Morgunblaðið - 07.02.1978, Side 39

Morgunblaðið - 07.02.1978, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR 1977 39 Minning: Herdís Guðmunds- dóttir frá Siglufirði Fædd 23. nóv. 1912. Dáin 31. jan. 1978. Dimmur veturinn hopar af hólmi og daginn fer að lengja. Af beði þjáninga og þrauta rís vor- björt vera og leitar þess ljóss, er aldrei dvín. Herdis hét hún, dóttir Guð- mundar Jónssonar og Guðrúnar Magnúsdóttur að Syðsta-Mói í Fljótum. Þar ólst Herdfs upp í hópi glaðværra systkina, fluttist þaðan til Siglufjarðar og bjó þar alla tíð. Borg Miklaholtshreppi: Mikill klakagaddur í túnum sem gæti orsakað kal í vor Borg f Miklaholtshreppi, 19. janúar. Arið sem leið er horfið f ald- anna skaut, nýtt árið hefur hafið göngu sfna. Óráðið hvað það muni bera f skauti sfnu. Er þvf ekki úr vegi að Ifta til baka og festa á blað fáeina punkta til minningar um árið sem kvaddi fyrir nokkrum dögum. Frá áramótum liðins árs var kaldur kafli, sem stóð ekki mjög lengi. Febrúarmánuður var með eindæmum veðurgóður, stilltur flesta daga og rigningarlaust. Frostin í janúar fóru nokkuð djúpt í jörð. Urðu nokkur vand- ræði víða með vatnsleysi á bæjum þar sem kúabú eru stór. Marz og aprfl voru kaldari og úrkomusam- ari, en þó ekki veruleg frost. Maí var kaldur og þurr, gróður kom ekki verulega upp fyrr en í maí- lok og fyrripart júni. Gekk þá í rigningar og marga daga voru þó nokkuð miklar vætur. Júlímánuð- ur var mjög úrkomusamur en hlýr og grasspretta mikil. Erfiðlega gekk með heyskap, þar sem tún voru raklend, vegna þeirra miklu rigninga sem á und- an höfðu gengið. Um mánaðamót júlí og ágúst gekk til mun hag- stæðari veðrátta. Náðust þá nokk- uð sæmilega verkuð hey. Suma daga gekk á með fjallaskúrum og tafði það eðlilega fyrir mörgum með heyöflun. Hér í sveit voru fjórir fyrstu dagar mánaðarins þurrir en á næstu 28 dögum kom éinhver úrkoma á hverjum sólar- hring, en þar sem rigningin var ekki veruleg hröktust hey ekki veruiega. í september var ágæt tfð og endalok heyskapar voru alls staðar mjög sæmileg, hey ekki hrakin en úr sér sprottin. Athugull bóndi í Breiðavíkur- hreppi sagði við mig í haust að eftir þetta sumar ætti hann lakari hey að gæðum heldur en í fyrra, nú eru þau öll úr sér sprottin og trénuð. Ég gat náð f mikið af góðu heyi í júlí í fyrra en var ekki hægt að þurrka tuggu vegna rigninga í júlí. September og október voru hag- stæðir hvað veðráttu snertir. Kartöflur spruttu sæmilega, dilk- ar reyndust síst lakari en í fyrra. — Nóvember var kaldur og úr- komusamur, fé kom víðast hvar f hús fyrstu daga í nóvember. Hef- ur það staðið inni flesta daga sið- an, að fráteknum nokkrum dög- um síðast í nóvember og fyrstu viku desember. Nú er klakagadd- ur mikill á túnum, og gæti það orsakað kal ef þessi gaddur stæði lengi. En bráðum byrjar þorri, kannski við fáum þá góðan bata og gaddur af túnum hyrfi. — Þetta er nú í stórum dráttum lýs- ing á veðurfarinu á árinu. Framkvæmdir: Búnaðarsamband Snæfellinga smíðaði steypumót s.l. vetur til bygginga á útihúsum, gripahús- um, þurrheyshlöðum og flatgryfj- um. Setti Búnaðarsambandið á stað í vor vinnuflokk með þessi gryfjumót og gekk vinna þeirra mjög vel. Völdust i þennan vinnu- flokk samhentir og duglegir menn. Byggðar voru nfu bygging- ar á vegum þessa vinnuflokks. Sjön þeirra voru votheys- og þurr- heysgeymslur, eitt fjárhús og eitt fjós. Akveðið er að þessi starfsemi haldi áfram' næsta sunrar; því pöntuð hefur verið vinna við ný- byggingar sem nægja flokknum allt næsta sumar. Auk þessara bygginga sem vinnuflokkurinn byggði, var talsvert byggt af vot- heysgeymslum, sem bændur sáu sjálfir um framkvæmdir á. Er hér um mjög nytsamlegar fram- kvæmdir að ræða, þvi veðrátta hér í sýslu er fremur úrkomusöm og votheysverkun er því eina rétta leiðin til þess að fá vel verk- að fóður fyrir búpeninginn. Ræktun: Ræktun hygg ég að hafi verið með mjög svipuðu móti, þó sízt meiri, þvi erfiðlega gekk með ræktunarstörf í júlí vegna mikill- ar úrkomu og klaki fór seint úr jörðu. Óneitanlega hefur afkoma bænda verið mikið rædd manna á meðal