Morgunblaðið - 07.02.1978, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGURFEBRtJAR 1977
31
„Velad verki
staðið hjá
Landsvirk jun ’ ’
— segir íslenzkur sérfræðingur
hjá AEG-Telefunken
„ÉG TEL að mjög vel hafi verið
staðið að opnun tiiboða I Hraun-
eyjafossvirkjun. Það er fágætt I
löndum þar sem ég þekki til að
bjóðendum sé gefinn kostur á að
sjá hvernig þeirra eigin tilboð
standa I samanburði við önnur
sem fram koma eða áætlun út-
boðshaldara. Aætlun Landsvirkj-
unar er, að ég hygg, raunhæf og
nákvæm, en það sem fyrst og
fremst vekur traust bjóðenda er
að hér er heiðarlega að farið og
ekki farið f launkofa með neitt,“
sagði Garðar Guðmundsson, raf-
magnsverkfræðingur, í viðtali við
Mbl. f gær. Garðar er annar af
tveimur tslendingum, sem unnu
að og settu fram tilboð af hálfu
erlendra fyrirtækja er Lands-
virkjun opnaði tilboð f rafhluta
og vélaútbúnað Hrauneyjafoss-
Garðar Guðmundmundsson, ann-
ar tveggja lslendinga, er unnu
tilboð f Hrauneyjafossvirkjun
fyrir v-þýzk fyrirtæki.
virkjunar sl. föstudag. Báðir eru
tslendingarnir búsettir f Þýzka-
landi og starfar Garðar við fyrir-
tækið AEG-Telefunken I Fran-
furt en hinn Guðmundur Péturs-
son við Brown Boveri & Cie AG.
Samkvæmt opnberum tölum
Landsvirkjunar var AEG-
telefunken með annað og þriðja
lægsta tilboð f vélar og rafbúnað á
eftir sænska fyrirtækinu A.S.E.A.
AB. Með 3.228 milljarða lægra
tilboð.
„Það er gífurieg vinna, sem
liggur að baki slíkri tilboðsgerð,"
sagði Garðar Guðmundsson. „Sem
vísbendingu get ég nefnt að þau
pappírsgögn, sem ég hafði með-
ferðis að utan varðandi verk þetta
vega um 109 kíló. Þetta er flókin
og margþætt vinna." Hann kvaðst
hafa starfað hjá AEG-fyrirtækinu
í u.þ.b. 6 ár og á þeim tima m.a.
unnið við tilboð í Sigölduvirkjun.
„Mitt aðalstarf felst í tilboðsgerð
og að fylgja þeim eftir“ sagði
hann ,,og hef ég unnið á vegum
xrirtækisins um allan heim.“
Hann sagði að sitt stærsta verk-
efni fjögur siðastliðin ár hefði
verið við risatórt vatnsorkuver i
Júgóslavíu — en það ver væri
meira að vöxtum en allar virkjan-
ir á tslandi samaniagðar. Að-
spurður um stærð AEG-
Telefunken fyrirtækisins kom
fram hjá honum að starfsliðið tel-
ur um 173000 manns og er árs-
veltan nærri 13 og hálfur miil-
jarður þýzkra marka. Bætti hann
við að fyrirtækið eyddi á ári
hverju um 773 milljónum marka
til rannsóknarstarfa.
Garðar sagði AEG-Telefunken
eina fyrirtækið af þeim 20, sem
boð gerðu, er lagt hefði fram
fleiri tilboð en eitt. Hins vegar
væri oftast venja að tvö fyrirtæki
ynnu saman um túrbínur og raf-
vélar. Hann sagði að AEG-
Telefunken hefði þó sérstöðu að
því leyti að það hefði boðið túr-
bínur frá fjórum mismunandi
fyrirtækjum og væri tilboðið því
mjög flókið.
