Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. ASalstræti 6, simi 10100. ASalstræti 6. simi 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuSi innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakiS. Stundum er spurt. hvers vegna MorgunblaSiS hafi stutt rikis- stjórnina. Ýmsum finnst margt fara aflaga i þjóSfélaginu, og þaS er rétt. MorgunblaSiS hefur reynt aS veita þeim aShald. sem ábyrgS bera. ÞaS hefur gagnrýnt ýmsar gerSir rikis stjórnarinnar. ÞaS hefur stundum fengiS hörS viSbrögS, bæSi frá ráSherrum og þingmönnum Sjálf- stæSisflokksins eSa fylgismönnum hans úti um land og i Reykjavik, ekki siSur en öSrum. ÞaS hefur stundum átt þessa gagnrýni skiliS, stundum ekki. En ritstjórar kippa sér ekki upp viS slikt. Gagnrýni á dagblaS er jafn sjálfsögS og sú skylda sem hvílir á frjálsu blaSi aS gagnrýna þaS. sem aflaga fer hjá opinberum embættis- mönnum. stjórnvöldum, sveitar- stjórnum o.s.frv. En gott dagblaS reynir einnig aS stySja viS bakiS á þeim. sem vel vinna. ÞaS gerir greinarmun á svartnætti og sólar- geislum. ÞaS reynir a.m.k. aS draga réttar ályktanir af staSreyndum. en búa sér ekki til rangar forsendur. Ályktanírnar eiga ekki aS vera e.k. geSþóttaákvarSanir ritstjóra. Hér i blaSinu hefur áSur veriS skýrt frá þvi meS rökum, hvers vegna MorgunblaSiS hefur stutt núverandi ríkisstjórn. enda þótt þaS hafi fundiS henni sumt til foráttu — og a.m.k. ekki alltaf aS ástæSulausu. En rikisstjórnin hefur náS góSum árangri i ýmsum málum. í Reykja vikurbréfi hefur áSur veriS bent á meS samanburSi viS nágrannalönd okkar. aS viS erum nokkuS vel i stakk búin aS mæta erfiSleikum. sem alltaf má búast viS. Lifskjörin hér eru ekki verri en þau gerast i nágrannalöndum okkar. þar sem at- vinnuleysi hefur ríkt og siSur en svo. aS úr þvi dragi. Atvinnuleysi i Finn- landi er t.d. aS aukast. MikiS at- vinnuleysi er i Bretlandi og viSar i Efnahagsbandalagslöndum. ekki sizt Danmörku. sem viS höfum oft boriS okkur saman viS. Rikisstjórn Sjálf- stæSisflokks og Framsóknarflokks á þann heiSur skiliS aS hafa komiS i veg fyrir atvinnuleysi hér á landi, enda þótt vinstri stjórnin hafi skilaS af sér búi. sem var nær gjaldþrota. Samt tók hún viS góSu búi af ViSreisnarstjórn Jóhanns Hafstein á sinum tima. Þetta eru m.a. ástæSurnar til þess aS MorgunblaðiS hefur stutt þessa ríkisstjórn. Hún hefur samt ekki náS þeim árangri á öllum sviðum. sem til var ætlazt eða vonazt var til. en hún hefur þó náð árangri á ýmsum sviSum. Kaupmátturinn hefur aukizt. þaS vita allir, enda þótt verðbólgan sé sá skaSvaldur. sem engum hefur tekizt aS ráða við. Hún var 54% þegar núverandi rikisstjórn tók viS völdum, en var á miðju siSasta ári komin niSur i 26%. ÞaS var góSur árangur, enda þótt siSan hafi sigiS á ógæfu- hliSina vegna óraunsæis i kaup gjaldsmálum. Rfkisstjómin hefur þó náS verulegum árangri i efnahags- málum. Þegar hún tók við völdum haustiS 1974 var gjaldeyrisstaðan komin langt niður fyrir stórt núll. en á siðustu 12 mánuðum batnaði hún um rúmlega 6 þúsund milljónir króna. ÞaS er góður árangur. Þegar rikisstjórnin tók við