Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR 1977 17 „Allt komið í gang eftir klukkutíma” „ÞAÐ ER einhver munur að horfa á þetta skákmót. Hérna er allt komið í gang eftir klukkutíma og spenn- an afgerandi úr því," sagði einn áhorfenda á Reykjavíkurskákmót- inu á sunnudaginn. Og á sömu lund voru við- brögð þeirra áhorf- enda, sem Mbl. ræddi við. á fyrstu og annarri umferðinni. Hins vegar voru skoðanir skák- mannanna sjálfra skiptar. Það, sem hef- ur komið keppendum og skipuleggjendum mótsins mest á óvart, er, hversu afgerandi fyrri tímamörkin eru; 30 leikir á IV2 klukku- stund, en þau hafa ráð- ið úrslitum fleiri skáka en menn áttu von á. Þannig var til dæmis öllum skákum annarr- ar umferðar lokið inn- an fjögurra klukku- stunda og í fyrstu um- ferð fór aðeins ein skák í bið. ..Ég er ánægður með út- komuna til þessa," sagði Friðrik Ólafsson stórmeistari, er Mbl. spurði hann eftiraðra umferðina, hvernig honum litist á áhrif nýja fyrirkomu- lagsins, en Friðrik var aðal- hvatamaður þess og höfuð- smiður. „Ég hugsaði þetta fyrirkomulag til þess að keppendur yrðu strax að taka af skarið og hefjast handa og sú hefur. líka orðið raunin í þessum tveimur umferðum." Sigur Friðriks yfir Larsen í annarri umferð var tvimæla- laust hápunktur helgarinnar á Reykjavíkurskákmótinu Það er annars einkennilegt, hversu djúp áhrif á áhorfend- ur þessi viðureign hafði. Og tvær athugasemdir áhorf- enda að skákinni lokinni sýna, að menn hafa ekki að- eins litið á þessa skák sem viðureign tveggja stórmeist- ara: „Þar var endanlega gengið frá Danaveldi," sagði annar áhorfandinn. Og hinn kvað Friðrik hafa hefnt rétti- lega ófara landsliðsins ís- lenzka í handbolta í heims- meistarakeppninni í Dan- mörku! „Auðvitað er ég ánægður með þennan sigur," sagði Friðrik, er Mbl. tókst að ná tali af honum mitt i öllum hamingjuóskum áhorfenda. „Það eru nú orðin ein tólf ár síðan ég sigraði Larsen sið- ast, svo það var sannarlega kominn tíma til þess að ég tæki hraustlega á honum." Friðrik mætti tæpum fimm minútum of seint til leiks og var greinilegt að áhyggjur áhorfenda við upphaf annarr- ar umferðar voru bundnar við komu Friðriks. Létti fólki greinilega, er Friðrik gekk í salinn Hann lék tafarlaust e2 — e4, en Larsen hugsaði svarleik sinn í 10 minútur. Menn litu hver á annan i spurn en hvesstu síðan sjónir aftur á Danann. Hvað var hann nú að brugga? Svo kom svarið; Rg8 — f6 „Nú það er Aljekininn," sagði Jón Þorsteinsson lögfræðingur stundarhátt „Hann er sér- fræðingur i þessu, hann Lar- sen." „Ég var nú búinn að kynna mér taflmennsku hans í þessu," sagði Friðrik eftir skákina. „Og mér fannst ég finna nokkra snögga bletti á henni. Það sýndi sig svo, að þegar ég breytti út af þá fann Larsen ekkert viðunandi svar. Ég náði strax frjálslegri stöðu og tókst að byggja upp vænlega kóngssókn og þess- ar fórnir allar voru nánast tæknileg úrvinnsla." „Ég lék mjög ónákvæmt í byrjuninni og Friðrik notfærði sér það á einkar glæsilegan máta," sagði Larsen. „Þetta gekk skinandi vel i dag," hafði Larsen sagt við Mbl. eftir öruggan sigur yfir Kuzmin í fyrstu umferðinni. „Ég stefni á toppinn." „Og þrátt fyrir þetta tap fyrir Frið- rik, hef ég ekki misst sjónar á efsta sætinu i mótinu," sagði Larsen á sunnudaginn. Um keppnisfyrirkomulagið sagði Larsen, að það væri „ágætis nýjung, sem ég er síður en svo á móti persónulega. Það hefur hins vegar sýnt sig að fyrri tímamörkin eru mjög afgerandi, eins og til dæmis má sjá af báðum sig- urskákum Brownes En sennilega má segja, að sumir menn lendi alltaf í tímahraki, hver sem tímamörkin svo sem eru " „Það er fjarstæða, að ég kunni bezt við mig í bullandi tímahraki," sagði Browne. „Að visu leik ég venjulega mjög vel undir slíkum kring- umstæðum! En mér finnst allt annað en gaman að lenda í þeim." Ekki vildi Browne viðurkenna það, að klukkan hefði fært honum sigra hans í fyrstu og annarri umferð. „Ég var i meira tima- hraki en Polugaevsky í fyrstu