Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR 1977 Selja gögn WashinKton 5. febrúar. Reuter, AP. ÖRYGGISRÁÐGJAFI Carters Bandaríkjaforseta, dr. Zbigiew Brezezinski, sagði í blaðaviðtali í dag að stjórnin yrði að hugsa sig vandlega um áður cn hún tæki ákvörðun um vopna- sölu til Egyptalands. Brezezinski sagði, að „það sem skipti máli væri að forðast þá stöðu að Egyptaland stæði varnar- laust eftir að Sovétmenn VEÐUR víða um heim stig Amsterdam 6 rigning Aþena 12 rigning Berlin 0 bjart Brussel 4 skýjaS Chicago + 8 snjókoma Frankfurt + 1 skýjað Genf 6 sólskin Helsinki + 4 skýjað Jóhannasarb. 27 sólskin Kaupmannah. 0 snjókoma Lisaabon 17 sólskin London 9 sólskin Los Angeles 20 rigning Madrid 15 sólskin Malaga 17 bjart Miami 23 bjart Moskva + 8 skýjað New York + 5 snjókoma Ósló + 1 snjókoma Palma. Majorca 14 bjart Paris 8 skýjað Róm 6 sólskin Stokkh. + 1 skýjað Tel Aviv 20 skýjað \Tokyó 7 skýjað Vin 0 skýjað Vesturveldin fylgjast með heræfingum í Sovét Moskvu, fi. febrúar, Reuter. SOVÉZKAR hersveitir hefja fimm daga æfingar I dag og f f.vrsta sinn frá lokum sfðari heimsstyrjaldar fylgjast brezkir og bandarfskir sérfræóingar með. Hernaðarsérfræðingum frá Hoilandi, Belgfu og Luxembourg hefur einnig verið boðið að fylgj- ast með æfingum, sem fara fram í IIvfta-Rússlandi og er þetta sam- kvæmt Helsinki-sáttmálanum frá 1975. Sérfræðingarnir áttu að halda af stað til Minsk á sunnudags- kvöld. Tuttugu og fimm þúsund manns taka þátt í heræfingum þessum, sem kallaðar eru „Bere- zina" og eru það nokkru færri hermenn en þeir sem tóku þátt í heræfingunum í júlí s.l., þegar vestur-þýzkum, frönskum, ítölsk- um, austurrískum og svissneskum sérfræðingum var boðið að fylgj- ast með. Helsinki-sáttmálinn kveður á um að aðíldarríki NATO og Var- sjárbandalagsins bjóði hvert öðru að fylgjast með heræfingum og er skílýrðið að í þeim taki þátt ineira en tuttugu og fimm þúsund her- menn. Þetta er í fjórða sinn sem Sovét- menn bjóða Vesturveldum að fylgjast með heræfingum frá því Helsinki-ráðstefnan var haldin, en í fyrsta sinn sem Bandaríkja- mönnum, Bretum og sérfræðing- Framhald á bls. 37. Bandaríkin her- til Egyptalands? hætta að senda hergögn. Ég held að það kæmi sér hvorki vel fyrir okkur né fyrir ísraelsmenn.“ Sadat hefur farið fram á það við Bandaríkjamenn að þeir selji Egyptum nýtízku hergögn, þar á meðal orrustuþotur af F-5E gerð. Hermálayfirvöld í Bandaríkjun- um hafa sagt Carter að þau hafi ekkrt á móti því að Egyptum yrðu seldar svo sem 50 orrustuþotur af þessari gerð, en Sadat hefur beðið um 120, en Carter hefur enn ekki gert upp hug sinn í þessum efn- um. Vopnasalan er háð friðar- horfunum í Miðausturlöndum og afstöðu bandaríska þingsins. Brezezinski ræddi einnig í blaðaviðtalinu um SALT- viðræðurnar og sagði að svo virt- ist sem sovézk stjórnvöld reyndu mjög að draga úr hraða viðræðn- anna af stjórnmálalegum ástæð- um. En hann sagði einnig: „Næst- um því í hverri viku verða þjóð- irnar sammála um eitthvert atriði." Brezezinski neitaði því að Carter væri hikandi í utanríkis- málum sínum, og sagði að hann hefði alls ekki í hyggju að lítils- virða SALT-samkomulagið. „Það