Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR 1977 GRANI göslari Mír heyrist það vera forstjórinn, sem þurfi að tala við þig! Hann féll f yfirlið, er hann heyrði þig þakka, þvf það er óþekkt með öllu f sambandi við skattana. Nei!, NEI! Ég hélt ég væri með stórar fætur, en guð hjálpi mér þetta! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Sumarhátíð sænskra bridge- spilara er haldinn f Tylösand ár hvert. Og 1977 var hún um leið fyrsti hluti yfirstandandi Philip Morris Evrópubikarkeppni. Spil- ið f dag, úrspilsæfing vikunnar, kom fyrir f tvfmenningskeppni þessari. Suður gefur, allir utan hættu. Norður S. ÁG75 H. 43 T. KG1053 L. 53 Suður S. 103 H. ÁK10762 T. A96 L. 98 Samningurinn er þrjú hjörtu í suður eftir þessar sagnir: Suður Vestur Norður Austur Nei — þetta er ekki tannlæknirinn! V antar eftirlit? „Ég veit að fleirum en mér ofbauð þáttur sjónvarpsins s.l. miðvikudagskvöld 1. febr. þegar sýndir voru þættir úr myndum þeim, sem valdar hafa verið til sýninga á yfirstandandi kvik- myndahátið. I Vísi þennan sama dag er vitn- að í pistil þann, sem Thor Vil- hjálmsson skrifar f sýningarská kvikmyndahátiðarinnar og hann kallar „Kvikmyndir sem list“. Þar segir m.a.: „Kvikmyndir eru undramáttugt og heillandi list- tæki og tjáningarmiðill, með óendanlegum möguleikum". Enn- fremur: „Islendingar hafa verið í listsvelti á kvikmyndasviðinu — von okkar sem stöndum að kvik- myndahátiðinni er að tekist hafi að fá á kvikmyndahátíð i Reykja- vík kvikmyndir, sem rétt sé að telja framúrskarandi kvikmynda- list á alþjóðavisu um þessar mundir, þótt vitanlega hljóti sitt að sýnast hverjum þar sem keppt hefur verið að fjölbreyttu vali, sem höfði til mismunandi smekks". Það var þvi með nokkurri for- vitni sem við kunningjahópur byrjuðum að fylgjast með þessum þætti. Hvilík vonbrigði! Annað eins samsafn sora hef ég aldrei séð. Hvergi ljós punktur. Að visu voru aðeins teknar svipmyndir úr hverri mynd og þar af leiðandi ekki hægt að dæma myndirnar i heild, Ætla má þó að valin hafi verið þau atriði til sýningar, sem forráðamenn hafa talið hvaða for- vitnilegust fyrir væntanlega sýn- ingargesti. Ur því tekist hefur að útvega hingað „framúrskarandi kvik- myndir á aiþjóðavisu", af hverju var ekkert sýnt úr þeim? Af 1 ti pa» l s 2 L 2 II 3L 3H allirpass Vestur spilar út laufi, sem aust- ur tekur með ás, tekur á lauf- drottningu og skiptir síðan í tromp. Suður tekur á ás og kóng. Allir eru með og nú er hægt að tryggja samninginn sé gert ráð fyrir að tíglarnir liggi 3—2 á höndum austurs og vesturs. Sjá lesendur leiðina? Það væri ekki skynsamlegt að svína strax tígli. Mistækist svíningin myndi varnarspilarinn eflaust spila spaða, sem við erum svo heppin að ekki hefur enn ver- ið spilað. Og í því tilfelli yrði sami varnarspilari að eiga bæði þrjá tígla og þrjú tromp. Annars verður tfgull trompaður of snemma og víð losnum ekki við tapslaginn f spaða. Þess vegna tökum við á tigulás og kóng. Við megum gefa á drottninguna því spaðaásinn er ehn í borðinu og okkur er sama þó fjórði tígulinn sé trompaður en þá fer spaðinn af hendinni. I Tylösand gaf rétta spila- mennskan mjög góða skor þvf hendur austurs — vesturs voru þannig. Vestur Austur S. K982 