Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR 1977 35 Ólafur B. Thors formaður hafnarstjómar: ,,Hagkvæmnisathugun á rekstri og staðsetningu skipaviðgerðar- stöðvar lýkur í apríl eða maí” BORGARFULLTRlJI Alþýðu- bandaflokksins Björgvin Guð- mundsson bar fram eftirfarandi fyrirspurn á sfðasta fundi borgar- stjórnar. 1. Hverjar verða helztu framkvæmdir f Reykjavfkurhöfn á þessu ári? 2. a. Hvað lfður endurbótum f Vesturhöfn f þvf skyni að bæta aðstöðu útgerðar- aðila og þjónustufyrirtækja sjávarútvegsins? b. Hvenær er áætlað, að búið verði að flytja vöruflutningastarfsemina úr Vesturhöfninni? 3. Hvað Ifður athugunum á framtfðarstaðsetn- ingu skipaverkstæðis og hugsan- legrar skipasmfðastöðvar? 4. Hvaða ráðagerðir eru uppi um lokun hafnarinnar? 5. Hvenær er áætlað að hefja framkvæmdir við uppfyllingu norðan Grandagarðs til þess að auka rými fyrir fisk- vinnslu og útgerðaraðstöðu? Formaður hafnarstjórnar Ólaf- ur B. Thors (S) svaraði fyrir- spurninni og sagði, að i rekstrar- áætlun Reykjavíkurhafnar fyrir árið 1978 hefði verið gert ráð fyrir að umbeðin 40% hækkun á gjaldskrá hafnarsjóðs fengist staðfest. Miðað við þær forsendur voru rekstrartekjur hafnarsjóðs áætlaðar rúmar 840 milljónir. Nú Iiggur fyrir að aðeins fæst stað- fest 35% hækkun. Með tilliti til útkomu ársins 1977 og miðað við 35% hækkun gjaldskrár eru rekstrartekjur nú áætlaðar 830 milljónir sagði Ólafur. Tekjur af gatnagerðargjöldum eru áætlaðar 20 milljónir, en rekstrargjöld 612 milljónir. Eigið fjármagn til ráð- stöfunar verður samkvæmt þessu á árinu 238 milljónir. Af fyrra árs lánsfé var óráðstafað um áramót um 50 milljónum og nýtt lán til handa Reykjavíkurhöfn er í láns- fjáráætlun ríkisstjórnarinnar að upphæð um 210 milljónir, þannig að heildarfjármagn til fram- kvæmda er áætlað 498 milljónir. Ólafur ræddi síðan um hvernig fjármununum verður ráðstafað, en það er; afborganir af eldri lánum 17 milljónir, verk óloknum um áramót (lenging Sundabakka og Korngarðs i Vatnagörðum, fyll- ing við lóð SlS í Kleppsvík, raf- magn á hafnarbakka í Vesturhöfn og hús á Ægisgarði) 75 milljónir króna. Af öðrum verkefnum eru á verkefnalista en óafgreidd skipt- ing milli verkefna í hafnarstjórn: framkvæmdir í Kleppsvík, fram- kvæmdir við Kleppsbakka og/ eða fyllingarframkvæmdir norð- an Korngarðs, lok Bakkaskemmu og viðgerðarhúss á Ægisgarði auk ýmissa minni framkvæmda, ásamt tækjakaupum og rann- sóknarkostnaði. Samtals eru þetta 406 milljónir, sagði Ólafur. Formaður hafnarstjórnar sagði, að áætlað væri að halda áfram við endurnýjun trébryggja í gömlu höfninni og eru stærstu verkefn- in Olíubryggja og Ingólfsgarður en auk þess endurbætur á Austur- bakka, Miðbakka og Faxagarði. Ennfremur slitlög gatna í Vestur- höfn og Austurhöfn. Til þessara framkvæmda eru ætlaðar 80 milljónir, sagði Ólafur. Varðandi lið 2. a. væri það að segja, að Bakkaskemma hefði frá miðju sfðastliðnu ári verið tilbúin til að hefja þar framkvæmdir við kælda fiskmóttöku og munu fram- kvæmdir