völdum, nam viSskiptahallinn út á viS um 11 —12% af þjóSarframleiSslu. Hann er nú kominn niSur I rúmlega 2%. ÞaS er einnig góSur árangur. Þegar rikisstjórnin tók við af vinstri stjórninni, var stórfelldur hallarekst- ur hjá rikissjóði. Hann er nú nálægt jöfnuSi. ÞaS er enn góSur árangur. Af þessum ástæSum einnig hefur MorgunblaSiS stutt núverandi ríkis- stjórn. Meginstefna hennar ætti aS leggja grundvöll að þvi. að þjóSar- skútan komist á réttan kjöl. enda þótt viS getum ekki enn hrósaS sigri I þeim efnum. ÞaS er slagsiSa á skútunni. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn gerði þaS aS stefnu sinni aS færa út fisk- veiSilögsöguna i 200 milur, hló ÞjóS- viljinn; þá hló raunar allt AlþýSu- bandalagið „undir forystu" LúSviks Jósepssonar. ÞaS var mikil sinfónia. Framsóknarmenn báru gæfu til að taka undir 200-milna stefnuna og geta þvi litið meS stolti yfir þetta kjörtimabil. Þeir hafa átt þátt i þvi. að fslendingar sitja nú einir aS 200 milna fiskveiSilögsögu sinni. 200 milna fiskveiðilögsaga á kjörtimabil- inu er mesti árangur rikisstjórnar- innar. Þessi stefna hennar hefur far- ið saman viS stefnu MorgunblaSsins. Þess vegna ætti það ekki að koma neinum á óvart. aS blaSiS stendur viS bakið á rikisstjórn. sem hefur unnið svo mikinn og góSan sigur i þessu sjálfstæSismáli þjóSarinnar. Eða hverjum skyldi hafa dottiS i hug þegar krafan um 200 milna fisk- veiðilögsögu var fyrst sett fram. að við sætum einir aS fiskimiðum okkar undir lok þessa kjörtimabils? ÁreiSanlega fáum. Rikisstjórnin hef- ur haft forystu um fiskveiSi- og verndunarmál og ber að fagna þvi. ÞaS hefur ekki verið erfitt aS stySja málstað hennar i þessum efnum, siður en svo. Allt siðasta kjörtimabil var reynt aS veikja varnir íslands og öryggi. Þegar núverandi rikisstjórn tók viS völdum, urSu þáttaskil. Varnar- og öryggismál fslands hafa verið leyst. þjóSinni hefur létt. ÞáS hefur ekki veriS deilt um meginatriði öryggis- mála á þessu kjörtímabili. Þegar þorskastríðiS stóS sem hæst. voru háværar raddir almenningsálits og jafnvel forystumanna þess efnis. aS við ættum aS segja okkur úr NATO og varnarliSiS skyldi fara heim. MorgunblaSiS skrifaði af hörku gegn þessum röddum. benti á að viS ættum fremur aS nota aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu til aS ná 200 milum en aS hlaupa úr því. ÞaS var ekki vinsælt verk á þeim tima aS skrifa þannig þvert á almenningsálit- ið ÞaS er ekki sízt vegna aSildar okkar aS NATO, sem viS höfum fengiS 200 milna fiskveiðilögsögu. Atlantshafsbandalagsrikin voru flest bandamenn okkar i þorskastríSinu gegn Bretum. þau veittu okkur styrk með ýmsum hætti og settu þrýsting á Breta. sem varS okkur ómetan- legur. Án aSildar að Atlantshafs- bandalaginu er óvíst. hvort viS hefS- um fengiS 200 milna fiskveiSilög- sögu. Þetta vita allir nú. Stefna rikis- stjórnarinnar i fiskveiðimálum og af- staða íslands i öryggis- og varn- armálum hefur farið saman. ÞaS er þvi ekki aS ástæðulausu. sem MorgunblaSiS hefur fylgt núverandi rikisstjórn i þessu máli. MeSan þorskastríSið stóð sem hæst. fór for- sætisráSherra