Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.02.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR 1977 Erling Garðar Jónasson oddviti: Kaupstaðarréttindi fyrir Egilsstaðahrepp Fjölgun fulltrúa í sveitarstjórn öðru hvoru tvö síðustu kjör- tímabil hafa orðið umræður í sveitarstjórn um fjölgun fulltrúa í hreppsnefnd, menn hafa skipst á skoðunum og rætt málið, en niðurstaða fram til þessa hefur verið sú að skynsamlegt væri að ræða málið á víðari vettvangi, þ.e. á flokksfundum og jafnvel á sveitarfundi ef möguleikar sköpuðust. Bakgrunnur ofangreindrar um- ræðu er einkum tvær staðreyndir sem blasa við sveitarstjórnar- mönnum, í fyrsta lagi er ljóst að samfara þeirri íbúafjölgun sem átt hefur sér stað í Egilsstaða- hreppi, þ.e. næsta tvöföldun á tíu árum, er lýðræðisleg nauðsyn að kjörnum fulltrúum í sveitarstjórn fjölgi. I því sambandi skal bent á að við fjölgun íbúa í slíku samfélagi sem okkar, fjölgar einnig starfs- stéttum og mikil fjölgun verður í þeim starfsstéttum sem fyrir eru. Með fjölgun fulltrúa í sveitar- stjórn má ætla að raddir fleiri stétta komi þar fram og þar með víðari skoðanaskipti en í fá- mennri sveitarstjórn. í öðru lagi hefur fjölgun ibúa í okkar unga sveitarfélagi i för með sér mikla fjölgun dagskrármála á sveitar- stjórnarfundum, jafnframt því sem sífelld fjölgun verður á mál- efnum sem taka mikinn tíma í allri meðhöndlun og skoðun. í þessu sambandi hefur verið reynt í nokkrum tilvikum að skipa undirnefndir sveitar- stjórnarmanna með það hlutverk að undirbúa mál fyrir sveitar- stjórnarfund og jafnframt hafa æ fleiri mál verið tekin til fleiri en einnar umræðu. Með fjölgun sveitarstjórnar- manna í hreppsnefnd skapast að sjálfsögðu betri grundvöllur til slfkra vinnubragða og um leið auðveldun á skoðanamyndun fyrir sveitarstjórnarmenn í hverju máli. Enn fleiri kosti væri hægt að nefna sem hafa komið fram í um- ræðu um þetta mál en ég tel þess enga þörf, þar sem ég veit að fjölgun sveitarstjórnarmanna er augljóst hagsmunamái fyrir sveitarfélagið, augljóst fyrir alla þá sem vilja skoða málið í sam- hengi við kröfu um lýðræðisleg vinnubrögð í stjórnsýslukerfi samfélagsins I heild. Mótrök gegn fjölgun hafa helst verið þau að samstarf í fámennri sveitarstjórn væri auðveldara — kostnaður vegna funda minni og minni hætta á að meirihluta myndun ætti sér stað. Öll þessi rök hafa við reynslu að styðjast, því miður, það er áreiðanlega ekki ofsagt að sam- starf innan sveitarstjórnar Egils- staðahrepps síðastliðin kjörtíma- bil hafi verið með öðrum hætti en meðal sveitarstjórna sveitar- félaga af iíkri stærð almennt séð, — og að mínu mati hefur það áreiðanlega orðið til gagns fyrir sveitarfélagið. Hinu má þó aldrei gleyma að ofangreind rök hafa einnig augljósa agnúa. Samstarf innan sveitarstjórna mótast líklega miklu fremur, af samstarfsáhuga almennt séð I við- komandi sveitárfélagi en innan sveitarstjórnarinnar sjálfrar. Sú mikla uppbygging sem hefur ver- ið í sveitarfélaginu á tiltölulega skömmum tíma og mikill tilflutn- ingur fbúa víðsvegar að af land- inu hefur haft í för með sér sam- kennd meðal fólksins almennt um uppbyggingu eftir almennum leiðum að fyrirfram sjálfsögðum markmiðum fyrir sveitarfélagið, einfaldlega til að nálgast þá stöðu menningar og félagslega sem rik- ir í samsvarandi sveitarfélögum. Sveitarstjórnin getur því ekki, sem slík, tryggt það fyrirfram að friður og ró hvíli yfir störfum hennar eða að allir fulltrúarnir hafi ætið þolinmæði — eða á grundvelli ytri kringumstæðna, tækifæri til biðar eftir einni sannri leið að settu markmiði við umræður — hér skiptir ekki máli hvort sveitarstjórn er fimm manna eða níu manna, slíka tryggingu er aldrei hægt að gefá fyrir fram um það eru ótalin dæmi í ísl. sveitarstjórnarsögu. Aukinn kostnaður við sveitar- stjórnar störfin vegna fjölgunar fulltrúa er staðreynd — en vegna framsetningar á þessu atriði í um- ræðuna er rétt að geta þess, að fundarlaun eru nú um 2400 kr. fyrir fund og sá kostnaðarauki sem hér um ræðir er vægast sagt of lítill til að vega á móti félags- legum ágóða af breytingunni. Meirihluta myndun í einni sveitarstjórn er á allan hátt eðli- legt fyrirbæri enda er þess gætt með lögum að hlutfallsleg ítök í sveitarstjórn séu t.d. tryggð minnihluta, — hitt er annað mál hvort er árangursríkara fyrir við- komandi sveitarfélag að fulltrúar gangi óbundnir til starfa i sveitar- stjórn eða á grundvelli málefna- samnings um samstarf milli ein- stakra flokka. Mín skoðun er sú að fyrirfram ákveðin meirihluta- myndun á grundvelli málefna- samnings tveggja eða fleiri flokka bjóði þeirri hættu heim að full- trúar meirihlutans telji sig bundna af og samþykki allt frá meirihluta og felli um leið allar tillögur frá minnihluta og sé upp- spretta þeirra óþörfu átaka og ill- inda sem gætt hefur víða í sveitar- stjórnum. Ég legg þvf að jöfnu hreinan meirihluta eins flokks og meirihluta myndun fleiri flokka sem neikvæða stöðu fyrir hags- muni sveitarfélagsins sem heild- ar, þó á hinn bóginn sé margsann- að að víðast sé enginn annar möguleiki til framvindu sveitar- stjórnarmála. 2. Kaupstaðarréttindi í sveitarstjórnarlögum er kveð- ið svo á ,,að ríkið skiptist í sveitar- félög, sem ráða sjálf málefnum sínum undir yfirstjórn ríkis- Stjórnarinnar samkvæmt því sem lög ákveða. Eigi skal neinu máli, sem varðar sérstaklega hagsmuni sveitarfélags, til lykta ráðið án umsagnar sveitarstjórnar". Síðan segir: „með sveitarfélög- um er átt við hreppa og kaup- staði“, síðan: „kaupstöðum og sýslum má eigi fækka eða fjölga nema með Iögum“. Engar reglur eða lög eru til um það, hvenær hreppur gerist kaup- staður. Það er háð mati og óskum sveitarstjórna viðkomandi hreppa og ákvörðum löggjafans, þar sem kaupstöðum verður ekki fjöigað nema með lögum, skv. ákvæðum sveitarstjórnarlaga. Samkvæmt grein Magnúsar Guðjónssonar framkvæmdastjóra Sambands ísl. sveitarfélaga í Sveitarstjórnarmálum 2. hefti 1973 er mismunur á kaupstöðum og hreppum aðallega fólgin í eft- irfarandi: 1. Formmunur: Sveitarstjórn í kaupstað nefnist bæjarstjórn og önnur heiti í samræmi við það, en sveitarstjórn í hreppi hrepps- nefnd. Formaður hreppsnefndar nefnist oddviti, en formaður bæj- arstjórnar forseti bæjarstjórnar. 2. Bæjarstjórnir eru skipaðar 7—11 bæjarfulltrúum, aðalreglan 9 bæjarfulltrúar, en hreppsnefnd- ir 3—7 hreppsnefndarmönnum, aðalreglan 5. 1 kaupstöðum má skipa bæjarráð, sem fer með ákveðið vald, en ekki er gert ráð fyrir hliðstæðu stjórnvaldi í hreppum. 3. Hver kaupstaður er sjálf- stætt lögsagnarumdæmi, þar sem hins vegar hreppur er hluti af lögsagnarumdæmi sýslu. Bæjarfó- geti fer mpð lögsögu i kaupstað og hefur þar aðsetur, en sýslumaður í hreppi og þarf ekki að vera þar búsettur. 4. Skylt er hverri bæjarstjórn að ráða sérstakan framkvæmda- stjóra, en heimilt er að gera slíkt í hreppum með yfir 500 íbúa eða þar sem um mikinn atvinnurekst- ur er að ræða, ella er oddviti hreppsnefndar framkvæmda- stjóri hennar. 