Morgunblaðið - 18.01.1978, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JANUAR 1978
Jón Halldór Hannesson kennari í innhverfri ihugun:
$
Osigranleiki handa öllum þjóðum
I fyrri grein minni um kerfið
Innhverf fhugun (Morgunblaðið
3. 1. 78) fjallaði ég um áhrif tækn-
innar Innhverf Ihugun á ein-
staklinginn. Þar kom fram að
innri þróun mannsins kemur
fram sem bættur og mælanlegur
árangur í ytra lifi, þannig að hið
andlega og hið veraldlega eru
ekki andstæður heldur nærast
ytri svið lífsins sjálfkrafa með því
að samstilla þau við tært svið
skapandi greindar, sem liggur
handan fíngerðasta stigs hugsana-
starfs. I þessari grein ætla ég að
fjalla um áhrif kerfisins Innhverf
íhugun á samfélagið, en þar kem-
ur hið sama í ljós: Hin ytri svið
dafna sjálfkrafa ef hugað er að
rótunum.
Tfmaskeið uppljómunar
Hinn 12. janúar 1975 lýsti stofn-
andi vísinda skapandi greindar,
Maharishi Mahesh Yogi því yfir
að dögun nýs tímabils, tímaskeiðs
uppljómunar, væri hafin. Hann
sagði m.a.: „Vitað er innan eðlis-
fræðinnar að svið . minnstrar
örvunar efnisins, skv. skammta-
fræði eðlisfræðinnar, er svið full-
kominnar reglu, svið algerra sam-
tengsla, svið allra möguleika,
heimkynni allrar þekkingar og
heimkynni allra náttúrulögmála.
Þegar þessu sviði minnstrar
örvunar er náð á sviði vitundar
með reglulegri iðkun Innhverfrar
íhugunar hafa hundruðir lífeðlis-
fræði-, sálfræði-, félagsfræði- og
vistfræðirannsókna sýnt að
líkamanum fer fram, hugurinn
verður skýrari, heilsteyptari og
markvissari. Hegðun verður öll i
jafnvægi og áhrifin á umhverfið
verða lífvænleg. Þvi er ljóst að
daglega ættu allir að iðka Inn-
hverfa ihugun, sem er hagnýti
þáttur vísinda skapandi greindar.
Þetta ættu menn að gera fyrir
sinn innri frið og til að auka jafn-
vægi, fullnægju og framfarir í
ytri þáttum lífsins og leggja þar
með sitt af mörkum — það eina
sem þeir geta lagt af mörkum —
til að vísa inn og gera tímaskeið
uppljómunar stöðugt."
Þegar blaðamenn spurðu hann
hvernig hann gæti lýst yfir dögun
tímaskeiðs uppljómunar á timum
þegar öryggisleysi ríkti, glæpir
væru í algleymingi og ekki væri
séð út úr verðbólgu og efnahags-
Kerfið
iimhverf
ihugun —
Síðari
grein
kreppunni sem iðnaðarþjóðir
vesturlanda glímdu þá við,
svaraði hann: „Döguninni er
aðeins hægt að lýsa yfir meðan
enn er myrkur. Við vitum að
vandamál eru til staðar en um
glugga visindanna sjáum við
dögun tímaskeiðs uppljómunar."
Um glugga vísindanna, þ.e.a.s. á
grundvelli vísindarannsókna og
þá einkum rannsókna sem sýndu
að þegar 1% íbúa borgar iðkuðu
Innhverfa íhugun minnkaði tala
glæpa þar, sást dögun betri tíma.
Síðan Maharishi lýsti þessu yfir
fyrir nákvæmlega þrem árum
hafa fréttir um ástand mála víða
um heim borið vitni um batnandi
horfur og aukna bjartsýni. Fréttir
frá borgum og löndum sem nálg-
ast 1% markið skýra frá fækkun
glæpa þar, fækkun slysa, hærri
lífslíkum, bættu verðurfari og
aukinni landbúnaðarframleiðslu.
Nú eru yfir 900 borgir víða um
heim þar sem fjöldi iðkenda er
nægilega mikill til að neikvæðum
hneigðum fækkar.
Ösigranleiki
handa öllum þjóðum
Þessar jákvæðu fréttir urðu til
þess að þann 21. október síðast-
liðinn sagði Maharishi eftirfar-
andi í ræðu: „Við höfum fylgst
með þróun mála í heiminum að
undanförnu og séð að allar þjóðir
berast nú i átt til samstillingar,
hamingju, samræmis og skipu-
lags. Straumur timans er frádeil-
um og tortryggni en í áttina til
hjálpfýsi, þakklætis, virðingar og
uppörvunar.