á fund Wilsons. þá- verandi forsætisráSherra Bretlands. og plægSi akurinn, svo unnt yrSi aS ná samkomulagi. ÞaS tókst. For- sætisráSherra sýndi þá mikið þrek. ÞolgæSi hans viS erfiSar aðstæSur þá vakti traust. sem hefur kannski ráSiS úrslitum um það, að ríkisstjórn- inni tókst aS standa af sér þau vá- lyndu pólitisku veSur. sem gengu yfir landiS. Þá ekki sizt sýndi forsæt- isráSherra, að hann er trausts verS- ur. Þegar allt þetta er haft i huga og miS tekin af staðreyndum og þvi. sem undan er gengiS. er ekki undar- legt þó aS blaS eins og MorgunblaS- iS telji ástæðu til þess að styðja núverandi rikisstjóm, undir forystu Geirs Hallgrimssonar, enda þótt þaS hafi gagnrýnt einstakar gerSir henn- ar eSa aðgerSaleysi, t.a.m.. i verS- lagsmálum. sem eru ekki komin i höfn, þá eru höft á ferSamannagjald- eyri út í hött nú á dögum og alger tímaskekkja, skattamálin hafa ekki veriS leyst og fleira mætti tina til. En meginstefnan i þeim málum, sem hafa veriS efst á baugi. eins og fiskveiði- og öryggismálum, hefur borið meiri árangur en bjartsýnustu menn þorSu aS vona. Og margvisleg- ur árangur hefur náðst i efnahags- málum, þrátt fyrir allt. En þó verSur aS viSurkenna. aS i þeim efnum hafa vonirnar ekki rætzt. Enn sigur á ógæfuhliSina. NauSsynlegt er þvi að gripa i taumana og hefja efnahags- lega endurreisn eftir þaS álag. sem rangir kaupgjaldssamningar á sl. ári hafa haft f för meS sér. bæði fyrir rikiS og allan atvinnurekstur. Ætli nokkur telji eftir sér að taka þátt i þvi aS sú efnahagslega endurreisn. sem tekizt hefur á þessu kjörtima- bili, geti haldið áfram eftir aS þær ráðstafanir. sem nú þarf að gera. hafa borið árangur. Við þurfum aS halda i horfinu um stund. áður en viS getum hafiS nýja sókn fyrir bættum lifskjörum. Hitt er svo annað mál. að öllum ber saman um. aS velmegun hafi sjaldan eða aldrei veriS meiri á íslandi en nú. Af þeim sökum einnig hefur veriS ástæSa til aS styðja við bakið á núverandi rikisstjórn. Grundvöllur- inn hefur veriS lagður. Ef rétt er á haldið og reynt aS draga úr stétta- átökum i staS þess aS magna þau — en þau eru forsenda verSbólgunnar aS dómi Magnúsar Kjartanssonar — þá getum við vonazt til þess, að verðbólgudraugurinn verSi kveðinn niður á islandi og viS þurfum ekki að óttast um efnahagslega framtið þjóSarinnar. En til þess þarf að ganga hreint til verks og sniða af verstu kýlin. þó aS undan sviði um stund. Höldum í horfinu Kvikmyndahátíð 1978: AFLEIKUR er ein þriggja mynda Wim Wenders sem sýnd var í Tjarnarbæ en hin fjórða og nýjasta — Ameríski vinurinn — var hins vegar sýnd i Háskólabíói og oftar en einu sinni, guði sé lof. Tjarnarbæjarmyndirnar voru aðeins sýndar einu sinni aftur á móti og af þeim átti undirritaður þess aðeins kost að sjá Afleikinn. Eftir þá sýningu er ég enn daprari en ella að missa af hinum, en maður verður aðeins að vona að hinar tvær — Ótti markvarðar við vítaspyrnu og í tímans rás — eigi eftir að berast hingað á ný, þótt síðar verði. Afleikur er annars einkennileg mynd, torskilin en ótrúlega heillandi Myndin er afsprengi sam- vinnu þeirra