Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 1
48 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 31 tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 197' Prentsmiðja Morgunblaðsins. Styrjöldin um Ogaden: Sómalir á hröðu undanhaldi Moskvu, Lundúnum, Madawein. 6. febrúar — Reuter. SOVÉZKA fréttastofan Tass skýrði frá J>ví í kvöld að eþíópiskt herlið hefði gert „velheppnaða" árás á sveitir Sómala í Ogaden, og hefði orðið mikið mannfall f liði Sómala. Væru Sómal- ir nú á hröðu undanhaldi og hefðu þeir orðið að skilja eftir mikið af vopn- um á slóð sinni. Þessi fregn kemur heim og sam- an við yfirlýsingu Jama Ali, yfirmanns sómólsku hersveitanna í Ogaden í dag, en Ali sagði að undan- hald hefði verið ákveðið eftir gífurlegar loftárásir og stórskotaliðsárásir sovézkra og kúbanskra herja. Sómalir hafa enn snúið sér til Bandarfkja- manna, Frakka, V- Þjóðverja, Itala og Breta með beiðni um aðstoð vegna styr jaldarinnar. Moshe Dayan utanrikisráðherra ísraels, sem nú er staddur í Genf, lýsti því yfir i kvöld, að ísraels- menn hefðu selt Eþíópíustjórn vopn. Hann sagði að ástæðulaust væri að leyna því að Israelsmenn teldu sér hag í þvi að leggja rækt við vináttu sína við Eþíópa, sem stæði á gömlum merg, einkum með tilliti til hernaðarlega mikil- vægrar legu Eþfópiu að sjó. Day- an sagði að ljóst væri að vopnin frá ísrael væru notuð gegn Sómöl- um, en hann vísaði þvi á bug að ísraelsmenn hefðu selt Eþfópum flugvélar um leið og hann sagði að engir israelskir hermenn væru í landihu. Bandaríska utanríkisráðuneyt- ið skýrði frá þvi í dag, að Kúbu- menn hafi nú sent þúsund manna Framhald á bls. 30. Yuri Orlov Þyngri sakir bornar á Orlo v A nú yfír höfði sér sjö ára fangabúðavist Moskvu — 6. febrúar — Reuter, AP IRINA Orlov, eiginkona eðlis- fræðingsins Yuri Orlovs, var I morgun kölluð I aðalbækistöðvar sovézku öryggislögreglunnar KGB. Þar var henni tjáð að ákær- an á hendur eiginmanni hennar hefði verið þyngd til muna og fæli nú meðal annars I sér „and- sovézkan áróður", en þyngsta refsing við slfku athæfi í Sovét er sjö ára fangábúðavist. Aður hafði Orlov verið gefið að sök að hafa „ófrægt Sovétríkin", en þyngsta refsing við þvflfku háttalagi er þriggja ára vist f fangabúðum. VarTrinu Orlov tjáð í morgun að hún yrði að vera búin að útvega manni sfnum verjanda innan fimm daga. Ekki er vitað hvort þessi frestur táknar að réttarhöld Framhald á bls. 30. J immy Carter og Anwar Sadat koma til Washington frá Camp Ðavid. Sadat verður I Washington par iu a miðvikudaginn og ræðir þar viðfulltrúa Bandarfkjastjórnar. (AP-sfmamynd). ísraelar nota gamlar adferdir og úreltar hug- myndir í Mðarviðræðum — segir Sadat Washington — 6. febrúar — AP ANWAR Sadat forseti Egyptalands, sem nú er í Bandaríkjunum, sakaði í kvöld ísraelsmenn um að vera á hættulegri braut og nota „gamlar aðferðir og úreltar hugmyndir" f frið- arviðræðum. „Ég er fús til að gera allt, sem verða má til að þessi tilraun beri árangur, þar til ég hef komizt að þeirri niður- stöðu að nógu langur tfmi sé liðinn án þess að nokkur raunveruleg þróun eigi sér stað", sagði Sadat í ræðu, sem hann hélt á fundi hjá samtökum blaðamanna í Washington. Forsetinn nefndi ekki hvað hann kynni að taka til bragðs ef Israelar kæmu ekki til móts við kröfur hans. Sadat var harðorður í garð Begins forsætisráðherra ísraels vegana stuðnings hans við þá, sem hafa sezt Framhald á bls. 30. Færeyingar sem ja við EBE Frá Jögvan Arge, fréllarilara