„Aðalmarkmiðin, sem við sett-
um okkur með þessu tilboði“
sagði Garðar „voru tvö. Annars
vegar að hluti Islendinga yrði sem
stærstur; að þeir ættu hlut í upp-
setningu og flutningi og hins veg-
ar að það væri sem lægst“. Sagði
hann að ef AEG-Telefunken yrði
hlutskarpast, væri ætlunin að ís-
lenzk verkfræðiskrifstofa tæki að
sér hönnun verksins. Kom einnig
fram hjá honum að AEG-
Telefunken byði lægst í erlendum
gjaldeyri i túrbínu og vélarhluta
eða 37.4%. Hann benti hins vegar
á að yfirleitt yrði að reikna með
erlendum aðilum til að fá lágt
tilboð enda væri AEG-Telefunken
með eitt hæsta tilboðið í þennan
hluta verksins. „Það væri
skemmtilegt að vinna eftir is-
lenzkri útboðslýsingu" sagði
Garðar „og ég tel að hér á landi
séu nægir starfskraftar og sér-
þekking til að vinna slikt verk“.
Þótt munað hefði meira en 250
milljónum á tilboð A.S.E.A. og
AEG-Telefunken kvað Garðar
Furken ekki fullvfst hverjum
verkið yrði dæmt. Röðin gæti allt-
af breytzt þar eð ekki hefði enn
verið gengið frá samþykkt skil-
mála. Hann itrekaði að lokum að
það væri afar sjaldgæft að tilboð i
slik verk væru gerð opinber jafn
skjótt og þau kæmu fram. Vildi
t.d. allt of oft bera við i nýríkum
löndum þar sem hann þekkti til
að hrossakaup og baktjaldamakk
væri látið ráða ferðinni. „Hér vita
menn nákvæmlega hvar þeir eru í
sveit settir og þessi hreinlegu
vinnubrögð Landsvirkjunar eru
vissulega góðra gjalda verð“ sagði
þessi ungi, sænsk-menntaði sér-
fræðingur úr önundarfirði að lok-
um.
Þrátt fyrir itrekaðar tilraunir
tókst ekki að ná sambandi við
fulltrúa BB&C, Guðmund Péturs-
son, í gær.
Dýralæknafélag Islands:
Yfir dýralæknisem-
bættið taki við sauð-
fjárveikivörnum
VEGNA fréttatilkynning-
ar fulltrúa Sauðfjárveiki-
varna í sjónvarpinu 31.
jan. s.l. þar sem mótmælt
er sjónvarpsviðtali við for-
mann Dýralæknafélags ís-
land, vill stjórn D.í. taka
eftirfarandi fram:
1. Varnir gegn smitandi búfjár-
sjúkdómum yrðu bæði öruggari
og ódýrari, ef yfirdýralæknis-
embættið tæki við sauðfjárveiki-
vörnum.
2. Blóðprufutaka og skoðun á
sauðfé á Snæfellsnesi þessa
dagana vegna gruns um garna-
veiki þjónar engum tilgangi. Ein-
asta leiðin er að bólusetja féð og
það hefði átt að vera gert fyrir
löngu, enda mikill hluti kindanna
bólusettur gegn garnaveiki.
3. Fyllsta ástæða er til að benda
fólki á spóluorm i hundum og láta
ormahreinsa hundana, auk lög-
boðinnar hundahreinsunar, en
stjórn D.t. telur að umræða um
það mál falli ekki undir sauðfjár-
veikivarnir.
4. Stjórn D.l er tilbúin að ræða
þessi mál hvar og hvenær sem er
og itreka rétt sinn og annarra til
frjálsra skoðanaskipta.
„Engin samstæð löggjöf
fyrir vidskiptabanka”
Afgreiðslustaðir innlánsstofnana hátt á annað hundrað
Landsbanki Islands: afgreiðsla I aðalnanka.