„Glæpir og slys benda til ósam-
stillingar og ósamræmis í vitund
fólksins. Þegar glæpum fækkar er
vitund fólksins að vaxa í eigin-
leikum samræmingar og skipu-
lags.“
„Vitund einstaklinganna er
grunneining vitundar þjóðar-
innar. Þegar eiginleikar skipu-
lags og samræmis aukast I vitund
einstaklinganna vaxa sömu eigin-
leikar í vitund þjóðarinnar.“
Þessi vöxtur samræmis i þjóðar-
vitund sem fram hefur komið var
grundvöllur þess að Maharishi
lýsti því yfir að árið 1978 væri „ár
ósigranleikans handa öllum
þjóðum." Af þvf tilefni eru haldn-
ar hátfðir og ráðstefnur víða um
heim þ. 12. til 18. janúar. Aðal-
hátíðin fer fram í Seelisberg,
Sviss. Þangað var fulltrúum allra
þjóða boðið og fer þar fram af-
hending bjöllu sem tákni ósigran-
leikans.
Það kann að hljóma óraunhæft
að heyra því lýst yfir að nú megi
þjóðirnar fara að anda Iéttar,
hræðsla og tortryggni séu á
undanhaldi. Maharishi er þó vel
kunnugt um ástand mála í heim-
inum í dag. I áðurnefndri ræðu
sagði hann t.d.: „Það er okkur
mikil ánægja að lýsa yfir ósigran-
leika handa öllum þjóðum. Við
vitum að enn er verið að byggja
upp ósigranleikann og við vitum
að enn finna ekki allar þjóðir af
öryggi til ósigranleika, en um leið
og búið er að skrifa undir samn-
ing við byggingarverktaka setur
hann upp skilti við grunninn sem
Jón Halldór Hannesson
gefur til kynna hvers konar bygg-
ing sé í smíðum." Og Maharishi
leggur á það áherslu að ósigran-
leika handa öllum þjóðum sé auð-
velt að ná.
Vísindalegur bakhjarl fullyrð-
inga Maharishis eru rannsóknir á
möguleikum Innhverfrar íhugun-
ar til að skapa samræmi og skipu-
lag í taugakerfi einstaklinganna,
styrkja vitund þeirra og þar með
vitund þjóðarinnar.
Grundvallarregla
ósigranleíka
Ösigranleiki byggist á heil-
steypi. Ósigranleiki í byggingu
þjóðarvitundar þýðir að eyði-
leggjandi ytri áhrif geta ekki bor-
ist inn. Þessi vörn gegn óæskileg-
um áhrifum er komin undir heil-
steypi innri byggingarinnar.
Þannig að ósigranleiki handa öll-
um þjóðum er grundvallaður á
því að byggja samræmingu og
heilsteypi innan hverrar þjóðar-
vitundar. Þetta er hægt að gera
með því að kenna einstaklingun-
um að starfa frá grunnsviði vit-
undar, heimkynnum allra
náttúrulögmála, og skapa þar með
eingöngu lífvænleg áhrif. Þegar
þjóðfélag hefur eingöngu lífvæn-
leg áhrif innan sinnar eigin bygg-
ingar geislar það frá sér sömu
áhrifum. Græn ljósapera gefur
frá sér grænt ljós. Rauð ljósapera
gefur frá sér rautt ljós. Samræmt,
heilsteypt, skipulagt þjóðfélag
geislar frá sér samræmingu, heil-
steypi, lífvænlegum áhrifum,
skipulagi og þróun. Og þegar þjóð
hefur eingöngu uppbyggjandi
áhrif veldur það ánægju i fjöl-
skyldu þjóðanna; óvinir fæðast
ekki.
Osigranleiki þjóðanna byggist
því á því að kenna nægilegum
fjölda einstaklinga tæknina Inn-
Dr. Gudmundur Magnússon prófessor:
„Frestur er oftast
talinn á illu beztur”
Dr. Guðmundur Magnússon
prófessor var meðal frummæl-
enda á ráðstefnu Stjórnunarfé-
lagsins I Munaðarnesi sem ræddi
um fjárhagsleg markmið og af-
komu tslendinga og meðal þess
sem fram kom I máli Guðmundar
var eftirfarandi:
Við getum vissulega statað okk-
ur af nokkurri velmegun á mæli-
kvarða þjóðarframleiðslu og er-
um eitt af fáum löndum sem hef-
ur getað sameinað mikla verð-
bólgu og hagvöxt yfir í meðallagi.
