Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR 1977 SIGURD MADSLUND Sigurd Madslund cr rithöfundur, danskur í föðurætt og fslenzkur f móðuraett, systursonur Sigurgeirs biskups. Hann hefur boðið Morgunblaðinu greinar um menningar- og þjóð- félagsmál tíl birtingar, en hugur hans er mjög bundinn við pólitíska þróun í Evrópu, ekki sfst á Norðurlöndunum þar sem hann tclur að tilhneigingar gæti mjög f átt til sósíalisma. Hann starfaði lengi sem blaðamaður í Danmörku, en er nú búsettur í Sviss, þar sém hann telur sig hafa frjálsari hendur til pólitfskrar gagnrýni f skrifum sínum heldur en t.d. f sínu heimalandi. Madslund gaf út tvær Ijóðabækur um 1950 og var í hópi þeirra skálda f Danmörku sem mestar vonir voru bundnar við. Hann hefur skrifað mikið, en lítið af verkum hans hefur enn birtst á prenti. Verða greinar eftir hann hirtar hér í blaðinu næstu mánuði. ..:V-EVRÓPA Á GATIMAMÓTUM Staða fjölmiðla og áhrif Hvers vegna álítur danskur rit stjóri að ástandið í heiminum sé mjög alvarlegt og telur sig ekki taka of sterkt til orða? Hvers vegna segir þekktur dansk ur menningarmaður að frjáls blaða- mennska sé ekki lengur til? Hvers vegna skrifar þýzkur blaða- ritstjórf á opinberum vettvangi, að ekki hafi verið auðvelt að vera Þjóð- verji sumarið 1977? Og eru skoðanir þeirra réttar eða rangar? Þegar ég byrja greinina með þess- um setningum — af langri röð at- burða. sem ég hef sjálfur upplifað eða kenninga sem ég hef tileinkað mér, og ég ætla að skrifa um í Morgunblaðið, um Danmörku, hin Norðurlöndin og Vestur-Evrópu, er það vegna þess að hið frjálsa orð er grundvöllur frjáls þjóðfélags og það er einmitt það sem allir segjast þrá Ábyrgð fjölmiðlanna Nú til dags berum við frekar en nokkru sinni, — ferðamenn, skynj- endur, lesendur og fregnritarar, sem eru staddir á stöðum þar sem mál efni eru útkljáð — aukna ábyrgð. Það sem i dag kallast fjölmiðlar dagblöð, vikublöð, sjónvarp og út- varp, — er það sem veitir þjóðinni næstum allar þýðingarmiklar upp- lýsingar. sem gera út um skoðana- myndun og þess vegna^um það^ hvernig tilvera pkker'VéYður í samfé íagm« - " Það hefur stundum verið rætt um . fræði fjölmiðlanna" — í grein sem brezki blaðamaðurinn C P Scott skrifar 5 maí 1921 segir hann ma ..Grundvöllur blaðamennsku verður að vera heiðarleiki, hrem- lyndi, kjarkur, réttsýni og ábyrgðar- tilfinnmg gagnvart lesendunum og samfélaginu " Dagblað verður að vera nokkurs konar einokunarstofnun og fyrsta skylda þess er að þess vegna að falla aldrei fyrir þeim freistingum sem slík einokun býður upp á Stærsti þátturinn i starfi fjölmiðla er að afla frétta Til að varðveita sál sína, verða þeir alltaf að gæta þess. að frétta- flutningurinn sé hlutlaus Það má aldrei í skrifum sínum, eða því sem það gefur í skyn eða á þann hátt sem fréttirnar eru birtar, afbaka sannleikann Athugasemdir eru hverjum og einum frjálsar. en staðreyndirnar eru heilagar Nútildágs getur verið að þessi orð hljómi dálitið hátíðlega, dálítið raunalega, en merkingin ætti einmitt nú að vera keppikefli blaðaútgef- enda, ábyrgra ritstjóra og blaða- manna, greinarhöfunda og gagnrýn- enda til þess að fólkið í þjóðfélaginu (sjónvarpsáhorfendur og útvarps- hlustendur) geti borið traust til dag- blaðanna og fjölmiðla yfirleitt Milli sann- leika og trúar Ég ætla ekki í anda Pílatusar að spyrja (eins og margir kannski búast við): Hvað er sannleikur? Hver og einn veit hvenær hann skrifar eða segir sannleikann — eða hvenær hann lýgur ög afbakar hlut- ina Ef einhver er fordómafullur og trúaður á ákveðna hluti, verður ..sannleiks-frásögn" viðkomandi auðveldlega lituð fordómum trúar hans Enginn getur þó með hreinni saovizku sagt' sig vera lausan við fordóma og trúarskoðanir, en alltaf þegar við tjáum okkur á opinberum vettvangi, verðum við vegna okkar