sem Bandaríkin eru að leita eftir er samkomulag um af- vopnun sem er bæði sanngjarnt og gagnkvæmt." Þá sagði hann að Bandaríkja- menn hefðu hafið viðræður við Sovétmenn um bann við sölu á hergögnum til annarra ríkja, en varið fyrirhugaða vopnasölu sína til Egyptalands, írans og S:udi- Arabíu. Zbignew Brezezinski Progress-1 með rusl út í himinhvoffið Moskvu, 6. feb. Reuter. SOVEZKU geimfararnir tveir sem eru um borð í geimrann- sóknastöðinni Salyut 6. losuðu í dag flutningaflaugina Progress-1 frá og skutu henni af stað með rusii og öðru innanborðs og ætla þeir að hún brenni upp út f himinhvolfinu. Möguleikar eru þó á því, að hlutar flutningaflaugarinnar, sem vegur sjö tonn, nái að hrapa til jarðar en sovézkir vísindamenn segja að ef svo verði lendi þeir hlutar í af- skekktum svæðum á Kyrra- hafi. Með því að losa flutninga- flaugina Progress-1 frá Salyut- 6 aukast möguieikar á að senda mannað geimfar og tengja það við stöðina til aðstoðar mönnunum tveimur, sem þar hafa verið síðastliðnar átta vikur. Tass-fréttastofan sagði losun Progress-1 frá geimrannsókna- stöðinni mikinn ár.angur i sovézkum geimvísindum. Flutningaflaugin Progress-1 færði geimförunum Yuri Romanenko og Georgy Grechko fæðu og vatn til að þvo fatnað þeirra, sendibréf að heíman og skýrði Tass frá því að með aftengingunni ykjust möguleikar á því að senda mönnuð geimför til að tengja við Salyut-6. Tass skýrði enn fremur frá þvf að Progress-1 mundi vera yfir kyrrahafinu á miðvikudag í þessari viku. Verðnr Frydenlund sáttasemjari í deilu Grikkja og Tyrkja? Ankara 5. febrúar. Reutor TYRKNESKA utanríkis- ráðuneytid tilkynnti í dag, að Knut Frydenlund, utan- ríkisráðherra Noregs, væri væntanlegur í þriggja daga opinbera heimsókn til Tyrklands á miðvikudag. Fregnir hermdu í dag, að svo gæti farið að Tyrkir bæðu Frydenlund að reyna að miðla málum í deilu Tyrklands og Grikklands um yfirráð yfir Eyjahafi. Frydenlund mun eiga viðræður við forseta Tyrklands Fahri Koru- turk, forsætisráðherrann Bulent Ecevit og utanríkisráðherrann Gonduz Okcun. Knut Frydenlund. Safnar upplýs- ingum um danskt silfur á Islandi Talsmaður Lýðveldisflokksins (RPP), sem er núverandi stjórn- arflokkur, sagði að einnig væri búizt við því, að Tyrkir bæðu Norðmenn um aðstoð varðandi nýtingu olíuauðlinda þeirra á hafsbotni. í sfðasta mánuði sagðist tyrk- neska stjórnin ætla að endur- skoða afstöðu sína til EBE og gagnrýndi þá samninga sem sam- skipti EBE og Tyrklands eru byggð á. „Einnig á þessu sviði getum við lært mikið af Norð- mönnurn," sagði talsmaður RPP. „Samband svipað því sem Norð- menn hafa við EBE og byggt er á frjálsri verzlun, myndi hæfa okkur mun betur en núverandi staða.“ Þá sagði talsmaðurinn að verið gæti að rætt yrði um hvort Tyrk- land ætti að taka upp svipaða afstöðu til Nato og Norðmenn hafa gert, en þeir leyfa ekki erlendar herstöðvar í landinu og ekki heldur að kjarnorkuvopn séu í Noregi. Ennfremur er gert ráð fyrir að utanríkisráðherrarnir muni ræða um leiðir til að auka verzlun milli landanna, sem núna er lítil. DANSKI sparisjóðurinn SDS hef- ur ákveðið að veita Dananum O. Villumsen Krog 700.000 króna styrk til að halda áfram að taka myndir af dönskum silfurmunum á tslandi, svo og afrit af silfur- stimplunum á mununum. Villumsen Krog dvaldist hér á landi í sjö vikur í fyrra en hann mun á þessu ári ferðast um Norð- ur- og Austurland í samráði við Þjóðmínjasafn íslands og taka 7. febrúar, AP. 1976 — Kinverjar gefa til kynna að Hua Kuo-Feng svo að segja óþekktur varaforsætis- ráðherra þeirra, hafi veríð út- nefndur forsætisráðherra eftir dauða Chou En-lais í janúar. 