Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐ.JUDAGUR 7. FEBRUAR 1977 Hrafn Gunnlaugsson: Um sjálfstæða kvikmyndagerð GREIN þessi birtist upphaf- lega í kynningarriti um kvik- myndahátfð þá, sem nú stendur yfir: List og iðnaður Engin listgrein er háð fjár- magni í ríkari mæli en kvik- myndagerð. Sá tækjabúnaður, efniskaup og „laboratorium- vinna“ sem fylgir hverri kvik- mynd, kallar á fjármagn og án fjármagnsins verður engin kvikmynd. Kvikmyndin hefur að þessu Ieyti sérstöðu innan listgreinanna, þar sem skáldinu nægir blýantsstubbur og blað, listmálaranum litir og strigi, en kvikmyndagerðarmaðurihn þarf á sérfróðu fólki að halda, efni og tæknivinnu, og eiga þá allar listgreinarnar eftir að etja við sama vandann; að koma vör- unni á markað. Fram til þessa hafa kvik- myndagerðarmenn verið upp- næmir fyrir öllu sem kallað er iðnaður, þ.e. kvikmyndaiðnað- ur, og gert þá skýlausu kröfu að kvikmyndagerð væri flokkuð sem list. Þessi afstaða er að ýmsu leyti skiljanleg, ef haft er í huga, að listspekúlantar gamla skólans hafa löngum reynt að gera kvikmyndina tor- tryggilega sem listgrein. Þróunin hefur hins vegar verið kvikmyndinni f vil og nýj- ar kynslóðir gert hana að því listformi sem nær til flestra, hvort sem hún ryðst úr sjón- varpskassanum út ástofuteppið heima hjá manni eða maður kaupir sér bíómiða og popp- korn. Hræðslan við orðið iðnað í tengslum við kvikmyndagerð hefur leitt til þess, að sá hluti kvikmyndagerðarinnar sem ætti að flokkast undir hreinan iðnað: framleiðsla filmu, fram- köllun, hljóðvinnsla og ekki sé nú talað um öll tækin (kvik- myndavélar, ljósaútbúnað, seg- ulbönd) hefur lent utangarðs og nýtur í engu þeirrar fyrir- greiðslu sem annar iðnaður í landinu. í ljósi dagsins ætti þessi hræðsla að vera óþörf með öllu. Gerð hverrar kvikmyndar á að skipta í tvennt, þ.e. hina list- rænu sköpun: æfingar leik- stjóra og upptöku, og hins veg- ar tæknilega vinnslu: vélar, laboratorium, stúdíóvinnslu. I kostnaðaráætlun fyrir leiknar myndir þar sem menn eru að fást við kvikmyndagerð í alvöru, er þessum liðum haldið aðgreindum, þ.e. listrænum kostnaði og tæknilegum kostn- aði. íslenzkar styrkveitingar til kvikmyndagerðar ættu ein- göngu að notast til greiðslu á Iistrænum kostnaði, en tækni- lega hliðin að njóta sömu lána og sjóðafyrirgreiðslu og annar iðnaður í landinu. Styrkveiting af opinberri hálfu til ákveðinna aðilja til að gera listræna kvik- mynd, ætti jafnframt að vera trygging fyrir því að þessir að- iljar sætu við sama borð og önn- ur iðnaðarframleiðsla lands- manna. Ég hef kosið að vekja máls á þessu atriði, þar sem mönnum gleymist oft sú staðreynd að kvikmyndagerðin byggir á vél- um og tæknibúnaði sem á í sjálfu sér ekki frekar skylt við kvikmyndalist, heldur en góð prentvél við bókmenntir. Hvar væru bókmenntir þess- ar þjóðar á vegi staddar, ef sér- hvert skáld þyrfti að koma sér upp prentsmiðju, af því óupp- lýstir fuglar héldu því fram að allt sem viðkæmi bókaútgáfu væri Iist, og ætti að flokkast sem list? Hér er um grundvallarspurs- mál að ræða. Það er því eðlilegt að um leið og sett verða lög um kvikmyndasjóð til að efla list- ræna kvikmyndagerð, verði búið svo að tæknihliðinni, að útkoman verði ekki listaverk sem enginn getur notið vegna óbætanlegra tæknigalla. Kvik- mynd byggir á tækni og án hennar verður engri kvik- myndahugmynd komið á tjald, hversu snjöll sem hún er. Við þekkjum