leigutaka nú vera að hefjast. Verið er að vinna við milliloft hússins. Togaraafgreiðsl- unni hefir verið gefinn kostur á aðstöðu fyrir starfsfólk og geymsluaðstöðu í vesturenda Grandaskála. I austurenda Grandaskála hafa netagerðar- menn fengið 1200 ferm. og verður það tilbúið til afhendingar á miðju þessu ári. 1 örfirisey hafa ýmis þjónustufyrirtæki sjávarút- vegs fengið úthlutað lóðum á liðn- um árum. 2. b. Einu vöruflutning- ar sem nú fara um Vesturhöfn eru á vegum Hafskips hf. 1 bakka- skemmu er enn mjölgeymsla Guð- björns Guðjónssonar, en honum hefur verið gefinn kostur á lóð i Sundahöfn fyrir þá starfsemi. Ölafur sagði ekki hægt að gefa upp tima hvenær starfsemi Haf- skips getur að öllu leyti flust úr Vesturhöfn og réði þar nokkuð um geta félagsins til uppbygging- ar annars staðar, en líkur voru á, að sú uppbygging gæti hafist á þessu ári. Ólafur B. Thors sagði, að hagkvæmnisathugun á rekstri og staðsetningu skipaviðgerðar- stöðvar væri I gangi og væri áætl- að, að þeirri vinnu yrði lokið í apríl — mai í vor. Verkið væri unnið undir yfirstjórn Hannesar Valdimarssonar yfirverkfræðings af skipaverkfræðingunum Agnari Erlendssyni og Karli Lúðvíkssyni og samvinnu við Iðnþróunarstofn- un Islands. Um lokun hafnarinn- ar sagði Ólafur, að hafnarstjórn hefði óskað eftir á siðastliðnu ári, að eftirtaldir aðilar tilnefndu menn i nefnd til að fjalla um öryggismál Reykjavíkurhafnar. Dagsbrún, Sjómannasélag Reykjavíkur, Öryggiseftirlit rikis- ins, Farmanna- og fiskimanna- samband Islands, Lögreglan í Reykjavík og Slysavarnafélag Is- lands. Nú ynni nefndin að frá- gangi tillagna sem lagðar myndu senn fram. Að siðustu sagði Ólaf- ur, að framkvæmdir við fyllingu norðan Grandagarðs ættu sam- kvæmt áætlun að hefjast 1979. Björgvin Guðmundsson (A) þakkaði svörin og sagði, að sér hefði fundist dragast að fram- kvæma endurbætur á vesturhöfn- inni. Það væri slæmt ef skipavið- gerðir færðust út úr borginni. I fram komnum tillögum borgar- stjóra um atvinnumál væri sá galli hversu seint þær kæmu til framkvæmda. Björgvin taldi, að borgin myndi ekki hafa efni á uppbyggingu skipaviðgerða ann- ars staðar og þvi þyrfti að leggja áherzlu á endurbætur í Vestur- höfninni. Þá taldi Björgvin Guð- mundsson, að loka þyrfti höfninni að nóttu til og ætti slíkt ekki að þurfa að vera kostnaðarsamt. Ragnar Júlíusson formaður fræðsluráðs: Röðun nemenda í grunnskóla borgarinnar á komandi skólaári hefur verið ákveðin FORMAÐUR fræðsluráðs Ragnar Júlíusson kvaddi sér hljóðs á sið- asta fundi borgarstjórnar vegna niðurröðunar nemenda i grunn- skóla borgarinnar á komandi skólaári. I aðalatriðum verður skipanin þannig, að borginni er skipt I sjö skólahverfi svo sem verið hefur. Þau eru: I. Vestur- bær, II. Gamli austurbæinn, III. Norðausturbær, IV. Miðaustur- bær, V. Suðausturbær, VI. Ar- bæjarhverfi og VII. Breiðholts- hverfi. Ragnar sagði, að áætlunin hefði verið gerð fyrir nokkrum árum á vegum fræðsluráðs og ráðuneytis um ýmsar fram- kvæmdir í