Morgunblaðið - 07.02.1978, Side 47

Morgunblaðið - 07.02.1978, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR 1977 47 Sexféllu í bar- dögum í Líbanon Beirút, 6. febrúar AP. SÝRLENZKIR hermenn, gráir fyrir járnum, og her- menn úr friðargæzlusveit- um Araba héldu í dag uppi ströngum öryggisráðstöf- unum í Beirút eftir að fimm sprengingar höfðu orðið þar á einum sólar- hring. Á sama tíma bárust fregnir af bardögum milli hægrisinna og Palestínu- skæruliða í Suður-Líbanon, rétt viö landamæri ísraels, og va,r sagt að níu manna fjölskylda hefði farizt í eld- flaugaárás á múhameðskt þorp. „Rödd Líbanons", sem er útvarpsstöð hægrisinna, sagði að fimm kristnum mönnum hefi verið rænt og Pierre Gemayel, for- maður falangistaflokksins, sagði að héldu Palestínu- skæruliðar áfram að ræn; kristnum mönnum gæti : það haft alvarlegar afleið- ingar í för með sér. Pale- stínuskæruliðar neituðu í dag að hafa staðið fyrir mannránunum. Vegatálmanir voru víða í Beirút og voru allir vegfar- endur stöðvaðir við þær og Meiren 100 þús. manns starfa við al- mannavam- ir í Sovét Washington, 6. febrúar, AP. BANDARlSK heryfirvöld hafa lýst þv( yfir að fjöldi þeirra, er starfi að almanna- vörnum f Sovótrfkjunum, sé sextán á möti hverjum einum í Bandarfkjunum. Velti opin- berir embættismenn þvf fyrir sér hvort mismunurinn sýni að Sovétmenn telji að kjarnorku- styrjöld sé Ifkleg til að skella á. Heryfirvöldin bandarísku skýrðu einnig frá því að Rúss- ar væru að færa út kvíarnar í sambandi við uppbyggingu kjarnorkubyrgja fyrir iðn- verkamenn í ábyrgðarstöðum, sem og stjórnmálamenn og yfirmenn í hernum. í Pentagon-skjölunum var áætlað að meir en eitt hundrað þúsund opinberir starfsmenn væru í fullu starfi við al- mannavarnirnar i Sovétrikjun- um. Hins vegar væru þeir ekki fleiri en um sex þúsund í Bandaríkjunum. leitað að vopnum í farangri þeirra, farartækjum og á þeim sjálfum. „Rödd Líbanons“ sagði í dag, að átta Palestínu- skæruliðar hefði verið felldir í bardögum í Suður- Líbanon og tugir særðir. Þá sagði að sex vöruflutn- ingabílar Palestínumanna hefðu verið eyðilagðir. Palestínumenn viður- kenndu að bardagar heföu átt sér stað, en létu ekkert uppi um manntjón. Alsír—fundurinn: Gaddafhi Lfbýu-forseti Alsfrs. kemur til fundarins f Alsfr. Með honum á myndinni er Boumedienne forseti Ekkert samkomulag um gagn- ráðstafanir en ákallar Sovét Alsfr — 6. febrúar — Reuter Arabaleiðtogar, sem and- vfgir eru friðarumleitun- um Sadats Egyptalandsfor- seta, hafa skorað á Sovét- ríkin að láta málefni í Miðausturlöndum meira til sfn taka á næstunni en að undanförnu. Að loknum þriggja daga leiðtogafundi var birt löng stjðrnmálayf- irlýsing, þar sem meðal annars er að finna for- dæmingu á Bandarfkjun- um, ísrael og Egyptalandi. Þrátt fyrir þá yfirlýsingu er ljóst að ríkjunum, sem fulltrúa áttu á fundinum, Sýrlandi, Suður-Yemen, Alsír og Líbýu, ásamt PLO, hefur ekki tekizt að koma sér saman um ráðstafanir til að klekkja á þeim aðil- um, sem einkum beita sér fyrir friðarsamningum. I stjórnmálayfirlýsingunni seg- ir ma.a að Sadat sé verkfæri zion- ista og Bandaríkjanna í samsæri