Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 23
MOKUCNBLAtMt). ÞRI©«RJJ>AGUR 7. FKBRUAR 1977 23 KR-INGAR STERKARI A ENDASPRETTINUM LEIKUR KR og ÍR minnti nokkuð á liðna tíð er liðin léku saman í íslandsmótinu í körfuknattleik á sunnudag. Leikurinn var spennandi og vel leikinn og áhorfendur tóku virkan þátt rétt eins og á „Nesinu" forðum. ÍR-ingar leiddu mestan hluta leiksins, en síðustu 5 minúturnar léku KR-ingar af öryggi og sigruðu 98—87. ÍR-ingar mættu mjög ákveðnir til leiks og tóku strax forystuna með stór- kostlegum leik Kristins Jörundssonar. sem kom til leiks beint úr Islandsmót- inu í innanhúss-knattspyrnu. þar sem hann lék með Fram Forysta ÍR var þó aldrei afgerandi og komust KR-ingar loksins yfir á 1 4 mínútu leiksins og var þá staðan 28—27, en sú forysta stóð þó stutt því að Þorsteinn Hallgrímsson kom ÍR-ingum aftur yfir En siðustu 3 minútur hálfleiksins léku KR-rngar af skynsemi og IR-ingar fóru ill góð færi svo að KR-ingar tóku forystuna á ný og voru eitt stig yfir i hálfleik. 43—42 í byrjun seinni hálfleiks tóku ÍR- ingar öll völd í leiknum og skoruðu hverja körfuna á fætur annarri og virt- ust KR-ingar ekki vilja ónáða ÍR-inga um of við iðju sina Það var ekki fyrr en um miðan seinni hálfleik að KR-ingar sáu að ekki myndi slikur leikur duga til sigurs og fóru þá loks að taka á honum stóra sínum Varð staðan þá 60—55 ÍR í vil, en ágætur leikur KR-inga breytti stöðunni i 72 — 68 þeim í vil Virtist þá sem ÍR-ingar gæfust upp og var eftirleikurinn KR-ingum auðveldur Urðu lokatölur 98 — 87 Bestur KR-inga var Jón Sigurðsson Átti hann mjög góðan leik í seinni hálfleik og sýndi hann þá allar sinar bestu hliðar Þá var Andrew Piazza góður þegar líða tók á leikinn, en í fyrri hálfleik var hans mjög vel gætt af Þorsteini Hallgrímssyni. Bjarni Jóhannesson átti þá ágætan leik og þótti mörgum kominn tími til! Bestir í liði IR voru Kristinn Jörunds- son og Þorsteinn Hallgrímsson, en einnig var Stefán Kristjánsson góður og hefur hann varla áður leikið jafn vel Sögðu félagar hans eftir leikinn að Stefáni væri ýmislegt til lista lagt ef hann nennti að hreyfa sig Er óhætt að taka undir þau orð Stig KR skoruðu Jón Sig 33, Piazza 23, Bjarni 20, Einar B 10 stig Kristinn Stefánsson 6 stig og Þröstur Guðmundsson og Árni Guðmundsson 4 stig hvor. Stig ÍR Þorsteinn 1 9, Jón Jörunds- son 18, Erlendur Markússon 16, Krist- inn og Stefán 14 stig og Agnar Frið- riksson 2 stig Dómarar voru þeir Erlendur Eysteinsson og Þráinn Skúlason og dæmdu þeir á köflum vel. en misstu einbeitnina þess á milli og var þá ekki glóra í dómum þeirra GG Tvö stigtil UMFN UMFN bætti við sig tveimur stig- um ( baráttunni um tslandsmeist- aratitilinn ( körfubolta ( leik s(n- um við Þór á Akureyri á föstudag. Bæði liðin léku sterkan varnar- leik, þannig að skorið var ekki mikið, en UMFN sigraði 68:63 eftir að hafa leitt allan leikinn. Beztu menn liðanna voru Gunn- ar Þorvarðarson og Kári Marfsson hjá UMFN, en einnig átti Þor- steinn Bjarnason góðan leik í fyrri hálfleik. Hjá Þór voru þeir atkvæðamestir Mark Christensen og Eirfkur Sigurðsson. STIG UMFN: Þorsteinn 16, Gunn- ar 14, Stefán 9, Brynjar, Kári og Jónas 8 hver, Geir 4. STIG ÞÓRS: Mark 23, Eiríkur 14, Jón 10. Jóhannes 9, Hjörtur 6, Þröstur 1. — gg- FRAMARAR EKKI HINDRUN FYRIR VAL FRAMARAR voru Valsmönnum ekki mikil hindrun er liðin léku saman i íslandsmótinu í körfuknattleik á sunnudaginn. Strax í fyrri hálfleik náði Valur forystu, sem Frömurum tókst ekki að hnekkja þannig að Valsmenn sigruðu nokkuð orugglega, 82—-71. Það veikti lið Fram mikið, að þurfa að leika án Guðsteins Ingimarssonar og var vörn og sókn liðsins hvorki fugl né fiskur. Valsmenn voru