Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR 1977 Einn aðaltilgangur alþjóðlegra skákmóta á tslandi er að gefa þeim Islenzku taflmönnum, sem skarað hafa fram úr, tækifæri til að etja kappi við góða erlenda skákmenn. Um leið og áhorfend- um gefst gott tækifæri að fylgjast með hinum erlendu snillingum er fróðlegt að sjá hvernig fs- lenzku fulltrúunum reiðir af I keppni við þá. í þessu Reykjavík- urmóti beinast augun að þremur uiigum fslendingum, þeim Helga Ólafssyni, Margeiri Péturssyni og Jóni L. Arnasyni, fyrir utan stór- meistara okkar tvo. 1 1. umferð- inni gerði Helgi jafntefli við ann- an stórmeistarann okkar, Guð- mund, en Margeir og Jón háðu harðvftuga baráttu við aðra stór- meistara erlenda. Við skulum Ifta á viðureign þeirra Jóns og Miles. Hvftt: Jón L. Árnason Svart: A. Miles Sikileyjarvörn 1. e4 — c5 2. Rf3 — e6 3. d4 — cxd4 4. Rxd4 — a6 (Sovézkur skákmeistari að nafni Kan ruddi þessum leik braut þegar árið 1955 og náði strax miklum vinsældum. Leikurinn miðar að því sð hefja sem fyrst aðgerðir á drottningar- væng með peðaframrás) 5. Bd3 — Rc6 6. Rxc6 (Jón teflir nú í anda hins löngu liðna bandaríska skák- meistara Paul Morhpy sem var frægur fyrir hvassa og djarfa tafl- mennsku og lagði áherzlu á hraða útrás mannanna og f fljótvirkar aðgerðir). 6.... dxc6 (Miklu eðli- legri leikur heldur en 6 ... bxc6 því eftir þann leik á svartur erfið- ara með að jafna taflið) 7. f4 (Hvítur reynir réttilega að hindra e5 og torvelda þannig útrás drottningarbiskups svarts) 7.... e5! (svartur leikur þeim leik samt sem áður!) 8. f5 (og enn hindrar hvítur útkomu dr. biskupsins) 8.... Rf6 9. Df3 — Be7 10. Be3 — b5 11. 0-0 (11. a4!) hefði hindrað næsta leik svarts, en engu að sið- ur lftur hvíta staðan vel út og virðist Jón halda fyllilega á spöð- unum gagnvvart hinum fræga mótherja sínum, en Miles er eins og kunnugt er fyrsti stórmeistari englendinga og hefur staðið sig fádæma vel á undanförnum ár- um) 11.... c5 12. Hdl — Dc7 13. c4 (Gallinn við þennan leik er að sjálfsögðu aðallega sá að hann lokar sjálfkrafa leiðum fyrir hvíta hvítreita biskupinn, en ekki mátti leyfa svarti að leika c4 sem hefði veitt honum ákaflega gott spil fyrir alla hans menn) 13.... b4 14. Rd2 — Bb7 15. Bc2 — 0-0 16. g4! (Hvítur blæs ótrauður til sóknar á kóngsvæng, enda ekki eftir neinu að bíða. Jón sýnir ekki hinn minnsta vott um skort í hugrekki gagnvart andstæðingi sínum, sem verður nú að búast til varnar gegn þessari framrás peð- anna á kóngsvæng) 16.... Rd7 17. Rfl (Hvítur vill koma mönnum sínum betur fyrir áður en hann ryðst framar með peðin) 17..,. h6 18. Dg3 — Bg5 19. Bxg5 (Æski- legra hefði verið aðgeta leikið 19. h4 en hvítur óttaðist 19.. .. Bf4, en eftir 20. Df2! hefur hvítur enn tögl og hagldir í stöðunni) 19.... hxg5 20. h4! (Góður leikur. Ef nú t.d. 20... . gxh4 21. Dxh4 og hvítur fær hættulega mátsókn á h- línunni. Og ef 20. . .. f6 21. Re3 og hvitur hefur mikla stöðuyfir- burði.) 20.... Rf6!? (Svartur grípur til þess ráðs að fiska í gruggugu vatni og fórnar peði) 21. hxg5 — Rh7 (Svörtum geðjast ekki að 21. .. . Rxe4 eftir 22. De3 Sigur Friðriks yfir Larsen 1 annarri umferð var einkar glæsilegur og gladdi áhorfendur greinilega, þvf þeir gátu ekki stillt sig um að klappa Friðrik lof f iófa, þegar skákinni lauk. Ljósm. Mbl.: Rax. Viðureign Friðriks og hápunktur fyrstu umfer — Rd6 23. Dxe5 og hvítur peð yfir og yfirburðastöðu) 22. f6 (Þegar hér var komið sögu var Jón kominn í heiftarlegt tíma- hrak og átti ekki eftir nema um 5 mínútur til að Ijúka 9 leikjum í flókinni stöðu. Textaleikurinn lít- ur vel út; hann splundrar peða- virkinu í kringum kónginn og um leið bíða tveir góðir reitir hvíta riddarans; á f5 eða h5. En leikur- inn reynist ekki svona vel og þvi hefði verið betra að gefa strax peðið á g5 og leika einfaldlega 22. Re3 og sfðan Rd5 og hvítur heldur frumkvæðinu) 22.... Rxg5 23. fxg7 — Kxg7 24. De3? (En þetta er beinn afleikur í miklu tíma- hraki eins og fyrr segir. Miklu sterkara var strax 24. Re3 t.d. A: 24. . . . Rxe4 25. Rf5 og siðan De3 og hvítur vinnur. Eða B: 24. . .. Bxe4 25. Bxe4 — Rxe4 26. Rf5 og hvítur yfirburðastöðu. Sterkast er hins vegar C: 24.... Hh8 og stað- an er geysitvísýn.) 