Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 30
30 ' .1.11 ■■ ■ '■ ■■ ■■■■.. ' yi: ■ iU-L-u.-'...------------------------------ MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR 1977 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 VÍNN S.B. RÖÐ 1 HELGI ÖLAFSSON. i ft 0 2 WILLIAW LOMBARDY. 1 m Vi 3 BENT LARSEN. 1 „J. 1 ft 4 VLASTIMIL HORT. 1 V4 •/* 5 LEIF OGAARD. ■/////. ■/... V* (1 6 W'ALTER BROWNE. W/ 1 1 1 7 JÖN L. ARNASON. W 0 0 V4 8 ANTHONY MILES. 1 Vi Ví 9 LEV POLUGAEVSKY. 0 1 •A /// W/ 10 JAN SMEJKAL 0 '4 W/ 11 MARGEIR PÉTURSSON 0 x/i 0 m 12 GENNADY KUZMIN. 0 V* 1 i 13 FRIÐRIK ÖLAFSSON. v* 1 V4 m 14 GUÐM SIGURJÓNSSON. ’/i Vt ■ — Browne efstur á skákmótinu Framhald af bls. 48 svo jafntefli hjá Hort og Friðrik eftir 24 leiki. Hort hafði að vísu hafnað jafnteflisboði Friðriks skömmu áður, en bauð svo sjálfur jafntefli, enda staðan þung og tíminn orðinn naumur. Browne vann svo Margeir í 29 leikjum og Larsen vann Helga í 31 leik. Mar- geir kom illa út úr byrjuninni og var eftirleikurinn auðveldur fyrir Browne. Larsen fórnaði skipta- mun og náði banvænni sókn á kóngsvæng Helga fyrir. Skák þeirra Ögaards og Kuzmin varð 47 Ieikir. Norðmaðurinn var kominn með vænlega stöðu, en misreikn- aði sig illa og beið lægri hlut. Jón L. Árnason og Smejkal tefldu mikla skák. Jón hélt fyllilega sínu á móti stórmeistaranum, sem átti svo eftir 4 mínútur á 14 leiki í fyrri tímamörkin. Þá átti Jón eftir tuttugu mínútur, en svo fór að hann Ienti í timahraki líka, en „VIÐ HÖFUM reynt vélasam- stæðuna mikið nú um helgina og eins í dag og virðist allt vera f 47 millj. kr. sala SKUTTOGARINN Ögri RE 72 seldi 241 lest af fiski I V- Þýzkalandi f gær, fyrir 450 þúsund mörk eða ríflega 47 milljónir króna miðað við það gengi sem sfðast var skráð hér á landi. Meðalverð á kfló var kr. 195. Þetta er hæsta sala íslenzks fiskiskips erlendis til þessa f krónum talið, en Ögri hefur aftur á móti selt fyrir hærri upphæð í mörkum, það var f fyrrahaust, er togarinn seldi fyrir 470 þús. mörk. Aflinn, sem Ögri seldi var svo til eingöngu ufsi og karfi. Systurskip Ögra Vigri RE 71 á að selja í V-Þýzkalandi á fimmtu- dag. Er togarinn með um 200 tonn af stórum karfa. — Mikil loðna Framhald af bls. 2 sagði þegar Mbl. ræddi við hann, að í gær hefði fundist þó nokkurt magn af loðnu nokkru sunnar en áður, eða 55 mílur austur af Langanesi, og ennfremur hefði fundist loðna nokkuð norðan við þennan stað. „Það fer ekki milli mála, að nú er mikið af loðnu á ferðinni, og er hluti hennar að líkindum kominn á hraða ferð suður með Austfjörð- um og getur farið 15—20 mílur á sólarhring, og ætti þvi útlitið framundan að vera sæmilegt," sagði Eyjólfur. Eftirtalin skip tilkynntu um afla til Lodnu- nefndar frá þvf um hádegi á laugarda^ þar til á sunnudagskvöld: Örn KE 60 lestir, Ifrafn Sveinbjarnarson GK 50, Sandafel! (iK 60, Ifrafn GJ 170, Sigurbjöi'g (Hi 250. Narfi RE 300. Eldborg GK 300, Gísli Arni RE 620, Ifilmir SU 320, Skarðsvfk SH 480. Óskar Halldórsson RE 370, Albert GK 330, Grind- vfkingur GK 550, Eyjaver VfE 240. Pólur Jónsson RE 400, Súlan EA 680, ísleifur VE 380, Rauðsey AK 120. Svanur RE210, Börkur NK 650. Faxi GK 200, fsafold HG 250, Gull- berg VE 560. Húnaröst Ar 400, Arsæll KE 370, Örn KE 360, Breki VE 560, Helga 2. RE 390, Fffill GJ 