöld svatdrykkí 1S- ÍanÚar 30 HÓte1 S°9U kl. 19.30 fagnaðurinn hefst Grískur hátíðarmatseðill Verð aðeins kr. 2.250 Kl. 20.00 Tízkusýning: Modelsamtökin sýna nýjustu haust- og vetrartízkuna. 4S sS Fegurðarsamkeppni: UNGFRÚ ÚTSÝN 1978 Ljósmyndafyrirsætur valdar úr hópi gesta Forkeppni Sigurður A. Magnússon aðalfararstjóri Útsýnar í Grikklandi 1978 segir frá Grikklandi að fornu og nýju Ragnar Bjarnason og hljómsveit ásamt Þuríði leika fyrir dansi til kl. 1 OKEYPIS happdrætti fyrir gesti scm knrna fyrir kl 20 00 Vinningur Utsýnarferð til Ítalíu 1978 Skemmti- atriði BINGO Tvöfalt vinnings verðmæti 3 umferðir, hver vinningur O óviðjafnanleg Útsýnarferð fyrir til sólarstrandar. MYNDASYNING Forstjóri Útsýrrar sýnir nýjar lit- myndir frá sólarströndum Spán- ar og ítaliu Munið að panta borð snemma hjá ytirþjóni i sima 20221, eftirkl. 16.00 Hjá Útsýn komast jafnan fœrri að en vilja. Útsýnarkvold aru skemmtanir i sérftokki. þar sem fjorið og stemmningin bregðast ekki. Austurstræti 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.