Wenders og austurriska rithöfundarins Peter Handke (f 1942) sem samdi Ótta markvarðar við vítaspyrnu og einnig leikritið um Kaspar Hauser, sem sýnt var í Þjóð- leikhúskjallaranum fyrir nokkru Peir hafa áður unnið saman þar sem er kvikmyndagerð Ótta markvarðar og ýmislegt bendir til þess að lífssýn og listviðhorf þeirra tveggja séu ekki ósvipuð Það á að heita að Afleikur sé nútimaútgáfa af sögu Göthe um ferðir Wilhelms Meisters, en þá bók skrifaði skáldið á gamals aldri og komst að þeirri niðurstöðu að mér skilst að sérhæfingin, þ e að sér- hver ræktaði með sér sérstakt þekkingarsvið, eða hæfileika, yrði samfélaginu heilladrýgst en í sögunni um þroskaár Meisters hafði hann haldið fram að mestu hinu gagnstæða Ekki verður þetta þema sérlega áleitið í handriti Handke, líkiega er fremur að hann noti þessa umgjörð. ferðalagið, en fari frjáls- lega með efnið og móti með persónulegu svipmóti sínu Handke er líka kunnur fyrir það úr bæði leikhúslífi og bókum sínum að dýrka tungumálið — málið er veruleiki út af fyrir sig og leikhúsið á ekki að líkja eftir veröldinni heldur á veröldin að birtast sem eftirlíking af leikhúsi Þessu er líkt farið um Wenders, hann dýrkar myndmálið eins og svo berlega kemur fram í þessari mynd og Ameríska vininum og hefur fullkomið vald yfir miðlinum Samt sem áður er Afleikur fyrst og fremst bókmenntalegs, jafnvel heimspeki- legs eðlis, textinn er þungur og torræður á stundum, og hefði senni- lega kollsteypt myndinni, ef minni hæfileikamaður en Wenders hefði haldið um stjórnvölinn í Ijósi listrænna stefnuyfirlýsinga Handkes og tengsla Wenders við hann er maður beinlínis feiminn við að fara að leita að einhverjum boð- skap myndarinnar. enda dettur mér ekki til hugar að halda því fram, að ég hafi skilið hana til fulls. Senni- lega er heldur ekki til þess ætlast — veröldin birtist okkur sem eftirlíking kvikmyndar En samt er eins og eitthvað meira sé þarna að baki Ef það ætti að flokka þessa mynd, yrði líklega að skipa henni á bás sem „road-movie” eins og þeir kalla það í Ameríku, en þá er þess að gæta að flestar myndir Wenders eru af þessum toga og einnig eru ferðalög tíð í mörgum verka Peters Handke Hins vegar er vert að huga að því hverjir eru samferðamenn í þessari mynd Wilhelm sjálfur, maður sem vill skrifa en veit ekki hvað hann á að skrifa, gamli maðurinn, söngvar- inn sem tók þátt í 1 00 m hlaupinu á Ólympíuleikunum í Berlín en komst aðeins í undanrásir, alltaf að því kominn að segja alla sögu sina sem nazisti og gæzlumaður í útrýmingar- búðum; unga stúlkan sem fylgir honum, skemmtikraft getum við kallað hana, sem aldrei mælir orð af vörum né sýnir minnstu geðbrigði; þá leikkonan sem stöðugt er að reyna að ná sambandi við Wilhelm og loks þybbni maðurinn sem er að reyna að yrkja en er heldur lélegt skáld. Það er vart hægt að segja að myndin hafi söguþráð Wenders er sem fyrr að fjalla um vináttuna — samband þessa fólks, sem þó er fyrst og fremst upptekið af sjálfu sér og þó Wilhelm mest af öllum Átak- anlegasta atriðið er þó ef til vill heimsókn samferðamannanna í nið- urniddan bústað