skákinni. Ég var að vísu bú- inn að reikna þetta allt pott- þétt út, en hann hafði ekki það tæpan tíma að hann þyrfti að gleypa við fórn minni svona vafningalaust. En þetta var óneitanlega skemmtileg flétta og það er gaman, þegar svona tæki- færi bjóðast og ég tala nú ekki um, þegar dæmið geng- ur svona snyrtilega upp." Hvað ef Polugaevsky hefði ekki þegið fórnina? „Ef Polugaevsky hefði látið fórn- ina vera, þá hefði hann hugs- anlega haldið jafntefli með mjög nákvæmri tafl- mennsku." Lyktir viðureignar Brownes og Smejkals í annarri umferð voru ekki síður sögulegar. Smejkal er annálaður tíma- hraksmaður og sem fyrr fór Browne hamförum, þegar styttist í fallið Léku þeir síð- ustu leikina með slíkum lát- um, að hvorugur náði að skrifa niður staf, hvað þá meira En klukka Smejkals féll um leið og hann lék 30. leikinn. Þegar Mbl. hitti þá Browne og Smejkal, þar sem þeir fóru yfir skákina á eftir, voru þeir ekki á eitt sáttir um stöðuna áður en timahrakið sagði alvarlega til sin. Smej- kal hélt því fram að staðan væri jafnteflisleg og tók Lar- sen undir það. En Browne kvaðst gallharður á því, að hann hefði þá verið með skákina unna. Jón L. Árnason var nýkom- inn úr klónum á Poluga- evsky, þegar Mbl. hitti hann að máli. „Mér lízt hreint ekki á þetta nýja fyrirkomulag fyrir mina hönd," sagði Jón. „Ég er bara í bullandi timahraki alla skákina " Um skákina við Miles i fyrstu um- ferð sagði Jón, að sér hefðu orðið á mistök i fyrra tíma- hrakinu; við 30 leikja mark- ið, „en ég held að ég hafi átt þvingað jafntefli eftir það. En i siðara tímahrakinu missti ég allt niður.” „Við verðum bara að læra að hætta að fara gáleysislega með tímann og taka upp betri vinnubrögð á skákborð- inu," sagði Vlastimil Hort, er Mbl. ræddi við han. „Þessi nýskipan leyfir ekkert kæru- leysi með tímann. Ég hugsa að þegar við höf- um lært á þennan nýja hraða, þá geri þetta okkur ekki minna gagn en áhorf- endum." „Browne stendur óneitanlega með pálmann i höndunum," sagði Hort, er Mbl. spurði, hverju hann spáði um úrslit mótsins. „Um sjálfan mig? Ég veit það ekki. Það fer allt eftir því, hvaða tökum ég næ á þessu nýja fyrirkomulagi." "Ég held að fyrri tíma- mörkin, 30 leikir á einni og hálfri klukkustund, séu of stíf," sagði enski stórmeistar- inn Miles. „Hins vegar finnst mér hin breytingin, þessi að leika 50 leiki á 2'/2 klukku- stund í stað 40, allt! lagi. En það er of snemmt að fá á sig tímapressu jafn snemma og 30 leikja mörkin eru. Þetta er svo erfitt. Ég get sagt þér, að ég var svo þreyttur eftir skák- ina i fyrstu umferð, að þær fimm klukkustundir voru verri en sjö. Ég veit að þessi nýskipan gerir skákina miklu áhuga- verðari fyrir áhorfendur. En ég er i vafa um, hvaða áhril hún hefur á skákina sjálfa ." —fi Þar var greinilegt um helgina að áhorfendur á Reykjavíkurskákmótinu kunnu vel að meta nýja keppnisfyrirkomulagið. Þessa mynd tók RAX á sunnudaginn, er önnur umferðin var komin af stað. Þarna eru menn spenntastir fyrir viðureign Friðriks og Larsens og þegar leið að lokum troðfylltist salurinn af áhorfendum, sem höfðu fram að því verið í skýringasalnum eða fylgst með skákunum á sjónvörpum frammi á ganginum Innbrot TÖLUVERT var um innbrot um helgina. Brotin var rúða í veit- ingahúsinu Ask og einnig i Volta þar sem stolið var 37 þúsund krónum Þá var stolið 48 þúsund krónur úr íbúð i Löngubrekku í Kópavogi Einnig var lyfjakassa stolið úr báti við Grandagarð en lögregl- an tók manninn með kassann i fórum sínum. Vörður varð var við mannaferðir í sjávarútvegs- ráðuneytinu og handsamaði lögreglan þar þjófinn, og sömu- leiðis á Hjallabraut í Hafnarfirði handsamaði lögreglan mann á ferli Útgerðarmenn — skipstjórar Vorum að fá stóra sendingu af hinum viðurkenndu <EE> gúmmíbjörgunarbátum. STÆRÐIR: 6 — 8—10 og 12 manna ítösku eðahylki Athugið verð og greiðslukjör. ÓUFIJR OfSLASOM ft CO. MF. SUNDABORG 22 - SlMI 84800 - 104 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.