Qlafur Jóhannesson:
ÓLAFUR Jóhannesson, ráð-
herra bankamála, mælti I gær f
efri deild Alþingis fyrir stjórn-
arfrumvarpi um viðskipta-
banka I eigu rfkisins. Hann
boðaði jafnframt frumvarp um
hlutafélagabanka og sparisjóði,
sem lagt yrði fram innan
skamms. Frumvörp þessi næðu
til innlánsstofnana, sem haft
hefðu 95% heildarinnlána, en
auk rfkisbanka, einkabanka og
sparisjóða teldust innlánsdeild-
ir samvinnufélaga, söfnunar-
sjóðir og póstgfróstofa til inn-
lánsstofnana, þó þetta frum-
varp næði ekki til þeirra.
Ráðherrann sagði að heildar-
löggjöf um bankastofnanir
hefðu vantað hér á landi. Til
staðar væru heildarlöggjöf um
Seðlabanka Islands frá árinu
1961, en engin samstæð iöggjöf
væri fyrir hendi varðandi við-
skiptabanka. Þeir störfuðu eft-
ir sérstökum lögum, hver og
einn, sem bæði „eru ósamstæð
ogófullkomin". Um sparisjóði
giltu almenn lög frá 1941. Þau
vóru fullnægjandi á sínum
tíma, sagði ráðherra, en eru nú
mjög úrelt orðin.
Ráðherra sagði eðlilegt að
bankar sættu réttmætri gagn-
rýni. Hitt væri engum til góðs
aðnýta einstök áföll, þótt alvar-
leg væru, til að veikja almanna-
traust á bankakerfinu. Tryggja
þurfi hins vegar sem beztan
rekstur bankastofnana. Þau
frumvörp, sem ég hefi minnst
á, sagði ráðherra, eru ekki sam-
in vegna einstakra atburða í
bankamálum, en margt er þó í
þeim, sem stuðlar að öryggi og
auknu heilbrigði í banka-
rekstri.
Ráðherra rakti þróun banka-
starfsemi í landinu rúma öld
aftur í tímann, er sparisjóðir
fóru að hasla sér völl í þjóðlíf-
inu. I kjölfar þeirra hefði fyrsti
bankinn, Landsbankinn, verið
opnaður 1886. Sá banki var op-
inn tvo tima tvo daga í viku
fyrst i stað. Nú eru í landinu 7
viðskiptabankar, fjöldi banka-
útibúa og umboðsskrifstofa, 43
sparisjóðir, inniánsdeildir o.fl.
Alls munu afgreiðslustaðir inn-
lánsstofnana vera hátt á 2.
hundrað. E.t.v. hefur vöxtur i
bankakerfinu verið um of, en
hafa verði í hyggju, að þróun
atvinnulifs, sem víðast hafi tek-
ið aldir, hafi orðið hér á nokkr-
um áratugum. Breyttir þjóðlífs-
þættir hafi kallað á aukna þjón-
ustu í þessu efni.
Ráðherra gat þess að í fram-
lögðu frumvarpi væri fallið frá
þvi að kveða svo á, að bankar
skuli styðja tilteknar atvinnu-
greinar. Þessi lögbinding sér-
hæfingar er óeðlileg, sagði ráð-
herra, og ekki i samræmi við
meginreglu öruggs banka-
rekstrar. I frumvarpinu er tek-
fengju og heimild til að setja
almennar reglur um lánveiting-
ar bankanna að fnginni umsögn
bankastjórnar.
Ráðherra vék að III. kafla
laganna, sem ætti að stuðla að
samstarfi ríkisviðskiptabank-
anna, með rekstrarhagkvæmni
fyrir augum og eðlilega verka-
skiptingu milli þeirra. Hins
vegar væru ekki f frumvarpinu
ákvæði um sameiningu banka
(Búnaðar- og Útvegsbanka)
sem mætt hefði andstöðu ein-
stakra þingmanna á sinni tíð
(frumv. i tíð vinstri stjórnar).
Nefnd sú, sem frv. fengi til
athugunar, gæti hins vegar
hugað nánar að þessu efni, ef
ástæði þætti til.