sjálfra að meta „sannleiks-saemd" okkar Við verðum að þroska sjálfs- gagnrýni með okkur Sjálfsgagnrýni verður að vera siðdferðislegt mark- mið, skylda hvers rithöfundar og „sjálfsstjórn" eins og greinarhöfund- ur hjá Time orðaði það Það sama gildir raunar um hvern einstakling í lýðræðisríki, þetta er nauðsynlegt skilyrði fyrir því að hið ábyrgafrelsi verði varðveitt. í heiminum i dag, þar sem hin raunverulega samansafnaða þekk- ing (náttúruvísindanna. tækninnar, læknisfræðinnar. lögfræðinnar. fé- lagsfræðinnar, ættfræðinnar, sál- fræðinnar, kjarnorkunnar, stjörnu- fræðinnar (sem ekki má rugla saman við stjörnuspáfræðina) er meiri nú en nokkru sinni í sögu mannkynsins hér á jörðinni en fólk lætúr of mikið i verkum sinum og hegðun stjórnast af einhvers konar trúarofsa Fólk hefur raunar þörf fyrir að trúa á eitthvað En trú blandin blekkingum er hættuleg Fyrir iðnbyltinguna höfðu trúar- brögðin mest að segja fyrir mann- fólkið í samfélaginu. Trúarbrögð. þá meina ég trúna á guð, ósýmlegan og Það verður að líta á stöðu fjölmiðl anna og rithöfundarins i þessu Ijósi Þess vegna er hægt að segja að ábyrgð dagblaðanna sé geysilega mikil Þess vegna er einnig hægt að segja. að það sé hættulegt að láta það í Ijós að maður trúi á einhver þessara hugmyndakerfa- og kannski ennþá hættulegra að viðurkenna ekki að maður geri það * Það má oft segja að ég og þú verðúm að játa þjóðfélags-trú okkar í raun segja hugmyndafræðingarnir: segðu já eða nei Þvi sá sem ekki stendur með mér er á móti mér Eða nákvæmlega Sá sem ekki stendur með Okkur, er gegn Okkur Enginn má segja Ég Það á að vera Við í þeim flóknustu samfélögum sem verið hafa til í heiminum er þess krafist af hverjum einstaklingi að Við verðum að vera Annað hvort — Eða Hægrisinnar eða vinstrisinnar Og i lífinu er það svo oft — stund um alltaf — bæði — og Þetta er ekki vandræðalaust fyrir mannfólk- ið „Það er illa farið með mannfólk- ið". eins og Strindberg skrifaði í Drömmespil En veröldin nú er eng- inn draumur Hún er raunveruleika martröð — veröldin er vitskert Yes og No Um trú, trúarbrögS o.fl. Ég vil koma því hér að, að það getur virst sem ég hafi með umræð- unni um trúarbrögðin farið nokkuð út fyrir efnið En það mun koma i Ijós hvers vegna ég tek þau svona fyrir Ég veit það lika að það kemur illa við marga, þegar ég vara fólk við trú. í menntaskóla hafði ég trúarfræði- kennara cand. theol . sem ég hafði mikið álit á Hann lagði rika áherzlu á það við okkur, að reyna aldrei að taka trúna frá nokkrum manni Hann hafði rétt fyrir sér — að svo miklu leyti sem um trú á Guð er að ræða, Guð sem ekki er mannvera Ég er einnig trúaður, trú min er þó kannski fremur byggð á ræktun og þekkingu. en tilfinningum. Þegar ég lít niður á jörðina. upp i himinhvolfið, á jurtir, dýr og fólkið — skoða hlutina og bæti þannig við þekkingu mina um: stjörnufræði, eðlisfræði. stærðfræði, dýrafræði, grasafræði, og viðurkenni það lög- mál, sem allt lýtur, þá segir brjóst- vitið mér (og tilfinningarnar einnig) að það hlýtur að vera eitthvað sem ég vil kalla óskiljanlegan. guðdóm- legan kraft og mátt sem býr yfir óendanlegri þekkingu, sem hefur skapað allt og stjórnar öllu, — nema verkum mannfólksins Það er mér stöðugt undrunarefni, að eitt korn, eitt fræ, kjarni, hver sem ávöxturinn nú verður, felur í sér „upprunalega þekkingu", sem gerir það að verkum að það (þau) verða annað hvort að grasstrái. eggi. kaffi- tré, rauðri rós -— og svo framvegis Eða þegar sáðfruma frá karlmann- inum og eggjafruma frá konunni 9 9 Grundvöllur blaðamennsku verður að vera heiðarleiki og ábyrgðartilfínning gagnvart lesendum og samfélaginu 9 9 almáttugan, eilifan stjórnanda al- heimsins Trúna á að fyrirfinnist annað lif en á jörðinni og trúin á paradís. fallegan og hamingjusaman dvalarstað eftir dauðann, lok