öll sorgleg dæmi þess að góður vilji og listrænar gáf- ur hafi farið fyrir ofan garð og neðan, í þeim fáu íslenzku kvik- myndum sem fæðst hafa síð- ustu árin, einungis vegna þess að tækninni var ábótavant. Eigi tækniskortur ekki að verða okkur fjötur um fót, þurfum við að fá til landsins fullkomn- ustu vélar og tæki og þar á Iðnaðarráðuneytið að veita fyrirgreiðslu. Fram á þennan dag hafa kvikmyndir notið hverfandi lít- illar fyrirgreiðslu af opinberri hálfu, en nú er hins vegar glæta á Iofti, Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra hefur lof- að, að í upphafi þessarar Kvik- myndahátíðar verði lög um Kvikmyndasjóð lögð fram á Al- þingi og samþykkt á meðan á hátfðinni stendur. A ráðuneytið mikið hól fyrir þetta loforð. Sjálfstæð kvikmyndagerð Staðreyndin er sú að fram- sækin kvikmyndagerð getur aldrei þróast innan ríkisstofn- unar eins og Sjónvarpsins og á ekki að gera það. Hins vegar ætti Sjónvarpið að veita frjálsri kvikmyndagerð alla þá aðstoð sem það ræður yfir. .Skref í þessa átt væri að Sjónvarpið byði út hluta af leikritagerð sinni til frjálsra kvikmynda- gerðarmanna. Einokun Ríkisútvarpsins á útsendingu hljóðs og myndar er tímaskekkja og leifar gamals einræðisskipulags sem framtið- in á vonandi eftir að uppræta. Sú staðreynd að frelsi manna til tjáningar í útsendum tónum og myndum er einokað af rik- inu, gerir sjálfstæða kvik- myndagerð enn nauðsynlegri. En hvernig er hægt að beina auknu fjármagni til kvik- myndagerðar? Raunhæf tillaga í þessa átt, er að gera fjárfram- lög einstaklinga til kvikmvnda- gerðar frádráttabær til skatts. Ef mynd sem er fjármögnuð á þennan hátt, og skilar síðan hagnaði, yrði hagnaðurinn að sjálfsögðu skattskyldur. Með þessu móti gætu ein- staklingar lagt fram fjármagn til styrktar sjálfstæðri kvik- myndagerð, en átt jafnframt von á hagnaði. Lagasetning í þessa veru gæti komið í stað skyldusparnaðar og annarra vandræðaráðstafana sem ríkið grípur til. Þetta er eðlilegasta leiðin til að skapa jarðveg fyrir sjálfstæða kvikmyndagerð, og hafa aðrar þjóðir sett lög f þess- um anda. Tækninni fleygir fram og ef rétt er á spöðunum haldið getur myndmálið orðið sameign fjöld- ans eins og ritmálið; allir eiga að njóta sama réttar til að tjá sig með lifandi myndum. Spurningin sem brennur á okk- ur er, hvort við ætlum að drag- ast aftur úr öðrum þjóðum, eða ^ilýta fordæmi Guðbrands góða, sem flutti inn prentvél þegar sú nýjung ruddi sér til rúms í álf- unni og tengdi okkur þar með við fjölmiðlun nútimans. Við stöndum. frammi fyrir sömu spurningu í dag: Ætlum við að gera þjóðina ólæsa á eigið myndamál og láta útlendinga ráða þar öllu, eða taka til hönd- um eins og Guðbrandur og hefja okkar eigin framleiðslu? Þetta er ekki bara spurning um framgang kvikmyndagerðar, heldur andlegt sjálfstæði is- lenzkrar þjóðar. Bjarni Helgason: Athugasemd vegna grein- argerdar þingf arar- kaupsnef nar Alþingis Þingfararkaupsnefnd hefur i dag, 3. febrúar, birt varnarræðu sína varðandi laun alþingismanna og ýmis önnur kjaraatriði, svo sem dagpeninga, húsaleigu utan- bæjarþingmanna, bifreiðastyrk o.fl. Varnarræða þessi er byggð á samanburði við „aðra starfsmenn ríkisins“ og virðist eiga að gefa til kynna, að hlutur þessara „ann- arra starfsmanna“ kunni jafnvel að vera mun betri en vesalings þingmannanna. Samskonar varn- arræða var uppi höfð síðast, þegar kaup og kjör alþingismanna voru bætt. — Og sömu fulltrúar úr þingfararkaupsnefnd hafa mest látið á sér bera nú og gerðu það þá. í bæði skiptin er það hinn heiðarlegi samanburður við „aðra starfsmenn ríkisins", sem settur Geimvís- indaafrek Muskvu. 