Þetta hefur m.a. birst í sjálfum-
gleði. Mig langar i þessu sam-
bandi að vitna til skýrslu OECD
um Island í nóvember 1976, bls.
35—36: „í heild er erfitt að draga
j aðra ályktun en þá, að Islending-
I um hafi tekist að lifa tiltölulega
í rólegu lífi með verðbólgu sem
þætti ógnvekjandi annars staðar.
Það eru vissulega engin merki
þess að lýðræðið sé að farast eins
og margir telja óhjákvæmilegt í
kjölfar þrálátrar og mikillar verð-
bólgu. Að því er varðar skipan
framleiðslu og hagvöxt kann að
vera of fljótt að gera sér fulla
grein fyrir afleiðingum af þróun
síðustu þriggja ára, en verðbólgan
var þá mun meiri en áður. Það
yrði erfitt fyrir aðrar þjóðir að
draga lærdóm af reynslu Islend-
inga, þar sem þeir eru sérstæðir á
ýmsan hátt. Þjóðin er fámenn og
samstæð, þar ríkir vel mótuð fé-
lagsleg samstaða og tekjuskipt-
ingin er jöfn. Þjóðfélagið er ein-
falt f sniðum og auðvelt fyrir
sundurleita hópa að láta til sín
heyra. Reyndar mætti segja að
ein ástæða hinnar miklu verð-
bólgu sé tilraun til að gera öllum
til hæfis innan ramma slakrar
stjórnar á eftirspurn."
Þið takið eflaust eftir að sumt
af því sem sagt er virðist mót-
sagnakennt og fullyrðingar vant-
ar ekki. Einnig má lesa hluta til-
vitnunarinnar á þannig veg að
einn íslenskur hagfræðingur sé
að svara öðrum f gegnum OECD.
Það sem varð til þess að ég tók
þetta sérstaklega fyrir er einkum,
að lesa má á milli línanna að
verðbólgan sé ekki vandamál á
Islandi en varhugavert fyrir aðra
að feta í fótsporin vegna þess að
við erum svo gáfaðir!
(Þeir sem til þekkja vita, að það
sem stendur í skýrslum OECD er
mestmegnis haft eftir íslenskum
aðilum)
Síðar í sömu skýrslu stendur
m.a.: „Þar sem vöxtur vergrar
þjóðarframleiðslu hefur verið
4,9% á ári 1960 — 1975, eða rétt
ofan við meðalhagvöxt allra
OECD landa, getur tveggja stafa
verðbólga ekki hafa staðið hag-
vexti verulega fyrir þrifum."
„Það er erfitt að staðhæfa að
þessar aðstæður hafi brenglað al-
varlega framleiðsluskipan og hag-
vöxt þar sem fiskveiðar hafa verið
mjög arðsamar og uppistaða
hinna góðu Iífskjara á Islandi sem
hafa verið sambærileg við lífskjör
á öðrum Norðurlöndum."
Kemur ekki fram í þessu greini-
leg trú á að allt leiki í lyndi og að
verðbólgan hafi ekki verið til traf-
ala. Athugið sérstaklega að til-
vitnun er ekki lengra aftur í tím-
ann en frá 1976.
Þessi sjónarmið endurspegla að
mínum dómi þau viðhorf sem ríkt
hafa í garð verðbólgunnar á síð-
ustu áratugum. Fremur hefur
verið litið á verðbólguna sem
tekjuskiptingavandamál en sem
skaðræðisvald fyrir ráðstöfun
framleiðsluþátta og hagvöxt.
Þetta er auðvitað alhæfing sem
ekki er án undantekningar.
Það er áberandi þegar horft er
um öxl að mikil tregða hefur ríkt
á því að grípa til aðgerða til mót-
vægis við spennu í eftirspurn á
vörumarkaði eða vinnumarkaði.
Þetta er þó ekki íslenskt sér-
kenni. Frestur er oftast talinn á
illu bestur. Ymsar tafir eru á leið-
inni frá því að breyting á sér stað
t.d. á fiskverði erlendis þar til
ákvarðanir eru teknar til mótvæg-
is og þær eru farnar að segja til
sín. Einkennandi fyrir okkur er
hins vegar vantrú á leiðum sem
sannað hafa gildi sitt annars stað-
ar.