480. Stapavík SI 330. Bergur 2. VE 100. Þórður Jónasson EA 220. Víkurberg GK 150, Hákon ÞH 700, Gísli Arni RE 450 og Bjarnarey VE40lestir. báðir komust yfir 30 leikja mark- ið. Þá hugsaði Smejkal sig lengi um og átti svo aðeins eftir 5 mín- útur á síðustu 15 leikina í 50 leikja markið. Hann tefldi þá all örugglega, svaraði Jóni samstund- is en Jón lét hvergi deigan síga. Jón bauð svo jafntefli, sem Smejkal hafnaði og þegar 50 leikja markinu var náð, var ekki annað að sjá en að Smejkal ætlaði að setja skákina í bið. Eftir drjúga umhugsun bauð hann svo jafntefli eftir 51 leik. Staðan í biðskák þeirra Lombardys og Guðmundar Sigur- gjónssonar r þessi. Hvítt — Lom- bardy; Kf3, Dfl Be2, Rd3. Svart — Guðmundur; Kg8, Dd4, Hb5 og peð á f7 og g6. Biðskákin verður tefld klukkan 14 í dag, en klukk- an 18 hefst fjórða umferð. Þá tefla saman: Smejkal og Miles, Margeir Pétursson og Jón L. Arnason, Kuzmin og Browne, Friðrik og Ögaard, Helgi Ölafsson og Hort, Lombardy og Larsen og Guðmundur Sigurjónsson og Polugaevsky. fyllsta Iagi,“ sagði Gunnar Ingi Gunnarsson staðartæknifræðing- ur Kröfluvirkjunar þegar Morgunblaðið ræddi við hann f gær. Gunnar Ingi kvað gert ráð fyrir að vélasamstæðan yrði reynd fram undir miðjan febrúar, en þá yrði keyrslu hætt og legur og aðr- ir hlutir samstæðunnar skoðaðir. Að því loknu stæði til að fara að huga að raforkuframleiðslu. — Lausn efna- hagsvandans Framhald af bls. 48 útflutningsverðmæti okkar hafa aukizt. Þess vegna hafa þessir efnahagserfiðleikar skapazt. Til viðbótar þessu tel ég, að ekki hafi verið hægt að bjóða sjó- mönnum og útgerðarmönnum upp á óbreytt fiskverð frá 1. júlí 1977 á sama tíma og kauphækkan- ir hafa orðið hjá öllum greinum atvinnulífs í landinu. Ég vil lfka vekja athygli á því, að þegar fisk- verð var ákveðið 1. október 1977 var það óbreytj. Til þess að sýna fram á, hvaða breytingar hafa orðið á s.l. ári, get ég nefnt, að þá er talið að meðaltalfiskverðs- hækkun hafi orðið 1. jan. 1977 9.9% og 1. júlf saraa ár um 20%. Þess vegna tel ég, að það hafi verið sanngjörn og eðlileg lausn, sem fékkst með ákvarðanatöku oddamanns í Verðlagsráði sjávarútvegsins, ásamt fulltrúum seljenda, þ.e. að hækka fiskverð frá 1. jan. s,l. um 13%. I framhaldi af þessu var ekki hjá því komizt vegna vanda fisk- vinnslunnar — og þá serstaklega frystihúsanna — að hækka viðmiðunarverð um 20%, sagði sjávarútvegsráðherra. GJALDEYRIR ENN AFGREIDDUR GEGN TRYGGINGU. Gjaldeyrisdeildir bankanna voru allar Iokaðar í gær, nema hvaó gjaldeyrir var afgreiddur í brýnum tilfellum hjá gjaldeyris- bönkunum. Viðskiptavinum er þá gefinn kostur á gjaldeyri að við- bættu tryggingarfé, sem er 20% hærra en síðasta gengi var skráð. Þessi viðskipti verða siðan gerð upp á fyrsta opinbera gengi, sem skráð verður eftir að regluleg gjaldeyrisviðskipti hafa verið tekin upp á ný. Davíð Ölafsson seðlabanka- stjóri sagði, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær, að gjald- eyrisdeildir bankanna yróu lokað- ar áfram f dag, nema hvað haldið yrði áfram að afgreiða gjaldeyri í sérstökum tilfellum, gegn trygg- ingu. Reuters-fréttastofan brezka sagði í gær, að íslenzku gjald- eyrisbankarnir hefðu keypt mikið af erlendum gjaldeyri fyrir helg- ina til að halda gengi krónunnar uppi. Þegar Morgunblaðið bar þetta undir Davíð