Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1977 Mikil sala í nýjumbflum UNDANFARIÐ hafa nýir bflar selzt mjög vel og það svo, að um- boðin hér á landi hafa ekki haft undan við að afgreiða nýja bfla. Þá var og hægt á gjaldeyrisyfir- færslu til kaupa á bifreiðum f sfðustu viku, þannig að umboðin gátu ekki náð öllum þeim bflum út úr tolli, sem þau vildu og höfðu ætlað sér. Hjá Heklu var Morgunblaðinu tjáð, að bílasala væri búin að vera mjög mikil og þá sérstaklega ef miðað væri við árstima. Hekla gæti afgreitt þetta 3—4 bíla á dag og væri með afgreiðslu fram í miðja næstu viku. Hjá Velti var Mbl. sagt, að mikil sala væri í bílum en því miður hefði verið langur afgreiðslu- frestur á bílum frá þeim og því allir bílar seldir með löngum fyr- irvara. — Salan hefur verið mjög líf- leg, var svarið sem fékkst hjá sölustjóra Sveins Egilssonar og bílarnir hafa selzt eftir því sem við höfum haft undan að afgreiða. Jón Ármann Hédinsson í framboð? „ÞO ÉG sé ekki lengur í fram- boði fyrir Alþýðuflokkinn f Reykjaneskjördæmi, er ekki þar með sagt að ég verði ekki f framboði," sagði Jón Armann Héðinsson alþingismaður þeg- ar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Að öðru leyti sagð- ist hann ekki vilja tjá sig frek- ar um málið. Á 23. þúsund manns í próf- kjörum sjálf- stæðismanna MJÖG mikil þátttaka var í próf- kjöri sjálfstæðismanna f Reykjaneskjördæmi til alþing- iskosninganna að vori eins og fram kemur f annarri frétt Morgunblaðsins f dag. Þátt tóku 7.647 kjósendur. 1 þessu sambandi tók Morgunblaðið saman, hver þátt- taka hefði orðið í opnum próf- kjörum Sjálfstæðisflokksins til þessa. I Reykjavík greiddu at- kvæði 9.877 kjósendur, i Reykjanesi 7.647 kjósendur, í Vesturlandi 2.219, í Vest- mannaeyjum 1.195 og í Rangár- vallasýslu 1.070. Samtals hafa því tekið þátt f prófkjörum Sjálfstæðisflokksins 22.008 manns. Prófkjör hafa ekki farið fram í öðrum kjördæmum og í Árnessýslu og Vestur- Skaftafellssýslu hafa prófkjör ekki verið opin öllum kjós- endum. Átta kjörnir í kjörnefnd KJÖRNIR hafa verið 8 fulltrú- ar f kjörnefnd sem sjá á um prófkjör Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnarkosninganna, sem fram eiga að fara f sumar. Alls sitja f kjörnefndinni 15 og eru 7 tilnefndir af sjálfstæðis- félögunum f Reykjavfk. Þá 8, sem þegar hafa verið kjörnir, kýs Fulltrúaráð sjálfstæðisfé- laganna. Samkvæmt upplýsingum EIl- erts B. Schram alþingismanns, formanns fulltrúaráðsins, hef- ur enn ekki verið gengið frá tilnefningu félaganna. í kosn- ingu fulltrúaráðsins um fulltrú- anna 8 tóku þátt 507 rnanns, en eftirtaldir menn voru kjörnir í nefndina: Bjarni Guðbrands- son, blikksmíðameistari, Þor- valdur Þorvaldsson, bifreiða- stjóri, Hannes Þ. Sigurðsson, fulltrúi, Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri, Anna Borg, skrifstofumaður, Hinrik Bjarnason, æskulýðsfulltrúi, Sigurður Angantýsson, verka- maður, og Skafti Harðarson, skrifstofumaður. Blaðamenn veittu verk- fallsheimild A FÖSTUDAG og laugardag fór fram allsherjaratkvæða- greiðsla I Blaðamannafélagi Is- lands um það hvort blaðamenn veittu stjórn félagsins heimild til boðunar vinnustöðvunar I yfirstandandi kjaradeilu. A kjörskrá var 141, atkvæði greiddu 94 eða 66,7% félags- manna. 