Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.01.1978, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JANUAR 1978 5IMAK 28810 car rental 24460 bíialeigan GEYSIR BOPCAP T; Nl 24 LOFTLEIDIfí -ZT 2 n 90 2 11 38 Innilega þökkum við þeim mörgu ættingjum og vinum sem heiðruðu okkur með heimsókn- um, gjöfum og skeytum í tilefni af sjötiu ára afmælum okkar. Guð blessi ykkur öll. He/ga Á. G uðmundsdó ttir og Ó/afur Magnússon. Mannræn ingjar dæmdir Napoli. ttallu, 10. jan.. AP. UNDIRRÉTTUR dæmdi á mánu- daR 15 menn I 8—14 ára fangelsi fyrir að taka þátt f að ratna Guido de Martion, syni fyrrverandi aðal- ritara ftalska Sósfalistaflokksins. De Martino, 38 ára að aldri, var sleppt f maf s.l., eftir að honum hafði verið haldið föngnum f 40 daga. Fjölskylda hans greiddi lausnargjald að upphæð einn milljarður Ifra eða rúmlega milljón dollara til að fá hann lausan. Meðal sakborninganna var Vincenzo Tene sem gaf sig fram við lögregluna og viðurkenndi að hann hefði ásamt 14 öðrum mönn- um rænt Martino. Tene og sjö félagar hans fengu 14 ára fangelsisdóm, fjórir fengu 13 ára dóm, tveir 10 ára dóm og einn sakborninganna 8 ára fang- elsisdóm. Auk þess voru allir sak- borninganna dæmdir til að greiða Martino skaðabætur að upphæð 40 milljónir lira. De Martino var einn þeirra 72 manna sem rænt var á Italíu á siðasta ári, en að sögn lögreglunn- ar er talið að um 36 milljónir dollara hafi verið greiddar i lausnargjald til mannræningja fyrir þetta fólk. Skilnaður í Washington Washinj'ton. 10 janúar. AP. HAMILTON Jordan, aðalað- stoðarmaður Carters Bandarfkja- forseta og kona hans Nancy til- kynntu það á mánudag, að þau ætli að skilja. I þriggja lina yfirlýsingu sem blaðafulltrúi Carters, Jody Powell, dreifði, gáfu Jordanhjón- in ekki upp ástæðuna fyrir skiln- aðinum. Þau skýrðu aðeins frá því að þau hefðu sameiginlega tekið þessa ákvörðun og að þau vonuðu að fólk myndi virða hana. I viðtali sagði frú Jordan að þau hjónin hefðu skýrt forsetahjónun- um frá þessari ákvörðun á sunnu- dag, og þau hefðu bæði verið mjög skilningsrik og vinsamleg. Hamilton Jordan og Nancy hafa verið gift í sjö ár og eru barnlaus. Nancy Jordan hefur verið forseta- frúnni til aðstoðar um fram- kvæmd ýmissa mála og kemur til með að halda því áfram. Utvarp Reykjavik FIMWITUDtkGUR 12. janúar MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Guðrún Guðlaugsdóttir Iýkur Iestri sögunnar „Draumastundir dýranna" eftir Erich Hölle f þýðingu Vilborgar Auðar lsleifsdótt- ur (4). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Tónleikar kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Konunglega fílharmoníu- sveitin í Lundúnum leikur „Melusinu“ forleik op. 32 eft- ir Mendelssohn; Sir Thomas Beecham stj. Fílharmoníuhljómsveitin í Vín leikur Sinfóníu nr. 4 f f-moll op. 36 eftir Tsjaíkov- ský; Lorin Maazel stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 12.25 Veðurfregnir og fréttir. \ Tilkynningar. Á frívaktinni Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 „Þau gefa okkur ull- ina...“ Þáttur um heimaprjón. — Umsjón: Þórunn Gestsdóttir. 15.00 Miðdegistónleikar Hermann Prey syngur óperu- aríur eftir Mozart. Ríkis- óperuhljómsveitin í Dresden leikur með; Otmar Suitner stjórnar. Isaac Stern og Pinchas Zukermann leika með Ensku kammersveitinni Sinfóníu Concertante f Es- dúr (K 364) eftir Mozart; Daniel Barenboim stjórnar. FÖSTUDAGUR 13. janúar 1978 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Prúðu leikararnir (L) Leikbrúðurnar skemmta ásamt gamanleikaranum Steve Martin. Þýðandi Þrándur Thorodd- sen. 20.55 Kastljós <L) Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Guðjón Ein- arsson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar 17.30 Lagið mitt Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Gísli Jónsson flytur þáttinn. 