S. D64 H. D85 H. G9 T. 872 T. D4 L. K64 L. ADG1072 Þegar tíguldrottningin kom í fengust 10 slagir, 170 fyrir spilið og84% skor. jy JT Framhaldssaga eftir HUS MALVERKANNA 64 sem væri... kannski er hún lfka eitthvað skrftin ... með of- sóknarbrjálæði... hvað veit ég. — Það gæti líka verið að hún kæmi ekki nálægt þessu máli. Dorrit talaði ofur rólega. — Að þetta hefði verið al- vöru tilraun til að hræða hana. — Þá hefur það sýnflega tek- izt ef hún ætlar að gera alvöru úr þvf að fara í dag. — Og þar með leysist málið ekki ef það er hún sem hefur kúgað fé af okkur. Hún getur gert það hvar sem hún er á landinu. — Vfst getur hún það... en það... það verður erfiðara í framkvæmd. Þá er trúlegra að við getum komist að því hvaðan bréfin berast. — Og nú þegar aftur er vikið að fjárkúgunarmálinu... Dorrit reyndi að leyna því hversu mjög rödd hennar skalf... — gætirðu kannski sa^t mér hvers vegna f ósköpunum við erum að borga. Lögregluþjónninn hefur rétt fyrir sér. Pilturinn gæti fengið hæli hér. Hvers vegna hefur okkur ekki hugkvæmzt það. Hvers vegna bara borga og borga. — Ég hef hugleitt það. Rödd hans var gremjuleg. — Það er ekki svo einfalt að fá hæli og þar sem við erum að reyna að koma honum áfram til Suður-Amerfku finnst mér ekki ástæða til að taka neina áhættu. Hugsaðu þér ef hann yrði framseldur áður... það myndi leggja hana systur mfna í gröfina. Hún varð svo glöð yfir þvf að hann hefði komist hingað. Ég get ekki drepið syst- ur mfna fyrir nokkra skildinga. Hann var f uppnámi. Hún hafði aldrei séð hann svona áður. Hann var grár f framan og sló með knýttum hnefa á rúmið. — Að drepa systur sfna bara til að spara nokkrar krónur... aldrei hefði ég trúað að þú gæt- ir... — Mér finnst samt við ætt- um að fara til lögreglunnar. Hún horfði fast á hann. — Þú veizt það er þung réfs- ing við fjárkúgun í þessu til- viki... — Ég myndi gera það ef ég gæti. Hann stóð upp og gekk um gólf. — Trúðu mér, ég er að reyna að gera það eina rétta. — Já, því býst ég við. Það er Ifka væntanlega á þessum fors- endum sem fé er kúgað út úr þér. — Hvað áttu við? — Ég á við það sem ég sagði. Mér virðist þetta allt... ja, hvernig á ég að orða það. — Þú trúir mér ckki. — Jú, ég trúi því að hafa haft sé út úr þér fé. — Hvað ertu þá að reyna að segja við mig? — Ég vil fá að vita forsendurnar. —- Þú veizt þær. — Nei, hinar raunverulegu og sönnu forscndur. Þau horfðust kuldalega í augu. — Hvað ertu eiginlega að fara, sagði hann hljómlausri röddu. — Ég á við að ég vil fá að sjá fyrsta bréfið. Þar sem málið var skýrt. Það sem kom á undan bréfunum sem hafa sfðan bara gefið fyrirmæli um að afhenda þrjú hundruð þúsund krónur í hvert skipti á ákveðinn stað f skóginum. — Ég hef sagt þér hvað stóð í bréfinu. — Ég vil fá að sjá það. — Ég brenndi það. — Já, grunaði mig ekki. Hún snerist á hæli og gekk út úr sVefnherherginu. — Dorit leyfðu mér að skýra þetta. Hún hljóp niður stigann. — Það er ekkcrt að skýra. Hann náði henni við dyrnar á bókaherberginu. — Ég vildi ekki gcra þig meðseka. — Hvað áttu eiginlega við? — Það er sfminn til Carls... Emma stóð allt f einu f dyrunum. — Það er lögreglan. Þeir vilja bara tala við þig...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.