Tveir ríkisviðskiptabankar,
Landsbankinn og Útvegsbank-
inn, hafa heimild til gjaldeyris-
verzlunar. Seðlabankinn getur
hins vegar veitt öðrum bönkum
slíkt leyfi, en þetta frv. tekur
ekki afstöðu til þess. Persjónu-
lega er ég þeirrar skoðunar,
sagði ÓlJó, að Búnaðarbankinn
eigi að fá leyfi til gjaldeyris-
verzlunar.
Frv. setur strangar reglur um
rétt bankanna til að eiga fast-
eignir, hlutabréf, eignarhluta í
öðrum fyrirtækjum. Sett eru
nákv. reglur um tryggingar
fyrir útlánum. Sama gildir um
heildarútlán til eins viðskipta-
aðila. Auk þingkjörinna endur-
skoðenda er lagt til að starfi að
endurskoðun viðkomandi
banka löggiltur endurskoðandi
sem ráðherra skipar. Þá fjallaði
ráðherra um ákvæði frumv. um
endurskoðunardeildir bank-
anna, endurskoðunarskýrslur,
arsreikninga og athugasemdir
endurskoðenda.
Nokkrar umræður urðu um
frumvarpið. Ragnar Arnalds
(Abl) taldi það ná skammt mið-
að við sams konar frumvarp,
sem flutt var á timum vinstri
stjórnarinnar. Boðaði hann
breytingartill. frá Abl. um sam-
einingu Búnaðar- og Útvegs-
banka. Jón G. Sólnes (S) vakti
athygli á því ákvæði i löggjöf
nágrannaþjóða, að bankar og
sparisjóðir mættu ekki takast á
hendur ábyrgðir nema í sam-
ræmi við eigið fé. Nauðsynlegt
væri að taka upp hliðstætt laga-
ákvæði hér. Hitt væri sér ekki
sáluhjálparatriði að bankastarf-
semin í landinu væri endilega
ríkisrekin. JGS taldi það vel
farið ef í kjölfar endurskoðaðr-
ar löggjafar um bankastarfsemi
i landinu yrði hlutur svæðis-
bundinna sparisjóða gerður
sem mestur. Einnig mætti huga
aó hugsanlegri starfsemi er-
lendra bankastofnana hérlend-
is, undir eftirliti Seðlabanka Is-
lands.
ið fram að ríkisviðskiptabönk-
um sé einum heimilt að reka
viðskiptabankastarfsemi nema
að lög ákveði annað. Þetta er
framsett til að hamla gegn frek-
ari fjölgun banka, en nær þó
ekki til lánastofnana, sem starf-
andi eru i dag, eftir sérstökum
lögum. Búnaðarbankinn, sem
nú heyrir stjórnarfarslega und-
ir landbúnaðarráðherra, færist
til þess ráðherra, er fer með
bankamál. Sama verður vænt-
anlega um iðnaðarbankann,
sem i dag heyrir undir iðnaðar-
ráðherra. Stofnlánadeild land-
búnaðarins heyrir þó áfram
undir ráðuneyti landbúnaðar-
mála, sem starfa mun á hlið-
stæðan hátt og fiskveiðasjóður,
hvað snertir tengsl við viðkom-
andi banka.
Ólafur Jóhannesson, banka-
málaráðherra.
Ráðherra vék að því nýmæli i
frv. að ráðherra gæti hvenær
sem er krafið bankaráð og
bankastjórn um yfirlit yfir
rekstur og hag ríkisviðskipta-
banka. Bankaráð gætu einnig,
ef frumvarpið verður samþ.,
ráðið sérstakan starfsmann, er
ynni eingöngu i þess þágu að
rekstrareftirliti í stofnuninni.
Þetta myndi gera bankaráðin,
sem í raun væru þingkjörnar
nefndir, virkari. Bankaráðin
■rtl
AIÞinGI