Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR 1977 GALDRAMAÐURINN STENZEL V-ÞJÓÐVERJA AÐ HEIMMEIST JÚGÓSLAVNESKA galdramanninum Vlado Stenzel tókst það sem hann hafði lofað, hann gerði lið V-Þýzkalands að heimsmeisturum í handknattleik. Keppninni í Danmörku lauk á sunnudaginn og unnu Þjóðverjar þá lið Rússa í úrslitum með 20 mörkum gegn 19. Stenzel var fagnað sem þjóðhetju að leiknum loknum og um 6000 áhorfendur í Bröndby-höllinni í Kaupmannahöfn kunnu sér ekki læti, en þeir voru nær allir á bandi v-þýzka liðsins. Eru V-Þjóðverjar að vonum í sjöunda himni að eiga bæði heimsmeistara f handknattleik og knattspyrnu. Stenzel hefur verið umdeildur maður og aðferðir has við að ná árangri hafa ekki fallið öllum í geð. En það er greinilegt að Stenzel hefur allan tímann vitað hvert ferðinni var heitið og nú er hann kominn alla leið með lið sitt. Blaðamenn og aðrir þeir, sem hafa verið að agnúast út í hann, geta ekki annað en viðurkennt hæfileika þessa snjalla, skapheita og málglaða Júgóslava. Lið Vestur-Þýzkalands var yngsta liðið, sem tók þátt í lokakeppninni, meðalaldur tæplega 23 ár. Lið Rússa var hins vegar elzta liðið, meðalaldur tæp 29 ár. í úrslitaleiknum mátti þó ekki á milli sjá hvort liðið hafði meiri reynslu og það fór ekki á milli mála í sfðari hálfleiknum hvort liðið var betra og verðskuldaði heimsmeistaratitilinn. I þessum leik kom Stenzel sovézku björnunumá óvart með því að nota Dieter Waltke þegar mest reið á í seinni hálfleiknum. Hafði Stenzel falið Waltke fram að því í keppninni og Rússarnir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið er allt í einu birtist á vellinum leikmaður, sem þeir höfðu ekki reiknað með og skoraði Waltke 3 mörk á tæpum tveimur mfnútum. þeirra eru. Af Rússunum voru beztir þeir Maksimov og Gassji, segir Steinar. Mörkin í úrslitaleiknum skor- uðu eftirtaldir: V-Þýzkaland: Deckarm 6, Spengl- er 4, Waltke 3, Ehret 3, Kluespies 2, Brand 1, Wunderlich 1. Rússland: Gassij 5, Iljin 4, Tschernysjev 4, Zhuk 3, Maski- mov 2, Kidjajev 1. í fréttaskeyti frá AP- fréttastofunni er þess getið að snillingurinn Stenzel hafi í þess- um leik notað enn eitt bragðið í keppninni og komið Sovétmönn- um algjörlega í opna skjöldu með leynivopni sínu. Það er hinn 24 ára gamli Dieter Waltke, sem kom inn á um miðjan seinni hálfleik- inn og gerði þá þrjú mörk í röð á innan við tveimur mínútum. Stenzel hafði ekkert notað Waltke fyrr í keppninni og greinilega ætl- að honum lykilhlutverk í úrslita- leiknum. Þetta bragð heppnaðist hjá Stenzel eins og aðrir klækir hans í keppninni. A-ÞJÓÐVERJARNIR MEÐ BEZTA LIÐIÐ — Annars var þessi leikur langt frá því að vera bezti leikur keppninnar og að mínu áliti léku þarna ekki einu sinni tvö beztu liðin, segir Steinar Lúðvíksson. — Ég tel lið Austur-Þýzkalands vera sterkasta liðið í þessari keppni og í leiknum við Dani á laugardag- inn um 3. sætið var aldrei spurn- ing um hvor aðilinn myndi sigra. Þjóðverjar áttu þarna toppleik, en Danir voru greinilega orðnir þreyttir og það voru gæðaflokkar á milli