5. Kaupstaðir lúta beint yfir- stjórn félagsmálaráðuneytisins, sem fer með sveitarstjórnarmál- efni, en eiga aðild að sýslufélög- um skv. lögum. 6. Kaupstaðir geta á sitt ein- dæmi gert ýmsar ráðstafanir án samþykkis æðra stjórnvalds (fé- lagsmálaráðuneytis) s.s. takið lán, veðsett tilteknar eignir og tekist á hendur ólögbeðnar skuldbinding- ar. Hreppar verða að fá samþykki æðra stjórnvalds (sýslunefndar) til slíkra ráðstafana. 7. Hreppar eru aðilar að sýslu- að hreppurinn verði með lögum gerður að kaupstað. Meðal þessara atriða má nefna: 1. Ibúafjöldi hreppsins. 2. Hvort telja megi að útgjöld sveitarfélagsins hækki við breyt- inguna. 3. Mat á því annars vegar, að sveitarfélagið fái aukið sjálfsfor- ræði og hins vegar, að tengsl þess við nágrannasveitarfélög og byggðarlög rofni við brottför úr sýslufélagi. 4. Hagræði og aukin þjónusta við íbúa sveitarfélagsins við stofnun bæjarfógetaembættis, ef sýslumaður hefur ekki verið bú- settur í sveitarfélaginu. Þá segir Magnús einnig í nefndri grein: „Þar eð bæjarfógeti verður að hafa aðsetur í kaupstað, er ljóst, að lögfesting kaupstaðarréttinda til handa hreppi hefur í för með sér útgjaldaaukningu fyrir ríkis- sjóð, hafi sýslumaður ekki verið búsettur I viðkomandi hreppi (kauptúni). Af framansögðu er því ekki óeðlilegt að álykta, að nokkurrar tregðu muni gæta hjá löggjafarvaldinu við að sam- þykkja lög um að veita hreppum kaupstaðarréttindi.“ Tillögugerðin. Á grundvelli þeirra atriða og hugleiðinga sem á undan er getið fari fram eigi síðar en 20 marz 1978, að afloknum borgarafundi um málið. 3. grein Atkvæðisrétt í skoðanakönnun samkvæmt annarri grein hafa all- ir íbúar Egilsstaðahrepps 18 ára og eldri. 4. grein Verði tillagan samþykkt með einföldum meirihluta greiddra at- kvæða samkvæmt þriðju grein verpur málinu vísað af hrepps- nefnd til Alþingismanna Austur- lands með ósk um að þeir flytji frumvarp til laga um kaupstaðar- réttindi til handa Egilsstaða- hreppi. 5. grein Verði tillagan felld við skoð- annakönnun samkvæmt annarri grein samþykkir hreppsnefnd að óska eftir við sýslunefnd Suður- Múlasýslu að fjölga hrepps- nefndarmönnum úr fimm í sjö frá og með sveitarstjórnarkosningum 1978. Við atkvæðagreiðslu kom í ljós að samhljóða afgreiðsla varð um fjórar fyrstu greinar tillögunnar en fulltrúar framsóknarmanna lýstu sig andvfga fimmtu grein sem var samþykkt með þrem sam- hljóða atkvæðum. 4. Framhaldsumræða Sem flutningsmaður ofan- greindrar tillögu hefur það verið efst í huga mér að reyna að finna leiðir til að bæta þá stjórnsýslu- þjónustu sem sveitarfélagið sjálft á að veita þegnum sínum, og um leið að koma því til leiðar að ríkið veiti íbúum sveitarfélagsins lög- boðna þjónustu sem samrýmist stöðu þess í dag. Ég hef hér að framan gert ýtar- lega grein fyrir viðhorfum okkar sem stöndum að fjölgun í sveitar- stjórn, en jafnframt er rétt að benda á að rök okkar fyrir kaup- staðarréttindum eru í meginatrið- um þau sem Magnús Guðjónsson félögum og lúta yfirstjórn þeirra með ýmsum hætti. Þannig skal sýslunefnd hafa umsjón með þvi, að hreppsnefndir starfi eftir lög- um og reglum. Sýslunefnd hefur eftirlit með fjárreiðum hreppa, annast endurskoðun reikninga þeirra o.fl. — Samþykki sýslu- nefndar þarf til ýmiss konar fjár- ráðstafana hreppsnefnda, sbr. 6. tl. Sýslunefnd setur ýmiss konar reglugerðir og samþykktir, sem gilda fyrir alla hreppa sýslunnar, s.s. byggingarsamþykkt, reglu- gerðir um fjallaskil o.fl., en bæj- arstjórnir setja ýmiss konar reglugerðir og samþykktir, sem að vísu margar hverjar þurfa staðfestingu ráðuneyta. 