tilver- unnar hér á jörðinni. Við í hinum vestræna heimi viðurkennum enn og trúum á Krist, sem mótmælend- ur, kaþólikkar. baptistar, metodistar og annað Þetta eru kirkjusamfélög sem leitast við að vinna saman En nýrri trúarbrögð, hugmynda- fræðin sem prisar paradís hér á jörðu, þessi samfélagstrúarbrögð hafa í dag miklu meiri áhrif á fólkið i heiminum Ásamt tæknivæðingunni eru það þessi samfélags-trúarbrögð sem eiga meiri þátt en nokkuð ann- að í að móta líf okkar, lífsvenjur og samfélagið í dag Að segja: eða nei Það er trú fólksins á þessi samfé- lagstrúarbrögð sem síðustu hundrað árin, ekki minnst s I 50 ár hefur breytt þjóðfélagsskipulaginu svo mikið, hefur mótað og mótar spenn- una í heiminum. stríð, byltingar, hryðjuverk, — sem fá fólkið með trúnni á jarðnesk trúarbrögð til að hata, elska. vinna með eða á móíi hvert öðru Þetta er ekkert nýtt fyrir- brigði, en vegna of mikiliar manrv fjölgunar. mikillar framleiðslugetu og aukinnar iðnvæðingar er ástand- ið alvarlegra en nokkru sinni í sögu mannkynsins verða af sjálfu sér að fullskapaðri, lítilli, nýrri mannveru Þetta eru ekki kraftaverk. þetta er (fyrir okkur) óskiljanlegt lögmál lífs- ins, sem hlýtur að fá okkur til að viðurkenna og undrast það guðdóm- lega Sönnun fyrir því að Skaparinn — upphafinn yfir alla í heiminum, — er til Við ættum öll að trúa á þennan guð Það er ekki blekking Að við í „auðmýkt", með „lotn- ingu" ef viðkomandi vill, tilbiðjum þessa veru, þennan guð er bæði eðlilegt, heilbrigt og rétt En að „trúa á" og „dýrka" mann- veru eða menn yfirleitt er eyðileggj- andi bæði fyrir „trúendurna" og fyrir þann, sem upphafinn er til guðs Vegna þess hve margir gleyma, — hafa gleymt — þeirri grundvall- arþekkingu sem þeir hafa öðlast eða hún hefur alltaf verið of lítil — og vegna þess að dagleg störf og einka- lífið tekur allan tima þess — auka þeir aðeins við þekkingu sína fyrir tilstuðlan fjölmiðlanna Þess vegna er ábyrgð blaðamannsins. fréttaritar- ans, útvarps- og sjónvarpsfrétta- mapns svona mikil Rithöfundurinn og mannfólkið í ringulreið Ef við notum einföld orð um þetta málefni. má orða það á þennan veg Ef rithöfundur í „vinstri sinnuðu" samfélagi vekur athygli á þvi að i einhverju „hægri sinnuðu" samfé- lagi væru ákveðnar hugmyndir hafð- ar í hávegum, sem gætu komið sér vel i hans eigin þjóðfélagi. gæti það komið viðkomandi „andólfsmanni" i koll Á sama hátt, ef rithöfundur i „hægrisinnuðu" þjóðfélagi skrifar um hugmyndir. lifnaðarhætti i „vinstrisinnuðu" landi sem gætu komið sér vel í hans þjóðfélagi, gæti það komið sér illa fyrir hann Þó er málið ekki svona einfalt í þessari ringulreiðarveröld Þvi margir hafa gert sömu hlutina og Jesús og Sókrates gerðu. án þess að verða píslarvottar fyrir vikið (An samanburðar við þessa tvo menn, áttu slíkir atburðir sér stað t.d á tímum rannsóknarréttarins. frönsku byltingarinnar, i valdatið nasistanna. Stalíns og við likar þjóð- félagsaðstæður — og eiga sér enn stað Þrátt fyrir það þá segja margir og skrifa „andófskenndar" skoðanir sín- ar ennþá fyrir austan járntjald og vestan Hafa gert það og munu halda því áfram Enn einu sinni Það eru ekki svo fáir rithöfundar sem skrifa á þennan hátt, til að skapa það andrúmsloft friðar, sem við höf um svo mikla þprf fyrir i veröld í stríði við sjálfa sig Við getum ekki lokað augunum fyrir þvi að styrjald ir, borgarastríð, hryðjuverkastarf- semi, og pyndingar bæði likamlegar og sálrænar eiga sér stað i heimin- um, þegar við höfum myndir og fréttir af slikum atburðum fyrir aug unum hvern einasta dag Þeir sem skrifa eins og ég, sem hef lesið mikið, ferðast víða, rætt við alls kyns fólk úr öllum stéttum. i fjölda landa geta ekki komist hjá því að sjá, heyra og skilja að fólkið í Framhald á bls. 33.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.