Ólafsson; seðla- bankastjóra, sagði hann, að þessi frétt væri á einhverjum misskiln- ingi byggð og enginn vissi hvernig hún væri til komin. Ríkisstjórnin kom saman til fundar í gærmorgun og á þeim fundi voru þeir Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, og Jón Sigurðs- son, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Var Morgunblaðinu tjáð í gær, að ríkisstjórnin kæmi á ný saman til fundar í dag. Það er bankaráð Seðlabankans, sem tekur endanlega ákvörðun um nýtt gengi íslenzku krónunn- ar, og í gærkvöldi var búizt við, að sú ákvörðun lægi fyrir í fyrra- málið. ________ _________ r — Islenzku- kennsla Framhald af bls. 48 máli, auk þess sem vel unnir móðurmálsþættir gætu orðið hið skemmtilegasta sjónvarps- efni. Samþykkt þessarar til- Iögu, sem hlotið hefði góðar undirtektir þingmanna, gæti einnig orðið upphaf móður- málsakademfu. Greinargerð með tillögunni er svohljóðandi: „Engum dylst, að íslenzk tunga á nú í vök að verjast. Á þetta sérstaklega við um talað mál, framburð og framsögn. Einnig fer orðaforði þorra fólks þverrandi og erlend áhrif hvers konar vaxandi. Engum orðum þarf að fara um lífsnauðsyn þess, að stemma stigu við slíkri óheiilaþróun, og snúa við inn á þá braut íslenzkrar málhefðar, sem ein verður farin, ef íslenzk menning á að lifa og dafna. Ríkisútvarpið hefur lagt nokkuð af mörkum til fræðslu og kennslu í íslenzkum fræð- um, tungu og bókmenntum. Er það góðra gjalda vert, en það er skoðun flutningsmanna, að bet- ur megi ef duga skal, og á það einnig við um meðferð tung- unnar yfirleitt í munni þeirra, sem í útvarp tala. Áhrifaríkasti fjölmiðillinn, sjónvarpið, hefur hins vegar í engu sinnt fræðslu f meðferð íslenzkrar tungu. Virðist jafn- vel ekki lögð sérstök rækt við orðfæri eða framburð þeirra, sem þar starfa. Á þessu þarf að verða gjörbreyting. Langsterk- asta áróðurstækið, sem flutzt hefur inn á gafl á hverju heim- ili landsins, þarf að taka trölla- taki til eflingar íslenzkri menn- ingu, sérstaklega til viðreisnar islenzkri tungu, en það er brýn- asta verkefnið nú. Lagt er til að kosið verði hlut- fallskosningu á Alþingi þrettán manna ráð, sem hafi með hönd- um stjórn þessara mála í fjöl- miðlunum. Verkefnið er viða- mikið, og þykir flutningsmönn- um því ástæða til, að allmargir eigi hlut að máli, enda hefur þjóðin til þess arna á að skipa mörgum mjög hæfum mönn- um.“ — Prófkjörið Framhald af bls. 3. „Mikil barátta og gott lið" „Eg er ánægður með úrslitin og þakklátur þeim sem unnu að því að gera þetta mögulegt Það er mikil barátta framundan og þá er gott að eiga svo gott lið til að berjast með sér sem raun ber vitni og ég er þvi bjartsýnn um árangurinn i vor „Viðurkenning fyrir konur á vettvangi stjórnmálanna" „Persónulega er ég mjög ánægð með minn hlut í prófkjörinu og finnst þetta góð útkoma,” sagði Salóme Þorkelst^óttir ..Einhver óánægja hlýtur þó að vera með úrslitin eins og gengur þar sem allir ná ekki þvi sem þeir vildu. Mér er efst í huga þakklæti til allra sem veittu mér stuðning, ég varð vör við hlýju og velvilja sem ég átti bókstaf- lega ekki von á Það að ég komst þetta langt tel ég að sýni að konur njóta nú í ríkari mæli viðurkenningar á vettvangi stjórnmálanna en í Reykjaneskjördæmi hafa konur aldrei verið í efstu sætunum til Al- þingis, en nú náum við tvær að komast i þann hóp." „Fremur byggðakosning en kjördæmis" ..