MorKunblaðsins f Fíereyjum FÆREYINGAR og Efnahags- bandalagið hafa gert með sór fisk- veiðisamning, sem gildir til næstu áramóta. Mega skip frá EBE-rrkjum veiða 3.400 tonn af þorski og 3.600 af ýsu við Færeyj- ar, en auk þess tæp 40 þúsund tonn af öðrum fiski. Færeyingar mega veiða alls 3 þúsund tonn af sfld á miðum EBE, 29 þúsund tonn af makrfl, 8.500 tonn af „Hreinn hugarburð- ur og vitleysá - segir Fred Fielding um „Deep Throat" 99 New Vork — 6. febrtiar — AP — Reuler FRED Fielding, sem New York Magazine segir að H.R. Kalde- man fullyrði að verið hafi „Deep Throat" f bók sinni um Watergate-hneykslið, hefur vís- að þessari staðhæfingu á bug. „Ég hef ekki haft tækifæri til að lesa bók Haldemans, en ég get lýst þvf yfir að hver sá bókarkaf Ii, þar sem ég er talinn vera Deep Throat, er hreinn hugarburður og vitleysa. Ég vísa þessari sögu algjörlega á bug, svo og ásökuninni," sagði Fred Fielding, sem er 38 ára gamall lögfræðingur. Hann starfaði um skeið undir stjórn John Deans f Hvfta húsinu, en Haldeman Dean var eitt helzta vitnið f Watergate-málinu, sem varð til þess að Nixon forseti sagði af sér. „Deep Throat" var hinn dul- arfulli sögumaður blaðamann- anna Bernstein og Woodward, og sá hann þeim fyrir mikil- vægum upplýsingum um inn- brotið í Watergate og eftirleik- inn. Frétt um hina væntanlegu bók Haldemans birtist í New York Magazine, og þar segir einnig að Nixon hafi sjálfur þurrkað upptöku af hljóðbandi, og þannig orsakað 18V4 mínútu eyðu, sem valdið hefur miklum heilabrotum. Aður hefur Rose Mary Woods, einkaritari Níxons, sagt að hún kunni af slysni að hafa þurrkað út af bandinu 4—5 mínútna kafla, en hún segist enga hugmynd hafa um hvernig aðrar eyður séu til- Nixon komnar. New York Magazine heldur þvi fram, að Nixon hafi sjálfur ætlað að hlusta á allar hljóðupptökur i því skyni að afmá öll samtöl, sem valdið gætu vandræðum, en hann hafi brátt komizt að raun um að slíkt verkefni tæki mörg ár. Bók Haldemans, „Valdalok", kemur út 27. febrúar n.k. Haldeman hefur verið i fang- elsi frá því í júni í fyrra þar Framhald á bls. 30. rækju við Grænland og tæp 80 þúsund tonn af Norðursjávarfiski til bræðslu. Atli Dam lögmaður segir að samningurinn sé hag- kvæmur fyrir færeyskan sjávar- útveg, en samningurinn auðveld- ar Færeyingum m.a. skipulag veiða, þar sem nú liggur nokkuð Ijóst fyrir hvaða aflamöguleikar eru fyrir hendi f ár. Að frátöldum þorski og ýsu skiptist afli EBE-skipanna á Færeyjamiðum sem hér segir: 25 þúsund tonn af ufsa, 6 þús. tonn af blálöngu, 7 þús. tonn af karfa, • 600 tonn af lúðu, 500 tonn af keilu og 600 tonn af öðrum fisktegund- um. Samkvænit samningnum fá Færeyingar að veiða 1 þúsund ¦tonn af síld í Skagerak og 2 þúsund tonn vestur af Skotlandí, en auk þess makril, bræðslufisk og rækju eins og að ofan greinir. Aður hafa Færeyingar gert samninga um gagnkvæmar veiðar við Norðmenn, íslendinga, Kanadamenn og Sovétrikin. Frankinn sígur enn Parfs, 6. febrúar. Keuler FRANKINN heldur áfram að slga 'á erlendum gjaldeyrismarkaðí, og er ástæðan ekki sfzt talin sú að franski kommúnistaflokkurinn hefur lýst þvf yfir að þjóðnýtingu banka I landinu verði hraðað sigri vinstri menn f þingkosningunum f næsta mánuði. Frankinn hefur sigið um 3.5% frá því að á miðvikudaginn í síð- ustu viku, og eru nú 3.93 frankar i bandaríkjadal. Frakklandsbanki hefur hækkað vexti í þvi skyni að draga úr spákaupmennsku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.