3. febrúar AP. VESTRÆNIR sérfræðingar segja að Rússar hafi unnið meiri háttar geimvísindaafrek þegar þeir fylltu á tanka eldsneytisgeyma geimvísindastöðvarinnar Salyut 6 f geimnum. Þeir segja að það hafi verið mjög vandasamt að flytja eldsneyti úr geimfarinu Progress 1 f rannsóknarstöðina, bæði vegna eldhættu og þyngdarleysis. Verkinu var að mestu leyti fjar- stýrt frá jörðu. Geimfararnir Georgy Greskho og Yuri Romanenki fylgdust aðeins með áfyllingunni á mælum. Þeir hafa verið f Salyut 6 sfðan 11. desem- ber, en var skotið á loft einum degi áður. er á oddinn. Þetta sést bezt á því, að varnarræðan hefst á orðunum: „Þar sem mjög hefur verið hallað réttu máli í umræðum um kaup og kjör þingmanna..." Og síðar segir orðrétt: „Allir aðrir starfsmenn rfkisins, sem dvelja utan heimilis sfns fá til kaupa á gistingu og fæði á dag kr. 7.100 eða kr. 2.850 meira á dag en þingmenn eða sem svarar kr. 85.500 meira á mánuði.“ — Ljótt er, ef satt reyndist, og þá ekki síður ef þingmenn þyrftu að ganga um svefnlausir og svangir vegna auraleysis og ónógra dag- peninga. Með þessum málflutn- ingi virðist eiga að láta líta svo út sem opinberir starfsmenn geti haft stórtekjur umfram þing- menn fyrir að éta og sofa í öðru sveitarfélagi en daglegur starfs- vettvangur þeirra segir til um. Vegna þeirra mörgu, sem ekki vita betur, en vilja þó hafa það, sem sannara reynist, er rétt að benda á, að opinberir starfsmenn geta fengið ferðakostnað endur- greiddan með tvennu móti, sbr. kjarasamninga ríkisins við BHM og BSRB. Annars vegar skal greitt samkvæmt reikningi, enda fylgi honum fullnægjandi frum- gögn. En sé hins vegar um það samkomulag milli yfirmanns stofnunar og starfsmanns skal greiða gisti- og fæðiskostnað á ferðalögum með dagpeningum. Aðilar verða að ákveða fyrirfram og koma sér saman um, hvorn greiðsluháttinn þeir ætla að hafa. Upphæð dagpeninga er ákveðin af sérstakri nefnd, sem skipuð er einum fulltrúa frá BHM og einum fulltrúa frá BSRB og tveimur fulltrúum fjármálaráðherra Síð- an sú skipan komst á, hefur nefndin, sem kölluð er ferða- kostnaðarnefnd, jafnan ákveðið upphæð dagpeninga með hliðsjón af verðupplýsingum gisti- og veit- ingastaða viðs vegar af landinu. Hitt er svo annað mál, að það hlýtur ætíð að verða undir skyn- semi og réttsýni forstöðumanna hinna ýmsu stofnana komið, hvernig þeim ferst þessi þáttur stjórnunarstarfsins úr hendi. Feröakostnaðarnefnd ákveður einnig kílómetra-gjald vegna greiðslu fyrir afnot eigin bifreiða starfsmanna í þeim tilvikum, sem starfsmenn hafa verið fáanlegir til að láta eigin bifreiðir í té starfa sinna vegna. Þetta kíló- metra-gjald er, hvorki reksturs- styrkur né kaupuppbót, heldur hrein endurgreiðsla á beinum út- lögðum kostnaði bifreiðareigand- ans í þágu vinnuveitanda sfns. — Hinn venjulegi opinberi starfs- maður hefur ekkert sjálfdæmi um akstur sinn, ferðalög eða ferðakostnað í heild. Ekkert skal þó fullyrt um, hvort til séu ein- hverjir óvenjulegir í þessum efn- um, en þá ætti þingkjörnum endurskoðunarmönnum ríkis- reikninganna ekki að verða skota- skuld úr að fínna það út, og gera verðugar ráðstafanir. Eðli dagpeninga, sem opinberir starfsmenn fá greitt, þegar þeir eru á ferðalögum starfa sinna vegna, ef ekki er ferðast eftir reikningi, svo og kflómetragjald af sömu orsökum er og á að vera endurgreiðsla hóflegra beinna út- gjalda, hvorki meira né minna. Rétt er að staldra við grein 5.7.1. í kjarasamningi BHM og rfkisins, en hliðstæða grein er að finna í kjarasamningi BSRB. Þar segir orðrétt: „Dagpeningar vegna námskeiða, þjálfunar- og eftirlitsstarfa skulu ákveðnir af nefnd skv. 5.8.