Ég er eftir atvikum ánægður með úrslitin þótt ég hafi búizt við þvi betra," sagði Sigurgeir Sigurðsson, „ég fékk framúrskarandi góðan stuðning hér i minu byggðarlagi, en það hefur greinilega komið i Ijós að þetta er að verða meiri byggðakosn- ing heldur en kosning á víðari vett- vangi eins og hugsað var í upphafi. Suðurnesjamenn hafa sameinast um sinn mann, en þar hlaut ég til dæm- is mjög lítið fylgi eftir þvi sem ég bezt fæ séð Ég hygg að búa megi til ágætis lista eftir þessi úrslit, en þar er um veikleika að ræða i sambandi við Kópavog og úr þeim veikleika verð- ur að bæta á einhvern hátt. Þá kemur það fram í þessu prófkjöri að þingmennirnir eru vel metnir og ég held að við þurfum ekki að örvænta í vor ef fólk skilar sér jafn vel og það gerði í prófkjörinu." „Ekki sátt við þessi úrslit" „Ég er mjög ánægð að þingmenn- irnir fengu þá traustsyfirlýsingu sem þeir fengu og Eirikur gerir áreiðan- lega mikla lukku á Suðurnesjum með sitt 4 sæti, þótt við Kópavogs- búar hefðum viljað eigna okkur i það minnsta það sæti," sagði Ást- hildur Pétursdóttir. „Við erum held- ur óhress hér i Kópavogi að koma svona illa út úr prófkjörinu. Héðan voru þrír kandidatar og við erum ekki sátt við þessi úrslit miðað við það fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn á hér, en ég er líka jafn óánægð með þátttökuleysi Kópavogsbúa og ég vil segja andvaraleysi i prófkjörinu. Flokkslega tel ég mjög eðlilegt og traust að þingmennirnir fái svo góða traustsyfirlýsingu sem úrslitin bera með sér, en það er miður að stærsta byggðarlagið. Kópavogur, skuli ekki halda sinum hlut Hér er mikilhæft og dugmikið fólk, en við vinnum ekki eins og í minni byggðarlögum þar sem menn ná upp sterkum kjarna til starfa og fyrir þetta höfum við liðið í þessu prófkjöri." r — Israelar Framhald af bls. 1. að á hernumdu svæðunum, og sagði að nú gæti ísraels- stjórn ekki lengur falið sig á bak við öfgasinna, sem berðu stríðsbumbur. Hann sagði að ísraelsstjórn gengi í broddi fylkingar lögbrjóta, og bæri brýna nauðsyn til að allir gerðu sér grein fyrir þvíað ároö eeoo2, sem væru kostuð af erlendu fé, umhverfis hverju einustu borg Araba, væru ekki leiðin ti! sambúðar. Þétta er i fyrsta sinn í Ameríku- heimsókninni, sem Sadat heldur ræðu opinberlega. 1 viðræðum sínum við Carter forseta um helg- ina féllst Sadat á að taka upp óbeinar viðræður við ísraels- stjórn með milligöngu bandarísks sáttasemjara, Alfred Athertons, aðstoðarutanríkisráðherra. í morgun var Sadat gestur Carters forseta ásamt leiðtogum banda- rískra Gyðinga. Helzti forvígis- maður þeirra, Philip Klutzníck, sagðizt að fundinum loknum vera sannfærður um að báðir aðilar stefndu einlæglega að friðar- samningum. í ræðu sinni f kvöld lét Sadat meðal annars svo ummælt, að svo virtist sem reynt væri af ráðnum hug að gera að engu áhrif „hins sögulega frumkvæðis", og væri þetta hættuleg þróun, sem enginn gæti hagnazt á. Þeir Carter forseti og Sadat komu sér saman um það í viðræð- um sínum um helgina, að einskis mætti láta ófreistað til að ryðja úr vegi hindrunum fyrir friðar- samningum í Miðausturlöndum. Þá urðu forsetarnir sammála um að Bandaríkjarrienn hæfu á ný tilraunir til að bera sáttarorð á milli Egyptalands og ísraels, og fer Alfred