1975 — Tveir sovézkir geimfar- ar ná heilu og höldnu lil jarðar eftir að hafa sveimað umhverf- is jörðina i 30daga. 1973 — Henry Kissenger utan- rikisráðherra Bandaríkjanna heldur f tveggja vikna sendiför til Hanoi og Peking til friðar- viðræðna eftir áratugar stríð í Indókína. 1947 — Arabar og Gyðingar fallast ekki á þá tillögu Breta að Palestínu verði skipt niður á milli Gyðinga og Araba. 1945 — Frankling D. Roosevelt. Winston Churchill og Jósef Stalin hittast á Jöltu við Svarta- haf. 1944 — Þjóðverjar gera gagnár- ás við Anzoi á ítalíu. 1920 — Alexander Koltchak aðmiráll liflátinn af sovézkum kommúnistum. 1887 — Kardínállinn Joachim Pecci kosinn páfi og kallaður Leó 12. 1831 — Stjórnarskrá Belgfu birt. 1793 — Austurriki og Prúss- land gera bandalag gegn Frökk- um. Afmæli eiga f dag: Wílliam Boyce, enskt tónskáld (1710 — 1779), Henri Fuseli, enskur listamaður (1741 — 1825), Charles Dickens, brezkur rit- höfundur (1812 — 1870), Dimitry Mendeleyev, rússnesk- ur efnafræðingur (1885 — 1935), Sir Thomas More, ensk- ur stjórnmáiamaður og rithöf- undur (1478 — 1535), Sinclair Lewis, bandarískur rithöfund- ur (1885 —1951). Hugleiðing dagsins: „Gefðu engum ráð nema þú sért beðinn um þaó.“ Þýzkt máltæki. myndir af silfurmununum og lýsa þeim. Ætlunin er að gefa út rit sem heitir „Danskir silfurstimplar fyrir 1870“ og hefur Chr. A. Böjes umsjón með því verki. Verða í ritinu myndir af öllum dönskum silfurmunum sem vitað er um, ásamt afriti af stimpli þeirra og lýsingu á þeim. Þá á Villumsen Krog einnig að kanna hvað til sé af skjölum, sem varpað geta ljósi á dönsku ein- okunarverzlunina á íslandi, en mikill áhugi er nú á því tímabili f Danmörku. ERLENT 82.000 fyrir nátt- húfu Napóleons Monte Carlo, 6. febrúar. AP. SILKINATTHÚFAN sem Napó- leon notaði um borð f skipinu „North Cumberland“, sem flutti hann f útlegðina á Elbu, seldist á uppboði f dag fyrir 375 dali, eða um 82.000 krónur íslenskar. Napóleon gaf William Pyle, sem var einn af vörðum Napóleons, húfuna og var það sonar- sonar-sonar-sonur Pyle sem seldi hana. Verðið var mjög svipað þvf sem reiknað hafði verið með. Poul P. M. Petersen Danskt yfírlitsverk yf- ir íslenzkar bókmenntir DANSKA menningarmálaráðu- neytið skýrði frá þvf f dag að það hefði ákveðið að veita danska skáldinu Poul P. M. Petersen styrk að upphæð 5.7 milljónir fs- lenzkra króna til að kosta útgáfu yfirlitsrits yfir fslenskar bók- menntir. Handritið er tilbúið til prentunar og er gert ráð fyrir að kostnaður við prentunina verði um 3.8 milljónir. Poul P.M. Peter- sen er vel þekktur hér á landi, en hann hefur þýtt fjölmargar fs- lenzkar bækur á dönsku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.