hins vegar að vanda sprækir og var allur leikur þeirra mjög frjáls þótt leikið væri eftir ákveðnu leikkerfi. Eftir 14 mínútna leik var staðan orðin 32—19, en í hálfleik var staðan 44—32 Val í vil í seinni hálfleik hresstust Framarar örlítið, en það nægði þó aðeins til að halda í við Valsmenn þvi munurinn var allan timann 10—14 stig Á 17 mln- útu seinni hálfleiks var staðan 79—62 og þegar flautað var til leiksloka höfðu Valsmenn skorað 82 stig gegn 71 stigi Framara Beztir Framara voru þeir Rich Hockenos og Helgi Gústafsson Helgi STAÐAN UMFN 9 8 1 16 KR 10 8 2 16 Valur 10 8 2 16 fs 9 7 2 14 ÍR 10 3 7 6 Fram 10 2 8 4 Þór 9 2 7 4 Ármann 9 0 9 0 Næstu leikir: 16. febrúar ÍS—Fram, 18. febrúar UMFN — KR og 19. febrúar IR — Ármann. er enn mjög ungur að árum og ekkí langt siðan hann hóf iðkun körfuknatt- leiks, en i vetur hefur Helgi tekið stórstigum framförum og ætti að geta náð langt ef rétt er á málum haldið Aðrir Valsarar voru ekki langt að baki Helga og Hockenos og má helst nefna Kristján Ágústsson og Torfa Magnús- son Simon Ólafsson átti nú sinn slakasta leik um langan tima, en þrátt fyrir það var hann bestur Framara Var auðséð að hann saknaðt G uðsteins, þvi aðrir Framarar hafa ekki tækni til að gefa boltann svo vel sé á Srmön og þvi nýttust yfirburðir hans illa Næstir Simoni að getu voru Ólafur Jóhannes- son og Flosi Sigurðsson Flosi, sem er 2 07 á hæð ætti að geta skorað miklu rgeira ef hann fengi boltann aðeins offar, en i vöfninoi má segja að Flgsi stándi upp gr! . Stig Vals sítoruðu: Hockenos 28 Helgi 15. Kristján og Torfi 10, Rikharður Hrafnkelsson og Þórir Magnússon 8 stig og Lárus Hólm og Þorvaldur Kroyer 2 stig hvor Stig Fram skoruðu: Simon 18. Þor- valdur Geírsson 12, Flosi 11, Ólafur Jóhannesson 10 stig, Björn Magnús- son 8, Birgir Thorlacius 6 og Hilmar Gunnarsson, Sigurjón Ingvarsson og Gunnar Bjarnason 2 stig hver Dómarar voru þeir Hilmar Viktorsson og Jón Otti Ólafsson og áttu þeir slæman dag GG Gunnar Björnsson átti góóan leik gegn Fylki og sést hér sækja að vörn Árbæjarliósins, Einar Ágústsson ertil varnar. (Ljósm. RAX). FYLKIR A ÞRÖSKULDI 1. DEILDAR EFTIR SIG- UR YFIR STJÖRNUNNI ÁRBÆJARLIÐIÐ Fylkir stendur nú á þröskuldi 1. deildarinnar i handknattleik eftir að hafa sigrað einn helsta andstæðing sinn Stjörnuna i miklum baráttuleik í Ásgarði i Garðabæ á sunnudagskvöldið. Fylkir vann 17:15 eftir að staðan hafði verið 7:7 i hálfleik. íþróttahúsið i Garðabæ var troðfullt þetta kvöld og stemningin ótrúlega mikil, svona álika og á beztu landsleikjum. Og áhorfendur urðu ekki fyrir vonbrigðum með leikinn, það var barizt til siðustu minútu og spennan gifurleg. Var ekki laust við að mönnum væri orðið ansi heitt i hamsi undir lok leiksins. Þótt áhangendum Stjörnunnar dómararnir hallast heldur á sveif með Arbæjarliðinu og byrjuðu að henda smápeningum inn á völlinn. Heldur hvimleiður ósiður og Garðbæingum ekki til sóma. Fylkismenn byrjuðu leikinn mjög vel FV,klr le,kur at öfVgg1 Það sem eftir er mótsins ætti liðið að tryggja sér þátt og tóku snemma örugga forystu enda má segja að markvörður liðsins, Jón Gunnarsson, hafi verið allt sem að markinu kom þessar fyrstu minútur Undir lok hálfleiksins tókst Stjörnunni að minnka muninn og loks að jafna metin Lítið var skorað af mörkum í fyrri hálfleik og reyndar í leiknum öll- um enda var varnarleikur beggja lið- anna yfirleitt mjög góður í seinni hálfleiknum voru það Stjörnuleiksmennirnir sem höfðu frum- kvæðið lengst af Höfðu þeir yfir þetta 1 —2 mörk allt þar til 10 minútur voru til leiksloka Þá var staðan 14:13 Stjörnunni í hag en þá náði Fylkir sinum bezta leikkafla í sókninni jafrv framt því sem Jón fór að verja eins og