Ég hef einkum í huga viðreisn-
ina 1960, inngönguna í EFTA
1970, tregðuna á því að beita verð-
VIÐSKIPTl
VIÐSKIPTI — EFNAHAÍíSMAL — ATHAFNALÍF.
Umsjón: Sishvatur Blöndal.
tryggingu eða hreyfanlegri vöxt-
um á lánamarkaðinum, trúna á
gildi verðstöðvunar og almennt að
ætla sér að ráða við afleiðingar
þenslumyndandi aðgerða með
boðum og bönnum. Ef litið er á
þróun viðskiptakjara 1950 — 1960
má sjá að þau voru tiltölulega
stöðug. Viðreisnin kom því 5—10
árum of seint. Aðildin að EFTA
kom sömuleiðis 5—10 árum of
seint. Nú fyrst þegar bankakerfið
er að skreppa saman og afurðalán
eru veitt úr seðlapressunni er far-
ið að stemma stigu fyrir neikvæð-
um raunvöxtum peningalegrar
spörunar. A þessa leið var bent af
okkur Ölafi Björnssyni fyrir 10
árum, en verðbólgan varð að fara
yfir 50% viðbragðsþröskuld til
þess að menn létu sannfærast. Ég
tek fram, að ég tel ekki endilega
að verðtrygging sé lækning á
verðbólgunni, en hún stuðlar að
■mínum dómi að réttlátari tekju-
skiptingu og hamlar gegn óráðsíu
í meðferð fjár.
Settar hafa verið fram skoðanir
á því hvað hafi helst verið aflaga í
efnahagsmálum, hverju sé um að
kenna og hvað skuli gera.
I því sambandi hefur verið tíð-
rætt um fjárfestingu og fjármál
ríkisins. Það er vissulega afstætt
hvort fjármunamyndun er of mik-
il eða ekki, en allt bendir til þess
að arðsemi fjárfestinga sé léleg.
Hvað sem um erlendar lántökur
má segja, en þær hafa brúað það
bil sem fjármunamyndun hefur
farið fram úr innlendri spörun,
værum við að græða á heimsverð-
bólgunni, ef fénu væri vel varið.
Mikil tilhneiging er til að kenna
þróun ríkisfjármála um hvernig
komið er. Auðvitað er góð stjórn
ríkismála mikilvæg, enda eru út-
gjöld hins opinbera röskur þriðj-
ungur þjóðarframleiðslunnar. Ég
held þó að greyið hann Garmur sé
skammtaður um of. Umsvif hins
opinbera í þrengri skilningi eru
hér ekki meiri en gengur og ger-
ist og hefa ekki vaxið hraðar en
að meðaltali í nálægum löndum.
En hinn sýnilegi hrammur hins
opinbera sést betur en hin ósýni-
lega hönd annarra afla. Aftur á
móti hafa áhrif hins opinbera á
stjórn peningamála gegnum er-
lendar kántökur og fjárfestinga-
málasjóði og fleira haft afdrifarík
Guðmundur Magnússon.
áhrif, en oft er ekki greint á milli
þeirra umsvifa sem birtist i fjár-
lögum.
Einnig endurspeglast togstreita
milli hópa og byggðarlaga i fjár-
lögunum. Hitt er jafnljóst að bæði
aukin umsvif hins opinbera og
hallarekstur sérstaklega með
seðlaprentun hefur aukið verð-
bólguvandann.
Aftur á móti virðist tilhneiging
til þess að vanmeta þátt launa-
mála og peningamála i verðbólg-
unni. Hvort sem okkur likar betur
eða verr eru launatekjur
70—80% þjóðartekna. Það er því
vonlaust að stunda jafnvægisbú-
skap nema launaþróun sé í sam-
ræmi við svigrúm til launahækk-
ana, framleiðniaukningu og bætt
skiptakjör. Akjósanlegast væri að
samstaða næðist milli aðila vinnu-
markaðarins og ríkisstjórnar um
svigrúm til kjarabóta. Takist það
ekki og komast á úr þeim ógöng-
um sem við rötum í hvað eftir
annað verður að grípa til ein-
hverra hegningaraðgerða sem að-
ilum vinnumarkaðarins væru
ljósar frá upphafi. Sterkt rikis-
vald getur sett stólinn fyrir dyrn-
ar annaðhvort með því að skatt-
leggja launahækkanir umfram
svigrúm eða með þvi að neita að
fjármagna verðhækkanir sem
fylgja i kjölfarið, nema hvort-
tveggja sér Annað jafngildir frest-