kapitalistans sem tekur á móti þeim með byssu í hönd ekki af því að hann ætli að skjóta þau heldur vegna þess að hann var að þvi kominn að skjóta sig þegar þau bar að Hann tekur þeim því fegins hendi, segir þeim frá því að kona sin hafi fyrirfarið sér nokkru áður. og verður tiðrætt um einmana- leikann og þá einkanlega einmana- leikann í Þýzkalandi, sem hann held- ur að sé meiri en annars staðar Ferðalangarnir hlusta án þess þó að Wim Wenders. leggja nokkuð til málanna. Þegar ferðalagnarnir koma heim úr hress- ingargöngunni morguninn eftir, hef- ur kapítalistinn hengt sig Upp úr því fer einnig að komast los á sam- ferðamennina Það er engu líkara en Handke og Wenders séu þarna að sýna fram á getuleysi eða vanmátt listarinnar og skemmtiiðnaðarins (ferðalangarnir eru fulltrúar mismunandi listgreina) til að koma nokkru til leiðar Skömmu áður sjáum við hópinn á göngu, þar sem samferðamennirnir verða vitni að átökum milli manns og konu án þess þó að áhugi þeirra vakni að ráði og af svölum í grennd- inni eys maður nokkrum svívirðing- um yfir þau fyrir að aðhafast ekkert til að eyða lífsótta hans. Víða í samræðum samferðamann- anna sín á milli koma fyrir hugleið- ingar um eðli einstakra listgreina. sumar bráðfyndnar, eins og þær hjá Wilhelm á göngunni löngu þar sem hann skrafar um skort sinn á athygl- isgáfu, ellegar að hann hafi ekki pólitíska sannfæringu En maður má líka hafa sig allan við til að fylgjast með myndmáli Wenders og táknum Wilhelm leikur ameríska rokkplötu í upphafi myndar, eins og svo margar persónur Wenders í öðrum myndum þegar þær eiga í erfiðleikum eða standa á krossgötum; hann brýtur iitlu síðar rúðu og sker sig svo blæðir Það blæðir líka úr nefi gamla söngvarans þegar hann kemur fyrir- varalaust inn í lif Wilhelms í upphafi myndar, og kapítalistinn sker sig til blóðs með penna sem Wilhelm síð- an tekur og strýkur af blóðið i nótu- bók sína Wenders lætur líka per- sónurnar hvað eftir annað sitja fyrir- framan sjónvarpsviðtæki, sem er í sambandi, sjaldnast nokkur mynd á skjánum og engin að horfa á Einu sinni bregður þó fyrir mynd á skján- um — atriði úr mynd eftir Jean Marie Straub einhvers mesta dýrk- anda kvikmyndaformsins. en i ann- að sinn sjáum við þau horfa á kvik- mynd á útibíó — La Victoria, að mig minnir eftir Peter Lillendahl, algjöra andstæðu Straubs sem þarna á hápólitíska mynd. Afleikur hefur á sér yfirbragð draums, hún eins og líður áfram draumkennd og seiðandi, og per- sónurnar tala gjarnan um drauma sín á milli Rökrænan, lógíkin er líka síður þessa heims en draumheima, og allt er þetta undirstrikað með ákaflega einkennilegri litabirtu i kvikmyndatöku Robby Múllers og félaga hans. í lok myndarinnar sjá- um við hvernig Wilhelm ógnar gamla söngvaranum sem leggur á flótta og litlu siðar segir hann einnig skilið við stúlkurnar tvær í lokin veltir hann þvi þó fyrir sér hvort það hafi ekki verið rangt, hvort hann hefði ekki átt að halda i vináttuna og jafnvel hlusta á frásögn gamla naz- Framhald á bls. 37. Vinir og samferðamenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.