skólamálum. Þar hefði m.a. verið gert ráð fyrir að bæta 6 stofum við Melaskóla og byggja Grandaskóla, þannig gæti Haga- skóli starfað á framhaldsskóla- stigi. Nú hefðu aðstæður hins veg- ar breyst á þann veg í Vesturbæ, að börnum hefði fækkað. Þörfin á fyrrgreindum framkvæmdum væri þess vegna mjög óviss sagði Ragnar. Áætlað hafði verið, að Austurbæjarskólinn starfaði sem eiginlegur grunnskóli og Vörðu- skóli starfaði á framhaldsskóla- stigi. Það væri nú óbreytt. Þá hefði verið áformað, að Laugar- nesskóli og Langholtsskóli yrðu stækkaðir. Nú hefur Langholts- skóli verið stækkaður og hafði verið áætlað, að hann og Voga- skóli störfuðu á framhaldsskóla- stigi. Laugarlækjarskóli getur enn um sinn tekið elstu deildir grunnskóla og auk þess haldið áfram með framhaldsskólastig. Álftamýrarskóli og Æfingaskóli K.H.I. munu leysa þarfir grunn- skóla í miðausturbæ og Armúla- skóli er nú með elsta bekk grunn- skóla og framhaldsskólastig. I Suðausturbæ starfar Hlíðaskóli sem eiginlegur grunnskóli. Hvassaleitis-, Breiðagerðis-, og Fossvogsskóli munu hafa barna- deildir en Rrttarholtsskóli siðan unglingadeildir. Ekki verður þörf á að stækka Breiðagerðisskóla vegna fækkunar á svæðinu. Foss- vogsskóli hefur verið stækkaður og nýir áfangar eru I smíðum við Hlíða- og Hvassaleitisskóla. I Árbæjarskóla starfar Ár- bæjarskóli sem grunnskóli, en í hverfinu fer börnum fækkandi hins vegar rís ný byggð i Selási og mætti leysa vanda yngstu barn- anna með lausum kennslustofum. I Breiðholtshverfi sagði Ragnar, að Breiðholtsskóli gæti ekki tekið 9. bekk úr sinu hverfi núna. Áformaðri stækkun hefði verið frestað. Fellaskóli rúmaði heldur ekki 9. bekk ennþá. Við Hóla- brekkuskóla væri verið að byggja nýjan áfanga og bygging 1. áfanga Seljaskóla væri i undirbúningi og er honum ætlað að létta á Öldu- selsskóla í framtíðinni. Nú eru i byggingu íþróttasalir við tvo skóla borgarinnar, þ.e. Hliðaskóla og Hvassaleitisskóla. Ragnar Júlíusson sagði, að niðurstaðan væri því; í Austurbæjarskóla, Langholtsskóla, Hlíðaskóla, Ár- bæjarskóla, Vogaskóla, Álftamýr- arskóla og Æfingaskóla kennara- háskólans yrði forskóli og 1.—9. bekkur grunnskóla. I Hvassaleitisskóla verður á skólaárinu 1978—79 forskóli og 1.—8. bekkur grunnskóla úr hverfinu, en 7. og 8. bekkur munu siðan færast yfir i Réttarholts- skóla. I Breiðholtsskóla verður forskóli og 1.—8. bekkur grunn- skóla og hið sama gildir um Fella- skóla. I Hólabrekkuskóla verður forskóli og 1.—9. bekkur grunn- skóla. Ur skólahverfi Fellaskóla kemur einnig 9. bekkur, sem verður á vegum Hólabrekkuskóla. I ölduselsskóla verður forskóli auk 1.—7. bekkjar grunnskóla. Nemendur í 8. og 9. bekk í skóla- hverfi ölduselsskóla verða vistað- ir i nágrannaskólum. I Hagaskóla verða 7.—9. bekkur, I Réttarholts- skóla 7.