þeirra gegn hinni arabisku þjóð. Itrekað er að friðafsamningar verði því aðeins gerðir að Israels- menn hverfi með öllu af hernumdu svæðunum og að Palestínuaröbum verði tryggt landsvæði þar sem þeir geti stofn- að sjálfstætt riki, um leið og áréttaðar eru fyrri yfirlýsingar um að PLO sé eini aðilinn, sem geti komið fram fyrir hönd Palestínuaraba. Stjórnmálayfirlýsingin ber ekki með sér að þessir aðilar hafi harðnað í andstöðu sinni gegn Sadat og friðarumleitunum hans frá því að þeir hittust síðast á fundi, sem var i Trípólí í Libýu í desember s.l. Bouteflika utanrikisráðherra Alsírs sagði á fundi með frétta- mönnum að leiðtogafundinum loknum að afskiptaleysi Kreml- stjórnarinnar um málefni í Miðausturlöndum að undanförnu væri aðeins staðfesting á því að friðarumleitanirnar væru ekki annað en samsæri heimsvalda- sinna gegn Aröbum, um leið og hann gaf i skyn að á fundinum hefði leynisamkomulag tekizt um nánar samstarf Sýrlendinga og PLO, sem væru harðasti kjarni „andspyrnuflylkingar" gegn friðarsamningum. Rhódesía: I>jóðarfylkingin vill samn- inga með milligöngu S.Þ. Lusaka 6. febrúar. Reuter, AP. JOSHUA Nkomo, leiðtogi Þjððar- fylkingarinnar, sagði f dag að hann styddi hugmyndina um frjálsar kosningar sem hluta af friðarsamningi milli minnihluta- stjórnar Smiths og blökkumanna. Hann sagði einnig að hann væri samþykkur þvf f aðalatriðum að Sameinuðu þjóðirnar eða einhver önnur hlutlaus stofnun tæki að sér að hafa milligöngu um að kosningar færu fram f Rhódesfu. Þá sagði Nkomo, að senn hæfust að nýju viðræður milli David Owens, utanrfkisráðherra Bretlands, og Andrew Youngs, fastafulltrúa Bandaríkjanna hjá S.Þ., annars vegar og Þjóðar- fylkingarinnar hins vegar og yrði þar fjallað um afskipti S.Þ. og vopnahlé. Þessir tveir aðilar áttu viðræður um málefni Rhódesíu á Möltu í síðustu viku. A morgun hefjast í Salisbury viðræður milli minnihlutastjórar Smiths og blökkumannasamtak- anna ANC, en þau samtök áttu ekki fulltrúa á Mölturáðstefn- unni. Stjórn Smiths fékk um helg- ina skýrslu frá Mötlu- viðræðunum í hendurnar og er gert ráð fyrir að hún muni styðjast við hana að einhverju leyti. ANC hefur lýst því yfir, að henni komi ekkert við hvað um hafi verið rætt á Möltu, samtökin muni halda sig fast við kjörorðið „einn maður — eitt atkvæði". Owen sagði, er hann kom aftur frá Möltu, að stjórn Bretlands myndi halda áfram að vinna að friðsamlegri lausn mála i Framhald á bls. 37. Óeirðir í Nicaragua 20% kjörsókn um helgina Managua — 6. febrúar — AP. EKKERT lát er á óspektum og fjöldaóeirðum, sem miða að þvf að velta Anastosio Somoza forseta Nicaragua úr sessi, en f byggða- kosningum þar um helgina var Verkalýðsfélögin heita So- ares friði á vinnumarkaði 21 fórst í snjóflóðum Chamonix, 6. febrúar. Reuter. ÖTTAZT er að minnsta kosti 21 maður hafi farizt f snjóflóðum f ölpunum um helgina.