berserkur i markinu Skoruðu Fylkis- menn 4 næstu mörkin og breyttu stöð- unni í 1 7:1 4 sér í vil og tvö dýrmæt stig voru þar með komin í safnið Ef tökurétt i 1 deild i fyrsta skipti í sögu félagsins Vörnin vaF mjög góð hjá Fylki að þessu sinni og markvarzla Jóns mark- varðar mjög góð þegar mikið reyndi á Fyrirliðinn Einar Ágústsson var tekinn úr umferð allan leikinn og mæddi þá mikið á þeim Stefáni Hjálmarssyni og Gunnari Baldvinssyni, sem skiluðu hlutveckum sinum með prýði, sérílagi þó sá fyrrnefndi Þá var Örn Hafsteins- son mjög góður i lokin og skoraði tvö mikilvæg mörk Minna ber á Einari Einarssyni og Halldóri Sigurðssyni i sókninni en oftast áður en þeir voru burðarásarnir í vörninni Þrátt fyrit tapið á Stjarnan enn möguleika á 1 deildarsæti, því það getur enn orðið í efsta sæti og annað sætið gefur einnig möguleika á auka- leik við næst neðsta liðið i 1 deild um laust sæti i deildinni Það sama má segja um Stjörnuna og Fylki, varnar- leikurinn var lengst af mjög góður en markavarzlan ekki eins góð, þó hún mætti teljast þokkaleg Gunnar Björns- son var drýgstur sóknarmanna Stjörrv unnar en hann gekk ekki heill til skógar að þessu sinni. Einnig var Árni Árna- son mjög góður i hægra horninu. Mörk Fylkis: Gunnar 5, Stefán 5, Einar Ág 3 (1 V), Örn 2, Halldór og Einar Einarsson 1 mark hvor Mörk Stjörnunnar: Gunnar 6, Árni 4. Magnús Teitsson 3 ( 2. v), Logi Ólafsson og Magnús Andrésson 1 mark hvor Bræðurnir Þórður og Guðmundur Óskarssynir dæmdu leikinn og voru þeir ekki öfundsverðir af þvi hlutverki. Þeir gerðu skyssur eins og verða vill í svona baráttuleikjum en i heildina má segja að þeir hafi sloppið allvel frá leiknum — SS. HK STEFNIR A 1. DEILD EN GRÓTTA Á ÞÁ ÞRIÐJU HK heldur enn i vonina um 1. deildarsæti að ári eftir að hafa sigrað Gróttu i 2. deildinni i Ásgarði i Garðabæ á sunnudagskvöldið. Lokatölur leiksins urðu 22:15 eftir að staðan hafði verið 10:8 i hálfleik HK i vil. HK et nú i öðru sæti i 2. deild, tveimur stigum á eftir Fylki. Er þetta prýðisgóður árangur hjá liði, sem i fyrra lék i 3. deild. Aftur á móti verður Gróttuleikmönnunum ekki hælt i sama máta. þeir léku i 1. deild í fyrra og úr þessu virðist fátt geta komið i veg fyrir að liðið falli niður i 3. deild. Reyndar hefur Grótta sýnt nokkur batamerki upp á siðkastið en hvort það nægir til að sleppa við fall er svo annað mál. Það var aðéins i fyrri hálfleik þessa HK-liðið er skemmtileg blanda ungra leiks að leikurinn var jafn HK komst i og reynslulitilla leikmanna og ..gam- 5:2 en Gróttu tókst að breyta stöðunni alla" kappa eins og Karls Jóhannsson- ar, Erlings Sigurðssonar og Björhs Blöndal Þeir „gömlu skoruðu ekki mikið i þessum leik en Jón lék aðal hlutverkið ásamt markvörðunum Gísla og Einari Þorvarðarsyni og golfmann- inum Ragnari Ólafssyni i 6:5 og var það i eina skiptið sem Grótta hafði yfir i leiknum i seinni hálfleik setti HK Jón Einarsson inn á völlinn í fyrsta skipti. en Jón er einnig þekktur sem knattspyrnumaður i Val Hvort sem Jón hefur átt að vera léyni- vopn eða ekki var hann algerlega óstöðvandi og hann var maðurinn bak við yfirburði líðsins i seinni hálfleik ásamt markverðinum Gisla Guðlaugs- syni Mörk HK: Jón 7. Ragnar 2 (2v) Hilmar Sigurgislason 3, Karl 2. Björn 2, Kristinn Ólafsson 2 Stefán Hall- dórsson og Lárus Ásgeirsson 1 mark hvor Hjá Gróttu var Magnús Sigurðsson góður til að byrja með en hornamaður- inn Gunnar Lúðvigsson var drýgstur að skora i s h Mörk Gróttu Gunnar 5. Magnús 4 Halldór Kristjánsson 3, Rúnar Guðmundsson Kristján Guðlaugsson og Lárus Jónsson 1 mark hver Gústaf Björnsson og Þorgeir Pálsson dæmu leikinn prýðisvel — SS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.