8. Þátttaka hreppa í sameigin- legum framkvæmdum sýslufélaga og gjaldskyldu hreppa til sýslu- sjóða. Hreppar eru skyldir til að greiða til sýslufélags árlega skatta skv. lögum og ákvörðunum sýslunefnda. Er hér um að ræða sýsluvegasjóðsgjald og sýslusjóðs- gjald. Sýslusjóðsgjaldið er megin- tekjustofn sýslusjóðanna til að standa undir samþykktum út- gjöldum og framkvæmdum á veg- um sýslufélagsins, en sýslunefnd- ir virðast hafa ótakmarkaðar heimildir til að skattleggja ein- staka hreppa í formi sýslusjóðs- gjalda. Ennfremur segir Magnús: Mörg atriði koma til álita í sam- bandi við mat hreppsnefndar á því hvort rétt sé að hún æski þess taldi ég eðlilegt að leggja fram tvær tillögur. Annars vegar til- lögu um að óska eftir kaupstaðar- réttindum og hins vegar tillögu sem fól í sér að hreppsnefnd sam- þykkti fjölgun hreppsnefndar- manna úr fimm í sjö. Þegar tillög- urnar voru lagðar fram hafði áður verið óskað eftir því við fulltrúa, að þeir tækju málið til umræðu í sínum flokkum og hafði verið gef- inn til þess mjög rúmur tfmi og í framhaldi af því hefur öllum gef- ist tækifæri til að skoða og ræða tillögurnar. Við umræður kom í ljós að meirihlutavilji var fyrir að óska eftir kaupstaðarréttindum að undangenginni skoðanakönnun meðal íbúa hreppsins og jafn- framt fyrir því að fjölga í hrepps- nefnd ef atkvæðagreiðsla íbúa um kaupstaðaréttindi yrði á þann veg að þeim sýndist þau ekki tíma- bær. Hinn 17. janúar lagði ég því fram endanlega tillögu til síðustu umræðu og atkvæðagreiðslu og er hún svohljóðandi: 1. grein Hreppsnefnd Egilsstaðahrepps samþykkir að óska þess við hið háa Alþingi að Egilsstaðahreppi verði veitt kaupstaðarréttindi frá og með sveitarstjórnarkosningum 1978. 2. grein Tillögunni skal vísa til al- mennrar skoðannakönnunar með- al ibúa í Egilsstaðahreppi sem Greinargerð vegna tillagna um stjórn- sýslubreytingar í Egilsstaðahreppi bendir á í sinni grein, en jafn- framt því teljum við að hér sé á ferð hvati að breytingu á þeirri afkáralegu sýsluskipan sem nú er á Fljótsdalshéraði og þá um leið möguleiki til að ríkið komi upp stjórnsýslumiðstöð í meiri nálægð við þegna sína á Fljótsdalsheraði en nú er. Ég ítreka sterklega að í huga okkar sem að þessu stöndum er ekki fólgin nein gagnrýni á störf ágætra fulltrúa ríkisvaldsins á Seyðisfirði eða Eskifirði en vil jafnframt ítreka að allt slíkt hjal er ekki samboðið þeirri umræðu sem hefur farið fram eða muni fara fram. Hér er einfaldlega um það að ræða að Egilsstaðakauptún og Fljótsdalshérað eigi kost á þeirri stjórnsýsluþjónustu ríkisins og reisn, sem er samboðin íbúafjölda þess og því mikla félagslega sam- starfi sem á er komið og mun aukast milli hinna tíu hreppsfél- aga á Fljótsdalshéraði. 5. Samstarf sveitarfélaga á Fljótsdalshéraði Við umræður um kaupstaðar- réttindi til handa Egilsstaðakaup- túni hefur mönnum verið mjög í huga sú spurning hvort einhverj- ir erfiðleikar eða breytingar yrðu á samstarfi kauptúnsins við önn- ur sveitarfélög á Fljótsdalshéraði ef af kaupstaðarréttindum yrði. Ef svara skal slíkri spurningu viðhlítandi, er nauðsynlegt í fyrsta lagi að skoða samstarf sveitarfélaga almennt á Austur- landi með tilliti til hvort hugsan- legt sé að Samband sveitarfélaga á Austurlandi verði gerð að sam- eiginlegri stjórnsýslustofnun þeim til handa, þ.á m. hvort þau

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.