“ — Hér er átt við ferðakostnaðarnefnd, sem áður er getið. Bent skal á í þessu sam- bandi, að mat nefndarinnar hefur verið það, að dvalarkostnaður sé að öllum jafnaði mun lægri, þeg- ar dvalið er um lengri tfma á sama stað en þegar um skyndi- ferðir eða stuttar dvalir er að ræða. Þessa hugsun má í rauninni lesa út úr orðalagi kjarasamning- anna. Þetta vekur mann óneitanlega til umhugsunar um eðli rök- semdafærslu þingfararkaups- nefndar og gerir samanburð hennar á dagpeningum þing- manna og opinberra starfsmanna í senn léttvægan og fávíslegan, sérstaklega sá þáttur hennar, að opinberir starfsmenn hafi 85.500 kr. meira á mánuði en þingmenn fyrir að dvelja við störf fjarri heimilum sínum. Sannleikurinn er sá, að fyrir allt venjulegt fólk er töluvert mikill munur á gisti- og dvalar- kostnaði eftir því, hvort dvalið er á sama stað i fáeina daga eða svo að mánuðum skiptir. Þessu hefur ferðakostnaðarnefnd líka gert sér greih fyrir í sambandi við mat á. dvalarkostnaði opinberra starfs- manna, þegar dvalið er til Iengri tíma. Röksemdafærsla þingfarar- kaupnefndar bendir hins vegar til, að slík sjónarmið kunni að þykja gamaldags nú á timum, — FORSETI tslands hefur að til- lögu dómsmálaráðherra skipað Þorstein Skúlason bæjarfógeta f Neskaupstað frá 1. febrúar að telja. Þorsteinn Skúlason er fædd- ur 22. nóvember 1940 á Eski- firði, sonur Skúla Þorsteinsson- ar, skólastjóra og námsstjóra, og konu hans Önnu Sigurðar- dóttur. Þorsteinn lauk stú- dentsprófi frá M.R. 1961 og lög- fræðiprófi 1968. Hann stundaði framhaldsnám í Ósló og Glas- gow. Árið 1968 var hann full- trúi hjá sýslumanni Árness- sýslu, en árið eftir varð hann fulltrúi yfirborgarfógetans í Reykjavík. 1973 var honum veitt skipun til að vinna á eigin búhyggindi, sem bezt sé að gleyma sem fyrst. 1 Morgunblaðinu 18. janúar síð- astliðinn birti Sigurlaug Bjarna- dóttir, alþingiskona og fulltrúi í þingfararkaups nefnd smápistil undir fyrirsögninni: „Er okkur alvara?“ — ÞaF býsnast hún yfir eigin kjarabótum, en fullyrðir um leið, að ýmis kjaraatriði þing- manna séu ákveðin „með hliðsjón af samskonar fríðindum opin- berra starfsmanna." Það er sannarlega von, að al- þingiskonan spyrji sjálfa sig opin- berlega, hvort henni sé lengur einhver alvara. Að sjálfsögðu fer bezt á því, að lesendur Morgun- blaðsins þurfi ekki að svara fyrir hana. En þeir eru áreiðanlega fleiri en ég, sem hafa áhyggjur af því, hvort alþingismenn og konur séu almennt orðin svo áttavillt í íslenzkri málhugsun, að ekki sé lengur gerður greinarmunur inn- an veggja Alþingis á fríðindum annars vegar og endurgreiðslu beinna útgjalda hins vegar. — Hræddur er ég um, að þingfarar- kaupsnefnd verði að nota ein- hverjar betri röksemdafærslur í sambandi við hin meintu „fríð- indi“ „annarra starfsmanna ríkis- ins“ en hún hefur gert til þessa. ábyrgð að þeim störfum, sem honum voru falin við embættið. Þorsteinn Skúlason Skipaður bæjarfó- geti í Neskaupstað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.