Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR 1977 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI wi/Mm’aM'ija hverju var ekki reynt að velja þætti „sem höfðuðu til mismun- andi smekks“? Ég veit ekki til hvers konar manngerðar þessir sýndu mynda- kaflar hafa höfðað, en lágt meta forráðamenn þáttarins siðferðis- kennd okkar Islendinga almennt ef þetta er að þeirra dómi það sem fjöldinn kýs að sjá. Rán, morð, pyntingar og ruddafengið klám er furðulegt efnisvai þegar um kynningu á listsýningu er að ræða. Er það list að sýna t.d. föður misþyrma svo barni sínu að það í örvinglan endar með að myrða föður sinn? Er það heillandi að horfa á fólk pyntað og brenni- merkt? Er það menntandi og mannbætandi að horfa á aðfarir kynferðislega brenglaðs fólks? Eru þættir sem þessir ekki háð- ir neinu eftirliti hjá sjónvarpinu? Ef svo er ekki, væri fyllsta ástæða til að svoyrði i framtíðinni. — Ragnheiður Einarsdóttir". fram með eitthvað nýtt til þess yfirganga það sem á undan er komið. Væri hægt að nefna mörg dæmi um slíkt, en ég hirði ekki um það, þetta hafa allir séð jafn- vel þó þeir stundi ekki kvik- myndahús, sjónvarpið nægir. En hvaða tilgangi þjónar þetta? Er verið að hjálpa fólki að ala upp börnin sfn i guðsótta og góðum siðum? Eða þroska þá einstakl- inga sem komnir eru til vits og ára? Mér sýnist tilgangurinn alla vega, áhrifin vera öfug afsiðun og ómenning hvers konar. Kvikmyndin er áhrifamikill fjölmiðill sem hægt er að nota til góðs sé þannig á haldið, en því miður, maður fyllist óhugnaði og reiði við að horfa á sumar þessar myndir, sem eiga e.t.v. að skemmta fólki, en hverjum skemmta þær? Vonandi er enginn heilbrigður maður á svo lágu plani að honum sé skemmt. En hvað þá um þá vesalinga sem framleiða þetta? Þar hlýtur peningahyggjan ein að ráða ferð- inni, ef fólk þetta er þá andlega heilbrigt, sem ég get þó varla imyndað mér. Það er reynt með lagasetningu að hamla móti innflutningi á eit- urlyfjum, svo sem sjálfsagt er, en hvað er gert til að verjast kláminu og verja fölk fyrir þvi? Mér fin st ekki sambærilegt hvort maður fer í kvikmyndahús og veit að hverju gengið er eða hvort sezt er niður við sjónvarpið heima I stofu, oftast með börnin við hlið og þurfa að horfa uppá einhvern viðbjóð sem enginn græðir neitt á, en getur sáð óheillafræjum i óþroskaðar barnssálir. Það er fleira óhollt en vimugjafar og er ég þó alls ekki að mæla þeim bót. Að lokum skora ég á alla sem láta sér annt um íslenzka æsku og láta sig uppeldi hennar varða að skera upp herör gegn mannskemmandi kvikmyndum og ritum. Virðingarfyllst, Sigurlaug Björnsdóttir." Velvakandi þakkar fyrir sköru- legt bréf og visar spurningum þess áfram til forráðamanna sjón- varps, en um eftirlit á efni þáttar- ins má segja að fyrir sýningu var sagt að sumt efnis hans væri ekki við hæfi barna. Ahnars ætlar Vel- vakandi ekki að svara fyrir þetta, en hér á eftir er annað bréf um sama mál: 0 Hverjum er skemmt? „Velvakandi góður. Eftir að hafa horft á hluta af Vöku i sjónvarpinu miðvikudag- inn 1.2. get ég ekki orða bundizt. Hvers konar myndir eru það eiginlega sem á að sýna á þessari svokölluðu kvikmyndahátið? Þétta litia sem ég sá af kvikmynd- um þeim sem brugðið var upp i Vöku (voru víst nýkomnar til landsjns) virtist mér vera rakið klám og óþverri. Það hefur lengi verið min skoðun að kvikmynda- framleiðslan sé komin i algerar ógöngur. Tæknilega fleygir henni sjálfsagt fram, en efnið, það sem að leikmanninum snýr, finnst mér i mörgum tilfellum hreint óhæfa. Stöðu-gt er reynt að koma Þessir hringdu . . . 0 Skemmtilegt framtak Velvakandi hefur verið beð- inn að koma á framfæri þakklæti til útvarpsráðamanna fyrir þá ný- breytni að fá guðfræðinema til að lesa passíusálma Hallgríms Pét- urssonar i útvarpið á þessari föstu. „Þetta er skemmtilegt framtak og tilbreyting, frá því að láta einn og sama manninn lesa þá alla, þó að oftast hafi gert það vel læsir menn og komizt vel frá því. Þetta hiýtur lika að vera svo- lítil æfing fyrir nema i guðfræði- deild, að lesa upphátt þannig og koma fram i útvarpi, því væntan- lega eiga þeir eftir að gera eitt- hvað af sliku er út i starf kemur og heyrt hef ég að ekki sé mjög mikið um verklega þjálfun, ef svo má að orði komast um þessi fræði,“ sagði þessi viðmælandi Velvakanda að lokum. Annar hlustandi passiusálm- anna vildi spyrja að því hvort það mætti ekki tengur segja amen á eftir lestrinum, eins og gert hefði verið, og væri jafnvel í sumum sálmunum. „Mér finnst amenið ekki mega vanta, þá er eins og vanti eitthvað i sjálfan sálminn," sagði sá hlustandi og þessari fyr- irspurn er hér með beint til lesara eða þeirra, er sjá um lesturinn. HLUSTAVERND HEYRNASKJÓL L xl SðyiiíflgaflgjQJKr Vesturgötu 16. simi 13280. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU varahlutir íbílvélar Stimplar, slífar og hringir Pakkningar Vélalegur Ventlar Ventilstýringar Ventilgormar Undirlyftur Knastásar Timahjól og keðjur Olíudælur Rokkerarmar ÞJÓNSSON&CO Skeifan 17 s. 84515 — 84516 SKÁKSTYRKIR ERU SKATTFRJÁLSIR SKÁKSAM BAIND GIRO 625000 ISLANDS DANSKAR RÚLLUKRAGAPEYSUR 0G LANGERMA BOLIR Vegna hagstæðra innkaupa ásamttollalækkunum, bjóðum við danskar 1 .fl.rúllukragapeysurog langermaboli úr 100% bómull,ámjög hagstæðu verði meðan birgðir endast. Beztu flíkurnar ískólann og vinnuna. Verðfrá kr. 1.160.— íverzluninni er einnig hægt að fá úrval af myndum og letri áprentað á flíkurnar. Stuttir bolir með lituðum kanti íýmsum litum. PEYSUHORNIÐ, íverzl. Glerog postulín, Hafnarstræti 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.