þessara liða í leiknum þó munurinn yrði ekki nema 4 mörk, 19:15 fyrir Austur-Þýzkaland. Úrslit annarra leikja I átta Iiða úrslitunum um helgina urðu þessi: Um 3ja sætið: A-Þýzkaland — Danmörk 49:15. Um 5ta sætið: Júgóslavfa — Pólland 21:19. Um 7unda sætið: Rúmenfa — Svíþjóð 25—17. Sjö efstu liðin komast beint á Ólympfuleikana í Moskvu 1980, en önnur lið verða að taka þátt I undankeppni leikanna. MIKILL HASAR- LEIKUR EN BETRA LIÐIÐ VANN — Þetta var mikill hasarleikur, en Þjóðverjarnir voru betri og áttu skilið að vinna, sagði Steinar J. Lúðvíksson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna, er Morgun- blaðið hafði samband víð hann í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. Hafði Steinar fylgst með úrslita- leikjunum, en hann fór utan til að taka þátt í kjöri íþróttamanns Norðurlanda. — Rússarnir komust i 3:1 í byrjun leiksins, en Þjóðverjum tókst að jafna er Tchernyshev — eða Frankenstein eins og hann er kallaður hér — var rekinn útaf, lýsir Steinar leiknum. — Þetta var síðan allt í járnum í fyrri hálfleiknum og jafnt í leikhléi 11:11. í byrjun seinni hálfleiksins náðu Þjóðverjarnir mjög góðum leikkafla og skoruðú 5 mörk á 10 minútum, meðan Rússar skoruðu aðeins eitt mark. Staðan var þannig orðin 16:12 og í raun gert út um leikinn. Liðin skiptust síð- an á um að skora næstu mínúturn- ar og þegar fimm minútur voru eftir var staðan 20:16. Þá kom upp mikil taugaveiklun í þýzka liðinu og Rússar gerðu 3 mörk í röð. i lokin var dæmd töf á Þjóðverja og Rússar fengu knött- inn, en timinn rann út án þess þeir ættu möguleika á að jafna metin. — Það ætlaði allt vitlaust að verða í Bröndby-höllinni að leikn- um loknum og það liðu margar mínútur áður en Stenzel þjálfari hinna nýju heimsmeistara snerti jörðina að nýju eftir leikinn. Trylltir stuðningsmenn liðs hans marseruðu með hann um völlinn í villtri gleði. Hefði í rauninni ver- ið erfitt fyrir Þjóðverjana að vinna ekki þennan leik með alla áhorfendur á sínu bandi. Það var nánast grafarþögn þegar Rússar skoruðu, en engu líkara en þakið myndi rifna af höllinni þegar Þjóðverjar skoruðu eða gerðu fallega hluti. — Beztu menn þýzka liðsins voru að mínu mati Hoffmann markvörður og Deckarm, sem er lykilmaður liðsins bæði í vörn og sókn. Reyndar má segja að þessi leikur hafi verið hinna sterku varna og Þjóðverjarnir haft það framyfir hversu jafnir leikmenn Yngsta landsliðið vann það elzta í úrslitum Fyrirliði V-Þjóðverja, Horst Spengler, sést á myndinni hér að ofan brjótast fram hjá tveimur rússneskum varnarmönnum og skoraði hann glæsilegt mark úr þessu dauðafæri af línunni. Fjær má sjá Heine Brand einn sterkasta Ieikmann hinna nýkrýndu heims- meistara. AP-sfmamynd. GUNTER Dreibrodt var f miklum ham f leiknum um bronsið á móti Dönum á laugardaginn. A mynd- inni til hægri er hann kominn I gegn og þá var ekki að sökum að spyrja, Pazyj iiggur varnarlaus á gólfinu, Lars Bock er of seinn til varnar og Thor Munkager horfir ráðþrota á. AP-símamynd. V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.