—9. bekkur grunnskóla úr skólahverfum Breiðagerðis- og Fossvogsskóla. I Ármúlaskóla verður 9. bekkur grunnskóla úr skólahverfum Hvassaleitis- og Breiðholtsskóla. I Laugarlækjar- skóla verða 8. og 9. bekkur grunn- skóla úr skólahverfi Laugarnes- skóla. I lok máls sins sagði Ragn- ar, að fræðsluráð hefði nú þegar vistað alla nemendur grunnskól- ans n.k. skólaár og nú væri unnið að skipulagningu framhaldsskól- anna. Erla Guðmundsdóttir: „Hart í bak” í Gerðum JÖKULL JAKOBSSON á sina viður- kenningu fyllilega skilið sem mikils- virtur túlkandi íslenzkrar menningar með vali Litla leikfélagsins í Gerð- um. Garði, á HART í BAK, sem fyrsta verkefni þessa leikárs Leikrit hans er summa hins islenzka nútima eins og hann er að þróast fyrir augum okkar Baksviðið er öldungurinn og sam tíð hans eins og hún birtist sem fölnandi dagsbirtan i fastmótuðum viðhorfum hans til umgengnisvenja við náungann, og þeirrar festu manna er reis upp i ungmenna- félagasamtiðinni er Islendingar tóku að rétta úr kútnum og keyptu sér skip Umrótartimabilið, er einkenndist af nýrikum körlum og sjálfstæðis- baráttu kvennanna hverrar um sig og því ósamstæðar eindir innan samfélagsins. gengur hnarreist fram á sviðið í miðaldra dóttur hans og þeim skara sem hún fær sinnt. á sinn hátt Afleiðingin. föðurleysingjarnir, þeirra vonleysi og von. þeirra upp- reisn og upprisa er dæmigerð um viðhorf unglinganna. sem eiga ekki lengur þann sameiginlega arf sem hélt okkur öllum i eina tið ssaman sem þjóð Horfinn er styrkur gullald- ar og ritaldar. unga kynslóðin þarf að byggja á uppeldi sem stofnað er til á óljósan, óheiðarlegan og sið- gæðislausan hátt, að þeim finnst mörgum hverjum Sjálfsvirðing glat ast. einkum gagnvart öðrum. og gripið er i hvert hálmstrá til eflingar sjálfsvirðingar. þótt það sé fyrirfram fordæmt. þvi allir vita jú allt um alla. einnig um uppruna og tilkomu hver annars Þessi gimsteinn islenzkrar tjáning- ar i dag. Ijómar eins og næturstjarna i skammdeginu suður i Garði þessa dagana. siðan sunnudaginn 28 janúar er frumsýning á HART I BAK fór fram þar, i túlkun alþýðufólks á sögu alþýðufólks A þriðju sýningu. nú á miðviku- daginn 1 febrúar . titraði hver hjartastrengur áhorfenda og tár samhygðar með okkur öllum glitr- uðu á hvarmi þeirra Leikritið á sina öldufalda, það sigur og ris i mætti sinum til tjáningar. og lófaklapp er verðug uppfinning til að láta i Ijós viðbrögð þegar ekki má mæla fyrir upplyftingu hugar. sálar og anda Túlkendur gengu þar fram hver á fætur öðrum sem stórstjörnur og smástirni. allt frá smámellum Láka. þeim Ingibjörgu Þ Eyjólfsdóttur og Þórnýju Jóhannsdóttur, sem báðar eru nemendur i Ejölbrautarskóla Suðurnesja. yfirvaldinu sem birtist i gerfi rukkarans. Hreins Guðbjarts- sonar. aðstoðarleikstjórans. og hreppstjórans úr Koppalogni Jónas- ar. og félagsmálaráðgjafanna tveggja sem ekkert þurfa að segja en með fasi gefa ótvirætt til kynna samhygð sina með einstaklingnum. Beggi og Skeggi. eða Bergmann Þorleifsson og Ingvar Jóhannesson. að ógleymdum hvitbyxtum botni Torfa Steinssonar, á hraðleið út úr húsi með boðaföllum um hánótt Stigur skósmiður stakk undarlega Framhald á bls. 37.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.