92 sögðu já við verk- fallsheimild, 1 blaðamaður sagði nei og eitt atkvæði var autt. Sáttafundur í kjaradeilu blaðamanna og blaðaútgefenda var haldinn í gær og stóð í um 5 klukkustundir. Ekkert þokaðist í samkomulagsátt, en nýr fund- ur hefur verið boðaður í dag klukkan 14. Skreiðarvið- ræðumar — enginn árangur FULLTRÚAR skreiðarútflytj- enda hafa vrið undanfarnar vikur í Nígeríu f þeim tilgangi að fá nfgersk stjórnvöld til að heimila innflutning á þeirri skrið, sem Islendingar gerðu í fyrra og hitteðfyrra samning um að selja til Nfgerfu, en sem kunnugt er er verðmæti skreið- arinnar milli 6 og 7 milljarðar kr. Morgunblaðinu var tjáð í gær, en enn sem komið væri, hefðu viðræðurnar ekki borið árangur, en vonazt væri til að eitthvað gerðist á næstu dögum og í dag er Sigurður Bjarnason sendiherrra tslands í Nígeríu væntanlegur til Lagos til að ræða skreiðarmálið við viðkom- andi ráðherra þar í landi. Stjómmálaviðhorf- ið og efnahagsmálin VERKALÝÐSRÁÐ Sjálfstæðis- flokksins og Málfundafélagið Óð- inn halda almennan fund þriðju- daginn 7. febrúar í Valhöll, Háa- leitisbraut 1. Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra ræðir um efnahags- og kjaramál og stjórnmálaástandið Geir almennt. Hallgrfmsson Fundurinn hefst kl. 8.30 e.h. * é beer is only j SOLDTO ÍCREW MEMBER5 SBIii. SKIH, SKCH SKOl SKOL SKOI Þetta spjald blasir við ferðafólki f frfhöfninni á Keflavfkurflugvelli, en á þvf stendur að bjór sé aðeins seldur til áhafna. Aðrir eigi ekki kost á að kaupa bjór til að hafa með sér inn f landið úr frfhöfninni. Axel Jónsson um úrslitin í Reykja- neskjördæmi: „Geta kom- ið niður á flokknum” MORGUNBLAÐIÐ hafði sam- band við Axel Jónsson alþingis- mann f Kópavogi f gær og spurði hann álits á úrslitum prófkjörs sjálfstæðismanna f Reykjanes- kjördæmi. Axel er sem kunnugt er 4. þingmaður sjálfstæðis- manna f kjördæminu, en sá af þremur frambjóðendum f próf- kjörinu úr Kópavogi sem mest fylgi hlaut lenti f 7. sæti nú. Axel vakti athygli á því að Kópavogur væri fjölmennasta byggðarlagið í kjördæminu og hefði 1000 fleiri íbúa en næst stærsta byggðarlagið, Hafnar- fjörður. ,,Ég met þessi úrslit þannig, að það sé ekki sterkt fyrir Sjálfstæð- isflokkinn að hafa engan fulltrúa úr stærsta byggðarlaginu í efstu sætunum og ég tel að það geti komið niður á flokknum í kom- andi kosningum.“ Mikið af loðnu frá Sléttu að Langanesi 36 skip með 12 þús. lestir á sunnudag TÖLUVERT mikið af loðnu fannst um helgina norður af Mel- .akkasléttu, NNA af Langanesi og eins 55 mflur austur af Langa- nesi. Er nú hljóðið f loðnusjó- mönnum og fiskifræðingum allt annað en áður, þvf sagt er að loðnan sem þarna sé á ferðinni sé mikil og eins virðist austasti hluti loðnunnar nú vera á töluverðri hreyfingu suður með Austfjörð- um og má búast við að loðnan fari 15—20 sjómflur á sólarhring suð- ur á bóginn á næstu dögum. Sæmileg veiði var hjá loðnuskip- unum um helgina og frá þvf um hádegi á laugardag þar til á sunnudagskvöld tilkynntu 36 skip um afla, samtals 12.100 lestir. A sunnudagskvöld gerði brælu og lægði ekki á ný fyrr en f gær- kvöldi, en þá var vitað um mörg skip að veiðum NNA af Melrakka- sléttu, en hins vegar var á ný spáð versnandi veðri. Loðnunefnd ákvað i fyrradag að veita í fyrsta skipti flutninga- styrk á þessari vertíð. Attu skip sem færu suður fyrir Gerpi að fá 2. kr. á kfló og var styrkurinn bundinn við ákveðið magn á hverja höfn. Þennan flutninga- styrk á hins vegar að endurskoða á ný í dag. Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins i gær og spurðist fyrir um fituinnihald og þurrefnisinni- hald loðnunnar, sagði Jóhann Þorsteinsson, sem sér um þessar rannsóknir, að þann 29. jan. sl. hefði loðnan verið 10.1% feit og þurrefnisinnihaldið þá reynst vera 16.1%. Scanhouse steyp- ir fyrstu grunnana í Lagos í Nígeríu „Við byrjum á fyrstu grunnunum í þessari viku og steypum þá jafnvel í þann fyrsta. Þá erum við nú búnir að ryðja 60—70% þess lands, sem viö þurfum undir byggingarnar í þess- um fyrsta áfanga,“ sagói Hafsteinn Baldvinsson hjá Seanhouse Ltd. í Lagos í Nígeríu þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í gær, en sem kunnugt er, hefur Scanhouse tekið að sér mjög miklar byggingar- framkvæmdir þar í landi, bæði fyrir stjórnvöld og eins fyrir stór fyrirtæki þar í landi. Hafsteinn sagði, að á milli 140 og 150 manns ynnu nú við þessar framkvæmdir hjá Scanhouse, fimm íslenzkir verkstjórnarmenn væru þegar komrtir til starfa og von væri á 5 í þessari og í næstu viku. Þá væru þeir einnig með 3 skozka verkstjóra og ennfremur Þjóðverja í vinnu. „Ef það væri ekki veðrið, sem hrelldi loðnusjómennina, þá væri ugglaust mjög góð loðnuveiði þessa dagana, en mikið af loðnu hefur nú fundist á svæði frá NA af Melrakkasléttu að svæði rétt- vísandi austur af Langanesi,“ sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræðingur þegar Morgunblaðið ræddi við hann I gær. Hjámar, sem nú er leiðangurs- stjóri á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni, sagði þegar Morg- unblaðið ræddi við hann, að þeir væru staddir NA af Melrakka- sléttu og þar hefði fundist mikil loðna á stóru svæði. Að visu væri loðnan þarna nokkru dreifðari en hún hefði verið um helgina, en ef veður yrði gott og loðnan kæmi nær yfirborðinu, ætti að geta orð- ið mjög góð veiði á þessu svæði. Ennfremur sagði Hjálmar, að loðna hefði fundist ANA af Langanesi. Þar hefðu nokkur veiðiskip verið í fyrrinótt, en litið getað aðhafst sökum veðurs. Um hádegisbil i gær hefði svo rann- sóknaskipið Árni Friðriksson fundið loðnu 55—60 milur, við landgrunnskantinn, réttvisandi austur af Langanesi. Eftir því sem bezt væri vitað, væri þarna töluvert af loðnu, sem væri nú á leið suður með Austfjörðum. Eyjólfur Friðgeirsson leiðang- ursstjóri á Árna Friðrikssyni Framhald á bls. 30. Tveim íslendingum vísað frá Fœreyjum FYRIR nokkrum dögum var tveimur íslendingum vísað frá Færeyjum og þeir sendir til Islands, en þeir höfðu orðið uppvfsir að innbroti og ávfsana- fölsun á eyjunum. Blaðið Dimmalætting skýrir frá þvi, að kringum 20. janúar hafi verið brotizt inn I verzlun Frits Jensens í Gundadali og þar verið stolið 400 kr. í pening- um og ávísanahefti. 3. febrúar náði lögreglan þjófunum, sem reyndust vera tveir Islendingar og voru þeir strax sendir til Islands með það í veganesti, að þeir væru óvelkomnir til Fær- eyja í framtíðinni. Islendingarnir, sem báðir eru 19 ára, reyndust vera með föls- uð nafnskírteini, fyrst og fremst i þeim tilgangi að geta keypt áfengi i Færeyjum. Þá segir Dimmalætting, að I ljós hafi komið, að annar pilt- anna hafi verið í Færeyjum í fyrra. Hefði hann þá falsað ýmis skjöl og selt gífurlegt magn af áfengi á eyjunum. Að því loknu hafi hann farið til Danmerkur, keypt þar 2 kíló af marihuana og smyglað því síð- an til íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.