- Talið er að tólf hafi farizt í snjóflóðum I Frönsku-Ölpunum. A ítalíu biðu sex manns bana þegar snjóskriða hrundi á bifreið þeirra á fjallavegi nálægt skíða- bænum Cervinia. Tveir skfða- menn fórust f Tyrol. Mörg þorp eru einöngruð i ölpunum og spáð er meiri snjó- komu. Því hefur verið skorað á skíðafólk að fara varlega. Lissabon, 5. feb. Reuter. VERKALÝÐSFÉLÖG Portúgals hétu því í dag, að friður myndi ríkja á vinnu- markaði í Portúgal, meðan Mario Soares, forsætisráð- h^rra, reyndi að mynda nýja stjðrn. Leiðtogar nærri 200 verkalýðsfélaga, sem í eru um ein og hálf milljón manna, höfnuðu í gær þeirri tillögu, að efnt yrði til allsherjarverkfalls í einn sólarhring, einhvern tíma fyrir 15. marz, til að mótmæla aðild fhalds- manna að stjórn Portúgals. Verkalýðsfélögin for- dæmdu hins vegar aðild jafnaðarmanna að stjórn og sögðu að hún myndi að- Soares eins stuðla að auknu stétta- misrétti í landinu. Fréttaskýrendur telja líklegt að verkalýðsfélögin ætli að bíða og sjá hvað Soares hyggst gera til að bæta úr ástandinu í efnahagsmál- um landsins. Einnig kann að vera, að loforð stjórnarinnar um allt að 20% kauphækkun á þessu ári, hafi ráðið nokkru um ákvörðun verkalýðsleiðtoganna. Stjórn Soaresar á þó enn við nokkur skæruverkföll að stríða. Sfðastliðinn fimmtudag lögðu 27.000 járnbrautarstarfsmenn niður vinnu í fjórar klukkustund- ir og hafa þeir hótað að grípa til þeirra ráðstafana aftur. Einnig hafa 10.000 verkamenn við eina stærstu skipasmíðastöð Lissabons hótað að fara í verkfall og sömu sögu er að segja af verzlunarfólki, sem hefur krafist hærri launa og styttri vinnudags. 1 Santa Comba Dao brutust út miklar óeirðir eftir að lögregla hafði fjarlægt nýtt bronz-höfuð, sem sett hafði verið á styttu af Antonio de Oliveira Salazar. Salazar var einræðishérra í Portú- gal, þegar uppreisnin var gerð árið 1974. Lögreglumenn notuðu kylfur og táragas í baráttu sinni við múg- inn og fregnir hermdu að þrettán hefðu særzt. Vinstrisinnuð dagblöð í borg- inni hafa gagnrýnt harðlega ákvörðun borgarinnar um að lag- færa styttuna af Salazar, sem að mestu var eyðilögð árið 1974. þátttaka mjög dræm. Samkvæmt fyrstu úrslitatölum neyttu aðeins 142 þúsund kjósendur kosninga- réttar sfns, en um 700 þúsund eru á kjörskrá. Allsherjarverkfallið f landinu hefur nú staðið rúmar tvær vikur, og er ekkert útlit fyrir að það leysist á næstunni. I nokkrum borgum landsins kom til átaka i dag. Aðsópsmiklar húsmæður gengu um götur, slógu saman pottum og pönnum og komu fyrir vegatálmum úr sorpi til að mótmæla stjórn Somoza. Somoza hefur lýst yfir að hann Framhald á bls. 37. Herferð gegn kosn- inga fyrirkomulagi í Póllandi Varsjá, 6. febrúar. Reuter. PÖLSKIR andófsmenn hafa stað- ið að útbreiðslu bæklinga til fólks um pólsku kosningarnar, þar sem segir að kosningafyrirkomulagið sé slfkt að ekkert gagn sé að kosn- ingum og kjósendur séu réttlaus- ir í þvf sambandi. Er þetta i fyrsa sinn sem skipu- lögð áróðursherferð gegn fyrir- komulagi kosninga í Póllandi er farin þar í landi. Meðlimir mannréttindahreyf- ingarinnar hafa afhent fólki áróð- ursbæklinga fyrir utan kirkjur og á járnbrautarstöðvum í Varsjá. í bæklingunum er fólki sagt að það þurfi ekki að kjósa en ef fólk kjósi skuli það stroka út nöfn frambjóðenda á listanum og þess i stað skrifa ábendingar til stjórn- valda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.