Adherton aðstoðar- utanríkisráðherra aftur á vett- vang í því skyni á næstunni. Fundir forsetanna um helgina fóru fram í C:mp David, bústað forsetans i Maryland, en for- setarnir komu aftur til Washing- ton í gærkvöldi. Carter forseti hefur lítið viljað Iáta hafa eftir sér um viðræðurnar, en sagði þó að hann hefði nú betri skilning á afstöðu Sadats en áður, um leið og hann áréttaði að Bandaríkjamenn bæru hag Egypta og ísraelmanna fyrir brjósti í þessu máli. Engin ákvörðun hefur verið tekin varðandi málaleitan Sadats um vopnakaup frá Bandaríkjun- um, en Sadat hefur í viðræðum sínum við ráðamenn vestra sagt að hann þurfi ekki aðeins á vopn- um að halda í þágu Egyptalands, heldur og nágrannaríkjanna f Afríku. — Þyngri sakir Framhald af bls. 1. yfir Orlov séu á næsta leiti, en senn er ár liðið síðan hann var handtekinn. Yuri Orlov var helzti hvata- maður að stofnun sovézku Hels- inkinefndarinnar svonefndu, sem fylgist með efndum Helsinki- sáttmálans. Þeir Anatoly Shchar- ansky og Alexander Ginzburg sem einnig áttu mikinn þátt I stofnun nefndarinnar, bfða þess einnig að verða kallaðir fyrir rétt fyrir svipaðar sakir og Orlov. 1 morgun var Irinu Ginzburg tjáð að gæzluvarðhald manns hennar hefði verið framlengt til 3. maí, en Ginzburg var náinn vinur og samstarfsmaður Solzhenitsyns og var sjóður sá, sem Nóbelsskáldið stofnaði til aðstoðar fjölskyldum sovézkra andófsmanna, f vörzlu hans þar til hann var handtckínn 3. febrúar í fyrra. — Hreinn hugarburður Framhald af bls. 1. sem hann afplánar dóm fyrir samsæri um að hylma yfir með þeim, sem brutust inn í flokks- skrifstofur demókrata í Water- gate í Washington í júnf 1972. Af hálfu útgáfufyrirtækisins Time Books hefur komið fram, að i bókinni skýri Haldeman frá því hvenær Nixon hafi kom- izt á snoðir um innbrotið, hver viðbrögð hans hafi orðið, hversu mikið hann hafi vitað um málið yfirleitt og hvenær honum hafi borizt vinteskja um einstök atriði þess. Halderman var upphaflega dæmdur i 2V4 til 8 ára fangelsi fyrir hlut sinn að málinu, en í október s.l. var dómurinn mildaður í 1 til 4 ár. — Sómalir Framhald af bls. 1. lið til Eþíópíu til viðbótar því sem fyrir var, en samkvæmt þeim út- reikningum eru nú rúmlega 3 þúsund kúbanskir hermenn i landinu. Ráðuneytið telur að sovézkir hermenn í Eþíópíu séu um 1 þúsund, og hafi þeim lítið fjölgað á undanförnum vikum. Af fregnum, sem berast af stór- auknum bardögum í Ogaden, er ekki ljóst hvort stjórnarherinn f Eþíópíu hefur náð á sitt vald veg- inum frá Hara til Jijiga, en þar er um að ræða mikilvæga flutninga- leið. Jama Ali segir, að þotur stjórnarhersins hafi gert látlaus- ar loftárásir á sveitir Sómala frá þvf í sfðustu viku, og sé ekki um að villast að ætlun stjórnarhers- ins sé að ná aftur á sitt vald öllu héraðinu, sem að mestu var á valdi Sómala eftir átök undan- genginna sex mánaða. Erlendir sendimenn í Mogadishu segja að vestrænir stjónarerindrekar hafi verið kall- aðir tvívegis í utanríkisráðuneyt- ið í síðustu viku og hafi þeim verið gerð grein fyrir vaxan'di áhyggjum Sómalíustjórnar af ástandinu á Afríkuhorninu. Hing- að til hafa Bandaríkin og banda- menn þeirra neitað að veita hvor- um styrjaldaraðiianum sem er hernaðaraðstoð. Vélasamstæðan virð- ist í fullkomnu lagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.