undanfarið og er það ekki að ástæðulausu. Bændur hafa ekki borið sinn hlut af þjóðartekj- um. Er því ekki að ástæðulausu að raddir frá bændum heyrist nú um kjaramál sín. Leitt er til þess að vita að ungt fólk getur vart byrjað búskap, vegna dýrtfðar, vaxtaok- urs og Iélegrar fyrirgreiðslu af hálfu hins opinbera. Hér í sýslu hafa tveir bændur sem fyrir nokkrum árum keyptu jarðir og byggðu þær að me?tu upp auglýst þær til sölu vegna þess að nú eru skuldirnar orðnar svo háar að þeir ráða ekki við afborganir af þeim. Þetta er óhugnanleg þróun, sem þarf að breyta ef ekki á að fara verr en nú er komið. Félags- og menningarlíf: Félags- og menningarlíf hefur verið með ágætum hér í sveit. Spila- og bingókvöld er haldin af og til og eru jafnan vel sótt. Þorrablót eru nú í undirbúningi og það eru mjög vinsælar skemmtanir sem jafnan eru mjög vel sóttar, og fylgja þeim oftast heimaunnin skemmtiatriði og rausnarlegar veitingar. Þá er nýlega Iokið félagsmála- námskeiði sem kvenfélögin geng- ust fyrir. Leiðbeinandi á þessum námskeiðum var formaður Kven- félagasambands Islands, frú Sig- ríður Thorlacfus. Var þetta nám- skeið sem stóð í þrjá daga vel sótt af konum úr 4 hreppum hér sunn- an fjalls. Lionsmenn starfa hér af fullum krafti og láta margt gott af sér leiða. Páll Pálsson. Hafrún tekin upp í f jöru Bfldudal, 3. fcbrúar. LJÓST er að miklar skemmdir hafa orðið á Hafrúnu á strand- staðnum í Arnarfirði. Báturinn liggur nú uppi í fjöru í Bildudals- höfn og bíður sérfræðinga og við- gerðarmanna. Varðskipið Týr náði Hafrúnu á flot klukkan 3 í nótt og var komið með bátinn að bryggju á Bíldudal klukkan 8 i morgun. Báturinn var þá fullur af sjó fram að lest og gerðu dælur slökkviliðsins ekki meira en að hafa undan, þvi ekk- ért lát mátti verða á dælingu svo báturinn dytti ekki niður við bryggjuna. Fréttaritari. Mun Siglfirðingum þykja að henni mikill sjónarsviptir. Disa var gæfukona, sem hýsti í hjarta sér gleði og gæzku. Skarpa greind og skáldgáfu hlaut hún í vöggugjöf og veitti óspart af sin- um andans auði. Henni auðnaðist að hlúa að foreldrum sfnum til hinztu stundar, með manni sin- um, Páli, leiddi hún synina þeirra tvo, Jón Gunnar og Guðmund, til manndóms og mennta. Þeirra er sorgin mest, svo og tengdadóttur- innar og barnabarnanna. Það voru dýrðardagar, þegar Dísa mín kom í bæinn. Húsið ómaði af hlátri, gáska og glettni, hversdagsleikinn fór í felur og brösótt tilveran breytti um lit. Lengi þráði eg þennan fund þóttist eiga gleði vísa. Það var okkar óskastund, er þú komst í bæinn, Dísa. Fleiri hefðu þessar ferðir átt að vera, en forlögin gefa engin grið. Samfylgd okkar er lokið að -sinni. Nú fer Dísa frænka ekki norður, hún svífur í sólarátt. Hún mun lifa í ljóðum sínum og sög- um, í mildi og mannúð, í öllum, sem er glatt og gott. Ég kveð föðursystur mína eins og eitt sinn forðum að lokinni sumardvöl hér syðra. Vart min gerist gleði naum geymi ég perlu mikilsvirði. í sjóði á ég dýran draum um Disu mina á Siglufirði. Brvnhildur H. Jóhannsdóttir. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AliGLYSINiíA- SÍMINN KK: 22480 ELDSVOÐIGERIR EKKI BOÐ ÁUNDAN SER NÚ FÁST HIN LANDSÞEKKTU CHUBB SLÖKKVITÆKIOG REYKSKYNJARAR HJÁ S.S. í GLÆSIBÆ. Stuðlið að öryggi heimilisins og hafið ávallt Chubbviðhendina. ÖLAfUR GÍSLASOM & CO. Ufi SUNDABORG 22 - SÍMI 84800 - 104 REYKJAVÍK Styður ÞU á réttu hnappana? „Af hverju olivetti A 4? — Vegna þess að ég' var bara lítill karl, en eftir að ég fór að nota bókhaldsvélina olivetti A 4, sem er sérstak- iega hönnuð fyrir lítil og miðlungsstór fyrir^ tæki, varð ég stór karl.“/~^^'~~ ~ y oiiueiu A 4 hefur þessa kosti: oliuettiA 4 er ALHLIÐA ELEKTRÓNISK BÓKHALDSVÉL. Notuð vlð: reikningsútskriftir, launaútreikninga, færslu á sparlsjóðsbókum og vaxtaútreikningum. oliwetti A 4 er ekki of stór, né of lítil. oiiuetti A 4 getur þar af leiðandi elnmitt verið hentug fyrir þig. olivelli „Með olivetti A 4 styður þú sannarlega á réttu hnappana" Skrifstofutækni hf. Tryggvagötu— Reykjavík Box 454 - Sími 28511

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.