19.40 tslenzkir einsöngvarar og kórar syngja 21.55 Sumarást (Lumiere d’été) Frönsk bfómynd frá árinu 1943. Leikstjóri Jean Gré- millon. Aðalhlutverk Paul Bernard, Madeleine Renaud og Pierre Brasseur. Ung stúlka kemur til stuttrar dvalar á hóteli I Suður- Frakklandi og kynnist fólki úr ýmsum stéttum þjóðfé- lagsins. Þýðandi Ragna Ragnars. 23.40 Dagskrárlok 20.10 Leikrit: „Júnó og páfugl- inn“ eftir Sean O’Casey Þýðandi: Lárus Sigurbjörns- son. Leikstjóri: Gísli Hall- dórsson. Persónur og leikendur: Jack Boyle, kallaður „stjóri"/ Róbert Arnfinns- son. Júnó Boyle, kona hans/ Guðrún Þ. Stephensen. Johnny/ Hjalti Rögnvalds- son. Mary/ Anna Kristfn Arngrímsdóttir. Daly, kallað- ur „Joxer“/ Rúrik Haralds- son, öll börn þeirra. Frú Maisie Madigan/ Soffía Jakobsdóttir. Charlie Bent- ham skólakennari/ Gísli Al- freðsson. Jerry Devine/ Sig- urður Karlsson. Aðrir leikendur: Árni Tryggvason, Aróra Halldórs- dóttir, Guðmundur Pálsson, Jón Gunnarsson, Eyvindur Erlendsson, Klemenz Jóns- son og Jón Hjartarson. 22.00 Píanóleikur f útvarpssal: Guðný Ásgeirsdóttir leikur a. Partítu nr. 2 f c-moll eftir Bach, og b. Þrjú intermezzó eftir Brahms. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Spurt í þaula Árni Gunnarsson ritstjóri stjórnar umræðuþætti, þar sem Matthías Á. Mathiesen fjármálaráðherra verður fyr- ir svörum. Umræðan stendur allt að klukkustund. Fréttir. Dagskrárlok. Sean O’Casey. Gísli Halldórsson leik- Lárus Sigurbjörnsson stýrir verkinu í kvöld. þýddi leikrit vikunnar. Leikrit vikunnar írland í kringum 1920 í KVÖLD klukkan 20.10 verður flutt í útvarpi leikritið „Júnó og páfugl- inn“ eftir Sean O’Casey. Þýðandi er Lárus Sigur- björnsson, en leikstjórn annast Gísli Halldórsson. Með helztu hlutverk fara þau Róbert Arnfinnsson, Guðrún Þ. Stephensen, Hjalti Rögnvaldsson, Anna Kr. Arngrímsdóttir og Rúrik Haraldsson. Leikurinn gerist á tím- um uppreisnar og óróa á írlandi um 1920. Boyle- fjölskyldan býr í sam- býlishúsi í Dyflinni. Fjöl- skyldufaðirinn, Jack Boyle, kallaður „stjóri“, nennir ekki að vinna, en sprangar bara um eins og páfugl með slæpingjan- um Joxer Daly og lætur konu sína vinna fyrir heimilinu. Kemur sér vel að hún er ákveðin og viljasterk, því hún þarf svo sannarlega á því að halda. Sean O’Casey, sem réttu nafni hét Shaun O’Cathasaigh, fæddist í Dyflinni árið 1880. Framan af ævi var hann verkamaður, vann meðal annars í byggingariðnaði KLUKKAN 22.50 í kvöld stjórnar Árni Gunnars- son ritstjóri umræðu- þættinum „Spurt í þaula“. 1 kvöld situr Matthías Á. Mathiesen fjármáiaráðherra fyrir svörum, en umræðan get- ur varað f allt að klukku- stund. og við járnbrautarlagn- ingu. Fyrsta leikrit hans, „Skuggi skotmannsins“ kom út árið 1922, en „Júnó og páfuglinn" var frumsýnt í nóvember 1925 við mikla hrifningu áhorfenda. Síðar komu til dæmis „Plógur og stjörnur" 1926 og „Silfurbollinn” 1929, sem Abbey-leikhúsið neitaði að sýna, vegna þess að þar kemur fram stefna eldheitra friðarsinna. Af síðari leikritum hans mætti nefna „Rauðar rós- ir“ 1943, „Eikarlauf og ilmjurtir" 1946 og „Bál- köstur biskupsins“ 1955. Þá skrifaði hann einnig nokkra einþáttunga og sjálfsævisögu í sex bind- um, „Ég ber að dyrurn", árið 1939. Hún var bönn- uð í írska lýðveldinu. Sean O’Casey lézt í Torquay í Davon árið 1964. O’Casey er léð sú list að blanda saman kímni og djúpri alvöru, jafnvel harmsögulegu efni, eins og greinilega kemur fram í „Júnó og páfuglin- um“. Áður hafa verið flutt í útvarpinu eftirtalin leik- rit O’Caseys: „Nætur- ævintýri" 1959, „Rauðar rósir“ 1965, „Máninn skín á Kylenamoe" 1968, „Kvöldskuggar“ 1969 og „Plógur og stjörnur” 1975.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.