24.... f6 25. Rg3 — Had8 26. Rh5 — Kg6 27. Hxd8 — Hxd8 28. Hfl — Hf8 29. Hf5 — Rh7 (Miles sér við Jóni, en Jón lagði hér laglega gildru með síðasta leik sínum því ef 29.... Bc8 30. Rxf6 — Bxf5 31. Rd5 og síðan 32. exf5 og staðan er tvísýn? 30. Hf2 — Bc8 (Báðir keppendur hafa nú lokið tilskildum leikja- fjölda) 31. Ba4 — De7 (Ekki 31. ... Bxg4 vegna 32. Dg3 og hvít- ur fær hættuleg færi) 32. Bc6 (Hvítur hefði betur valdað peðið sitt á g4 en hvfti biskupinn sér loksins hilla undir eitthvað at- hafnafrelsi eftir langa innilokun) 32.... Rg5 33. Hg2 — Bxg4 34. Hxg4 — KxhS 35. De2 — De6 36. Hg3 — Kg6 37. Bd5 — Dc8 38. Dg2 — Hh8 (Eftir frækilega vörn' hefur svarti tekist að snúa taflinu við og nú kemur hrókurinn til skjalanna) 39. Hf3 — Hh4 40. Hf5 — Hf4 41. Bf7 (Hvíta taflið er tapað og sama hverju leikið er en þetta er sfðasta brella hvíts) 41.... Kxf7 42. Dxg5 — Dxf5 43. Dxf5 — Hxf5 44. exf5 — Kg7 45. Kf2 — Kh6 og hvftur gafst upp nokkrum leikjum síðar. Jón má vel við una með fyrri hluta þess- arar skákar þar eð hann fékk ljómandi góða stöðu en linaði tök- in er á leið. G.G. 1. umferð. Hvftt Larsen Svart Kuzmin Vfnartafl. 1. e4 — e5 2. Rc3 — Rf6 3. Rf3 — Rc6 4. Bc4 — Bc5 5. d3 — 0-0? (Korchnoi mælir með 5. — d6 6. Bg5 — Ra5!) 6. Bg5 — Bb4 (Tempotap, Larsen teflir gamalt afbrigði sem Rússinn er ekki vel heima í. Staðan er þó þess eðlis að það kemur ekki að sök) 7. 0-0 — Bxc3 8. bxc3 — h6 9. Bh4 — d6 10. Hel — Ra5 11. Bb3 — Bg4 12. h3 — Bxf3 (Til greina kom 12. — Bh5. Kuzmin kýs hins vegar að einfalda taflið.) 13. Dxf3 — g5 14. Bg3 — He8 15. h4 — Rxb3 16. axb3 — He6 17. d4 — Rd7 18. hxg5 — Dxg5 (til greina kom 18. J w 1ISIÍB8 1 ,» i1 Mm Með þátttöku Horts færðist Reykjavfkurskákmótið upp f 12. styrkleikaflokk. t annarri umferð tefldi Hort (t.v.) við sovézka stórmeistarann Kuzmin og lauk viðureign þeirra með jafntefli. — hxg5. Larsen hefur nú örlítið betri stöðu og ekki nema á færi snillinga að vinna svona stöðu á móti sterkum stórmeistara. Mér finnst þessi skák minna að mörgu leyti á skák Friðriks og Njadorfs á sfðasta Reykjavikurmóti, en þar vann Friðrik glæstan sigur.) 19. He3 — a6 20. De2 (hótar 21. Bxe5 og 22. Hg3.) 20. — Dg7 21. dxe5 — Rxe5 22. Bxe5 — Dxe5 23. Hdl — c6 24. Hd4 — Hg6 (Betra var 23. — Hae8) 25. f4! — De7 (ef Dxf4 þá 26. e5 og frípeðið gerir út um skákina). 26. Dd2 — He8 27. f5 — Hg4 (Hf6 er einnig vonlaust, vegna þess hve svörtu mennirnir standa ill-a. Urvinnsla Larsens á endateflinu er skólabókardæmi um hvernig vinna á svona stöður). 28. Hh3 — Dg5 29. Hxh6 — Dxd2 30. Hxd2 — Hexe4 31. Hhxd6 — Kg7 32. Hd7 — He3 33. Hxb7 — Hxc3 34. Hf2 — Kf6 35. Ha7 — Hg5 36. Kfl — Hc-c5 37. Hxa6 — Hgxf5 38. c4 — Ke5 39. Hxf5 — Kxf5 40. Ke2 — Ke4 41. Kd2 — Hg5 42. Hxc6 — Hxg2 43. Kc3 £ Hg3 44. Kb4 — f5 45. He6 — Kd4 46. c5 — Hg8 47. Hd6 — Ke5 48. Hdl — f4 49. Kc4 — Ke6 50. c6 — f3 51. Kc5 — f2 52. c7 — Ke7 53. Kb6 — Hgl 54. c8D — Hxdl 55. Dc7. Svartur gaf. S.Bj. Hvftt: Browne Svart: Polugaevsky Drottingarbragð (Meran vörn) 1. d4 — Rf6 2. c4 — e6 3. Rf3 — d5 4. Rc3 — c6 5. e3 — Rbd7 6. Bd3 — dxc4 7. Bxc4 — b5 (Hinir sögufrægu skákmeistarar GrUn- feld og Rubinstein tefldu fyrstir manna þessa byrjun árið 1924 í borginni Meran og ber þetta af- brigði síðan nafn af þeirri borg. Þessi skjóta framrás b-peðsins er síðan fylgt eftir með framrás c- peðsins sem er lykilleikur þessa afbrigðis. Þessi byrjun er allmik-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.