Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR 1977 3 „Prófk jörid sýnir styrk Sjáif stæd- isflokksins í Reykjaneskjördæmi” — segir Matthías Á. Mathiesen rádherra — f prófkjöri sjðlfstæðismanna I Reykjaneskjördæmi vegna vænt- anlegra Alþingiskosninga kusu 7647 e8a um 80% af kjörfylgi flokksins I siðustu Alþingiskosn- ingum. AuSir seSlar og ógildir voru 299. í 1. sæti varð Matthias Á. Mathiesen fjármálaráðherra með 2103 atkvæði í 1. sæti, 663 i annað, 545 i þriðja, 402 i fjórða og 410 i fímmta eða samtals 4123 atkvæði, sem eru 53,9% af kjör- sókn. f 2. sæti varð Oddur Ólafsson alþingismaður með 832 atkvæði í fyrsta sæti, 1698 i annað. 1064 i þriðja, 728 i fjórða og 51 1 í fimmta eða' samtals 4833 atkvæði sem eru 63.2%. f 3. sæti varð Ólafur G. Einars- son alþingismaður með 7 78 at- kvæði í fyrsta sæti, 848 i annað, 1 1 1 3 í þriðja, 822 í fjórða og 584 i fimmta eða samtals 4145 sem eru 54,2% í 4. sæti varð Eiríkur Alexand- ersson bæjarstjóri i Grindavik með 1014 atkvæði i fyrsta sæti, 661 i annað. 557 i þriðja. 606 i fjórða og 476 i fimmta eða alls 3314 atkvæði sem eru 43,3% f 5. sæti arð Salóme Þorkels- dóttir með alls 44,9% atkvæða og skiptust tölur í sæti: 257, 515, 745, 980 pg 936 í 6. sæti varð Sigurgeir Sigurðs- son bæjarstjóri með alls 3079 at- kvæði eða 40.2% Atkvæði skiptust þannig frá 1.— 5. sætis: 650, 442, 540, 686, 761 f 7. sæti varð Ásthildur Péturs- dóttir með alls 2752 atkv eða 35,8%, en atkvæði milli sæta skipt- ust þannig 1 14, 500, 626, 722 og 790. Fyrstu þrjú sætin eru bindandi þar sem um var að ræða yfir 50% atkvæða i síðasta prófkjöri sjálf- stæðismanna á Reykjanesi kusu 3700, en I kosningunum hlaut flokkurinn 9751 atkvæði. sam- kvæmt upplýsingum Ellerts Eiriks- sonar I Keflavik. Morgunblaðið hafði tal af 7 efstu mönnum í prófkjörinu á Reykjanesi frá hinum ýmsu byggðarlögum og innti þá álitsá úrslitum prófkjörsins ,,Dreifðar byggSir meS dugmikið fólk" „Sú mikla þátttaka sem varð í prófkjörinu sýnir tvímælalaust styrk Sjálfstæðisflokksins i Reykjaneskjör- dæmi," sagði Matthías Á. Mathie- sen fjármálaráðherra í samtalinu við Morgunblaðið í gær ..Ég er ánægð- ur með það traust sem okkur þing- mönnunum var sýnt í prófkjörinu með þvi að gera kosningu okkar bindandi. Við höfum haft gott sam- starf um málefni Reykjaneskjör- dæmis. en kjördæmið er stórt og málefnin fjölþætt. Allar byggðirnar eiga það þó sammerkt að þar er dugmikið fólk sem gott er að vinna með Ég vil að lokum þakka þeim mörgu sem veittu mér stuðning. svo og öllum þeim sem unnu að þessu glæsilega prófkjöri." „Úrslitin lofa góðu um framtiðina" Oddur Ólafsson. alþingismaður. var spurður um, hvern veg úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi kæmu honum fyrdir sjónir. Oddur sagði undirbún- ing og framkvæmd prófkjörsins hafa farið þeim vel úr hendi, sem þar hefðu að unnið Þátttakan í prófkjör- inu talaði og sínu máli um áhuga stuðningsfólks flokksins og lofaði góðu um það starf. sem framundan væri við kosningaundirbúning ..Efst er mér þó i huga þakklæti til þeirra mörgu, er léðu mér lið í prófkjör- inu," sagði Oddur, ..og sýndu mér persónulegan trúnað Ég mun leitast við að verðskulda þennan trúnað í þingstörfum minum Ég bið Mbl fyrir persónulegar kveðjur og þakk- læti til stuðningsmanna minna og flokkssystkina á Reykjanesi." „ÁnægSur með þátttökuna í prófkjörinu." „Ég er ánægður með úrslitin og þátttökuna i prófkjörinu," sagði Ólafur G Einarsson alþingismaður." og ég er sérlega ánægður með þátt- tökuna i minu bæjarfélagi þar sem um 1 100 kusu. en i síðustu kosn- ingum fengum við um 900 atkvæða þar Ég er þakklátur öllum sem unnu að því að þessi árangur náðist. Þá er ég einnig ánægður með að við þing- mennirnir erum i okkar sætum áfram " Framhald á bls. 30. Rætt við 7 efstu menn í prófkjörinu Matthbs Á. Mathtesen. Oddur Ólafsson, Mos- HafnarfirBi fellssveit Ólafur G. Einarsson, GarSabæ Eirtkur Alexandersson. Grindavtk Salóme Þorkelsdóttir, Mosfellssveit Sigurgeir Sigurósson, Seltjarnarnesi Ásthildur Pétursdóttir. Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.